Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 23 Tassara notar Skin Like farða; Beige Natural No.4. www.NIVEA.com SK I N L IKE Fyrsti endingargóði farðinn með eiginleikum húðarinnar! Inniheldur líffræðileg efni, lík þeim sem eru á yfirborði húðarinnar, sem bindast óaðfinnanlega við húð þína og gefa henni fullkomnað náttúrulegt yfirbragð. Útkoman: Farði sem þú verður ekki vör við en veitir mjúkt, jafnt og fallegt yfirbragð. FULLKOMINN FARDI Í 12 KLUKKUSTUNDIR. NYTT! SKIN LIKE FARDI KOMIN er út í Bandaríkj-unum bók nr. 47 í bóka-röðinni New AmericanPaintings, gefin út af Open Studios Press. Í bókunum er fjallað um verk valinna bandarískra listmálara en það var dómnefnd und- ir forystu Staci Boris, sem er list- fræðingur við Museum of Contem- porary Art í Chicago, sem valdi listamennina. Að þessu sinni voru verk íslenskr- ar listakonu, Önnu Jóelsdóttur, valin í bókina. Anna býr og starfar í Chic- ago, en hún útskrifaðist í fyrra frá School of Art Institute of Chicago. Anna er stödd hér á landi, því um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum hennar í Hafnarborg í Hafn- arfirði. „Ég flutti til Chicago 1992, vildi búa þar eitthvað áfram en var ekki viss um hvað ég vildi gera,“ seg- ir Anna. „Ég er kennaramenntuð en hafði líka unnið á auglýsingastofu. Ég hefði þurft að bæta við mig árs námi til að geta farið í kennslu úti, en gat ekki hugsað mér það. Ég gat ekki hugsað mér að fara að kenna í öðru landi. Maður kann ekki söngv- ana og það sem tilheyrir þeirra menningu. Mig langaði líka til að fara í myndlist. Það var stórt skref að flytja út og ég byrjaði hikandi að taka einn og einn kúrs í myndlist. Smám saman bættist við þetta og þar kom að að kona sem ég þekki tók mig tali og sagði að það þýddi ekki að vera með hálfvelgju í þessu, og að ég yrði að fara að ákveða hvort ég ætlaði að gera þetta af alvöru eða ekki. Ég sótti um að komast í fullt nám og komst í svokallað Post Baccalaureat prógram, sem er sniðið fyrir fólk sem er með háskólapróf á öðrum sviðum. Því þurfti ég ekki að fara í gegnum allt grunnnámið. Ég hélt áfram og lauk mastersnámi fyr- ir ári og er búin að vera að sýna úti og undirbúa sýninguna hér í Hafn- arborg.“ Meðal 35 af 1.200 umsækjendum Anna segir mikla vinnu felast í því að fylgjast með og að senda upplýs- ingar um sjálfa sig til kynningar, og það var upphafið að því að verk hennar voru valin til kynningar í bókinni. „Ég fann í listatímariti auglýsingu þar sem auglýst var eftir umsókn- um. Þetta er í raun samkeppni. Manni var kennt það í skólanum að vera duglegur að senda inn upplýs- ingar um sjálfan sig til að koma sér áfram, þannig að ég gerði það. Ég var valin, og í bréfinu sem ég fékk til baka kom fram að 1.200 manns hafi sótt um, en 35 verið valdir, þannig að ég er mjög ánægð með þetta.“ Bókin New American Paintings fer víða, í allar bókabúðir, á menn- ingarstofnanir, söfn, listaskóla, sýn- ingarsali til sýningarstjóra og til list- fræðinga og listamanna. Hún hefur því mikið gildi fyrir þá sem í hana komast. „Eins og þú sérð er mikil breidd í ameríska málverkinu og allt í gangi, eins og hlutirnir eru í nútím- anum.“ Í myndum sínum á sýningunni í Hafnarborg segist Anna fjalla um leitina að miðjunni – miðjunni í til- veru okkar, sem henni finnst vera horfin. „Landamæri á öllum sviðum eru að hverfa; í daglegu lífi, milli fag- greina, milli landa – þetta er allt að leysast upp og er á stöðugri hreyf- ingu. Ég er mjög upptekin af þessu í augnablikinu, enda bý ég fjarri öll- um ættingjum og föðurlandinu. Ég er alin upp á allt öðrum tímum, þeg- ar hvorki sjónvarp né tölva voru til. Það var bara dalurinn og rík- isútvarpið. Allt var á sínum stað og visst öryggi og ró í tilverunni. Ég hef verið spyrja unglinga sem hafa kom- ið í skólaheimsóknir hvor þeir hafi tilfinningu fyrir þessu, en þeir þekkja þetta ekki, eru aldir upp við allt annað. Þegar maður upplifir tím- ana tvenna skynjar maður vel þenn- an mun, og fær svolitla nostalgíu og langar til að fara svolítið til baka, þótt það sé auðvitað allt af hinu góða hvernig hlutirnir hafa þróast. Fólk í dag er miklu opnara en það var og unga fólkið finnst mér sérstaklega efnilegt og upplitsdjarft. Ég vil ekki hafa meininguna í verkunum allt of ljósa. Það má þó skoða þetta sem einhvers konar breytur og strúktúra sem eru að riðlast í sundur eða koma saman. Ég sé fyrir mér mynd af tilverunni – á einhvern abstrakt máta, en þó að allt sé í óreiðu þá er strúktúr í henni samt, þótt hann geti verið skrýtinn. Það eru formleysan og uppbrotið sem heilla mig. Ég finn þetta líka bæði í landslaginu úti, og mannlegu landslagi. Ég get horft á skipin hér niðri við höfn. Þar er alls konar dót, snúrur, kaðlar og allt mögulegt ann- að. Ef maður fer virkilega að horfa á þetta getur þetta verið mjög fallegt – einhver mannleg óreiða, og reiða, í senn.“ Það eru aðeins fáir dagar frá því að bókin kom út, þannig að Anna hefur ekki fengið viðbrögð við henni ennþá. „Ég hugsa að þetta verði bara til góðs, og einn liður í að koma mér á framfæri. Það er mjög mikil vinna í þessu risalandi. Það skiptir máli að hitta á réttu staðina á réttum tíma, en heppni spilar inní þetta líka. En þegar maður er kominn með þetta undir handlegginn, gæti það hugsanlega opnað mér einhverjar dyr í framtíðinni.“ Sýning Önnu í Hafnarborg er opin alla daga frá kl. 11 til 17 og lýkur 8. september Morgunblaðið/Kristinn Anna Jóelsdóttir listmálari á sýningu sinni í Hafnarborg. Anna Jóelsdóttir valin í hóp athyglis- verðra listmálara í Bandaríkjunum „Bókin fer víða og gæti opnað mér dyr“ GUÐLAUG Dröfn Ólafsdóttir er ung söngkona, nýútskrifaður master í djasssöng frá tónlistarakademíunni í Haag. Ég hef ekki heyrt hana syngja áður, en hún er frá Selfossi einsog Kristjana Stefánsdóttir; dótt- ir þess þjóðfræga tónlistarmanns Labba í Glóru sem lék með Mánum og tók upp fyrstu hljómplötu Guð- mundar Ingólfssonar. Með henni léku Ásgeir Ásgeirsson á gítar, en í sumar kom út fyrsta geislaplata hans með tríóinu B3 og Róbert Þórhalls- son, sem lék að þessu sinni á kontra- bassa. Þeir eru báðir Hollands- menntaðir einsog Guðlaug. Efnisskráin samanstóð af klass- ískum söngdönsum, nýrri popplög- um úr söngbók Bítlanna, Noru Jon- es, Joni Mitchell og Sting, ásamt íslenskum söngvum eftir stórmúsík- antana Stefán S. Stefánsson og Hauk Morthens. Guðlaug hóf tónleikana á Come Rain Or Come Shine og síðan rak hver söngdansinn annan og I’ll Rem- ember April söng hún í hægum ball- öðustíl. Þar var hún best einsog í Nature Boy, þótt skattið hafi verið ansi máttlaust. Afturá móti réð hún ekki við But Not For Me og Stella By Starlight var heldur tæp. Best var hún í poppsöngvunum og íslensku lögunum sem bæði eru orðin klass- ísk: Tunglið, tunglið taktu mig eftir Stefán S. Og Ó borg mín borg eftir Hauk Morthens. Guðlaug er góð söngkona, en hún er ekki mikil djass- söngkona enn sem komið er. Sveiflan veik og vantar þá fyllingu er ein- kennir góðan djasssöngvara. Þess ber þó að geta að tríó þarsem söngv- ari er einn með gítar- og bassaleik- ara er ansi brothætt ef sveiflan á að vera heit og sterk og þeir félagar Ás- geir og Róbert áttu oft í erfiðleikum með undirleikinn en sólóar þeirra voru margir góðir, sér í lagi Róberts sem er einstaklega lagrænn í spun- anum. Þeir á Hótel Borg hafa í hyggju að halda úti djasstónleikum á fimmtu- dagskvöldum í vetur, utan hvað hinn 11. n.k. fellur niður því stórklari- nettuleikarinn Jørgen Svare, Björn Thoroddsen og Jón Rafnsson munu halda tónleika þar föstudagskvöldið 12, til að fagna nýrri geislaplötu sinni. Það hefur sýnt sig og sannað að það er hægt að halda úti slíkum tónleikum séu menn staðfastir og gefist ekki upp þótt ekki gangi allt í haginn í upphafi. Það hefur Jakob á Jómfrúnni sannað manna best. Jómfrúin Þá er djasssumrinu mikla á Jóm- frúnni lokið og lokatónleikarnir voru fínir og mikið fjölmenni, svo mikið að Jakob vert ákvað að halda tónleikana úti. Setti upp mikla hlíf fyrir hljóm- sveitina og útdeildi regnhlífum og teppum til þeirra er það vildu. Eins- og á Borgartónleikunum voru þetta söngdansatónleikar, en allt var spilið þéttara enda á ferðinni nokkrir af reyndustu djassleikurum landsins ásamt þeim sænska Erik Qvik, sem var að vanda mjúkur en um leið kraftmikill. Tómas var einnig traust- ur og Jón Páll og Sigurður áttu hvern glæsisólóinn á fætur öðrum, ekki hvað síst Jón Páll sem er tíma- laus í list sinni. Kvartettinn var sér- deilis skemmtilegur í blúsaðri útgáfu sinni af Willow Weep For Me og sóló Jóns Páls í You And The Night And The Music var perla. Sigurður blés That’s All af mikilli tilfinningu og svo bættist Andrea Gylfadóttir í hópinn eftir hlé. Að vísu skyggði það dálítið á seinni hluta tónleikanna að söng- magnari Andreu hafði vöknað og fyr- ir bragðið söng dívan ekki af fullum styrk. En hún náði samt til áheyrenda enda fautasöngkona og ef hún hefði lagt djassinn fyrir sig eingöngu væri hún í hópi hinna þekktu. En Andreu nægir ekki ein tegund tónlistar – hún spannar allan skalann. Einsog Sig- urður var hún best þetta laugar- dagssíðdegi í hægari ballöðum og fór á kostum í Cry Me A River og My Funny Valentine. Ólíkt öðrum ís- lenskum djasssöngkonum beitir hún urrinu óspart einsog trompetmeist- arinn Roy Eldridge. Hún gerir það af mikilli smekkvísi og nær þá ósvikn- um djasshrifum og ekki vantar kraft- inn og sveifluna. Það er bara verst hversu sjaldan maður hefur tækifæri til að heyra Andreu á djassskónum. Nú fer vetur í hönd en þegar vorar mun Jakob og Jómfrúarliðið ásamt tónlistarstjóranum Sigga Flosa bjóða upp á enn eitt djassumarið og fastagestirnir geta farið að hlakka til og svo eru Íslendingar hertir af útihátíðum að engum bregður í brún þótt hann þurfi að þola smávætu. Borgin heilsar, Jómfrúin kveður DJASS Hótel Borg Guðlaug Ólafsdóttir söngur, Ásgeir Ás- geirsson, gítar, og Róbert Þórhallsson, bassa. Fimmtudagskvöldið 28.8. TRÍÓ GUÐLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR Sigurður Flosason, altósaxófón, Jón Páll Bjarnason, gítar, Tómas R. Einarsson, bassa, Erik Qvik, trommur, og Andrea Gylfadóttir, söngur. Jómfrúin laugardag- inn 30.8. KVARTETT SIGURÐAR FLOSASONAR ÁSAMT ANDREU GYLFADÓTTUR Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.