Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er mjög eðlilegt í þjóð- félaginu að fólk sem á ákveðna hagsmuni sameiginlega myndi með sér sérstök samtök eins og stéttarfélag. Einnig gæta samtök eins og t.d. Sam- tökin 78 eða Fem- ínistafélag Íslands ákveðinna hags- muna sinna. Núna heyrist oft spurning frá bæði innflytjendum og Íslend- ingum um hvort innflytjendur hér á landi eigi ekki að móta svipuð samtök fyrir sig. Það eru til nú þegar ýmis sam- tök sem varða innflytjendur í þjóð- félaginu. Mannréttindasamtök inn- flytjenda og fjölskyldu þeirra eða Fjölmenningarráð vinna virkilega með réttindamál útlendinga, en fyrrnefnt er leitt af Íslendingum og síðarnefnt er „ráð“ en ekki sam- tök í eðli sínu. Fólk frá Tælandi, Filippseyjum o.fl. mótar félag fyrir sig en hingað til eru engin samtök til á Íslandi, sem ná til allra inn- flytjenda. Mismunandi aðstæður innflytjenda Eru slík samtök nauðsynleg í raun og ef svo er, hver er ástæða þess? Hverjir eru sameiginlegir hagsmunir innflytjenda? Þessari spurningu eru alls ekki auðsvarað, þar sem við innflytjendur erum ekki eins. Í fyrsta lagi er réttarstaða út- lendinga í íslenskum lögum mis- munandi í raun. Hugsum um dval- ar- og atvinnuleyfi, sem er mikilvægasta atriðið ef útlenskur maður vill búa á Íslandi. Eins og vel er kunnugt eru t.d. Norður- landabúar með næstum sömu rétt- indi og Íslendingar. Útlendingar frá Evrópska efnahagssvæðinu mega koma til landsins án dval- arleyfis og leita að vinnu í sex mánuði. Þeir þurfa dvalarleyfi ef þeir hyggjast vera hér lengur, en þurfa ekki atvinnuleyfi til þess að starfa á Íslandi. Harðastar kröfur eru settar á útlendinga utan EES og þeir verða að öðlast dvalar- og atvinnuleyfi áður en þeir koma til landsins. Auk þess er nauðsynlegt að uppfylla grunnskilyrði fyrir dvöl, sem eru framfærsla, sjúkra- trygging og húsnæði. Það tekur a.m.k. fjögur ár að öðlast rétt til að sækja um búsetuleyfi (græna kort- ið) og lögfræðilega getur manni verið hent út ef hann fullnægir ekki einu af þessum skilyrðunum á meðan. Málið verður flóknara þegar við teljum maka Íslendinga, því að þeir eru með sérréttindi og mega byrja að starfa án atvinnuleyfis og eiga einnig auðveldara en aðrir með að öðlast græna kortið. Ég forðast að gera málið flóknara með því að minnast á flóttamenn eða fráskilið útlenskt fólk hér. Auk ofangreinds er líka munur til utan lagakerfis vegna svokall- aðra „kynþátta“ eða þjóðernis. Hvítur bandarískur maður og ó-hvítur maður frá þriðja heim- inum standa jafnt í lögfræðilegu tilliti, en oftast eru þeir ekki í sömu aðstæðum varðandi fordóma eða mismunun vegna „kynþáttar“ síns. Ég er nýbúinn að heyra kvörtun fólks frá Asíu og Afríku nokkrum sinnum um að aðstand- endur þess geti ekki fengið leyfi til að koma til landsins þótt þeir upp- fylli öll skilyrði í lagakröfum. Ef slíkt gerist í alvöru, er það ekki að- eins brot á lögum heldur líka skammarlegir fordómar. Einnig megum við ekki gleyma mun milli karlmanna og kvenna hvaðan sem þau eru. Ef aðstæður innflytjenda eru í reynd svona mismunandi, hvernig getum við þá komið fram „hags- munum“ innflytjenda? Getum við sagt skýrt svo sem „þetta eru sam- eiginlegir hagsmunir innflytjenda“? Ef við innflytjendur mótum hagsmunasamtök núna sem þýða eitthvað í raun, munu þau verða að vera eins og „samtök útlendinga utan EES“, „stuðningssamtök fyrir innflytjendur til að kalla aðstand- endur sína frá heimalöndum“ eða „samtök innflytjendakvenna gegn heimilis- og félagslegu ofbeldi“. „Samtök innflytjenda“ aðeins er alltof óljóst hugtak að mínu mati. Mismunandi lög í einu þjóðfélagi? Ástæða þess að ég birti skoðun mína er ekki að vera á móti hug- mynd um samtök innflytjenda, heldur að benda á nauðsynlegt ferli til að fara yfir fyrir okkur inn- flytjendur. Mér sýnist að enn sé mikið verkefni eftir fyrir okkur innflytjendur. Persónulega er ég ekki hrifinn af þessari hugmynd, að aðskilja inn- flytjendur frá Íslendingum. Mér finnst betra ef við þurfum ekki að móta sérstök samtök útlendinga og við öll, Íslendingar og innflytj- endur, getum unnið saman í þjóð- félaginu. En ef það gengur ekki, þá þurfum við innflytjendur að við- urkenna skýrt hver þörf er fyrir samtökin. Ég vil að Íslendingar hugsi einn- ig um eitt atriði í þessu samhengi. Um daginn hlustaði ég á lögfræð- ing frá Frakklandi á ráðstefnu. Hún sagði: „Í gamla daga voru mörg lög til í einu þjóðfélagi í Evr- ópu. Aðalsstétt átti sín eigin lög, og aðrar stéttir sömuleiðis. Það tók þúsund ár að Evrópubúar kæmust að hugtakinu sem er: „allir jafnir fyrir lögum“.“ Engu að síður sýnist mér að Evrópuríki séu að byrja að nota mismunandi lög aftur, eins og lög fyrir innfædda borgara, lög fyrir Evrópubúa og lög fyrir innflytj- endur frá þriðja heiminum. Ég ótt- ast að við töpum aftur hugtakinu „jafnrétti fyrir lögum“. Mér finnst þetta vera mjög um- hugsunarverð orð fyrir okkur öll, bæði fyrir innflytjendur og fyrir Íslendinga. Á að fara leið eins og lögfræðingurinn lýsir á Íslandi líka? Ef það er satt, verður þörf fyrir samtök innflytjenda óhjá- kvæmileg. Þörf fyrir samtök innflytjenda á Íslandi? Eftir Toshiki Toma Höfundur er prestur innflytjenda, toshiki@vortex.is. ALÞÝÐUSAMBANDIÐ hefur sett fram kröfu um bætt lífeyr- isréttindi félagsmanna sinna. Í kröfum sínum vísar ASÍ til réttinda op- inberra starfs- manna. Allt er þetta skiljanlegt, eðlilegt og rétt- mætt ef ekki væri sá tónn í málflutn- ingnum að hinir síðarnefndu væru í raun of- tryggðir. Nú hefur það gerst að ASÍ hefur vísað kröfum sínum til umboðsmanns Alþingis. Þar held- ur verkalýðshreyfingin inn á braut sem ekki verður séð fyrir endann á. Það er vissulega skilj- anlegt ef menn telja sig beitta ranglæti að leita allra leiða til úr- bóta. Þörf á fyrirhyggju Það breytir ekki hinu að þörf er á að sýna jafnan fyrirhyggju. Lítum ögn nánar á þetta tiltekna mál. Í Morgunblaðinu 2. sept- ember er fjallað um kvörtun ASÍ til umboðsmanns Alþingis. Þar segir m.a. um rökstuðning fyrir kvörtuninni, „að mismununin feli í sér brot á jafnræðisreglu stjórn- arskrárinnar og stjórnsýslulaga“. Haft er eftir Grétari Þorsteins- syni, forseta ASÍ, að sambandið hafi í mörg ár reynt að fá þessi réttindi jöfnuð enda sé verið að mismuna fólki hjá sama atvinnu- rekanda. Undir kröfur forseta ASÍ skal heilshugar tekið enda hefur BSRB jafnan stutt kröfur um jöfnun réttinda en þá jafnan þannig að réttindin yrðu jöfnuð upp á við en ekki niður. Þetta er grundvallaratriði. Áralöng barátta fyrir lífeyrisréttindum Um langt árabil stóð BSRB í harðvítugri varnarbaráttu fyrir lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna. Þar var við að glíma kröfu til jöfnunar – en niður á við. Réttindin skyldu höfð af op- inberum starfsmönnum. Þegar frumvarp þessa efnis kom fram á þinginu 1996 efndu BSRB, BHM og KÍ til fundahrinu með upplýs- inga- og hvatningarskrifum til að ná frumvarpinu út úr þinginu. Þessari aðför var að lokum hrundið og síðan var varnarbar- áttunni snúið upp í sókn. Í samn- ingum sem stóðu yfir allt sumarið 1996 við ríki og síðan sveitarfélög var búið til nýtt kerfi en þó án þess að réttindi gamla kerfisins væru skert. Nýja kerfið tryggði vissan grunn en þannig var það hannað að það byði upp á vissan sveigjanleika. Þannig fékk Lands- samband lögreglumanna því framgengt að eftirlaunaaldur fé- lagsmanna var enn bættur. Það gerðist með stuðningi BSRB. Menn sáu það fyrir sér að í fram- tíðnni yrði reynt að stytta vinnu- aldur, alla vega ákveðinna stétta. Þar hefur m.a. verið horft til fólks í margvíslegum örygg- isstörfum og umönnunarstörfum. Fyrir þessu verður án efa barist á komandi árum. Vonandi verður það þó gert með samningum en ekki með því að skjóta málinu til umboðsmanns Alþingis. Sú hætta er nefnilega fyrir hendi verði far- ið með „kjarabaráttuna“ út á þá braut, að afleiðingin verði sú að viðsemjendur fari varlega í samn- ingum við sérhvern aðila einfald- lega vegna þess að þeir geta þá gengið að því vísu að dómstól- arnir bíði þeirra að samningum loknum. Og hvaða áhrif hefði þetta á stéttabaráttuna? Augljóst er að þetta myndi grafa undan samningum einstakra félaga. Samningarnir hættu að skipta eins miklu máli og áður og þá hugsanlega einnig hvort ein- staklingar yfirhöfuð ættu aðild að verkalýðsfélögum. Allir ættu ein- faldlega rétt á hinu sama sam- kvæmt jafnræðisreglu. Markmiðin góð en aðferðafræðin varasöm ASÍ er ekki eitt um að hafa gramist mismunun hjá hinu op- inbera. Oft hef ég staðið í þeirri stöðu bæði sem formaður í stétt- arfélagi og í heildarsamtökum að horfa upp á mismunun eftir því hvar „fólk kýs að vera í verka- lýðsfélagi“ svo vitnað sé í forseta Alþýðusambandsins í fyrrnefndri Morgunblaðsumfjöllun. Hér vísa ég til dæmis til mishárra greiðslna í sjúkra-, starfsmennt- unar- eða vísindasjóði. Þá get ég nefnt dæmi um launamismunun í stofnun sem ég þekkti vel til í, Ríkisútvarpinu. Þar voru lengi vel tvö aðild- arfélög BSRB starfandi. Í tvenn- um eða þrennum kjarasamningum í röð lagði annað félagið áherslu á kjör lægst launaða fólksins og þótti þá jafnframt forsóma milli- stjórnendur og stjórnendur sem drógust aftur úr miðað við þró- unina í hinu félaginu. Mismun- unin birtist með öfugum for- merkjum í hinu félaginu. Einhvern tíma kom til tals hvort þetta stæðist jafnræðisreglu. Mér er það minnisstætt hve eindregið ég varaði við því að farin yrði dómstólaleið. Nú er þetta „vanda- mál“ einfaldlega ekki fyrir hendi því þessi tvö félög hafa samein- ast! Ég legg áherslu á að kröfur ASÍ um bætt kjör félagsmanna sinna eru réttmætar og eðlilegar. Á sama hátt vænti ég þess að þau á þeim bænum styðji kröfur BSRB um að varðveita réttindi sinna félagsmanna og sækja fram fyrir bættum réttindum, til dæm- is varðandi sjúkrasjóði. Hins vegar vara ég við þeirri aðferðafræði sem ASÍ beitir. Ef fólki er mismunað eftir því einu hvar það kýs að standa í verka- lýðsfélögum gæti verið ástæða til að hyggja að okkar innra skipu- lagi líkt og gert var í Rík- isútvarpinu á sínum tíma. Auðvit- að á launafólk að starfa saman að því að vinna að bættum réttindum allra. Þar mega skipulagsformin ekki verða okkur fjötur um fót. Þvert á móti þá eigum við að skipuleggja okkur þannig að sem mestur styrkur verði af. Þarna veit ég að ég tala einum rómi með forystumönnum ASÍ og reyndar einnig annarra heildarsamtaka launafólks í opinbera geiranum. Veit Alþýðusamband Íslands hvert förinni er heitið? Eftir Ögmund Jónasson Höfundur er formaður BSRB. Á AÐ handleika allar löglegar vörur með silkihönskum? Er sanngjarnt að ekki megi auglýsa lög- lega vöru? Er eðli- legt að lögleg vara megi ekki vera sýnileg í versl- unum? Og er það brot á tjáning- arfrelsi að ekki megi fjalla um löglega vöru? Flestir eru líklega sammála um að það sé stórmunur á sígarettum annars vegar og sveskjum hins vegar. En báðar vörurnar eru lög- legar. Er þar með fullkomlega eðlilegt að meðhöndla báðar vör- urnar með sama hætti, jafnvel þótt önnur varan drepi 5 milljónir manna á ári en hin engan. Sitt sýnist hverjum eins og ævinlega þegar tóbaksmál ber á góma. Tóbaksframleiðendum hefur ætíð verið fullkunnugt um að síg- arettur drepa. Ef það hefði verið ljóst frá upphafi hefði tóbak aldr- ei orðið lögleg vara. Í bókinni Smoke ring (The politics of tob- acco 1984) sem Peter Taylor, sjónvarpsmaður hjá BBC, skrif- aði, lýsir höfundurinn óformlegum samtökum eða ,,reykhring“ þar sem stjórnmálamenn gæta hags- muna tóbaksiðnaðarins við skatt- lagningu á tóbaki og við af- greiðslu á lögum um tóbak. Samtökin voru svo voldug í Bandaríkjunum að þeim tókst að halda tóbaki utan við lagasetningu um eiturefni. Þess í stað var tób- ak flokkað undir ,,matvæli“. Önn- ur lönd fylgdu fordæmi Banda- ríkjamanna. Í bókinni kemur ennfremur fram að tóbaks- framleiðendur greiða framlög í kosningasjóði stjórnmálamanna, beita mútum og hótunum til að ná fram vilja sínum. Af þeim sökum hefur sígarettunni, sem flokkast sem ,,lögleg neysluvara“, verið veitt brautargengi í ,,vernduðu umhverfi“ þótt reykingar verði öðrum hverjum neytanda að ald- urtila. Fyrstu skýrslur um skaðsemi reykinga litu dagsins ljós í kring- um 1960 en þá var of seint í rass- inn gripið. Varan var orðin lögleg, risarnir hölluðu sér aftur í stóln- um og hlógu að almenningi og stjórnmálamönnum sem höfðu lát- ið glepjast. Núna veltir tóbaksiðn- aðurinn milljörðum á dag og eins og flestum er kunnugt um haldast peningar og völd í hendur. Ef lög- leg vara drepur um 5 milljónir manna á ári eiga stjórnvöld þá að láta sem þeim komi það ekki við? Ástæða þess að tóbak er enn lög- leg vara er sú að tóbaksiðnaður- inn er með marga voldugustu stjórnmálamenn heims í vasanum. En til þess að líta vel út í augum almennings setja þessir ,,heið- arlegu“ stjórnmálamenn smávægi- legar upphæðir í forvarnir til að sporna við reykingum eins og kostur er. Þegar kemur að því að taka stórar ákvarðanir eins og það að fækka sölustöðum tóbaks, banna auglýsingar alfarið, tak- marka reykingar á opinberum stöðum, koma í veg fyrir keypta umfjöllun eða hætta framleiðslu á sígarettum líta leiðtogar stórþjóð- anna undan – jafnvel þótt hægt væri að bjarga milljónum manns- lífa. Stórkarlarnir eru ekki til- búnir að höggva þá hönd af sem fæðir þá. Samkvæmt leynilegum skjölum tóbaksrisanna hafa þeir fyrir löngu gert sér grein fyrir því að framleiðsla á tóbaki verður einhverntíma hætt og hafa þess vegna sett aukna fjármuni í arð- bærari fyrirtæki. Eflaust hefur það komið tóbaksiðnaðinum á óvart hversu auðvelt hefur verið að stinga stjórnmálamönnum í vasann því enn virðist ekki í sjón- máli að banna framleiðslu á tób- aki þótt landlæknir Bandaríkj- anna hafi viðrað þá hugmynd. Feitir kosningasjóðir auka líkur á sigri í kosningum, færa ,,sig- urvegurum“ aukin völd, vegtyllur og svo mætti lengi telja. Skítt með hagsmuni almennings, hann getur reykt sjálfan sig og sam- ferðamenn sína í hel í nafni frelsis og mannréttinda. Við búum jú í frjálsum heimi. Til allrar hamingju eru íslensk- ir stjórnmálamenn ekki til sölu. Þess vegna eru öflugar tóbaks- varnir hér á landi og þess vegna hafa tvö stærstu tóbaksfyrirtæki heims lögsótt íslenska ríkið. Stjórnmálamenn hér á landi eru framsýnir, með heilbrigða skyn- semi og hafa þess vegna tekið ákvarðanir sem eru öðrum þjóð- um til eftirbreytni. Ef ekki væri bannað með lögum að fjalla um einstakar vörutegundir tóbaks má reikna með að ljósvakamiðlar og einstaka prentmiðlar væru upp- fullir af keyptum greinum um síg- arettur og annað tóbak vegna þess að hér á landi gildir auglýs- ingabann. Keyptar umfjallanir um áfengi tröllríða íslenskum fjöl- miðlum vegna þess að lagabók- stafurinn er ekki nógu sterkur hvað áfengið varðar. Er það vilji Íslendinga að tóbak sé auglýst með óbeinum hætti? Þótt bann við umfjöllun um tóbak hafi verið bundið í lög frá 1996 virðist sem einstaka fjölmiðlamenn hafi ekki áttað sig á því fyrr en orðalaginu var lítillega breytt 2001 og þá rokið upp til handa og fóta og fundið sig knúna til að ,,fjalla um tóbak“ – til að njóta fullkomins tjáningafrelsis. Skondið að fólk með þokkalega greind skuli sjá ástæðu til að mæra vöru sem drepur 5 milljónir manns árlega. Er tilgangurinn kannski sá að fá klapp á bakið frá kollegunum, fyr- ir ,,hugrekkið“. Erlendum tóbaksrisum finnst líka á sér brotið af því að íslensk- um stjórnvöldum þykir ástæða til að flagga ekki eitrinu við hliðina á sælgætinu – á besta stað á sölu- stöðum. Fullkomlega ábyrg af- staða stjórnmálamanna sem aðrar þjóðir munu taka upp eftir Íslend- ingum á næstunni. En varan er lögleg, kunna einhverjir að gráta sí og æ, er þá ekki alveg eins gott að banna hana úr því ekki má sýna hana? Reykingar verða sennilega aldrei bannaðar með lögum en hitt er líklegra að fram- leiðslu á tóbaki verði hætt innan einhverra áratuga, svo fremi að helstu ráðmenn heims nái að rífa sig upp úr vösum tóbaksframleið- enda eða þá að heilsteyptari og mannvænni stjórnmálamenn leysi hina ginnkeyptu af hólmi. Eitraðar raddir! Eftir Þorgrím Þráinsson Höfundur er framkvæmdastjóri tóbaksvarnaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.