Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HITAVEITA var tekin í notkun á Gunnarsholtssvæðinu á miðvikudag. Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra tók formlega í notkun heita vatnið hjá Landgræðslunni. Tæpt ár er síðan þjónustusamningur var gerður um verkið. Hitaveita Rang- æinga sá sér fært að koma heitu vatni á þetta nýja svæði vegna virkj- ana á nýjum borholum í Kaldárholti fyrir fáum árum. Í nóvember árið 2002 var undirrit- aður samningur milli Hitaveitu Rangæinga annars vegar og Land- græðslu ríkisins og Landspítala – háskólasjúkrahúss vegna Vistheim- ilisins í Gunnarsholti hins vegar. Með samningnum tók Hitaveitan að sér að leggja 10 km stofnlögn frá að- allögn veitunnar austan við Hellu að Gunnarsholti ásamt dreifikerfi um svæðið og að byggja dælustöð til þess að halda uppi nægum vatns- þrýstingi. Var áskilið í samningnum að nægt vatn að lágmarki 62 gráðu heitt yrði til framtíðarnota á svokall- aðri Gunnarsholtstorfu. Verkinu skyldi lokið fyrir 30. september 2003. Heildarfjárhæð samningsins var 66 milljónir kr. án vsk. Sveinn Runólfsson flutti stutta ræðu við upphaf athafnarinnar og sagði þar m.a. að á Gunnarsholtstor- funni hefði um langan aldur verið unnið að ræktun lýðs og lands, bæði á vegum Ríkisspítala í Akurhól í nær hálfa öld og hjá Landgræðslunni í hartnær heila öld. Á sl. 30–40 árum hefur a.m.k. þrívegis verið leitað eft- ir heitu vatni í Gunnarsholti, á veg- um Landgræðslunnar og sveitarfé- lagsins, en án árangurs. Það hefði því verið fagnaðarefni þegar Ingvar Baldursson hitaveitustjóri kom að máli við hann fyrir u.þ.b. 2 árum og boltinn fór af stað. Jafnframt þakk- aði landgræðslustjóri landbúnaðar- ráðherra og fjármálaráðherra fyrir stuðning við framkvæmdina og þing- mönnum Suðurlands, sérstaklega þeim Drífu Hjartardóttur og Ísólfi Gylfa Pálmasyni fyrrv. þingmanni. Þá þakkaði hann einnig samstarfs- fólki og starfsmönnum HR. Borholur í Kaldárholti gerðu gæfumuninn Að sögn Ingvars Baldurssonar hitaveitustjóra gengu þessar fram- kvæmdir mjög vel og voru unnar nær eingöngu af starfsmönnum Hitaveitu Rangæinga utan vinna við gröft sem var framkvæmd af Jóni og Tryggva ehf. Stofnlögnin að Gunn- arsholti er 125 mm stálpípa, 10 km löng. Hann sagði að aukið heitt vatn sem hefði fundist í Kaldárholti fyrir fáum árum gerði gæfumuninn við vatnssölu HR, en heita vatnið að Laugalandi hefði vart orðið dugað veitunni á þeim tíma. Alls eru um 35 km frá upptökum vatnsins að Gunn- arsholti. Um helmingur sumarhúsa- eigenda í Ketilhúshaga sem er sum- arhúsahverfi stutt frá nýju stofnlögninni hefur nú óskað eftir að fá heitt vatn og hefur stjórn HR samþykkt að verða við því á næsta ári. Í kaffisamsæti að lokinni athöfn- inni færði landgræðslustjóri Hita- veitu Rangæinga 62 reyniviðar- plöntur að gjöf, eina fyrir hverja hitagráðu sem áskilið er að vatnið sé. Hitaveita tekin í notkun á Gunnarsholtssvæðinu Hella Morgunblaðið/Óli Már Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, kotroskinn að vanda, hleypti vatni frá stofnlögninni á svæðið við mikinn fögnuð viðstaddra gesta. RANNSÓKNARSETUR Háskóla Ís- lands, Náttúrugripasafnið og Sparisjóður Vestmannaeyinga hafa bundist höndum saman um að koma á fót skipulögðu „pysjueft- irliti“. Um síðustu helgi bárust skráningarblöð fyrir pysjueftirlitið í hvert einasta hús í bænum auk þess sem þau er hægt að fá á gisti- húsum og hótelum, flughöfninni, Herjólfi og hjá Sparisjóði Vest- mannaeyja. Á blaðinu er pysjueft- irlitið útskýrt, hvernig börn gerast pysjueftirlitsmenn, hvernig upplýs- ingarnar eru skráðar, hvernig pysjurnar eru vigtaðar og hvar á að skila blöðunum. Að lokinni pysjuvertíð verða vinningar dregn- ir út úr bunkanum svo eftir ein- hverju er að slægjast hjá pysju- eftirlitsfólkinu. Að sögn Kristjáns Egilssonar hjá Náttúrugripasafni Vestmannaeyja var ákveðið að stofna til þessa eft- irlits því menn hafa engin gögn í höndunum um lundapysjufjölda á hverju hausti, en menn hafa getið sér til um að þær pysjur sem krakkar í Vestmannaeyjum bjarga á nóttum í ágúst og september séu á bilinu 7–8.000. Nú á að hefja skipulagaða skráningu á björg- unarstafinu svo hægt verði að meta ástand og horfur í lundastofninum á næstu árum, með því að skrásetja allar pysjurnar og vigta hluta þeirra til að meta ástand þeirra og horfur. Skrá á fjölda þeirra pysja sem bjargað er á hverri nóttu, dag- setningu og tíma. Æskilegt er að vigta 4–5 pysjur í hvert skipti og eru börnin beðin um að fá lánaðar bökunarvogir til verksins. Kristján sagði að mikið af út- lendingum hafi skilað inn skrán- ingarblöðum nú strax um helgina. Kristján sagði að á þessari pysju- vertíð hafi frekar lítið verið um pysjur og kenndu menn það ýmsum aðstæðum í náttúrunni og það var kveikjan að því að stofnað var til eftirlitsins. Morgunblaðið/Sigurgeir Börn skrásetja og vigta pysjur sem þau bjarga Háskóli Íslands og Náttúrugripa- safnið í Eyjum taka upp pysjueftirlit Vestmannaeyjar m TÍMARITUMMAT&VÍN2706200313 9 Í A IT UM A Í Hafðu samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Næsta tölublað af tímaritinu m, sem fjallar um mat og vín, fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 13. september nk. Stærð tímaritsins er 25x36. Pantanafrestur auglýsinga er til þriðjudagsins 9. september kl. 16. Auglýsendur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.