Morgunblaðið - 05.09.2003, Page 1

Morgunblaðið - 05.09.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 239. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Arnold pylsusali Grínarinn Pablo Fransisco heldur upp á Schwarzenegger Fólk 49 Tímaflakk í tískuheimi Pínupils og einfaldar línur sjö- unda áratugarins Daglegt líf 4 Nýr heimur opnast Jón Arnór Stefánsson jarðbundinn með Dallas-samninginn Íþróttir 46 ARNOLD Schwarzenegger heilsar stuðn- ingsmanni á kosningafundi í Riverside í Kaliforníu í gær. „Við munum fella þessa stjórn hinn 7. október, en ég get það ekki hjálparlaust,“ sagði frambjóðandinn, sem sækist eftir því að fella sitjandi ríkisstjóra úr embætti. Skoraði hann á fólk að skrá sig á kjörskrá. Nokkrir helztu keppinaut- ar Schwarzeneggers komu saman á op- inberum fundi í fyrradag. Var hann eini frambjóðandinn af þeim sex fylgismestu sem ekki mætti og var hann gagnrýndur fyrir það í gær. Kosningastjóri hans sagði hann aðeins mundu taka þátt í sjónvarps- kappræðum sem fara fram 24. september. Reuters Frambjóðand- inn eggjar sína SAMKVÆMT heimildum Morgun- blaðsins mun forstjóri Landsvirkj- unar, Friðrik Sophusson, leggja það til við stjórn Landsvirkjunar á fundi í dag að fresta Norðlingaölduveitu fram yfir gerð Kárahnjúkavirkjun- ar. Verði þetta samþykkt er stækk- un Norðuráls á Grundartanga í mikilli óvissu, en áætlanir hafa verið uppi um að taka 180 þúsund tonna álver í notkun á árinu 2006. Þetta fékkst í raun staðfest í máli Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns OR, á fundi borgarstjórnar í gær. Sömu heimildir herma að for- ráðamenn Norðuráls hafi í kjölfarið rætt við forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Hitaveitu Suðurnesja (HS) í gær um að fyr- Landsvirkjun reiðubúin að útvega þá orku sem til þarf. Stækkun álversins á Grundar- tanga um 90 þúsund tonn krefst orku sem svarar til 150 MW afls. Reiknað hefur verið með að Lands- virkjun legði til orku með Norð- lingaölduveitu sem svaraði til 70 MW afls og OR og HS útveguðu 40 MW, hvort fyrirtæki um sig. Sam- kvæmt þessu er ljóst að síðast- nefndu fyrirtækin þurfa að auka hlut sinn verulega verði ekkert af Norðlingaölduveitu að sinni. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, sagðist ekki tjá sig um málið fyrr en loknum stjórnarfundi Landsvirkjunar í dag. irtækin útvegi þá orku sem þarf til stækkunar álvers Norðuráls úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Forráðamenn Norðuráls leggja mikla áherslu á að orkumálin skýr- ist á næstu tveimur mánuðum. Ástæðan sé einkum hagstæð tilboð í hráefnisöflun fyrir stækkað álver, sem gildi í aðeins takmarkaðan tíma. Er eindreginn vilji fyrir því meðal eigenda Norðuráls að taka 180 þúsund tonna álver í notkun áð- ur en Alcoa hefur starfsemi í Reyð- arfirði árið 2007. Norðurál ætlaði sér síðan að stækka álverið um 60 þúsund tonn til viðbótar árin 2009-2010 og herma heimildir blaðsins að á þeim tíma sé Stjórn Landsvirkjunar fundar um orkuöflun fyrir Norðurál Líkur á að Landsvirkjun fresti Norðlingaölduveitu FRÖNSK og þýzk stjórnvöld höfn- uðu því í gær að styðja tillögudrög Bandaríkjastjórnar að nýrri álykt- un Sameinuðu þjóðanna um Írak, með þeim rökum að í þeim væri ekki gert ráð fyrir því að heima- menn tækju nægilega fljótt við stjórnartaumunum í landinu. Með andstöðunni við bandarísku tillög- una leggjast ríkin tvö, sem voru andsnúin innrásinni í Írak, á eitt um að þrýsta á Bandaríkjastjórn til að fá Sameinuðu þjóðunum veigameira hlutverk við mótun pólitískrar framtíðar Íraks. Á tvíhliða vináttuleiðtogafundi í Dresden áttu þeir Jacques Chirac Frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, viðræður í gær, þar sem þeir ræddu meðal annars viðbrögð við tillögudrögunum sem Bandaríkja- stjórn hyggst leggja fyrir örygg- isráð SÞ, með það fyrir augum að dreifa byrðunum af uppbyggingar- starfinu í Írak og styrkja lögmæti framkvæmdaráðsins svonefnda, bráðabirgðastjórnar Íraks sem starfar í skjóli hernámsyfirvalda. „Ástæðulausar mótbárur“ Bandaríski utanríkisráðherrann Colin Powell sagði síðar að mót- bárur Chiracs og Schröders væru ástæðulausar. Fullyrti Powell að í hinni væntanlegu tillögu yrði kom- ið til móts við sjónarmið Frakka og Þjóðverja; hún væri altént betri en nokkuð sem þeir hefðu lagt fram. Donald H. Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, fór í skyndiheimsókn til Íraks í gær til að kynna sér sjálfur vandamálin á vettvangi. Á blaðamannafundi með Rumsfeld í Bagdad sagði Ricardo Sanchez, yfirmaður setuliðsins, að hermenn frá fleiri löndum gætu gert mikið til að bægja frá hættum eins og hryðjuverkum, skæruliðum og ólgu milli ólíkra hópa Íraka. AP Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, og Jaques Chirac Frakklandsforseti fá sér bjór í Dresden í gær. Schröder og Chirac hafna tillögudrögum um Írak Vilja að gengið verði lengra í að fá SÞ veigameira stjórnunarhlutverk Dresden, Bagdad. AFP, AP.  Kostnaðurinn/16 ALFREÐ Þorsteinsson, stjórn- arformaður Orkuveitu Reykja- víku, staðfestir að viðræður séu að hefjast á milli Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suð- urnesja og Norðuráls um að fyrirtækin útvegi orku sem þurfi til stækkunar álversins úr 90 þúsund tonnum í 180 þúsund tonn. Til að það sé mögulegt þurfi að stækka Nesjavallavirkj- un og hefja framkvæmdir við byggingu nýrrar gufuaflsvirkj- unar á Hellisheiði. Jafnframt muni Hitaveita Suðurnesja auka sína orkuframleiðslu. Alfreð segir ekki útilokað að Landsvirkjun komi að þessu verkefni með öðrum hætti en stefnt var að með gerð Norð- lingaölduveitu. Virkjunin á Hellisheiði getur gefið allt að 40 MW afl í fyrsta áfanga en stefnt er að því að hún skili 80 MW eftir annan áfanga að sögn Alfreðs. Þá ætti að vera raunhæft að framleiða þá orku sem Norðurál þurfi en spurningin sé hvort það náist innan þess tímaramma sem for- svarsmenn álversins setji. Þang- að til sé mögulegt að Lands- virkjun brúi bilið svo verkefnið verði að veruleika. Alfreð segir ábyrgð Orku- veitu Reykjavíkur á uppbygg- ingu atvinnulífs á höfuðborg- arsvæðinu mikla. Þátttaka í þessu verkefni sé liður í því að styrkja atvinnulífið á svæðinu og sé forsenda fyrir því að af verkefninu verði. Norðurál virkjar OR og HS ÁVAXTASALAR í Rómaborg gerðu það gott í hitunum í sumar með sölu á nýju sérræktuðu afbrigði af melónum, sem sniðið er að breyttu fjölskyldu- mynstri Ítala – þ.e. fyrir einhleypa. „Það hlaut að koma að þessu þar sem ítölsk heimili eru að verða sífellt fámennari,“ segir Daniel Santori, sem stýrir garðyrkjubændasamtökunum Coldiretti í Latina-héraði við Róm. Hinn kalíumríki, frjósami jarðvegur héraðsins er þekktur fyrir að í honum geta vatnsmelónur vaxið upp í 10–20 kg stærð. Til að gera melónurnar hentugri fyrir einstæðinga gripu bændur því til þess ráðs að rækta minnkað afbrigði af þeim, sem vegur aðeins um eitt kíló. Beita þeir til þess ræktunartækni sem hamlar vexti án þess að spilla bragðgæðum ávaxtarins. Melónur fyr- ir einhleypa Róm. AFP. STJÓRNVÖLD á Tasm- aníu, sem er eitt sam- bandsríkja Ástralíu, hvöttu í gær áströlsku stjórnina til að banna innflutning á norskum laxi en sjávarlús hefur fundist í fiskinum. Sjávarlús er sníkjudýr sem lifir á roði og í blóði laxa en kvað ekki spilla fiski. Hún hefur ekki fundist í laxi í Ástralíu. Bryan Green, umhverfisráðherra Tasm- aníu, sagðist hafa áhyggjur af málinu þar sem lúsin væri aðskotadýr á svæðinu. Tasm- aníumenn framleiða sjálfir lax fyrir sem svarar nær níu milljörðum króna árlega. Sjávarlús finnst í Ástralíu Vilja banna norskan lax Canberra. AP. Bryan Green

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.