Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 1
4. september 2003 Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Trefjar selja sífellt fleiri báta til út- landa, Íslendingar vinna síldarmarkaði af Norðmönnum í Póllandi. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu VEIÐAR úr íslenska sumargots- síldarstofninum máttu hefjast við upphaf fiskveiðiárisins, 1. septem- ber sl. Engin skip hafa þó ennþá haldið til veiðanna. Fimm fyrirtæki ráða yfir nærri helmingi síldar- kvóta fiskveiðiársins. Leyfilegur heildarafli á fiskveiði- árinu er 110 þúsund tonn, auk þess sem tæplega 21 þúsund tonn var fært frá fyrra fiskveiðiári. Veiði- heimildir fiskveiðiársins eru því tæplega 131 þúsund tonn. Upphafsúthlutun í síld á síðasta fiskveiðiári var um 105 þúsund tonn en veiðiheimildirnar urðu engu að síður um 130 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári þar sem um 25 þúsund tonn voru færð frá ver- tíðinni 2001/2002. Alls veiddust rúm 96 þúsund tonn af íslensku síldinni á síðasta fiskveiðiári en veiðarnar þótt ganga treglega lengst af, síldin var óvenju smá og því nokkuð um svæðalokanir. Aflahæsta síldveiði- skip síðustu vertíðar var Sighvatur Bjarnason VE sem veiddi alls 8.460 tonn. Samherji með mestan kvóta Samherji hf. fékk stærstu úthlutun úr íslenska sumargotssíldarstofnin- um á fiskveiðiárinu sem nú er ný- hafið, alls 15.859 tonn eða rúm 14% kvótans. Skinney-Þinganes hf. á Hornafirði hefur yfir um 14.640 tonna síldarkvóta að ráða og Síld- arvinnslan hf. í Neskaupstað um 9.758 tonna kvóta. Saman hafa Samherji og Síldarvinnslan og önn- ur félög tengd þeim yfir að ráða hátt í 30% af heildarkvótanum í ís- lensku sumargotssíldinni. Af einstökum skipum fékk Vil- helm Þorsteinsson EA úthlutað mestum síldarkvóta á fiskveiði- árinu, alls 8.539 tonn. Þorsteinn EA fékk um 6.100 tonn og Sig- hvatur GK 4.880 tonn. „Síldarfiðringur“ eystra Síldarvertíðin hefst jafnan með nótaveiðum fyrir austan land í september en eftir því sem næst verður komist höfðu engin skip hafið veiðar í gær. Aðalsteinn Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Skinneyjar-Þinga- ness á Hornafirði, gerði þó ráð fyr- ir að Steinunn SF héldi á miðin fyrir helgi og að Jóna Eðvalds SF myndi hefja veiðar um eða eftir helgina. Hann sagði undirbúning fyrir vertíðina á Hornafirði á loka- stigi og þar væru menn að fá gamla góða síldarfiðringinn. „Það er aldrei hægt að gefa sér neitt fyrirfram þegar síldin er annars- vegar. En við erum alltaf bjartsýn- ir og vonandi fáum við góða ver- tíð,“ sagði Aðalsteinn. Fimm fyrirtæki með nærri helming síldarkvótans                 ! "#   $ %&  ' (# )#& * +%, -  "  " &#%,  '#  -. % '   /& 0#  #) *  (#        1 2 3- *&# ÞÓTT hann Hinrik Pálsson sé kominn af léttasta skeiðinu, slær hann ekki slöku við beitningunna, og byrjar dagurinn hjá Hinna Páls, eins og hann er gjarn- an kallaður, klukkan fimm á morgnana og tekur Hinni að jafnaði fimm bjóð yfir daginn, og fer létt með enda vanur maður. Hinrik beitir fyrir bátinn Gunnar afa SH frá Ólafsvík, og hefur verið nóg að gera við beitn- inguna í allt sumar, enda stíft róið og aflabrögðin góð, og þá er gott að hafa beitningajaxla eins og Hinrik til að hafa undan. Morgunblaðið/Alfons Slær ekki slöku við beitninguna LOÐNUVINNSLAN hf. á Fáskrúðsfirði hef- ur tekið á móti um 105 þúsund tonnum af hrá- efni það sem af er árinu eða meira en nokkru sinni fyrr frá því fiskimjölsverksmiðja félagsins tók til starfa árið 1996. Árið 1997 tók Loðnuvinnslan á móti um 103 þúsund tonnum af hráefni en þá var uppistaðan loðna. Nú bregður svo við að meira en helm- ingur þess hráefnis sem tekið hefur verið á móti er kolmunni eða alls um 66 þúsund tonn. Þar af hafa um 42 þúsund tonn komið frá erlendum skipum, einkum skipum frá Færeyjum. Auk þess hefur Loðnuvinnslan tekið á móti um 34 þúsund tonnum af loðnu á árinu og um 5 þúsund tonnum af síld. Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnu- vinnslunnar, segir að kolmunninn sé þannig kærkomin búbót, einkum yfir þann tíma þegar loðnuveiðin er treg. Hann segir að nánast hafi verið samfelld vinnsla í verksmiðjunni frá apríl- mánuði og fram í ágúst en kolmunnaveiðin hafi reyndar aðeins tregast síðustu daga. Hann von- ast til að að enn meira eigi eftir að berast af kol- munna til Fáskrúðsfjarðar, í ljósi nýjustu frétta af ástandi kolmunnastofnsins, enda aðeins búið að veiða rúmlega helming af úthlutuðum kol- munnakvóta. Þannig eigi skip félagsins, Hoffell SU, eftir um 3.000 tonn af kolmunnakvóta sín- um. „Þó má reikna með að kolmunninn fari að hreyfa sig í suðurátt hvað úr hverju og haust- brælur að byrja og þá verði erfiðara að ná í hann en verið hefur undanfarið.“ Gísli segir að á árinu sé búið að framleiða um 26.600 tonn af afurðum, um 21.400 tonn af mjöli og 5.200 tonn af lýsi. „Við höfum fengið þokka- legt verð fyrir afurðirnar fram til þessa. En framboðið af mjöli til Vestur-Evrópu er mjög mikið og það hefur verið erfiðara að selja það nú seinni part sumars,“ segir Gísli. Metmóttaka hjá Loðnuvinnslunni Ljósmynd/Albert Kemp Hoffell SU, skip Loðnuvinnslunnar hf. SAMHERJI hf. hefur gengið frá kaupum á frystitogaranum Akrabergi frá Fram- herja Spf. í Færeyjum, en Samherji á þriðj- ungshlut í því félagi. Í kaupsamningi um skipið er ákvæði um skilarétt innan þriggja mánaða frá undirritun. Hið nýja skip fær einkennisstafina GK 210. Í áhöfn skipsins eru 28 menn og skipstjóri er Eydunn á Bergi, sem verið hefur skipstjóri skipsins um árabil. Skipið hélt í gær á úthafskarfaveiðar. Að sögn Þor- steins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja hf., er tilgangur kaupanna að nýta úthafskarfaheimildir, sem Samherja og Íslendingum hefur verið úthlutað, utan lögsögu Íslands. Samherji kaupir nýjan togara SJÓMENN í Alaska uppfylla skil- yrði til opinberra bóta, samkvæmt nýrri leið til að rétta hlut þeirra sem bera skarðan hlut frá borði vegna erlendrar samkeppni. Verið er að setja upp sjóð með 90 milljónum dollara, 7,5 milljöðrum króna, til að aðstoða verkamenn, sem misst hafa vinnuna vegna samkeppni frá öðr- um löndum. Sjómenn í Alaska gætu sam- kvæmt þessu fengið árlega styrk upp á 10.000 dollara, 830.000 krón- ur, reynist það svo að aukinn inn- flutningur á eldisfiski hafi valdið verulegri verðlækkun og verð á fiski sé minna en 80% af meðalverði síð- ustu fimm ára, en hvort tveggja er staðreynd. Öldungadeildarmaðurinn Lisa Murkowsky segir að sjómenn eigi rétt á slíkum bótum eins og aðrir verkamenn, sem standi frammi fyrir tekjulækkun vegna samkeppni frá öðrum löndum. Sjómennirnir hafa frest til mánaðamóta til að sækja um. Forystumenn í sjávarútvegi í Alaska segja hins vegar að þessi stuðningur sé ekki nægjanlegur til að mæta hinum efnahagslega vanda. Þeir benda á að laxveiðarnar standi verulega höllum fæti vegna innflutn- ings á eldislalxi frá Chile og Kanada. Við opinbera rannsókn á stöðunni í Juneau í Alaska sögðu fulltrúar sjávarútvegsins að ekkert gagn væri í þessari aðstoð, en henni er ætlað að bjóða starfsþjálfun og möguleika á nýrri vinnu fyrir þá sem misst hafa vinnuna. Viðurkennt er að laga þurfi áætlunina betur að þörfum sjávar- útvegsins í Alaska. Fylkinu sé útveg- urinn lífsnauðsynlegur enda skili hann því næstmestum tekjum á eftir útflutningi á olíu. Bætur í Alaska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.