Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 8
   -GH2 IJKL:%-M:N2-:LO?:P-:L J72=> HI2                                          ! "#  +9: +9;<9: ;%9= 9= LLJ 7 2 L ;9% 9& ;'9+ ;+9 ;2II2     &9 ?:P-:L  QG F? Á AÐALFUNDI Kauphallar Íslands á síðasta ári kom fram að Kauphöllin væri að búa sig undir að taka harðar á brotum á markaðnum. Í framhaldi af því ákvað stjórn Kauphallarinnar í júní á síðasta ári að fela for- stjóra hennar að taka ákvarð- anir um beitingu viðurlaga vegna brota á reglum hennar. Í Kauphallartíðindum var í fyrra skýrt frá þessari ákvörðun stjórnarinnar og þar kom fram að tilgangurinn væri að gera eftirlitsstarfsemi Kauphallarinn- ar skilvirkari og einfaldari í framkvæmd og auka þannig traust á markaðnum. Vilji Kauphallarinnar til að taka af festu á brotum á reglum hefur komið skýrt fram á síð- ustu misserum. Bæði í orði kveðnu og með breyttum starfs- háttum, eins og lýst er hér að ofan, en einnig með beitingu viðurlaga. Í því sambandi má nefna að Kauphöllin beitti tvö fyrirtæki févíti 17. janúar síð- astliðinn. Í öðru tilvikinu var um að ræða brot Búnaðarbankans á flöggunarreglum vegna samn- ings um meðferð hlutabréfa í Fjárfestingarfélaginu Straumi. Bankinn var beittur 4,5 milljóna króna févíti fyrir brotið. Bank- inn mótmælti í fyrstu en ákvað svo að una févítinu en gerði at- hugasemdir við að andmælarétt- ar hefði ekki verið gætt. Í hinu tilvikinu var um það að ræða að Plastprent var beitt fé- víti að fjárhæð 1.250 þúsund krónum fyrir að hafa ekki, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli Kauphall- arinnar, gefið út skráningarlýs- ingu vegna aukningar hlutafjár. Stjórnendur Plastprents, sem var tiltölulega lítið félag með fáa hluthafa og lítil viðskipti, brugðust við með því að láta taka félagið af skrá Kauphall- arinnar, enda töldu þeir refs- inguna harkalega. Þessi févíti Kauphallarinnar bentu eins og fyrr segir til þess að tekið yrði harðar á brotum en áður og að eftirlitið hefði verið eflt. Niðurstaða Kauphall- arinnar vegna nýlegra viðskipta með hlutabréf í Skeljungi benda til annars. Kauphöll Íslands sendi í lok síðustu viku frá sér yfirlýsingu í Kauphallartíðindum vegna við- skipta með hlutabréf Skeljungs hf. 30. júní 2003. Í yfirlýsing- unni kemur fram að „[b]etur hefði mátt standa að upplýs- ingagjöf um þessi viðskipti“ í samræmi við reglur þar að lút- andi auk þess sem ákveðnir kauphallaraðilar „hefðu einnig átt að halda að sér höndum í viðskiptum með bréf Skeljungs þar til að fullu var upplýst um breytt eignarhald félagsins“. Yfirlýsing Kauphallarinnar, þau sjónarmið sem þar koma fram og þau sjónarmið sem áður höfðu komið fram hefðu átt að gefa til kynna að þeir sem um ræðir yrðu beittir einhvers kon- ar viðurlögum, en Kauphöllin getur beitt óopinberri áminn- ingu, opinberri áminningu og fé- víti ef hún telur að ekki hafi verið farið að reglum. Í þessu tilviki var ekki gripið til þessara úrræða, en þess í stað birt yf- irlýsing þar sem greint er frá því hverju væri ábótavant. Þetta kom á óvart. Enn óvænni var þó túlkun á yfirlýs- ingunni í kvöldfréttum Sjón- varpsins síðastliðinn föstudag, en þar sagði forstjóri Kauphall- arinnar að hægt væri að segja að þetta væri „ígildi áminning- ar“. Óhætt er að fullyrða að ekki er vel ljóst hvaða merkingu á að leggja í það þegar Kaup- höllin veitir „ígildi áminningar“ og skilaboðin til útgefenda og markaðsaðila eru engan veginn skýr. Mikilvægt er að reglur markaðarins séu skýrar, en það er jafnframt mikilvægt að fram- kvæmd reglnanna og eftirlitið með þeim sem eiga að fylgja reglunum sé ljóst. Niðurstaða þessa máls er ekki skýr en vek- ur þess í stað óþægilegar spurn- ingar um stöðu Kauphallarinnar gagnvart útgefendum og mark- aðsaðilum og getu Kauphallar- innar til að beita þeim viðurlög- um sem henni standa til boða. Hafi ástæða verið til að beita viðurlögum, til að mynda áminn- ingu, átti að gera það, en ekki að veita „ígildi áminningar“. Hafi ekki verið ástæða til áminningar var ekki heldur ástæða til „ígildis“ hennar. Eftirlit Kauphallarinnar er mikilvægt og vonandi mun það eflast eins og útlit var fyrir fyrr á þessu ári og í fyrra. Í huga markaðsaðila, útgefenda og fjár- festa má eftirlitið ekki verða einhvers konar „ígildi eftirlits“, sem ræður ekki við að taka á erfiðum málum. Ígildi eftirlits Innherji skrifar innherji@mbl.is FYRSTU Norrænu auglýsingaverðlaun- in, Scandinavian Advertising Awards, verða veitt í Stokkhólmi í fyrsta skipti 17. janúar, en hægt verður að senda auglýs- ingar inn í keppnina á tímabilinu 15. september til 31. október. Af 18 dóm- urum eru tveir íslenskir; Sverrir Björnsson frá Hvíta húsinu og Örn Smári Gíslason hjá Nonna og Manna/Yddu. Fyrirtækið Black Crown Productions stendur að keppninni, en keppt verður í sjö flokkum. Heimasíða keppninnar er á www.black- crown.se. Þá stendur Samband íslenskra auglýs- ingastofa, SÍA, fyrir samkeppni um Effie- verðlaun í fyrsta sinn hér á landi í haust. Þátttökufrestur er til 1. október, en verð- launin verða afhent 7. nóvember. SÍA nýt- ur við þetta verkefni stuðnings frá iðn- aðar- og viðskiptaráðuneyti, Íslandspósti, Morgunblaðinu og IMG. Engin jafn hátt skrifuð Á heimasíðu verðlaunanna, www.effie.is, segir: „Effie-verðlaunin eru viðurkenning fyrir auglýsinga- og kynningarefni þar sem fer saman frjó og skapandi hugsun og næm tilfinning og þekking á skilyrðum þess að ná árangri í markaðssetningu á vöru og þjónustu. Effie-verðlaunum er þannig ætlað að stuðla að markvissari og árangursríkari markaðssetningu. Effie er samnefnari þeirra gilda sem eru í fararbroddi í áhrifaríkum auglýs- ingum. Engin auglýsingaverðlaun eru eins hátt skrifuð og eftirsótt í jafn mörg- um löndum.“ Tvær nýjar aug- lýsingakeppnir á næstunni ;"+ ;"+ $!  % ! $!  %       P   R0  R0 R0 P   S0 S 0  S0 @3#, @3+, '( $3' @3#, @3+, '( $3' ÍSLENSKUR hlutabréfamarkað- ur bregst við fréttum af fyrirtækj- um eins og almennt má búast við á skilvirkum markaði. Þetta kemur fram í ritgerð Úlfs Viðars Níels- sonar til meistaraprófs í hagfræði við Háskóla Íslands. Kauphöll Ís- lands styrkir gerð rannsóknarinnar, en tilgangur hennar er að athuga hvort, og þá hvernig, fréttir hafa áhrif á ávöxtun og flökt íslenskra hlutabréfa. Að sögn Úlfs verða niðurstöður greiningarinnar, þegar á heildina er litið, að teljast jákvæðar fyrir ís- lenskan hlutabréfamarkað og alla almenna fjárfesta sem tengjast hon- um. „Þegar þær eru bornar saman við niðurstöður erlendra rannsókna má segja að íslenskur markaður standi jafnfætis öðrum mörkuðum, með ýmsum undantekningum þó,“ segir hann. Rökrétt viðbrögð Úlf segir að í ritgerðinni sé banka- geirinn sérstaklega tekinn fyrir, en greind eru áhrif frétta sem sendar voru út í gegnum Kauphöllina á þriggja ára tímabili, 2000–2002, og gengisraðir íslensku viðskiptabank- anna lagðar til grundvallar. „Ég flokka allar fréttir af viðskiptabönk- unum fjórum á þessu tímabili í já- kvæðar, ómarkverðar og neikvæðar fréttir. Niðurstaðan úr þessum hluta rannsóknarinnar er sú að skýr merki séu þess, að markaður- inn bregðist á rökréttan hátt við innihaldi frétta. Þá breytist hluta- bréfaverð fyrirtækja aðeins við þýð- ingarmiklar fréttir sem snerta beint rekstur viðkomandi fyrirtækis, en að meðaltali ekki við ómarkverðar fréttir,“ segir Úlf. Að sögn Úlfs þarf skilvirkur hlutabréfamarkaður að uppfylla fjögur skilyrði. „Markaðurinn þarf nánar tiltekið að bregðast hratt við nýjum upplýsingum, skynsamlega, eða í samræmi við upplýsingagildi þeirra, aðeins við nýjum og áður óbirtum fréttum og aðeins við markverðum fréttum. Íslenski markaðurinn uppfyllir öll þessi skil- yrði og verður því að teljast skil- virkur með tilliti til frétta,“ segir hann. Ekki markaðsfréttir Rannsóknin tekur, að sögn Úlfs, til áhrifa frétta almennt, þ.e. ekki til- tekinna, sérvaldra frétta eins og venjan hafi verið í íslenskum at- burðarannsóknum til þessa. „Ég kanna áhrif frétta sem varða fyr- irtækin sjálf, ekki svokallaðra markaðsfrétta, sem varða markað- inn í heild sinni,“ segir hann. Aðspurður segir hann að gögn gefi tilefni til að ætla að áhrif frétta komi fram samdægurs, þar sem ekki sjáist áhrif daginn eftir birt- ingu þeirra. „Ég kannaði einnig hvort einhver áhrif kæmu fram daginn fyrir birtingu fréttatilkynn- inga, sem gæti bent til þess að inn- herjaupplýsingar væru misnotaðar, en svo reyndist ekki vera,“ segir Úlf. Ekki marktæk áhrif á flökt Seinni hluti ritgerðarinnar fjallar um samband frétta og flökts á hlutabréfaverði. Þar eru tengslin að sögn Úlfs mun veikari og auk þess ómarktæk. „Engu að síður eru merki um marktækt samband milli fjölda útsendra fréttatilkynninga og virkni markaða. Þannig eru til dæmis merki um samband milli fjölda fréttatilkynninga og veltu með tiltekin hlutabréf, en engin tengsl finnast milli fjölda frétta og fjölda viðskipta.“ Íslenskur hlutabréfa- markaður er skilvirkur Morgunblaðið/Sverrir Íslenskur hlutabréfamarkaður telst vera skilvirkur þar sem hann bregst við fréttum af fyrirtækjum, að því er fram kemur í meistaraprófsritgerð Úlfs Viðars Níelssonar. Fréttir hafa áhrif á ávöxtun og flökt HAGNAÐUR Vaka DNG fyrstu sex mánuði ársins nam 34,6 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var tapið 2,3 milljónir króna. Rekstrartekjur Vaka DNG fyrstu sex mánuði 2003 námu alls 168,7 milljónum króna en voru 227,4 milljónir fyrstu sex mánuði síðasta árs. Inni í sölutekjum þessa árs eru 25 milljónir sem er sala á vörum af lager til DNG ehf. Jafnframt eru 25 milljónir færðar sem framleiðslukostnað- ur. Þá er einnig 12,5 milljóna söluhagnaður af varanlegum rekstrarfjármunum. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, var 21 milljón króna að meðtöldum söluhagnaði rekstrarfjármuna en hefði verið um 8,5 milljónir að honum und- anskildum. Afskriftir samstæð- unnar voru 5,2 milljónir króna á tímabilinu. Fjármagnstekjur voru 15,3 milljónir króna en inni í þeirri tölu er söluhagnaður vegna sölu á 50% eignarhlut í DNG ehf. til O. Mustad & Søn A/S fyrr á árinu. Forsvarsmenn Vaka-DNG hafa óskað eftir afskráningu hlutabréfa félagsins af Vaxtalista Kauphallar Íslands og eru bréfin því nú á athugunarlista. Eigið fé í lok tímabilsins er 88,3 milljónir króna. Eiginfjár- hlutfall í lok tímabilsins er nú 29,4% en var 16,6% um síðast- liðin áramót. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að horfur á helstu mörkuðum eru áfram dræmar, að Chile þó undanskildu þar sem rekstur dótturfélags hefur farið vel af stað. Búist er við að rekstur Vaka DNG, að undanskildum söluhagnaði, verði í jafnvægi á árinu. Unnið verður áfram að hagræðingaraðgerðum og leitað leiða til þess að draga úr kostnaði. Samdráttur í tekjum hjá Vaka DNG Óskað eftir afskráningu úr Kauphöll Íslands ● HAGNAÐUR Landsafls eftir skatta nam 36 milljónum króna á fyrri helm- ingi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 151 milljón króna. Munar þar mestu um fjármunaliði, sem voru neikvæðir um 95 m.kr. í ár, en jákvæðir um 92 milljónir í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) var svipaður og í fyrra, eða 232 milljónir, borið saman við 244 milljónir 2002. Heildareignir félagsins námu 7.534 m.kr. í lok tímabilsins, en 6.873 milljónum um áramót. Eigið fé var 1.441 milljón, miðað við 1.254 milljónir um áramót. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 18,2% í 19,1%. Veltufé frá rekstri var 101 milljón á tímabilinu, miðað við 152 m.kr. fyrir ári. Minni hagnaður Landsafls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.