Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 12
JARÐBORANIR hf. hafa keypt Björgun ehf. á tæpa 2,4 milljarða króna. Kaupin eru fjármögnuð með lánsfé og aukningu hlutafjár. Aukn- ingin nemur 50% af hlutafé Jarðbor- ana fyrir aukningu og hlutafé eftir aukningu verður tæpar 390 milljónir króna. Í fréttatilkynningu frá Jarðborun- um segir að stjórn Jarðborana telji að með kaupum á Björgun sé verið að skjóta frekari stoðum undir rekst- ur Jarðborana og auka fjölbreytni rekstrarins. Einnig verði um sam- legðaráhrif að ræða þar sem rekstr- arsamstæðan verði öflugri og aukin hagkvæmni náist meðal annars með sveiflujöfnun á verktakamarkaði. Í tilkynningunni er haft eftir Bent S. Einarssyni, forstjóra Jarðborana, að ekki sé stefnt að neinum grund- vallarbreytingum á starfsemi Björg- unar. Hann telji ótvíræðan styrk í því að núverandi stjórnendur félags- ins verði áfram við stjórnvölinn. Að sögn Arnar Sigurðssonar, fjár- málastjóra Jarðborana, verður starfsmönnum ekki fækkað vegna kaupanna og fyrirtækin verða áfram rekin sem sjálfstæðar einingar. Starfsmenn Björgunar eru um 40 en starfsmenn samstæðu Jarðborana og Björgunar verða rúmlega 100. Velta Björgunar 700 m.kr. Heildarvelta samstæðu Jarðbor- ana og Björgunar árið 2003 er áætl- uð allt að tveimur milljörðum króna. Að sögn Sigurðar R. Helgasonar, forstjóra Björgunar, hefur velta Björgunar verið rúmar 700 milljónir króna og afkoma frekar góð. Velta Jarðborana á síðasta ári var 1,2 milljarðar króna og hagnaður 136 milljónir króna. Jarðboranir kaupa Björgun á 2,4 ma.kr. Jarðboranir eru skráðar á aðal- lista Kauphallar Íslands og stærstu hluthafar fyrir aukningu hlutafjár voru Fjárfestingarfélagið Atorka með 42,2% hlutafjár og Orkuveita Reykjavíkur með 20,0% hlutafjár. Lokagengi Jarðborana á miðvikudag var 8,10 og markaðsverðið var því 2,1 milljarður króna. Gengið á hinu nýja hlutafé er 8,4. Þegar hefur verið tilkynnt um sölu á tæplega helmingi þess og eru kaup- endurnir forstjóri og framleiðslu- stjóri Björgunar, en ekki hefur verið gengið frá sölu á afgangnum. Sig- urður R. Helgason forstjóri Björg- unar, sem jafnframt er varamaður í stjórn Jarðborana, kaupir fyrir tæp- ar 308 milljónir króna að markaðs- verði og eignarhlutur hans í Jarð- borunum eftir hlutafjáraukningu verður 9,4%. Sigurður Þ. Kristjáns- son, framleiðslustjóri Björgunar, kaupir fyrir 230 milljónir króna og hlutur hans verður 7,0%. Lokagengi Jarðborana í gær var 8,75 og hækkaði um 8%. Markaðs- verðið er 3,4 milljarðar króna þegar tekið er tillit til aukningar hlutafjár. Morgunblaðið/Ómar Sanddæluskip Björgunar, Sóley, vinnur að landfyllingu. Velta sameinaðs fyrirtækis allt að 2 milljarðar króna VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 21 43 09 /2 00 3 Tilkynning um útgáfu skráningarlýsingar Fjárfestingafélagið Atorka hf. Útgefandi Fjárfestingafélagið Atorka hf, kt. 600390-2289, Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Umsjón með gerð skráningarlýsingar Landsbanki Íslands hf., kt. 540291–2259, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Hlutafjárhækkanir og nafnverð hlutafjár Félagið gefur nú út skráningarlýsingu vegna hlutafjárhækkunar að nafnverði 800.000.000 kr., sem framkvæmd var í tvennu lagi: Þann 27. maí 2003 um 229.282.680 kr. að nafnverði og þann 24. júní 2003 um 570.717.320 kr. að nafnverði. Eftir hlutafjárhækkanirnar er nafnverð hlutafjár félagsins 2.273.650.000 kr. Skráning Hlutafjárhækkun að nafnvirði 229.282.680 kr. var skráð í Kauphöll Íslands hf. þann 16. júní 2003 og hlutafjárhækkun að nafnvirði 570.717.320 kr. var skráð þann 30. júní 2003. Upplýsingar og gögn Skráningarlýsingu og önnur gögn sem vitnað er í er hægt að nálgast hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Landsbanka Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík, vefsíða www.landsbanki.is. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Aco hf. „Í tilefni af tilkynningu ATV hf. og því sem stjórnarformaður félagsins hefur látið eftir sér hafa í fjölmiðlum vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Þær ásakanir sem þarna koma fram eru að mínu mati mjög alvar- legar og ættu aðilar sem slíkt setja fram að sjá sóma sinn í því að af- henda þeim aðilum er málið varða þá skýrslu í hendur er þeir byggja ásak- anir sínar á. Það hefur ekki verið gert og er því örðugt að bera hönd fyrir höfuð sér eða svara þeim ásök- unum í einstökum liðum. Hins vegar er rétt að fram komi að skiptihlutföll í samruna fyrirtækjanna voru ekki ákveðin út frá efnahag félaganna heldur byggðust þau á ýmsum öðr- um atriðum og voru ákveðin með gagnkvæmu samkomulagi stjórna félaganna og síðar hluthafa þeirra. Báðir aðilar höfðu fullan aðgang að öllum gögnum hjá hvor öðrum í þessu samrunaferli. Ég fullyrði hins vegar að allar þær tölur er fram koma í ársreikningum ACO hf. gáfu rétta mynd af stöðu fé- lagsins á hverjum tíma. Áskil ég mér því fullan rétt til þess að láta þá aðila er öðru halda fram í skýrslu sinni eða á opinberum vettvangi sæta fullri ábyrgð. Hið sameinaða félag hefur verið rekið í tæp 3 ár án þess að at- hugasemdir hafi komið fram og hef- ur á þeim tíma m.a. farið í gegnum nokkrar endurskoðanir á efnahag og rekstri þess án sérstakra athuga- semda. Ef stjórn ATV hf. telur nú að efnahagur sameinaðs félags gefi ekki rétta mynd af stöðu félagsins er hins vegar ljóst að stjórn þess hefur ekki sinnt starfi sínu sem skyldi og er það miður. Sem framkvæmdastjóri ACO hf., sem var óskráð félag, hef ég aldrei haft neina tilkynningaskyldu til Kauphallar Íslands og hef því ekki brotið neinar reglur um upplýsinga- gjöf til opinberra aðila, ef um slík brot er að ræða eru þau alfarið af hálfu stjórnar ATV hf.“ Yfirlýsing frá Bjarna Ákasyni, fyrr- verandi framkvæmdastjóra Aco hf. Skiptahlutföll voru ekki byggð á efnahag STJÓRN AcoTæknivals hefur til- kynnt að hún telji að efnahagur Aco hafi verið aðfinnsluverður þegar fé- lagið sameinaðist Tæknivali árið 2001 og úr varð Aco Tæknival, en Fengur og Baugur ID keyptu nær helming alls hlutafjár í desember sl. af Bún- aðarbanka Íslands. Bjarni Ákason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Aco, fullyrðir hins veg- ar í tilkynningu sem birt er hér að of- an að allar þær tölur sem fram koma í ársreikningum Aco gefi rétta mynd af stöðu félagsins á hverjum tíma. Bjarni kaus að tjá sig ekki frekar um málið við Morgunblaðið í gær. Frosti Bergsson, sem var stjórnarformaður beggja félaganna á tímum samrun- ans, vildi heldur ekki tjá sig við blaðið í gær og ekki náðist í fyrrverandi yf- irmann fyrirtækjasviðs Búnaðar- bankans, en það átti stóran þátt í samruna félaganna. Bankinn vildi samruna Samruni Aco hf. og Tæknivals hf. var ákveðinn í júní árið 2001, sam- kvæmt tilkynningu til Kauphallarinn- ar og tók hann bókhaldslega gildi 1. janúar sama ár en sameinuð starf- semi hófst í ágúst. Morgunblaðið hef- ur heimildir fyrir því að Búnaðar- bankinn hafi krafist þess að félögin yrðu sameinuð. Að öðrum kosti yrði ekki um frekari fyrirgreiðslu að ræða en erfiðleikar höfðu steðjað að rekstri beggja og Búnaðarbankinn var við- skiptabanki beggja félaganna. Samkomulag var um að sameina fé- lögin á þeim grunni að hluthafar Tæknivals fengju rúm 62% hlutafjár í sameinuðu félagi en hluthafar Aco tæp 38%. Samkvæmt heimildum blaðsins var full sátt um þessi skipta- hlutföll en þau voru byggð á samruna- áætlun sem KPMG, endurskoðandi Tæknivals, gerði og fjárflæðismati frá tveimur bönkum á báðum félögum. Í samrunaáætlun Aco og Tækni- vals sem birt var 28. júní 2001 segir að við ákvörðun á skiptihlutfalli hafi ver- ið byggt á skráðu markaðsverði á hlutabréfum í Tæknivali og sam- komulagi stjórna félaganna en árs- reikningar félaganna fyrir þrjú síð- astliðin ár hafi legið fyrir ásamt árshlutareikningum og ýmsum öðr- um upplýsingum um rekstur þeirra og efnahag. Félögin skiluðu sameiginlegu 6 mánaða uppgjöri þetta ár og þar voru m.a. afskrifaðar talsverðar kröfur og birgðir hjá báðum félögunum vegna sameiningarinnar. Mest var þó vegna kaupa Aco á raftækjadeild Japis og vegna afskrifta á kröfum Tæknivals sem vörðuðu Íslenska miðlun. Áfram rekstrarerfiðleikar Rekstur hins sameinaða félags reyndist mjög erfiður, eins og rekstur félaganna tveggja hafði verið áður. Heimildir blaðsins herma að í kjölfar- ið hafi orðið ágreiningur um hvort fé- lagið skyldi rekið áfram í sömu mynd eða hvort ætti að skipta því upp og selja í einingum. Endaði með því að Opin kerfi, sem áttu fjórðungshlut í félaginu, seldu sinn hlut u.þ.b. ári eftir sameininguna og félagið var rekið óbreytt. Bankinn átti þá orðið verulegan eignarhluta í AcoTæknivali en eftir samrunann 2001 var samþykkt að auka hlutafé félagsins úr u.þ.b. 250 milljónum í 350 milljónir króna. Hluti nýja hlutafjárins var notaður til að skuldajafna við Búnaðarbankann en stærstan hluta átti að selja fjárfestum í hlutafjárútboði. Búnaðarbankinn sölutryggði útboðið og sat uppi með talsverðan hluta sem ekki seldist. Seldu Baugi og Feng tæp 48% Í desember sl. seldi bankinn Feng og Baugi tæp 48% hlutafjár í félaginu á hálfvirði, þ.e. gengi bréfanna á hlutabréfamarkaði var um 1,5 en bankinn seldi bréfin á 0,75 krónur á hlut. Nýir eigendur skiptu m.a. um lykilstjórnendur og eiga nokkrir þeirra nú í málaferlum við fyrirtækið, eins og sjá má af nýlegu milliuppgjöri félagsins. Þar er tekið fram í skýr- ingum að fyrrverandi forstjóri, fyrr- verandi fjármálastjóri og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá AcoTæknivali auk fyrrverandi starfsmanna Apple- deildar félagsins hafi stefnt því vegna meintra vanefnda á starfslokasamn- ingum og starfssamningum. Alls nema kröfur fyrrum starfsmanna fé- lagsins 39 milljónum króna. Auk þess hefur Apple Computer Inc. stefnt fé- laginu til að greiða 20 milljóna króna bætur vegna þess að AcoTæknival lét kaupendum Apple-tölva í té hugbún- að sem íslenskar hugbúnað þeirra. Full sátt sögð hafa verið um samruna ATV FYRIRTÆKIÐ Björgun var stofnað árið 1952 og nafn þess skýrist af því að fyrstu árin einbeitti það sér að björgun strandaðra skipa en fljót- lega breyttist reksturinn í átt að því sem nú er, en fyrirtækið stundar nú efnistöku af sjávarbotni, flokkun efnis, vinnslu og sölu. Meðal stofn- enda var Kristinn Guðbrandsson og eru þrír synir hans og núverandi forstjóri Björgunar fjórir af fimm seljendum fyrirtækisins til Jarðbor- ana. Fyrir rúmum áratug bættist nýr þáttur við starfsemi Björgunar, en þá réðst fyrirtækið í gerð Bryggjuhverfis við Grafarvog. Land við athafnasvæði félagsins við Sævarhöfða var stækkað með landfyllingum og sá það um hönnun og gerð hverfisins í samstarfi við önnur fyrirtæki. Að sögn forstjóra Björgunar, Sigurðar R. Helgason- ar, vinnur fyrirtækið að þremur öðrum slíkum verkefnum sem eru mislangt á veg komin. Eitt er Sjá- land í Garðabæ, annað í Kópavogi og það þriðja í Eyjafirði. Um Björgun ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.