Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU MÖRG teikn eru á lofti um að ýsu- veiði hér við land verði með besta móti á komandi árum. Ýsukvóti ný- hafins fiskveiðiárs er sá mesti sem um getur, seiðavísitala ýsu í ár er sú langhæsta sem mælst hefur og góð skilyrði í hafinu gefa vonir um að seiðin komist á legg. Vegna góðrar nýliðunar hefur ýsustofninn verið í örum vexti síðan árið 2000 en þá var hann í lágmarki. Í upphafi ársins voru bæði veiði- og hrygningarstofn meira en tvöfalt stærri en árið 2000 og vísitölur úr stofnmælingu í mars sl. benda til mun stærri stofns. Það samræmist hinsvegar illa niðurstöðum úr fyrri stofnmælingum, einkum varðandi árganga frá árunum 1998 og 1999 sem verða 60-70% aflans á árunum 2003 og 2004. Alls voru veidd tæp 50 þúsund tonn af ýsu hér við land á síðasta ári, ríflega 10 þúsund tonn- um meira en árið 2001 og heildar- ýsukvótinn á fiskveiðiárinu sem er nýhafið er 75 þúsund tonn og hefur aldrei verið meiri. Seiðavísitala ýsu á síðasta ári var sú hæsta sem mælst hafði frá upp- hafi en seiðavísitala þessa árs er þó tvöfalt hærri. Samkvæmt fyrsta mati virðist 2002 árgangurinn vera stór en síðan 1998 eru fjórir af fimm árgögnum taldir stórir en slíkt er mjög óvenjulegt. Betri lífsskilyrði í hafinu Sveinn Sveinbjörnsson var leið- angursstjóri í seiðarannsóknaleið- angri Hafrannsóknastofnunarinnar sem er nýlokið. „Við sjáum yfirleitt lítið af ýsuseiðum við suðurströnd- ina, þar fer klakið fram og seiðin berast þaðan með straumum sem lirfur. Dreifing ýsuseiðanna var töluvert meiri en áður, sérstaklega er dreifingin fjær ströndinni en við höfum áður séð, bæði hvað varðar þorsk- og ýsuseiði. En það sem mest er um vert er að við erum að sjá miklu hærri vísitölu í ýsu en nokkru sinni fyrr. Þó að við höfum ekki miklar mælingar á fæðufram- boði fyrir þessi seiði, þá er almennt talið að lífskilyrði á hafsvæðinu séu betri á hlýsjávarskeiðum eins og nú er.“ Sveinn segir að líklega sé sam- band milli stækkandi ýsustofns og hárrar seiðavísitölu. „Við höfum séð það hjá þorskinum að þegar hrygn- ingarstofninn stækkar virðast meiri líkur á að hann framleiði góða ár- ganga, bæði seiðaárganga og ár- ganga í veiðistofni. Það er því rök- rétt að áætla að þegar ýsustofninn stækkar þá sé seiðaframleiðslan meiri. En það er hinsvegar ekki þar með sagt að afkoma seiðanna verði góð, það er svo margt sem hefur áhrif þar á. Nægir þar að nefna þorskárganginn frá árinu 2001. Seiðavístitala hans var nokkuð há en hann hefur komið fremur illa út í nýliðunarrannsóknum. Við höfum í sjálfu sér engar haldbærar skýr- ingar á þessari slæmu afkomu. Reyndar var dreifing þessara seiða nokkuð óvenjuleg því þau voru mun austar en vanalega. Það er því hugsanlegt að seiðin hafi borið af leið og lent þar sem lífsskilyrðin voru léleg. Núna var dreifing þorskseiðanna hefðbundnari hvað svæði varðar en fjær landi en áður. En það tengist nokkuð örygglega flæði hlýsjávar norður með land- inu,“ segir Sveinn.                     !                              Góðar horfur á betri ýsuveiði ÚRSKURÐARNEFND sjómanna og útvegsmanna hefur lækkað fisk- verð til ísfisktogaranna Sturlaugs H. Böðvarssonar AK og Haraldar Böðvarssonar AK en þeir eru báðir í eigu Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi. Áhafnir skipanna og útgerð þeirra náðu ekki samkomulagi um breyt- ingar á fiskverði til skipanna. Lands- samband íslenskra útvegsmanna vís- aði því málinu til úrskurðarnefndar í lok júlí sl. og krafðist þess að fisk- verð til skipanna tæki breytingum í samræmi við ákvarðanir Verðlags- stofu skiptaverðs um breytingar á viðmiðunarverði og vísaði til úr- skurða gerðardóms frá árinu 2001. Fór LÍÚ fram á að verð á slægðri ýsu lækkaði um 40%, verð á karfa um 20% og ufsaverð um 20%. Ekki var gerð krafa um lækkun á verði á þorski. Fulltrúar Sjómannasambands Ís- lands og Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands í úrskurðarnefnd fóru fram á að kröfu LÍÚ yrði vísað frá nefndinni og krafan lýst ómark- tæk, enda væri hún ekki í samræmi við þau samtöl eða tilboð sem farið höfðu milli útgerðarinnar og áhafna umræddra skipa varðandi endurnýj- un á fiskverðssamningi. Þó var fallist á 6% verðlækkun á karfa en að öðru leyti að síðast gildandi fiskverðs- samningur yrði framlengdur óbeytt- ur. Meginniðurstaða úrskurðarins var sú að verð á undirmálsþorski var ákveðið 86 krónur fyrir hvert kíló en að öðru leyti var þorskverð óbreytt. Verð á karfa í eldri fiskverðssamn- ingi HB hf. var lækkað um 6% frá 29. júlí til 25. ágúst. Frá 1. september var verð á karfa lækkað til viðbótar um 10% miðað við útgefið viðmiðun- arverð Verðlagsstofu skiptaverðs. Verð á ýsu var lækkað frá 1. sept- ember um 15% frá útgefnu viðmið- unarverði Verðlagsstofu skipta- verðs. Verð á ufsa var lækkað um 10%. Úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna úrskurðar um fiskverð Verðlækkun á karfa, ýsu og ufsa MAHMUD Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, forðaðist lokauppgjör við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, í ræðu sem hann flutti á palestínska þinginu í gær. Hann viðurkenndi að hann hefði átt í deilum við Arafat og hvatti heimastjórnina til að leita sátta við hann. Abbas skoraði einnig á Banda- ríkjastjórn að hætta að sniðganga Arafat sem hann lýsti sem „rétt- kjörnum og lögmætum forseta“ pal- estínsku þjóðarinnar. Forsætisráðherrann óskaði eftir stuðningi þingsins og sagði að ella gæti það afturkallað umboð hans. Hann krafðist þó ekki formlegrar at- kvæðagreiðslu um stuðning. Í stað þess að krefjast þess að þingið tæki afstöðu í valdabaráttu hans við Arafat beindi Abbas spjót- um sínum að Ísraelsstjórn og sakaði hana um að bera ábyrgð á því að svo- kallaður Vegvísir til friðar í Mið- Austurlöndum hefur ekki borið ár- angur. Vill að Bandaríkjamenn þrýsti á ísraelsk stjórnvöld Stjórn Ísraels ákvað að hætta öll- um viðræðum við stjórn Abbas eftir mannskætt sprengjutilræði Hamas- hreyfingarinnar í Jerúsalem 19. ágúst eftir sjö vikna vopnahlé. Ísr- aelsher hefur síðan gert nokkrar flugskeytaárásir á liðsmenn Hamas á Gaza-svæðinu og sakað Abbas um að hafa svikið loforð um að skera upp herör gegn hryðjuverkahreyfingum. Abbas hvatti til þess að friðarvið- ræðurnar yrðu hafnar að nýju til að binda enda á ofbeldið. Hann sagði að nú væri nauðsynlegt að Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóð- irnar og Rússland gerðu allt sem í valdi þeirra stæði til að tryggja að friðarvegvísirinn færi ekki út um þúfur. Forsætisráðherrann gagnrýndi ennfremur Bandaríkjastjórn fyrir að beita ekki áhrifum sínum til að knýja stjórn Ísraels til að „láta af ögrunum sínum“ áður en vopnahléið var rofið. Reuters Mahmud Abbas, forsætisráðherra Palestínumanna, gengur inn í þinghúsið í borginni Ramallah á Vesturbakkanum, umkringdur öryggisvörðum. Reynt að leysa innbyrðis deilur meðal Palestínumanna Abbas hvetur til sátta við Arafat Ramallah. AFP. GÍFURLEGA miklum mat er hent í Noregi vegna þess að hann er kom- inn fram yfir „best fyrir“ dagsetn- inguna og magnið af matvörum sem framleiddar eru fyrir ruslakörfuna eykst sífellt. Þannig var 500 þúsund tonnum af mat hent í norskum versl- unum og hjá matvælaframleið- endum árið 2000 vegna þess að ekki þótti í lagi að selja hann en árið 1999 var talan fjórðungi lægri, að sögn norsku hagstofunnar. Sífellt strangari reglur um síðasta neysludag og „best fyrir“-merking- ar gera að verkum að fólk hendir mat mun fyrr en áður var jafnvel þótt hann sé í góðu lagi. Þá er unga fólkið langtum fljótara að henda matnum en hinir eldri enda á það erfiðara með að greina hvort mat- urinn sé í lagi og er hræddara við að borða gamlan mat. Gefa börnum ekki útrunninn mat „Um leið og matvara nálgast „best fyrir“ dagsetninguna fer hún í ruslið. Hér er kynslóðabil á milli hinna ungu og þeirra sem eldri eru,“ segir Tron Eggen, markaðsstjóri norsku matvörukeðjunnar Kiwis, í samtali við Aftenposten. „Mæður í dag gefa börnum sínum ekki útrunn- inn mat. Áður fyrr áttu foreldrar líka mun auðveldara með að dæma sjálfir um geymsluþol matarins og hvernig best væri að geyma hann.“ Eggen heldur því fram að ostur, buffkjöt og lundir séu oft í góðu lagi þrátt fyrir að komið sé fram yfir dagsetninguna á umbúðunum. Hann telur að fólk sé sífellt uppteknara af að spá í geymsluþol matar. Strangar reglur Evrópusambandsins um merkingar á matvælum geri það að verkum að fleiri vörur verði að merkja sem geri fólk hræddara um að þær geti verið skemmdar. Árið 1958 fóru 40% af tekjum heimilisins í mat en 1979 voru það 20%. Nú fer hins vegar einungis tí- undi hluti þeirra í mat. Eggen telur að lægra matvöruverð hafi sitt að segja. „Hér áður fyrr notaði hver fjölskylda stærri hluta tekna sinna í mat en nú. Þá voru mörkin um hve- nær ætti að henda mat allt önnur.“ Til samanburðar má svo bæta við að vægi matvöru og drykkja hér á landi sem hlutfall af útgjöldum heimilana er 15,2% eða 50% hærra en í Noregi. Anders Røed, markaðsstjóri ann- arrar verslanakeðju, tekur í sama streng og Eggen og segir að „best fyrir“ merkingin sé einungis leið- beinandi. Hún sé höfð til að vörurn- ar bragðist alltaf eins þegar þær eru keyptar. Margar matvörur megi borða eftir þá dagsetningu en þá verði að geyma þær óopnaðar í ís- skáp. Atle Wold hjá matvælaeftirlit- inu segir aftur á móti að fólk eigi ekki einu sinni að hugsa um að borða útrunninn mat. „En fólk getur notað þekkingu sína á mat. Hana hefur unga fólkið þó ef til vill ekki og hendir því mat fyrr en nauðsynlegt er.“ „Best fyrir“ aðeins leiðbeinandi Þess má geta að „Best fyrir“ merkingin er fyrst og fremst leið- beinandi og ekki er heilsuspillandi að borða matvöru þótt hún sé komin nokkra daga framyfir. Bragðið get- ur þó breyst. „Geymist til“ og „síð- asti neysludagur“- merkingar eru aftur á móti endanlegar dagsetn- ingar og það getur verið hættulegt heilsunni að borða mat eftir þann tíma. Æ meiri óskemmdur matur fer í ruslið Ungir Norðmenn misskilja dagstimplana „Best fyrir“ og henda matnum að jafnaði fyrr en hinir eldri Morgunblaðið/Þorkell                   !  " " " " # # # !# # #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.