Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 B 5 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  félag lar ér- í öllu atriði i um við- gur a afa nlegt rmál og í samningi milli sérleyfisgjafa og sérleyfistaka verður að vera nákvæmlega skilgreint hvernig með þessi mál er farið, en hér um að ræða eitt það mikilvægasta í sam- starfi aðila. Þróun rekstrarins snýr yfirleitt að báðum aðilum en sérleyfisgjafi er þó alla jafna leiðandi í þeim efnum. Í samningi skal kveðið á um hvernig að markaðs- setningu skal staðið. Fjármál, stjórnun og gjöld eru atriði sem eins og í öll- um samningum verða eðli máls samkvæmt að vera skýr. Algengast mun vera að sérleyfisgjafinn hafi rétt á að rannsaka fjárhag sérleyfistakans, óski hann eftir því. Samningstími, riftunarákvæði og ýmis atriði er snúa að lausn á hugsanlegum ágreiningsefnum milli sérleyf- isgjafa og sérleyfistaka eru veigamikil atriði samnings. Þá má gera ráð fyrir að ýmis fylgigögn þurfi að fylgja samningi um viðskiptasérleyfi, svo sem varðandi mark- aðssvæði, lýsingu á starfssviði o.fl. Reynslan mælir með aðstoð Sérleyfistaki verður að fylgja ákveðnum stöðlum og skil- yrðum sem sérleyfisgjafi setur. Greiðslur og gjöld sem sérleyfistaki greiðir sérleyfisgjafa geta verið háar fjár- hæðir. Því er ekki að undra að þeir sem reynslu hafa af þessum málum ráðleggi þeim sem eru að hugsa um að útvega sér sérleyfi, að kanna vel skipulag fyrirtækis sér- leyfisgjafans og hvernig það er tilbúið að vinna með sér- leyfistakanum við uppbyggingu fyrirtækisins. Þá er og ávallt hætta á því að samningur milli sérleyfisgjafa og sérleyfistaka verði vilhallur sérleyfisgjafanum ef ekki er vel að gáð. Eins og fram kemur annars staðar hér á þess- ari opnu eru öll skilyrði samninga milli sérleyfisgjafa og sérleyfistaka mjög strangt túlkuð, sérstaklega þegar al- þjóðleg fyrirtæki eiga í hlut. Aðstoð fagmanna er því auðsjáanlega nauðsynleg við gerð samnings um við- skiptasérleyfi. a við samningagerð lfun og ýmiss konar starfseminni af stað andi rekstur. i ekki að hafa sér- semi sem hann eða tan er því allajafna rleyfisfyrirtækis en sem stofnað er frá er með sinn eigin gi bakhjarlsins, þ.e. þar með þátttakandi s. rið vænlegur kostur eigin atvinnurekstur omið sér vel fyrir þá hyggja á frekari út- . Það er allajafna erki þeirra fari sem ss er að sjálfsögðu æki og útþensla með nur leið er hins veg- ðskiptasérleyfi sem um þóknun fyrir við- getur verið ákveðin árhæð að viðbættum nga fjárhagslega anum, sérleyfis- möguleika á að sitt án nokkurra r að auki getur hugsanlegra sem koma frá rleyfisgjafinn margvíslegan last sérleyfi dar hans. rirtæki jónustu, SVÞ, eint þeim sem t sérleyfisþegar m sem vilja gerast in stóðu að stofn- asérleyfi á árinu ðu þess á Netinu r um þessi mál. SVÞ hefur haft ýr að viðskipta- nn segir að ekki ðskiptasérleyfi séu ptalífinu. Í dag séu yfisfyrirtæki hér á g veitingarekstri, og fjölga, ekki hvað síst á öðrum sviðum en þeim sem algengust eru. Þessi rekstrarmáti hafi enn ekki haslað sér völl á ýmsum sviðum hér á landi, sem hann hafi hins vegar gert víða erlendis með góð- um árangri. Íslenskum fyrirtækjum hafi hins vegar enn sem komið er ekki tekist að gerast sérleyfisgjafar, þótt það hafi verið reynt. Viðskiptasérleyfi eru að sögn Emils mjög algeng í Bandaríkjunum og hafa verið það lengi. Hann segir að til að mynda hafi bens- ínstöðvar þar í landi svo til strax verið rekn- ar samkvæmt þessu rekstrarformi, þegar byrjað var að aka bifreiðum um götur í byrj- un síðustu aldar. Olíufélögin þar hafi ekkert komið nálægt slíkri þjónustustarfsemi, eins og þau geri hér á landi. Hann segir að áætlað sé að allt að helmingur af fyrirtækj- um í smásöluverslun í Bandaríkjunum séu viðskiptasérleyfisfyr- irtæki. Aukningin á öðrum sviðum sé töluverð. Segir Emil að þróunin í þessum efnum hafi verið mjög hröð í Noregi, Svíþjóð og í Bretlandi á undanförnum árum. Á fjög- urra ára tímabili fram til ársins 2000 hafi sérleyfirsfyrirtækjum í Noregi til að mynda fjölgað um 50%. Vöxturinn í Svíþjóð hafi verið svipaður og í Bretlandi hafi hann verið um 30%. „Ástæðan fyrir þessari þróun er fyrst og fremst sú að áhættan af stofnun sérleyfis- fyrirtækis er mun minni en af stofnun hefð- bundins fyrirtækis,“ segir Emil. „Það skýr- ist af því að um er að ræða hugmynd sem hefur verið reynd og hefur sannað sig.“ Fleiri konur en karlar Að sögn Emils hafa kannanir í Svíþjóð leitt í ljós að stofnendur fyrirtækja með viðskipta- sérleyfi séu að meirihluta til konur. Segir hann að konur hafi staðið að stofnun um 60% fyrirtækja með viðskiptasérleyfi í Svíþjóð en hlutfallið sé um 30% þegar kemur að fyrirtækjum í heild. „Tilgáta er um að ástæðan fyrir því hvað konur koma mikið að stofnun sér- leyfisfyrirtækja sé að þær séu varkárari við stofnun fyr- irtækja en karlar og taki síð- ur áhættu. Þess vegna henti þetta fyrirkomulag þeim bet- ur.“ Emil segir að erlend sam- tök sérleyfishafa hafi bent á að fáar aðgerðir hafi í för með sér eins mikla atvinnu- sköpun og viðskiptasérleyfi. Kannanir hafi leitt í ljós að umtalsvert færri fyrirtæki, sem rekin eru samkvæmt slíku fyrirkomulagi, hætti stafsemi á fyrstu starfsárum en önnur ný- stofnuð fyrirtæki. Emil segist sannfærður um að viðskipta- sérleyfi eigi eftir að ryðja sér enn frekar til rúms í íslensku viðskiptalífi en orðið er. Möguleikarnir séu nánast ótakmarkaðir. „Viðskiptasérleyfi eru engan veginn bundin við verslun, veitingarekstur, fasteignavið- skipti, gosdrykkja- framleiðslu, ráðgjaf- arþjónustu, auglýsingagerð og annað sem þekkt er í þessum efnum hér á landi. Ég hef því trú á því að erlendum nöfnum í viðskipta- lífinu eigi eftir að fjölga hér á landi á komandi árum.“ Samþykki eftir fjóra mánuði Fyrr á þessu ári stóðu Samtök versl- unar og þjónustu, SVÞ, og Logos lögmanns- þjónusta, í samstarfi við bandaríska sendi- ráðið hér á landi, fyrir ráðstefnu um viðskiptasérleyfi. Á ráðstefnunni var kynnt hvað felst í viðskiptasérleyfi auk þess sem veittar voru hagnýtar upplýsingar um hvernig heppilegast er að standa að stofnun fyrirtækis með viðskiptasérleyfi. Eitt fyr- irtæki, sem tekið hefur til starfa hér á landi með viðskiptasérleyfi, var kynnt sérstak- lega á ráðstefnunni. Guðrún Möller, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Thyme Maternity, greindi frá því að hún og eiginmaður hennar, Ólafur Árnason, hefðu haft áhuga á því að fara út í eigin rekstur. Hún sagði að þau hefðu fengið hugmynd að því að setja á fót verslun með tískufatnað fyrir barnshafandi konur. Haft hafi verið samband við móðurfélag verslun- arkeðjunnar Thyme Maternity, kanadíska stórfyrirtækið Reitmans. Í framhaldinu hafi verið gerð viðskiptaáætlun og um fjórum mánuðum eftir að haft hafi verið samband við Reitmans hafi fyrirtækið samþykkt að Guðrún og Ólafur fengju viðskiptasérleyfi með vörur frá Thyme Maternity. Eftir að samþykki Reitmans lá fyrir var fatnaður pantaður, verslunarhúsnæði fund- ið, flutningsleiðir skipulagðar, unnið að innra skipulagi fyrirtækisins auk þess sem tækjabúnaður var keyptur. Um einu ári eft- ir að hugmyndinni að stofnun Thyme Mat- ernity hér á landi var hrint af stað var versl- unin opnuð í Kópavogi. Mikill stuðningur Guðrún segir að helstu kostir þess að vinna með sérleyfi séu að þá sé verið að starfa með hugmynd sem hefur verið úrtfærð og er í fullum rekstri í öðrum löndum. „Það þýðir að á bakvið vöruna er mikill stuðningur frá móðurfélaginu í formi mannafla og reynslu en yfirleitt ekki í formi fjármagns,“ segir Guðrún. „Í okkar tilfelli fáum við t.d. mikinn stuðning varðandi markaðs- mál, innkaup, hönn- un og auðvitað hagstæðara innkaups- verð en við fengjum ef við værum að semja beint við birgja. Við getum t.d. einfaldlega valið fatnað úr þeirri línu sem boðin er fyrir hvert tímabil og þurfum svo ekki að hafa áhyggjur af vör- unni fyrr en hún kemur á hafnarbakkann hér heima eða í Svíþjóð.“ Að sögn Guðrúnar verður fyrirtæki henn- ar að fylgja ákveðnum stöðlum sem Thyme International /Reitmans setur og uppfylla ýmis önnur skilyrði. Einnig þurfi leyfishaf- ar að borga nokkuð háar fjárhæðir til að fá leyfin auk þess sem yfirleitt sé viss þókn- un af sölu greidd til leyfisveitanda. Slík- ar fjárhæðir geti ver- ið mjög breytilegar eftir merkjum og einnig sé breytilegt hve mikinn stuðning móðurfélögin veiti fyrir þóknunina. „Ég myndi ráð- leggja þeim sem eru að hugsa um að út- vega sér sérleyfi, að kanna vel skipulag móðurfélagsins og hvernig það er tilbúið að vinna með sérleyf- ishafanum við uppbyggingu. Hvaða aðilar innan móðurfélagsins yrðu tengiliðir? Hvernig aðgangur er að þeim? Oft er spennan mikil við að fá svona sérleyfi og hætta á því að samningar verði einhæfir og vilhallir leyfisveitandanum ef ekki er vel að gætt. Þegar verið er að eiga við alþjóðleg fyrirtæki eru öll skilyrði samninga mjög strangt túlkuð og því um að gera að leita til fagmanna þegar verið er að vinna að samn- ingum í upphafi. Og gefa sér góðan tíma til að yfirfara þessa hluti,“ segir Guðrún. Víða aðgengilegar upplýsingar Samtök um viðskiptasérleyfi hafa víða sprottið upp. Ein slík samtök eru t.d. Int- ernational Franchise Association, IFA, í Bandaríkjunum. Heimasíða þeirra á Netinu er á slóðinni franchise.org. Þar er alla jafna töluverður fjöldi fyrirtækja sem eru að leita að samstarfsaðilum með viðskiptasérleyfi í huga. Í flestum tilvikum er þar hægt að finna sögu viðkomandi fyrirtækja og hvaða sérstöðu þau hafa, hvað í boði er, hverja hægt er að hafa samband við hjá fyrirtæk- inu, hve mikið fjármagn þarf til að koma sérleyfisfyrirtæki af stað og hvað ætla má að heildarfjárfesting í tækjum og tólum og öðru nauðsynlegu verði. Hið íslenska Félag um viðskiptasérleyfi, sem var stofnað á árinu 2001, er ásamt öðr- um sambærilegum félögum á Norðurlönd- um á slóðinni franchisenet.net á Netinu. Er þar að finna almennar upplýsingar um við- komandi félög og hverja hægt er að hafa samband við til að fá frekari upplýsingar. Þar er einnig að finna lista yfir fyrirtæki á Norðurlöndum sem leita að samstarfsaðil- um með viðskiptasérleyfi í huga. Af nógu virðist vera að taka. tasérleyfi r til rúms bæði kosti stærðarinnar og smæðarinnar sviðum r á landi ri en .......................... Á h æ t t a n a f s t o f n u n s é r - l e y f i s f y r i r t æ k i s e r m u n m i n n i e n a f s t o f n u n h e f ð b u n d i n s f y r i r t æ k i s þ v í h u g m y n d i n h e f u r v e r i ð r e y n d o g h e f u r s a n n a ð s i g . .......................... gretar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.