Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 33 Um miðjan níunda áratuginn reistu þau hjónin sumarbústað í Borgarfirði í samvinnu við tvær dætur sínar. Þarna undi hann hag sínum best, sí- fellt að bæta, breyta og dytta að eða þá að njóta þess að vera úti í nátt- úrunni fjarri hávaða borgarinnar. Þegar Deddi fékk hjartaáfall og gat ekki sinnt smíðum og annarri átaka- vinnu af sama krafti og áður fann hann sér nýtt tómstundagaman, hann sem alla tíð hafði haft gaman af stang- veiði sneri sér að fluguhnýtingum og fórst honum það vel úr hendi eins og annað sem hann snerti á. Frá þeim tíma voru ekki notaðar í veiðitúrum aðrar flugur en þær sem hann hafði hnýtt. Að lokum, kæri tengdapabbi, hafðu þökk fyrir allt. Ég veit að tengda- mamma tekur á móti þér og saman munuð þið finna ykkur lítið sumarhús til að dvelja í. Garðar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þetta eru mín kveðjuorð til þín, kæri vinur, þín er sárt saknað. Ásdís. Elsku Deddi. Það eru margar ljúfar minningar sem koma upp þegar ég lít til baka og rifja upp samskipti okkar. Frá þeim degi að ég kom inn í fjöl- skylduna var mér vel tekið og mér leið vel nálægt ykkur Gústu. Þið reyndust mér enda með eindæmum vel og það var gott andrúmsloft á Álfhólsvegin- um og síðar meir í Hrísmóunum. Þegar við fluttum frá Vestmanna- eyjum tókuð þið ekki annað í mál en að við fengjum íbúðina ykkar að láni á meðan við værum að bíða eftir að okk- ar íbúð yrði klár. Og það var sama hvað var; þú og Gústa voruð ávallt til staðar, tilbúin til aðstoðar og stuðn- ings. Ég er sannfærð um að þið vakið enn yfir okkur, sameinuð á nýjum stað sem við fáum ekki séð. Ánægð og hamingjusöm. Gústa með hannyrðir og púsluspil og þú að hnýta flugur. Hjörtur, Einar og Jón Steinn biðja að heilsa Dedda afa og Gústu ömmu. Hvíl í friði elsku vinur. Þórunn. Við minnumst afa á mjög misjafnan hátt, þar sem aldurinn er í mikilli vídd. Við tvær elstu minnumst ömmu og afa mest frá Álfhólsveginum en sú yngsta úr Hrísmóum. Flestar minningar okkar eru þó úr Kvistaseli þar sem þau gömlu eyddu miklum tíma á sumrin og með okkur systrum. Alltaf minnist maður afa vera að smíða, dytta að hlutum eða þá að leggja sig á gamla beddanum í eldhús- inu. Einnig gat hann setið úti í sólskýli og hnýtt flugur tímunum saman, en að sjálfsögðu var líka gott vinnupláss fyr- ir flugurnar heima í Hrísmóum þar sem hann sat tímum saman. Nýlegasta minning okkar um afa er þó á rauða hjólinu sínu, sem hann gat farið vítt og breitt um bæinn á. Amma kallaði afa alltaf Dedda Jón þegar hún var að skamma hann fyrir að prakkarast, en við hin kölluðum hann bara Dedda afi. Afi var yndislegur maður, hugul- samur, góður, ástkær, gjafmildur og ekki vantaði húmorinn í kallinn. Afi vildi líka alltaf að litlu stelpurn- ar sínar (barnabörnin) kæmu í kjólum er við komum í heimsókn til þeirra, því honum þótti ekkert annað við hæfi. Afi var mjög snyrtilegur maður, gekk nær alltaf í fínum fötum og lét ósjaldan klæðskerasauma á sig föt. Ekki er nú hægt að sleppa því að minnast á bindin hans öll, því þau voru nú ófá silkibindin. Ekki má nú sleppa því að minnast á það hversu vel hann hugsaði um og sinnti ömmu heitinni. Alltaf bar hún eitthvert fallegt skart sem hann lét smíða handa henni. Afi, nú ertu farinn frá okkur og kominn til ömmu og eflaust mjög glað- ur að vera hjá henni aftur. Við munum sakna þín og ömmu alveg óskaplega mikið, en okkur til stuðnings eru allar góðu minningarnar sem við eigum um og með ykkur. Vonandi ertu sáttur maður í dag og búinn að taka gleði þína á ný. Biðjum að heilsa ömmu og hafið það gott. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði Hrefna, Ragnheiður og Freyja Rós.  Fleiri minningargreinar um Runólf Óttar Hallfreðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) En nú er komið að leiðarlokum, elsku pabbi minn, og mál að kveðja, ég kveð þig með trega og söknuði. Ég bið algóðan Guð að styrkja okkur öll í þessari miklu sorg okkar. Farðu í friði, elsku pabbi, ég veit að þú vakir yfir okkur sem eftir sitj- um. Takk fyrir allt og allt. Þín dóttir Sigurveig. Elsku Bóbó, mig langar að senda þér kveðju og þakkarorð. Það er svo margt sem flýgur um huga manns á slíkri stundu. Ég var búin að fylgjast vel með ykkur Röggu í gegnum þín erfiðu veikindi. Aldrrei kvartaðir þú. Alltaf jafn ljúfur og sagðist hafa það bara ágætt, þó þú værir sárþjáður. Og þú elsku systir þú stóðst þig hetjulega framm á síðasta dag. En nú er komið að leiðarlokum. Ég trúi því að þú sért farinn að ganga frísk- ur um grænar grundir með öllum ástvinum þínum sem á undan eru farnir. Ég bið góðan guð að vera með þér Ragga mín og börnunum ykkar og fjölskyldum þeirra. Fyrir hönd fjöl- skyldu minnar og systkina þökkum við samfylgdina í gegn um árin. Far þú í friði kæri vinur. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Kveðja Kristín Ósk Gísladóttir. Með klökkum huga þig ég kveð, ég þakka allt sem liðið er, Guð okkur verndi og blessi. Það er sárt að kveðjast við dauðans dyr. En svona er lífið og dauðinn ei spyr, hvort finnist oss rétti tíminn til, dauðinn hann engum sleppir. (Ingimar Guðmundsson.) Ég vil gera orð skáldsins að mín- um um leið og ég þakka kærum mági mínum yfir 50 ára samfylgd. Ástvinum öllum bið ég guðs bless- unar. Guðrún Andrésdóttir. Nú er sjúkdómsstríði Bóbós tengdaföður míns lokið. Þetta var ósanngjarnt stríð eins og öll stríð eru. Hann tók á sínum veikindum eins og öðrum verkefnum sem hann þurfti að takast á við í gegnum lífið, með miklum dugnaði og hugrekki. Í mínum huga var Bóbó mikilhæf- ur maður. Ég kem inní fjölskylduna fyrir 28 árum, rétt fyrir þann tíma sem hann lét byggja nýtt skip í Sví- þjóð og Danmörku. Þetta var eitt af þeim stóru skrefum sem hann tók í sínum fyrirtækisrekstri en hann var framsýnn og ráðagóður sem dugði honum vel við rekstur á sínu fyr- irtæki. Því kynntist ég vel þegar ég vann um árabil á skrifstofu fyrir- tækisins. Í öllu sem Bóbó tók sér fyrir hend- ur þá stóð Ragga, eiginkona hans, örugg við hlið hans og var hans stoð og stytta allt til enda. Þau voru mjög samrýmd og nutu þess að ferðast saman síðustu árin, voru búin að fjárfesta í húsbíl sem þau notuðu óspart meðan hann hafði heilsu til. Ég vil þakka Bóbó samfylgdina og fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Hugur hans stóð til meiri og fleiri verka en úr því verður ekki að sinni á þessum vettvangi. Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Soffía. Elsku afi, nú ertu farinn fyrir fullt og allt. Ég vona að þú hafir það gott þarna uppi. Ég læt hugann reika og er mér mjög minnisstætt þegar ég var yngri og þú áttir rauða vörubíl- inn og ég fékk að fara með þér upp á ruslahauga. Það var líka gaman að hjálpa þér þegar þú varst að stúss- ast niðri í húsi á Ægisbrautinni. Alltaf var gamann að koma í heim- sókn til ykkar ömmu og þá horfðum við gjarnan saman á stóra sjónvarp- ið og amma átti alltaf eitthvað gott handa okkur. En nú ertu farinn, elsku afi minn, ég kveð þig með söknuði. Þú gafst ekki upp baráttulaust. Þú munt allt- af eiga stað í hjarta mínu. Ó, vef mig vængjum þínum til verndar, Jesú, hér. Og ljúfa hvíld mér ljáðu, þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu, mín æðsta speki og ráð, og lát um lífs míns daga mig lifa af hreinni náð. (Magnús Runólfsson.) Ég mun ávallt sakna þín og hafa þig sem fyrirmynd í lífinu. Sofðu rótt, elsku afi. Þinn dóttursonur, Guðmundur Ólafs. Elsku afi minn, mér finnst erfitt að trúa því að við hittumst ekki aft- ur. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég sakna þín mikið og mun aldrei gleyma þér. Ég veit að þú munt halda verndarhendi yfir mér í lífinu. Ég kveð þig með söknuði, elsku afi minn, og bið Guð um að geyma þig. Ég ætla að skrifa bænina mína sem mér finnst svo falleg. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Sofðu rótt, elsku afi minn. Þinn afastrákur, Jón Björgvin. Elsku afi minn, nú ertu farinn fyr- ir fullt og allt. Ég vil þakka þér fyrir samfylgdina og minningin um þig mun alltaf lifa. Hvíl þú í friði, afi minn, ég veit að Guð hefur tekið á móti þér og trúi að þér líði vel núna. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Elsku amma, ég bið Guð um að halda verndarhendi yfir þér, því þú hefur misst svo mikið. Þinn dóttursonur Runólfur Óttar. Alltaf hrekkur maður við þegar frétt kemur um að náinn vinur sé horfinn á braut. Þannig var það þegar ég las Morgunblaðið í morgun og las að Runólfur Hallfreðsson væri farinn. Við vorum samtíða á sjónum í mörg ár, hann á Bjarna Ólafssyni og ég á Jóni Finnssyni. Það voru góðir tímar og margt skemmtilegt gerðist í þá daga. Þá voru menn ekki að lúra á því þegar þeir fundu veiðisvæði sem gáfu þá stundina. Runólfur var ávallt hjálplegur í minn garð þegar með þurfti. Ég dáist að því hvað hann í gegnum árinn var fylginn sér og duglegur þó svo að hann væri oft mjög þjáður af hjartveiki sem þó ekki uppgötvaðist fyrr en á seinni árum. Hann var meðal okkar fremstu aflaskipstjóra og átti far- sælan feril á sjó og í landi sem út- gerðarmaður. Ég er mjög þakklátur Runólfi að hafa fengið að njóta hans vináttu öll þessi ár og ég hef fundið í honum sannan vin. Ég má til með að segja frá atviki sem gerðist 90 sjómílur norður af Horni. Þar lét flotinn reka og beið eftir að loðnan kæmi ofar og yrði veiðanleg. En um þrjúleytið þennan dag kom ég upp í brú og í því kallar Runólfur í stöðinni og spyr: „Hvað dreymdi þig Gísli?“ Ég svaraði hon- um að mig hefði ekki dreymt vel og að ég hefði verið búinn að týna öllum trossunum, þannig að það væri alveg óhætt að koma sér í var þar sem útlit væri fyrir þriggja daga norðanrok. Það gekk eftir og allur flotinn keyrði í var. Á meðan legið var spurði Run- ólfur hvort ég færi nú ekki að finna trossurnar svo hann gengi niður með veðrið. Það er margs að minnast frá þess- um árum og eitt er víst að á sjónum varst þú á heimavelli. Við hjónin vottum konu þinni og börnum ykkar innilegustu samúð. Guð blessi þig Runólfur minn. Gísli Jóhannesson. Aðfaranótt laugardagsins fengum við þær fréttir um borð að okkar kæri útgerðarmaður og félagi væri fallinn frá. Þú hefur reynst mér vel í alla staði, gjafmildi og hjálpsemi þín var einstök og ég mun sakna þess að hafa þig okkur við hlið og stýra þínu fleyi með skörungsskap. Elsku Ragga og þið öll, þið eigið hug okkar allra, mig langar að votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góður gaf. Ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrðlegum, ljósum löndum. Þar lífsins tré gróa’ á fögrum ströndum. Við sumaryl og sólardýrð. Mitt skip er lítið, en lögur stór og leynir þúsundum skerja. En granda skal hvorki sker né sjór því skipi, er Jesús má verja. Hans vald er sama sem var það áður, því valdi’ er særinn og stormur háður. Hann býður: Verði blíðalogn! Þá hinsti garðurinn úti er, ég eigi lönd fyrir stöfnum. Og eftir sólfáðum sæ mig ber, að sælum blælygnum höfnum. Og ótal klukkur ég heyri hringja. Og hersing ljósengla Drottins syngja. Velkominn hingað heim til vor. Lát akker falla! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel þú æðandi dimma dröfn! Vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í æginn falla. Ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Þýð.Vald. V. Snævarr.) Ykkar Þorkell. Þegar haft var samband við mig erlendis laugardagsmorguninn 30. ágúst sl. og mér tilkynnt andlát Runólfs Hallfreðssonar fóru margar hugsanir í gegnum hugann. Tilvilj- anirnar eru margar í lífinu. Laug- ardaginn 30. nóvember sl. var ég einnig staddur erlendis og var mér þá tilkynnt andlát Þórðar Þórðar- sonar. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hve mikil áhrif þessir tveir menn hafa haft á sögu Akraness, þó hvor á sinn hátt. Þeir voru á svip- uðum aldri, uppaldir á Skaganum, léku sér saman sem drengir og ung- lingar þótt þeir fetuðu veginn hvorn sinn hátt. Annars vegar fetaði Þórð- ur veg föður síns í bifreiðaakstrinum og einbeitti sér að því í lífinu og eign- aðist fyrirtækið síðar meir ásamt því að vera afburða knattspyrnumaður. Hins vegar heillaðist Runólfur að sjónum. Hann byrjaði ungur að stunda sjóinn, fór í Stýrimannaskól- ann gerðist skipstjóri hjá öðrum út- gerðum og síðar útgerðarmaður. Báðir þessi menn hafa haft tugi manna í sinni umsjá um áraraðir. Sjávarútvegurinn og fjölskyldan áttu allan hug Runólfs. Það var mik- ið lán þegar þau Ragga og Bóbó kynntust. Runólfur var á sínum tíma í Norðursjónum, við veiðar við Grænland og víðar og þ.a.l. dvaldi hann langdvölum að heiman, en það má með sanni segja að þau hjón hafi bæði staðið í stafni, Runólfur á sjón- um og Ragga stjórnaði í landi af mikilli umhyggju og festu. Það var ekki alltaf dans á rósum hjá þeim hjónum í útgerðinni, stundum brugðust aflabrögð og þá var ekki oft mikið á milli handanna, en þá stóðu þau saman eins og klettur og leystu vandamálin. Mér finnst oft skrýtið þegar fólk er að öfundast útí útgerðarmenn sem byggt hafa sinn rekstur á sínum höndum og hyggju- viti. Vinskapur okkar Runólfs hófst fyrir meir en 20 árum og hefur hann einkennst af vinnu okkar, laxveiði og knattspyrnu. Hann hafði mikinn áhuga á laxveiði og við veiðifélag- arnir áttum með honum dýrðardaga í mörg ár í Víðidalsánni, og hefur það eins og svo margt annað verið reglulega rifjað upp. Einnig voru þau hjón miklir stuðningsmenn sundíþróttarinnar hér á Akranesi enda ekki að undra þar sem Ragn- heiður dóttir þeirra var ein af fremstu sundkonum landsins um árabil. Ég leyfi mér fyrir hönd veiðifélag- anna úr Víðidalnum og knattspyrn- unnar á Akranesi að þakka Runólfi samfylgd og stuðning í gegnum árin. Elsku Ragga. Ég votta þér og fjöl- skyldu þinni mína dýpstu samúð. Fallinn er frá maður sem hafði áhuga á öllu sem gat bætt bæinn okkar og sannari Skagamaður finnst varla. Ég þakka Guði fyrir þann kraft sem þér hefur verið gefinn í þessum erfiðu veikindum Bóbós. Þú varst vakin og sofin yfir honum, hvort sem það var heima eða á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Blessuð sé minning hans. Gunnar Sigurðsson.  Fleiri minningargreinar um Jón Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.