Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Greenspan bendir á að þekking er of lítil og hagkerfið of flókið til að hægt sé að treysta á líkön eingöngu. Japan virðist vera á upp- leið, en það er ekki í fyrsta sinn og kann að vera tímabundið. Takmörkuð þekking á efnahags- málum og efnahagsbati í Japan ALAN Greenspan seðlabankastjóri Bandaríkjanna flutti fyrir helgi ræðu á fundi seðlabankans í Kansas. Ræðan fjallaði um það hve margt er háð óvissu í efnahagsmálum og þá sérstaklega í peningamálum. Ef til vill má segja að Greenspan hafi fjallað um það hve langt menn eru frá því að geta fullyrt með vissu um samhengi efnahagsstærðanna og þar með um efnahagsþróunina. „Þrátt fyrir umfangsmiklar tilraunir til að ná utan um og mæla samhengi helstu stærða efnahagslífsins, er þekking okkar á mörgum af helstu samböndunum langt frá því að vera fullkomin og svo mun það að öllum líkindum verða alla tíð. Sérhvert líkan, hversu vel sem það er hugsað og hversu vel sem það byggir á sögulegum gögnum, er stórkostleg einföldun á heiminum eins og við upplifum hann með öllum sínum flækjum dag hvern. Þess vegna, og þrátt fyrir miklar framfarir í reiknigetu og aukinn skilning á samhengi efnahagsstærða, nær þekking okkar varla að halda í við sífellt flóknara alþjóðlegt hagkerfi,“ sagði Green- span. Hann útskýrði þetta nánar með því að benda á að á síðustu tveimur áratugum hefði hugtakið peningar orðið óljósara en áður var vegna nýrra tækja eða vara á fjármálamark- aðnum, sem hefðu breytt samhenginu á milli hagkerfisins og peninganna. Greenspan hefur verið gagnrýndur fyrir að fylgja ekki nægilega gegnsærri stefnu í pen- ingamálum, aðallega varðandi vaxtaákvarð- anir, og fylgja ekki nægilega fyrirliggjandi líkönum af hagkerfinu. Í fyrirlestri sínum leitaðist hann við að svara þessu og sagði að ekki væri víst að þótt líkön sýndu að miðað við líklegustu þróun mála væri tiltekin stefna rétt, þá ætti að fylgja þeirri stefnu. Ástæðan væri sú að þótt einhver tiltekin þróun væri líklegust, þá yrði að taka tillit til annarrar mögulegrar þróunar því hún kynni að vera mjög skaðleg þótt hún væri ef til vill ólík- legri. Hann nefndi sem dæmi að í kjölfar greiðsluþrots Rússlands árið 1998 hafi verið slakað á peningastefnunni í Bandaríkjunum þrátt fyrir að ágætur vöxtur hafi verið þar í landi. Ástæðan hafi verið sú að þótt líkurnar á því að erfiðleikarnir í Rússlandi hefðu áhrif á Bandaríkin væru taldar litlar, þá hefði ver- ið talið að áfallið hefði orðið mikið ef svo ólík- lega hefði viljað til að áhrifanna yrði vart í Bandaríkjunum. Greenspan sagði þá sem tækju ákvarðanir um peningastefnuna standa frammi fyrir margvíslegri áhættu af þessu tagi og aðeins takmarkaðan hluta af henni væri hægt að mæla með einhverri vissu – og þá aðeins ef menn féllust á að fortíðin yrði endurtekin í framtíðinni. Þess vegna krefðist áhættu- stjórnun oft mats af hálfu þeirra sem tækju ákvarðanirnar, og það mat byggðist ekki ein- göngu á formlegum líkönum, heldur líka til að mynda á því hvernig þátttakendur á markaðnum myndu bregðast við ákvörðun- unum. Þetta eru athyglisverðar vangaveltur hjá Greenspan, sérstaklega í ljósi þess að stundum vill bregða við að þeir sem fjalla um efnahagsmál líti á þá fræðigrein sem fjallar um þau mál, hagfræðina, sem raunvísindi en alls ekki félagsvísindi. En í raun fjallar hag- fræðin um manninn og hegðun hans, þó að umræða um efnahagsmál virðist oft og tíðum snúast um fátt annað en tölur. ll EFNAHAGSMÁL Haraldur Johannessen Peningastefna og óvissa Alan Greenspan fjallaði á dögunum um það hve fátt er vitað um samhengi hagstærðanna haraldurj@mbl.is EFNAHAGSLÍFIÐ virðist skyndilega vera að ná sér á skrið í Japan. Hagvöxtur var ágætur á öðrum fjórðungi ársins og mældist 2,3% á ársgrunni og hlutabréf hafa rokið upp á síðustu mánuðum. Frá apríl – þegar hluta- bréfavísitalan náði lágmarki frá því hún féll fyrir meira en áratug – og þar til nú, hefur vísi- talan hækkað um 40%. Jafnvel Úrvalsvísitalan íslenska stenst Nikkei 225 ekki snúning og hefur þó hækkað um þriðjung á sama tímabili. Talsvert hefur verið ritað að undanförnu um þá breytingu sem ef til vill er að verða í Japan, en það er einmitt rétt að setja þann fyrirvara að það er langt því frá öruggt að þau jákvæðu merki sem sést hafa séu varanleg. Frá því kreppan hófst fyrir rúmum áratug hafa bata- merki sést að minnsta kosti tvisvar, en í hvor- ugt skiptið náðist varanlegur bati. The Economist segir að í fyrra skiptið hafi ríkis- stjórnin viljað rétta ríkissjóð af með skatta- hækkun, sem hafi ýtt hagkerfinu inn í kreppu á nýjan leik, og í seinna skiptið hafi seðlabank- inn óttast verðbólgu svo mjög að hann hafi hækkað vexti og þannig kæft hagkerfið. En það er óhætt að segja að aðgerðir seðla- bankans báru ákveðinn árangur, því verðbólga er engin. Það sem þó er verra er að verðhjöðn- un hefur ríkt, og verðhjöðnunin á einmitt þátt í að skýra jákvæða þróun hagvaxtar. Ástæðan er sú að tölurnar fyrir hagvöxtinn eru á raun- verði og vegna verðhjöðnunarinnar virðist hagvöxturinn meiri en hann er að nafnverði, enda er stöðnun í hagkerfinu þegar mælt er á nafnverði. The Economist bendir á þessi atriði og varar við því að fyrirtæki kunni að lenda í erfiðleikum með afborganir lána, enda eru vextir lánanna ekki neikvæðir þótt verðbólgan sé það og tekjur fyrirtækjanna dragist saman í jenum talið. Tímaritið varar einnig við því að fjármálakerfið í Japan sé enn viðkvæmt og bankar sitji uppi með mikið af lélegum útlán- um. En ef til vill er ástæða til ákveðinnar bjart- sýni þrátt fyrir varnaðarorðin sem víða heyr- ast. Í The Japan Economic Review kemur fram að endurskipulagning hjá japönskum fyr- irtækjum hafi skilað árangri og að hagnaður hafi aukist mikið. Hagnaður skráðra fyrir- tækja hafi aukist um rúmlega 70% milli ára, sem sé vísbending um snöggan efnahagsbata. Þetta er óneitanlega umhugsunarvert fyrir ís- lenska fjárfesta þar sem hagnaður fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni dróst saman um 28% milli ára á fyrri helmingi þessa árs. Og þótt Úrvals- vísitalan íslenska hafi ekki hækkað alveg jafn- mikið og Nikkei-vísitalan, er engu að síður um- hugsunarvert hvers vegna þróunin er svipuð – og jafnvel hvers vegna þróunin er í sömu átt. ll JAPAN Haraldur Johannessen Batamerki Japan sýnir merki um bata og hlutabréfavísitalan rýkur upp líkt og hin íslenska. Þróunin ætti að vekja fjárfesta hér á landi til umhugsunar. haraldurj@mbl.is AÐ mörgu er að hyggja við samningagerð um við- skiptasérleyfi. Þeir sem til þekkja og reynslu hafa af slíkri samningagerð ráðleggja eindregið að samningsað- ilar leiti sér aðstoðar lögfræðinga sem þekkingu hafa á þessu sviði, því samningur milli sérleyfisgjafa og sérleyf- istaka er lykilatriði í samstarfi þessara aðila. Samning- urinn segir til um hvernig greiðslum til sérleyfisgjafans skuli háttað og hvaða skuldbindingar aðilar hafa gagn- vart hver öðrum. Þá tekur samningurinn oftast á meðferð vörumerkis. Samningurinn segir þannig til um megin- skuldbindingar samstarfsaðila en í handbók er nánari lýsing á öllum útfærslum og framkvæmd starfseminnar. Gagnlegur gátlisti Félag um viðskiptasérleyfi, sem var stofnað á árinu 2001, hefur gefið út sérstakan gátlista vegna samninga um við- skiptasérleyfi. Byggist hann á sams konar lista og félag um viðskiptasérleyfi í Svíþjóð hefur gefið út. Þrátt fyrir þá upptalningu sem fram kemur í gátlistanum leggur f um viðskiptasérleyfi ríka áherslu á að samningsaði leiti sér lögfræðiaðstoðar. Samningur um við- skiptasérleyfi er sá grundvöllur sem öll samskipti sé leyfisgjafa og sérleyfistaka byggjast á og skiptir því að frá honum sé gengið þannig að engin mikilvæg a gleymist. Helstu atriði sem fram þurfa að koma í samningi viðskiptasérleyfi, og nefnd eru í gátlista Félags um skiptasérleyfi, eru eftirfarandi: Í inngangi eru tilteknir samningsaðilar og tilgang samstarfs þeirra. Réttindi, skyldur og skuldbindingar þurfa að vera skýrt upp talin svo og hvernig sambandi sérleyfisgja og sérleyfistaka er háttað. Fram þarf að koma hvernig farið er með sameigin kennimark, vörumerki og einkenni starfseminnar. Trúnaðarhandbók og upplýsingagjöf eru trúnaðar Að mörgu að hyggja F YRIRTÆKI sem bera útlensk nöfn eru mun algengari hér á landi nú en áður var. Hluti af þeim alþjóðlegu nöfnum og heitum sem sjást í borgum og bæjum víðs vegar um heiminn, og flestir þekkja, eru orðin nokkuð áberandi hér. McDonald́s, Dominós, RE/MAX og fleira og fleira er einungis lítið brot af því sem fólki er orðið tamt að nota í daglegu tali. Viðskiptasérleyfi eru líklega meginskýr- ingin á þessari breytingu sem hefur átt sér stað. (Stundum er talað um framleiðsluleyfi eða einfaldlega sérleyfi.) Þetta fyrirbæri hefur í sífellt auknum mæli verið að ryðja sér til rúms í viðskiptum og þjónustu og er Ísland engin undantekning þar á. Viðskiptasérleyfi ná til mun fleiri sviða en verslana, veitingahúsa og fasteignavið- skipta, þó mikið beri á slíkum fyrirtækjum þegar þetta rekstrarfyrirkomulag ber á góma. Möguleikarnir í þessum efnum virð- ast vera margvíslegir. Viðskiptasérleyfi má skilgreina sem markaðsaðferð þar sem eigandi framleiðslu eða þjónustu, sérleyfisgjafi, býður öðrum, sérleyfistaka, að reka og stjórna umræddri starfsemi gegn gjaldi og reglulegri þóknun. Á ensku er talað um franchise, sem er hins vegar tekið úr franskri tungu og merkir frelsi. Fyrirtæki sem rekin eru á grundvelli við- skiptasérleyfa nýta bæði kosti stærðarinnar og smæðarinnar. Stærðarhagkvæmnin get- ur falist í hagkvæmum innkaupum og sam- eiginlegri markaðssetningu allra þeirra fyrirtækja sem tilheyra viðkomandi sér- leyfiskerfi. Kostir smæðarinnar eru þeir að hvert fyrirtæki í sérleyfiskerfinu myndar náin tengsl við viðskiptavinina og á auðveld- ara með að aðlagast breyttum aðstæðum og hefur meiri sveigjanleika. Viðskiptasérleyfi er þannig samstarf þess sem á viðskipta- hugmynd, svokallaðs sérleyfisgjafa, og þeirra fyrirtækja sem taka að sér rekstur- inn, svokallaðra sérleyfistaka. Oft minni áhætta Viðskiptasérleyfi getur verið vænlegur kostur fyrir þá sem vilja hasla sér völl í eigin rekstri, hvort sem er í framleiðslu, verslun, þjónustu eða á öðrum sviðum. Þeir sem hefja starfsemi fyrirtækis með viðskipta- sérleyfi ganga inn í viðskiptahugmynd sem reynsla er komin á annars staðar. Þar að auki fæst aðstoð og þjál stuðningur við að koma s og einnig við áframhalda Oft þarf sérleyfistaki þekkingu á þeirri starfs hún vill ráðast í. Áhætt minni við stofnun sér hefðbundins fyrirtækis grunni. Sérleyfistaki e rekstur en með stuðning sérleyfisgjafans, og er þ í viðskiptahugmynd han Auk þess að geta ver fyrir þá sem vilja hefja e geta viðskiptasérleyfi ko sem reka fyrirtæki og h breiðslu starfseminnar. þeirra hagur að vörume víðast. Ein leið til þes stækkun á eigin fyrirtæ útibúum sem víðast. Önn ar að veita öðrum við tryggir sérleyfisgjafanu skiptahugmyndina, sem föst fjárhæð eða föst fjá hlut í sölu. Sérleyfisgjafi ber en ábyrgð á samstarfsaðila takanum, og hefur því m stækka markaðssvæði s beinna fjárfestinga. Þar sérleyfisgjafinn notið hugmynda að umbótum samstarfsaðilanum. Sér getur því notið þess á m hátt ef einhver vill öðl vegna viðskiptahugmynd Um 200 sérleyfisfyr Samtök verslunar og þj hafa aðstoðað og leiðbe hafa áhuga á að gerast svo og þeim fyrirtækjum sérleyfisgjafar. Samtöki un félags um viðskipta 2001, halda úti heimasíð og hafa haldið ráðstefnu Emil B. Karlsson hjá umsjón með því sem sný sérleyfum hjá SVÞ. Han fari á milli mála að við vaxandi hluti af viðskip um 200 viðskiptasérley landi, flest í smásölu og þeim eigi án efa eftir að f Viðskipt ryðja sér Fyrirtæki sem rekin eru á grundvelli viðskiptasérleyfa nýta b Viðskiptasérleyfi verða sífellt meira áberandi á hinum ýmsu s viðskipta og þjónustu jafnt hér á landi sem annars staðar. Hér eru flest viðskiptasérleyfin í smásöluverslun og veitingarekstr töluverður vöxtur hefur einnig verið á öðrum sviðum. Grétar Júníus Guðmundsson kynnti sér málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.