Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 27
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 27 HVERNIG má hjálpabarninu til að hegða sérbetur? Svarið á að fást ánámskeiði í barnaupp- eldi sem Félagsvísindastofnun Há- skóla Íslands stendur fyrir. Nám- skeiðið heitir SOS – Hjálp fyrir foreldra. Dr. Zuilma Gabriela Sig- urðardóttir, lektor í sálfræði við HÍ, hefur yfirumsjón með námskeiða- haldinu. Námskeiðið byggist á náms- kenningum dr. Lynn Clark sem er bandarískur sálfræðingur. Þrjár meginreglur SOS er námsefni í uppeldistækni fyrir foreldra barna á aldrinum 2-12 ára. Þetta er sex vikna pakki með bók og myndbandi sem á að þjálfa grunnfærni í að laða fram góða hegð- un hjá börnum og stoppa eða draga úr óæskilegri hegðun. Í námskeiðsgögnum eru m.a. birt- ar þrjár meginreglur um barnaupp- eldi, sem eru eins konar gátlisti fyrir foreldra: Regla 1: Umbunaðu fyrir æskilega hegðun (fljótt og oft). Regla 2: Gættu þess að umbuna ekki „óvart“ fyrir óæskilega hegðun. Regla 3: Refsaðu stundum fyrir óæskilega hegðun (en notaðu ein- göngu væga refsingu). Aðferðin í SOS fellur undir atferl- isstefnu (behaviorism) þar sem börn- um er m.a. markvisst umbunað fyrir æskilega hegðun með t.d. brosi, leyfi til að fá vin í heimsókn eða bara með rjómaís. Fjögur algeng mistök Á námskeiðinu er kennt að beita mismunandi tegundum umbunar. Félagsleg umbun er eins og faðm- lag, klapp á kollinn, athygli og hrós. Athafnaumbun er eins og að fara í skemmtigarð, skoða bók með pabba og taka í spil með mömmu. Efnisleg umbun getur verið falin í gjöfum eins og bolta, peningum, vasaljósi eða dúkku. Höfuðatriðið er að umbuna börnum fyrir æskilega hegðun og vænlegasta leiðin er að nota eitthvað af því sem er til staðar í umhverfinu til að umbuna. Í gögnum á SOS-námskeiðinu eru t.d. nefnd fjögur algeng mistök í barnauppeldi. 1. Foreldrar umbuna ekki fyrir æskilega hegðun. 2. Þeir refsa „óvart“ fyrir æskilega hegðun. 3. Umbuna „óvart“ fyrir óæskilega hegðun. 4. Refsa ekki fyrir óæskilega hegðun (væg refsing er við hæfi). Nám í uppeldistækni Mjög gott er fyrir foreldra að gera lista yfir þá hegðun sem þeir vilja styrkja með börnum sínum eins og t.d. að læra heima, vaska upp, laga til í herberginu og borða grænmeti. Æskilegt er að búa til annan lista yfir hegðun sem börnin sækjast eftir að gera. Þá er hægt að styrkja hegðun á fyrri listanum með því að leyfa hegð- un á seinni listanum. Dæmi: „Þegar þú ert búin/n að gera heimadæmin, þá máttu horfa á sjónvarpið.“ Barnið má það ekki fyrr, og alls ekki ef það gerir ekki heimadæmin. Blaðamaður ræddi við Gylfa Jón Gylfason, yfirsálfræðing á fræðslu- skrifstofu Reykjanesbæjar, um SOS- námskeiðin. Hann kennir þau á Suð- urnesjum fyrir Félagsvísindastofn- un. „Við höfum mjög góða reynslu af námskeiðinu, segir Gylfi Jón, „fyrsta árið ætlaði ég að halda eitt námskeið fyrir jól og annað eftir jól, en þau urðu á endanum fimm.“ Námskeiðið spyrst út Námskeiðið spurðist vel út meðal foreldra leikskólabarna og leikskóla- stjórar óskuðu eftir námskeiði hjá Gylfa Jóni, og varð hann við þeirri ósk eftir að hafa aðlagað það fag- hópnum og leikskólanum. „Á endan- um höfðu næstum allir starfsmenn leikskóla í Sandgerði og Vogunum tekið námskeiðið ásamt stórum hópi í Reykjanesbæ,“ segir hann. Gylfi Jón hefur einnig haldið námskeiðið fyrir grunnskólana í Reykjanesbæ, Sand- gerði ogVogum. Auk þess eru námskeið fyrir for- eldra þessara barna og markmiðið er að þekkingin breiðist út meðal leik- skóla- og grunnskólakennara og for- eldranna til að uppeldið geti verið markvisst. „Reynslan af SOS námskeiðinu er svo góð,“ segir Gylfi Jón, „að Fræðsluskrifstofan hefur ákveðið að bjóða foreldrum allra tveggja ára barna á þjónustusvæði skrifstofunn- ar að sitja námskeiðið gegn vægu gjaldi.“ Hringt verður í foreldra tveggja ára barna á svæðinu á næstu dögum. „Sveitarfélögin á Suðurnesj- um eru metnaðarfull á sviði uppeldis og skólamála,“ segir hann. Áður en skaðinn er skeður SOS er að hans mati almenn for- vörn gegn örðugleikum í hegðun og því vill hann helst ná til allra foreldra á þessu svæði. „Þetta er í raun snemmtæk íhlutun í uppeldi,“ segir hann, „að kenna foreldrum tækni sem kemur í veg fyrir að börnin þrói með sér hegðunarvanda.“ Gylfi Jón telur að þessi aðferð bæti mannlífið almennt og kenni betri aga. Hann segir að verkalýðsfélögin styðji foreldra til að fara á námskeið- in og kirkjan leggi til afnot af safn- aðarheimilinu fyrir námskeiðin í vet- ur. Vaka á verðinum Foreldrar og fagmenn uppeldis- stétta hafa staðið sig vel í að nota SOS-aðferðina, að mati Gylfa Jóns. „Flestir foreldrar geta lagað þetta að sinni eigin uppeldisaðferð og notað reglurnar,“ segir hann og að þeir sem þurfa meiri ráðgjöf eða aðstoð fái hana hjá fræðsluskrifstofunni. Það gildir um þetta námskeið eins og öll önnur að þau hvíla á virkni og vilja þeirra sem sækja þau. Ekkert breytist nema reglurnar séu notaðar og uppeldi er áfram ferill sem tekur engan enda og nemur aldrei staðar. Námsefnið er kennt víða um land, en Félagvísindastofnun hefur einka- leyfi á því og þangað þurfa áhuga- samir að leita. Uppeldi/ Öflug uppeldisvakning er á Suðurnesjum, í skólum og á heimilum. Þar er SOS-aðferðin kennd, en hún felur í sér hagnýtar leiðbeiningar til lausnar á algengum hegðunarvandamálum. Gunnar Hersveinn ræddi við Gylfa Jón Gylfason yfirsálfræðing og foreldra í Reykjanesbæ sem sótt hafa SOS-námskeiðin og notað aðferðina. Aðferð til að kenna góðan aga Morgunblaðið/Sverrir „Flestir foreldrar geta lagað aðferðina að sinni eigin uppeldisaðferð og notað reglurnar,“ segir Gylfi Jón.  Að umbuna strax fyrir æskilega hegðun án fyrirhafnar  Þegar þú ert búin/n að borða grænmetið, þá máttu fá eftirrétt TENGLAR .............................................. www.reykjanesbaer.is guhe@mbl.is FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN býður upp á sex vikna nám- skeið fyrir foreldra hannað af sálfræðingnum dr. Lynn Clark. Námskeiðinu er ætlað að hjálpa foreldrum að bæta hegðun barna sinna og stuðla að félagslegri og tilfinn- ingalegri aðlögun. Á námskeið- inu er meðal annars fjallað um:  Skýr skilaboð sem efla foreldrahlutverkið.  Aðferðir til að efla æskilega hegðun og draga úr óæski- legri hegðun.  Grundvallaratriði í notkun einveru. Þátttakendur mæta einu sinni í viku í sex skipti. Námskeiðs- gögn eru bók dr. Lynn Clark, SOS – Hjálp fyrir foreldra, listi yfir SOS-aðferðina, TOPI- spurningalisti og próf. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum og umræðum auk þess sem sýnd eru dæmi um samskipti foreldra og barna á myndbandi. Þátttakendur fá tíma til að lesa bókina og æfa aðferðina sjálfir á milli kennslustunda. Skýr skilaboð TENGLAR ....................................... www.fel.hi.is ÁRNI Björn Erlingsson og Guðný Ósk Hauks- dóttir fóru á SOS-námskeið snemma árs 2002, en þau eiga son fæddan í nóvember 1997. Þá var hann á leikskóla en er nú nýbyrjaður á grunn- skóla. „Okkur fannst strákurinn dálítið órólegur, án þess að vera ofvirkur. Hann var bara svona ak- sjónkarl eins og ég var sjálfur,“ segir Árni Björn faðir hans. „Við vildum bara að honum farnaðist örugglega vel í grunnskóla, þannig að við spurð- um okkur hvað við gætum gert til að auka lík- urnar á því.“ Árni sagði að í raun hefði þau vantað leiðbein- ingar til að geta glímt við ákveðnar aðstæður sem koma upp í uppeldi á heimilum. „Farvegirnir fyr- ir uppeldi eru margir, og við vildum finna ein- hvern góðan,“ segir hann og að þeim hafi verið bent á SOS-námskeiðin af leikskólastýrunni. Leikskólakennarar fóru líka á námskeiðið og því var hægt að beita sama kerfinu á heimilinu og í leikskólanum.. Árni segir að samskiptabók hafi gengið milli leikskólakennara og heimilisins og að svo sé nú einnig með bekkjarkennarann. „Árangurinn hef- ur verið mjög góður,“ segir Árni og að kennarar hafi verið með á nótunum, einhverjir úr grunn- skólanum hafi til dæmis farið á SOS-námskeiðið. „Mér finnst í raun að allir kennarar ættu að fara á þetta námskeið, því þótt uppeldið sé ekki endi- lega erfiður þáttur, má alltaf nota þessa aðferð. Strákurinn veit hvenær nei er nei og hefur lært að það þýðir ekkert að suða. Það versta sem hægt er að gera barni er að gefast upp fyrir suðinu. „Hrósið hefur gefist mjög vel,“ segir Árni en að aftur á móti sé svokallaðri „einveru“ beitt þegar hlutirnir ganga illa. Einveran stendur í þrjár mínútur á ákveðnum stað á heimilinu og skilur drengurinn vel að hún merkir þá einnig minni leikur. Broskallakerfið hefur einnig gefist vel í upp- eldinu. „Barnið getur safnað brosköllum á heim- ilinu og þegar ákveðnum fjölda er náð fær það umbun,“ segir Árni. Að taka til í herberginu sínu getur gefið 2–3 broskalla eftir því hversu vel það er gert. Þannig er ýtt undir ákveðna hegðun og dregið úr annarri. Loks verður hegðunin hluti af ryþmanum og foreldrarnir geta ýtt undir aðra hegðun, sem birtist t.d. þegar barnið byrjar í skóla. Árni segir að foreldrar þurfi að gæta að því að láta börnin ekki gera það sem þeim er erfiðast fyrst. Fremur beri að feta sig áfram og gera raunhæfar kröfur. „Við erum mjög ánægð að hafa farið á SOS- námskeiðið, ég held að allir hafi gott af þessu,“ segir Árni að lokum. Bara svona aksjónkarl Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánss. „Barnið getur safnað brosköllum á heimilinu og þegar ákveðnum fjölda er náð fær það umbun,“ segir Árni, en hann og Guðný fóru á SOS-námskeið árið 2002 þegar sonur þeirra var í leikskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.