Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU ÁSTAND þorskstofnsins í Norð- ursjó hefur aldrei verið verra, að mati forstjóra skosku hafrann- sóknastofnunarinnar. Hann segir að ef nýliðun stofnsins heppnist ekki muni þorskveiðar á svæðinu senn heyra sögunni til. Sjómenn eru á öðru máli, segja aflabrögð sýna að enn sé þar nóg af fiski. Dr. Robin Cook, forstjóri skosku hafrannsóknastofnunarinnar, segir að þótt þorskstofninn hafi sýnt örlít- il batamerki frá fyrra ári megi ekki gera ráð fyrir að svo verði áfram. Í viðtali við BBC segir Cook að á und- anförnum 25 árum hafi ástand þorskstofnsins í Norðursjó stöðugt versnað og sé nú verra en nokkru sinni fyrr. Hann telur þó að hægt sé að rétta stofninn af og því sé frum- skilyrði að koma í veg fyrir að ástandið versni ekki enn frekar. Hann segir að tryggja verði nýliðun þess litla hluta stofnsins sem enn er eftir. Takist það ekki sé spilið tapað. Hann segir að stofninn sé þannig sannarlega kominn að hættumörk- um og varar við því að jafnmikið verði veitt af þorski í Norðursjó og á undanförnum árum. Dr. Cook er annar tveggja fulltrúa Breta í Al- þjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) sem veitt hefur ráðgjöf um fisk- veiðar ríkja Evrópusambandsins. En skoskir sjómenn draga álykt- anir forstjórans í efa. Þeir segja að Alþjóðahafrannsóknaráðið hafi nú haft 20 ár til að koma skikki á fisk- veiðar í Norðursjó en árangurinn láti enn á sér standa. Því sé nú tíma- bært að leita ráða annars staðar. Þeir vitna meðal annars til þess að Færeyingar hafi hunsað ráðgjöf ráðsins um niðurskurð í þorsk- veiðum en í stað þess fylgt ráðgjöf íslenskra fiskifræðinga og aukið veiðar sínar frekar en að draga úr þeim. Vilja frjálsar veiðar Aðstandendur sjómanna í Peter- head í Skotlandi hafa stofnað með sér samtök til að berjast gegn áætl- unum um niðurskurð í veiðum. Hafa samtökin safnað um 45 þúsund undirskriftum í þessum tilgangi. Vilja samtökin að leyfðar verði frjálsar veiðar á þorski, ýsu og lýsu sem eru þær þrjár tegundir sem ICES vill banna veiðar á. Telja sjó- menn að hnignun þorskstofnsins megi rekja til hækkandi sjávarhita í Norðursjó fremur en ofveiði, hitinn hreki þorskinn norður í höf. Morgunblaðið/RAX Deilt um ástand þorsks í Norðursjó RANNSÓKN vísindamanna við háskólann í York í Englandi hefur leitt í ljós að alger friðun hafsvæða reynist áhrifarík til að byggja upp fiskstofna sem eiga undir högg að sækja. Friðun veiðisvæða í þeim til- gangi hefur verið nokkuð umdeild og er bent á að flestir nytjastofnar sjávar færi sig stöðugt á milli fjar- lægra hafsvæða og því myndi frið- un þeirra ekki koma að miklu gagni. Vísindamennirnir segja hinsvegar vísbendingar um að frið- un 20–40% hafsvæðis skili árangri við uppbyggingu tiltekinna fiski- stofna. Með slíkri verndun lifi fisk- urinn lengur og framleiði því meira af ungviði. Ungfiskurinn skili sér síðar meir út fyrir vernd- arsvæðið þar sem hann er veiddur. Segja vísindamennirnir að sjómenn þurfi síður en svo að óttast þess háttar verndunaraðgerðir. Þvert á móti skili þær sér í auknum veið- um. Gögn sýni að verndarsvæði hafi haft jákvæð áhrif á uppbygg- ingu fiskistofna, jafnvel flökku- stofna sem ferðist stöðugt milli fjarlægra hafsvæða. Segja vís- indamennirnir að verndunar- aðgerðir af þessu tagi gætu t.a.m. skilað árangri við verndun hrygn- ingarstöðva þorsks. Umhverfissamtökin World Wild- life Fund (WWF) hafa í kjölfar rannsóknarinnar lýst yfir stuðningi við fjölgun verndarsvæða í hafinu og þau verndarsvæði sem fyrir eru verði stækkuð svo flýta megi fyrir uppbyggingu fiskistofna. Hafverndarsvæði skila árangri T REFJAR ehf. hefur undanfarin ár unnið markvisst að því að sækja inn á erlenda markaði með sölu á trefjaplastsbátum undir vörumerk- inu Cleopatra. Það starf hefur skil- að góðum árangri og auðveldað fyrirtækinu að jafna sveiflur í greininni, sem ekki síst koma til vegna breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fyrir nokkrum árum var mikill vöxtur í fram- leiðslu fyrirtækisins á sex tonna trefjaplasts- bátum en vegna breytinga sem tóku gildi í fyrra hefur eftirspurnin hrunið en þess í stað hefur sala og smíði 15 tonna báta aukist eftir nokkra lægð. Að sögn þeirra Auðuns Óskars- sonar, framkvæmdastjóra Trefja, og Högna Bergþórssonar, tæknilegs framkvæmdastjóra, eru slíkar breytingar þó ekki einsdæmi hér á landi og segja þeir að ítarleg þekking á fisk- veiðistjórnunarkerfum í löndum Evrópu sé grundvöllur vel heppnaðrar markaðssetningar í viðkomandi landi. Trefjar framleiddu og seldu 70 báta á ár- unum 1999–2001, sem flestir voru sex tonn, en á þessu ári verður framleiðslan líklega 18–20 bátar af stærri gerð. „Við framleiddum um þriggja ára skeið Cleopötru 28-báta sem voru sérhannaðir sem sex tonna bátur samkvæmt ákveðnum reglum, en nú er það allt búið og úr- elt í dag með nýjum stærðarreglum,“ segir Högni. Hófu smíði fiskibáta vegna hruns í laxeldi Til að bregðast við þessum sveiflum hefur markvisst verið unnið að sölu bátanna erlendis og segir Högni að í fyrra hafi 70% framleiðsl- unnar farið til útflutnings. „Þá var lægð hér vegna breytinga á kerfinu sem voru í aðsigi og það sannaðist að sú vinna sem við vorum búnir að leggja í markaðssetningu árin á undan kom sér vel og þeir markaðir komu sterkir inn í fyrra.“ Trefjar ehf. var stofnað árið 1978 og byrjaði þá í framleiðslu á bílapörtum og slíkum vörum. „Síðan urðum við að alvörufyrirtæki í kringum laxeldisævintýrið og framleiddum laxeldiskör í nokkur ár og höfðum yfir 90% af þeim markaði hér heima. Þegar hrunið kom í laxeldinu þurftum við að leita fanga annars staðar og fórum þá í framleiðslu á heitum pottum úr akrýl og jukum framleiðslu á fiskibátum með því að kaupa Skel ehf. og framleiða fiskibáta í eigin nafni. Næstu kaflaskil voru þegar við keyptum Cleopötru árið 1994,“ segir Auðunn. Það ár markaði tímamót í sögu fyrirtækisins þegar breska fyrirtækið Cleopatra Cruisers var keypt, en Cleopatra var þekkt vörumerki í Bretlandi í framleiðslu á skemmti- og vinnubát- um. „Ástæðan fyrir þeim kaupum var að menn sáu að skrokkarnir hentuðu mjög vel sem fiski- bátar og við höfum notað það sem grunn að þeim farsæla fiskibát sem við höfum verið að selja hér innanlands,“ segir Högni. Vel heppnuð kynning í Evrópu Framleiðsla Cleopötru-bátanna fór síðan vel í gang árið 1997 með samningi við útgerðarmann í Argentínu um kaup á sex bátum þangað. „Í framhaldi af því urðu þetta mjög þekktir bátar í Argentínu og það vita nánast allir fiskimenn þar um íslensku Cleopötru-bátana, en efna- hagsástandið í landinu hefur gert að verkum að ekki hefur orðið framhald á sölu báta þangað,“ segir Auðunn. Í framhaldi af þessari sölu var ákveðið að halda í sölu- og markaðsferð árið 1998 til Evr- ópu í samvinnu við Útflutningsráð og önnur fyrirtæki eins og DNG og Markaðsplast. Siglt var á milli sextíu hafna frá Portúgal til Noregs á níu mánaða tímabili. Skipstjóri og markaðs- stjóri um borð var Guðmundur M. Kristjánsson frá Ísafirði og segja þeir Auðunn og Högni að málakunnátta hans og þekking á sjómennsku hafi gert gæfumuninn í ferðinni. „Það var síðan með þessa ferð eins og aðra markaðssetningu, það gerist ekkert einn, tveir og þrír. Við erum hins vegar ennþá, nú fimm árum seinna, að hitta aðila sem við kynntumst á þessum sýningum. Báturinn var þá nýr fyrir þeim en hefur legið í undirmeðvitundinni hjá þeim og þegar þeir sjá bátinn síðar eru þeir búnir að melta þetta betur og við höldum því fram að við séum ennþá að selja út á þetta í dag,“ segir Högni. Taka þarf tillit til mismunandi fiskveiðistjórnunarkerfa Eitt af því sem menn ráku sig á í þessari ferð var að ekki þýddi að bjóða sömu bátana hvar sem er, þar sem tegundirnar sem eru veiddar og aðstæður á hverjum stað eru mjög mismun- andi. „Þessi túr kenndi okkur það nokkuð vel og menn gerðu strax margvíslegar athuga- semdir á hverjum stað, þannig að við sáum fljótt að það verður að markaðssetja bátana í hverju landi á sinn hátt. Grunnurinn er sá sami en útfærslan er mismun Hins vegar þarf auðvit grunni í byrjun og við samkvæmt pöntunum o upphafi með kúnnanum þarfir,“ segir Auðunn. Þá segir Auðunn a áherslu á að skila fullbú búnum til veiða, útfærð viðskiptavinanna. Þá þa mismunandi fiskveiðis anna. „Það er ekki eins og ingar séu þeir einu me það er alls staðar flókið landi hafa orðið geysile bátakerfinu og sama hv valda þær alltaf ákveðn til þess að menn halda rosalegu sveiflur hafa v bátasmíðaiðnaðinn, eitt urnýjun á flotanum og s engin. Það má segja að þessi útrás sé liður í því þannig að við séum ek markaðnum, þótt hann v almarkaðurinn.“ Að sögn þeirra Auðu irtækið að þreifa fyrir tíma, eins og í Argentín Cleopatra-bátarnir frá Trefjum í Hafnarfirði hafa notið mikilla vinsælda hér á landi. Auk þess hefur fyrirtækið smíðað bát Trefjar ehf árangri í báta Hanna og smíða trefjaplastsbáta til gildruveiða og sjóstangaveiða í Evrópu Í nágrannalöndunum hefur fyrirtækinu Trefjum ehf. gengið vel að selja trefjaplastsbáta til gildruveiða á humri og krabba og hefur sala bátanna erlendis hjálpað fyrirtækinu að komast í gegnum sveiflur á markaði hér- lendis. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér sögu fyrirtæk- isins og ræddi við framkvæmdastjórana um vel heppn- aða markaðssetningu bátanna erlendis. Auðunn Óskarsson, fra kvæmdastjóri, í framlei                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0          * 4 3      5            !"# "   $%"  &    67& &  , & & 6 , & & ' #& & '%#& & 8 &  & && &  5  5  5  5  5  5  5       '(#)%    *+ # "" , % #-"" %  *$ .! )/ -                 3-  9) &#-  :- &  5   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.