Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sendum í póstkröfu Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi • Sími 462 1889 Fax 462 2589 • www.heilsuhorn@islandia.is fiekking – Reynsla – Gó› fljónusta Kr. 2.990,- fiegar flú notar ROBI COMB lúsakambinn drepur flú l‡snar án fless a› nota ska›leg efni. – varanleg eign Hann er einfaldur í notkun fyrir alla fjölskylduna og er líka fyrirbyggjandi. Tennur kambsins fanga lúsina, en er um lei› ska›laus fyrir hársvör›inn. ROBI COMB lúsabaniMennt er máttur Dagskrá hefst kl. 10:00 í húsnæði kennaradeildar í Þingvallastræti 23. 10:00-10:10 Setning hátíðardagskrár: Deildarforseti kennaradeildar - Guðmundur Heiðar Frímannsson. 10:10-11:00 Ávörp: Menntamálaráðherra - Tómas Ingi Olrich. Rektor Kennaraháskóla Íslands - Ólafur Proppé. Forseti félagsvísindadeildar Háskóla Íslands - Ólafur Harðarson. Bæjarstjórinn á Akureyri - Kristján Þór Júlíusson. Rektor Háskólans á Akureyri - Þorsteinn V. Gunnarsson. 11:00-11:30 Erindi: Framlag kennaradeildar til fræða- og starfsumhverfis kennara - Anna Þóra Baldursdóttir lektor og brautarstjóri framhaldsbrautar. Sögu- og listsýning: Listnám í kennaradeild - Aðstaða og búnaður í skólum. Málstofa kennaradeildar kl. 14.00-16:00 Lokaverkefni í kennaradeild Brautskráðir úr M.Ed. námi 2003: Þessi sýn á veröldina - Halldór Valdimarsson skólastjóri. Hlutverk lista og listsköpunar í daglegu lífi ungmenna. Rósa Kristín Júlíusdóttir myndlistarkennari. Brautskráðir úr B.Ed. námi 2003: Leikir til náms ævintýraspilið - Elva Eir Þórólfsdóttir og Valgerður Daníelsdóttir grunnskólakennarar. Hugsunin er léttari en ör, fleygari en vindurinn - gildi sköpunar í námi barna - Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. Einsöngur: Ásta Magnúsdóttir, nemi á tónlistarsviði kennaradeildar. Hátíðardagskrá í tilefni 10 ára afmælis kennaradeildar HA 6. september 2003 SAMSTAÐA húsfélaga við Lækjar- smára 2–8 við að fegra sitt nánasta umhverfi er eitt af því sem einkenn- ir þennan hlut Lækjarsmárans og var gatan valin gata ársins 2003 í Kópavogi 28. ágúst sl. Í dag búa 265 manns við þennan hluta götunnar í 134 íbúðum, en Lækjarsmári er með alls fjórum hlutum sem voru metnir hver fyrir sig. Í umsögn umhverfissviðs Kópa- vogs um götuna segir: „Öll hús- félögin hafa lagt í talsverðar fjár- festingar til að koma upp gróðri sem fegrar umhverfið og mýkir áhrif háhýsanna á næsta nágrenni. Auk þessa hafa íbúar Lækjarsmára 2 látið setja upp listaverk við að- komu hússins.“ „Það er ofboðslega góð heild yfir götunni,“ segir Andri Helgi Sigur- jónsson, landslagsarkitekt hjá Kópavogsbæ. „Við erum fyrst og fremst að verlauna atorku íbúanna við að snyrta og bæta hverfið.“ Ekki eru lengur veitt verðlaun fyrir fallegustu götuna, og eru mjög ákveðnar ástæður fyrir því að sögn Andra. Hann segir að verðlaun fyr- ir fallegustu göturnar hafi óhjá- kvæmilega endað í elstu hverfunum og því hafi þótt rétt að breyta fyrir- komulaginu til að nýrri götur fengju þá hvatningu sem þarf . „Við erum fyrst og fremst að verðlauna snyrtimennsku, samheldni og ann- að í þeim dúr, þar sem nýju göt- urnar eru mun samkeppnishæfari. Við erum að reyna að hvetja fólk til að ganga fljótt og vel frá hjá sér í nýju hverfunum, og fullklára verk- ið ef hægt er,“ segir Andri. Íslenskt grágrýti og timburbjálkar Gróðrarstöðin Birkihlíð, Dalvegi 32, fékk viðurkenningu fyrir at- hyglisvert framlag til umhverfis- mála, en þar er íslenskt grágrýti og timburbjálkar áberandi innanhúss jafnt sem utan. Íslenskt grágrýti er grunnurinn að hönnun Einars Þor- geirssonar, annars eiganda Gróðra- stöðvarinnar. Farið er með grá- grýtið á ýmsa vegu, það er til- höggvið í hleðslur, sagað til í borð- plötu og notað ómeðhöndlað. Skrúðgarðyrkjufyrirtækið Björn og Guðni og starfsmenn þess sáu um alla meðhöndlun og uppsetn- ingu grjótsins undir leiðsögn Ein- ars. Sverir timburbjálkar, sem upp- haflega voru í Barónsfjósinu í Lækjargötu, eru notaðir samhliða grágrýtinu á smekklegan hátt, seg- ir í umsögn umhverfisráðs Kópa- vogs. Einnig fengu eigendur hússins á Kársnesbraut 55 viðurkenningu fyrir endurgerð húsnæðisins, í um- sögn umhverfissviðs er það sagt dæmi um þá möguleika sem eldri íbúðarhús bjóða upp á þegar saman kemur góður vilji, góð lausn og framkvæmdavilji. Hönnun einbýlis- hússins við Logasali 7 fékk einnig viðurkenningu umhverfisráðs vegna hönnunar, en þar voru einn- ig veitt verðlaun fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði. Að lokum var BYKO Breiddinni veitt viðurkenning fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði. Morgunblaðið/Ásdís Í Gróðrarstöðinni Birkihlíð hafa íslenskt grágrýti og sverir timburbjálkar verið notuð saman á smekklegan hátt, jafnt utanhúss sem innan. Kópavogsbær veitir viðurkenningar fyrir umhverfismál Lækjar- smári 2–8 gata ársins Íbúar Lækjarsmára 2 hafa komið fyrir listaverki við húsið. Kópavogur HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ VERKEFNI verkefnisstjórnar, sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði fyrir um einu ári, er nú hálfnað en hlutverk hennar er að gera tillögu til ráðherra um stefnumörkun byggðaáætlunar fyrir Eyjafjörð. Sigmundur Ernir Rúnarsson formaður verkefnisstjórn- ar gerði grein fyrir vinnu og stöðu verkefnisstjórnarinnar á fundi á Ak- ureyri í gær og kom fram í máli hans að um 70 tillögur væru á borði henn- ar. Hann sagði það áberandi í um- ræðunni að fólk á svæðinu skilgreindi sig ekki þannig að það byggi á svæði, heldur í afmörkuðum einingum. „Þetta er mjög ríkt í fólki og tefur fyrir allri þróun í þessari umræðu og allri ímyndarsköpun. Fólk horfir ekki út fyrir sitt svæði og þetta á ekki síður við um Akureyringa en Ólafsfirðinga, Húsvíkinga eða Grenvíkinga. Þetta hefur hamlað svolítið þessari umræðu og fólk strandar oft á furðulegum stöðum sem eru landfræðilegir og huglægir.“ Sigmundur Ernir sagði jafnframt að umræða um byggðamál á Íslandi hefði frekar verið á nöld- urstigi. Menn kæmu alltaf aftur og aftur að þessari þröngu svæðahugs- un. „Menn hafa ekki nógu mikinn áhuga á því að eiga samgöngur við næsta mann.“ Vinna verkefnisstjórnar hófst í september í fyrra. Fram kom í máli Sigmundar Ernis að svæðið sem um ræðir næði frá Sauðárkróki austur að Dettifossi. Hann sagði að verkefnis- stjórnin hefði leitað eftir þekkingu fólks á umræddu svæði, m.a. með við- tölum við mikinn fjölda fólks úr at- vinnulífi, listum, ferðamennsku og öðrum þáttum. Sigmundur Ernir sagði áberandi hversu mikill sam- hljómur var í fólkinu, m.a. í skilgrein- ingu fólks á styrkleikum, veikleikum ógnunum og tækifærum svæðisins. Settir voru í gang sjö vinnuhópar, um skóla- og menntamál, heilbrigðismál, samkeppnishæfni, atvinnumál og ný- sköpun, byggðatengsl og sveitarfélög, ferðaþjónustu og menningarmál, er- lenda ráðgjöf og samgöngur. „Við gáfum þessum fólki ekki lang- an tíma til þess að kafa ofan í þetta efni, heldur að umræðan væri frjó, þar sem safnað væri saman öllum raunsæjum og óraunsæjum hug- myndum um hvað betur má fara í uppbyggingu atvinnulífs og lífsgæða á umræddu svæði. Við erum nú að undirbúa þessa framkvæmdaáætlun, Formaður verkefnisstjórnar um stefnumörkun byggðaáætlunar Umræðan oft verið á nöldurstigi Um 70 hugmyndir á borði stjórnar- innar að sögn Sigmundar Ernis Sigmundur Ernir: „Það mun velta á pólitískum vilja hvernig og hve hratt verður gengið til verka.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.