Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ármúla 44 • Sími 553 2025 • www.hphusgogn.is • Borðstofuborð m. stækkun 172.760 – • Stóll 25.920 Stóll m. örmum 31.860 – Skenkur 90.720 • Hornskápur 79.380 – Skápur 177.660 borðstofuhúsgögn úr eik Fáanlegt í 7 viðarlitum Stærð á borði 160x100 sm Stækkanlegt í 205 sm Snöggur, foringi, upp með „brosgrímuna“. Fylgið er að hrynja af okkur. Tíu ára afmæli kennaradeildar HA Vel heppnuð byggðaaðgerð TÍU ár eru nú liðinsíðan kennara-deild Háskólans á Akureyri var sett á lagg- irnar. Í tilefni af því svar- aði Guðmundur Heiðar Frímannsson deildarfor- seti nokkrum spurningum sem Morgunblaðið lagði fyrir hann. – Segðu okkur fyrst eitthvað um stofnun HA, hvað var haft að leiðar- ljósi í upphafi? „Háskólinn á Akureyri tók til starfa árið 1987. Sú hugmynd að stofna há- skóla á Akureyri hafði lengi verið á kreiki en Sverrir Hermannsson, þá- verandi menntamálaráð- herra, hratt henni í fram- kvæmd. Grunnhugmyndin frá upphafi hefur verið sú að námið við skólann ætti að svala þörfum samfélagsins og rökin fyrir stofnun skólans voru fyrst og fremst pólitísk byggða- rök. Það virðist almenn skoðun nú að þetta sé einhver best heppnaða byggðaaðgerð sem stjórnmálamenn hafa gripið til.“ – Kennaradeildin er nú tíu ára, hversu viðamikil er hún nú? „Kennaradeildin er nú stærsta deild skólans með 500 nemendur. Í henni eru þrjár brautir, grunn- skólabraut, leikskólabraut og framhaldsbraut. Frá deildinni brautskráist fólk með réttindi til að kenna á þremur skólastigum, leikskólastigi, grunnskólastigi og framhaldsskólastigi.“ – Hverjar eru helstu áherslur kennaradeildar HA? „Markmið kennaradeildar hef- ur frá upphafi verið að mennta víðsýna kennara sem eru vel að sér um marga hluti. Kennarar í grunn- og leikskóla þurfa að geta kennt margar greinar og þurfa því að kunna margt. Kennara- menntunin þarf því að vera breið. Áherslur í námi grunnskóla- brautar eru kennslugreinar grunnskólans, gagnrýnin heim- spekileg athugun, grenndarfræði og þjálfun fyrir fámenna skóla. Áherslur í námi leikskólabrautar eru leikir, listir og umhverfi. Á framhaldsbraut eru leiðarstefin í náminu gagnrýnin hugsun og ígrundað starf.“ – Hverjar eru helstu nýjung- arnar? „Nýjungarnar eru helst tengd- ar áhersluatriðum í náminu. Í grunnskólanáminu var það nýj- ung að miða hluta námsins við fá- menna skóla, heimspekilega áherslan er líka óvenjuleg og einnig ber að nefna að æfingar- kennsla og vettvangsnám eru skipulögð sem ein heild þegar frá upphafi og standa í 12 vikur nú, en voru 15 vikur fyrir tíu árum þegar við byrjuðum. Með stofnun leikskólabrautar árið 1996 flutt- ist nám fyrir leikskólakennara í fyrsta sinn á háskólastig á Ís- landi. Námið á leikskólabraut var skipulagt í kringum leikskóla- fræði sem var nýjung í skipulagi fræðilegs náms af þessu tagi. Á framhaldsbraut er skipulagt nám til kennsluréttinda á framhalds- eða grunnskólastigi og nám til diplóma- eða meistara- gráðu. Kannski var mesta nýj- ungin við deildina sú sem fæstir tóku eftir eða hugsuðu út í, kenn- aramenntun er sett í deild í há- skóla jafn gild og jafn rétthá öðru háskólanámi og þarf að standa sig í samanburði og samkeppni við það. Það hefur reynst vera hollt umhverfi fyrir okkur.“ – Hversu margir stunda nám við HA? „Nú í vetur stunda rétt rúm- lega 1500 nemendur nám við HA í sex deildum, auðlindadeild, fé- lagsvísinda- og lagadeild, heil- brigðisdeild, kennaradeild, rekstrar- og viðskiptadeild og upplýsingatæknideild. Starfsemi skólans dreifist á fjóra staði í bænum.“ – Hefur HA staðið undir væntingum og sannað tilvistar- þörf sína? „Háskólinn á Akureyri hefur fyrir löngu sýnt fram á að matið á þörfinni fyrir hann var rétt í upphafi þótt það hafi verið nokk- uð umdeilt á sínum tíma. Ég held að ég geti fullyrt að allt það nám sem boðið er upp á við Háskólann á Akureyri stenst allar eðlilegar gæðakröfur til háskólanáms. Kennaranámið við HA er fylli- lega sambærilegt þriggja ára kennaranámi sem stundað er í öðrum löndum að því er ég best fæ séð.“ – Verður eitthvað gert í til- efni afmælisins? „Við ætlum að halda afmæl- ishátíð á morgun, laugardag, sem hefst klukkan 10 um morguninn og stendur til hádegis og síðdegis frá klukkan 14 til 16. Greint verð- ur frá sögu og uppbyggingu deildarinnar og nemendur kynna verk sín.“ – Hvernig sérð þú HA fyrir þér eftir önnur tíu ár? „Háskólinn á Akureyri verður þá vonandi kominn allur á einn stað, upp á Sólborg, en þar eru aðalstöðvar HA nú. Ég vonast til að eftir tíu ár verði 2500 til 3000 nemend- ur í skólanum. Hann verður þá orðinn mun alþjóðlegri en hann er nú en jafnframt von- andi þjóðlegri, hefur tekist að rækta sérkenni sín og ekki glatað tengslum sínum við eigið sam- félag sem hann var settur til að þjóna í upphafi og á að þjóna. Ég vona að námið sem hann býður þá verði enn betra fræðilegt nám en hann býður upp á nú á fleiri sviðum.“ Guðmundur Heiðar Frímannsson  Guðmundur Heiðar Frímanns- son hefur verið deildarforseti kennaradeildar Háskólans á Ak- ureyri frá upphafi. Hann hefur doktorspróf í siðfræði og hefur kennt við Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar, Menntaskólann á Akureyri og hefur starfað við Háskólann á Akureyri frá 1992, þar af deildarforseti kennara- deildar frá 1993. Hann er kvænt- ur Elísabetu Hjörleifsdóttur, hjúkrunarfræðingi og lektor við HA. Þau eiga fjögur börn. Stenst allar eðlilegar gæðakröfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.