Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhann ErlendurÓskarsson fædd- ist 7. júní 1931 í Reykjavík. Hann varð bráðkvaddur miðvikudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Jóhanns voru Laufey Bryndís Jóhannesdóttir, f. í Reykjavík 17. júní 1906, d. 20. apríl 1984, og Óskar Bjarni Erlendsson lyfjafræðingur, f. 27. nóvember 1904 á Reykjafossi í Ölfusi, d. 16. febrúar 1972. Jóhann átti tvo bræður, Jóhannes Örn, f. 29. janúar 1930, d. 9. júlí 1993, eft- irlifandi kona hans er Ólöf Erla Kristinsdóttir, f. 27. ágúst 1935, og áttu þau fjögur börn. Óskar Gunnar, f. 14. maí 1940, kona hans er Kolbrún Valdemarsdóttir, f. 9. sept. 1938, og eiga þau þrjú börn. Jóhann kvæntist 9. des. 1962 eftirlifandi konu sinni, Lydíu Eddu Thejll, f. í Reykjavík 24. sept. 1933. Foreldrar Lydíu voru Vilborg Andrésdóttir, frá Þóris- stöðum í Austur-Barðastrandar- sýslu, f. 22. maí 1896, d. 23. mars 1967, og Ólafur Ágúst Thejll, f. í Kaupmannahöfn 29. sept. 1900, d. 10. júlí 1964. Dætur Jóhanns og Lydíu eru: 1) Vilborg Edda, f. 1963. Maður hennar er Sigfús B. Sverris- son, f. 1959, og þeirra börn eru Sverrir, f. 1990, og Alexandra, f. 1996. 2) Bryndís Erna, f. 1966. Maður hennar er Ármann Halldórs- son, f. 1969, þeirra dóttir er Sóldís Lydía, f. 2001. Fyrir hjónaband eignaðist Jóhann tvo syni. 3) Finn Loga, f. 1956. Móðir hans var Helga Finnsdóttir, f. 1930, d. 1978. Kona Finns er Oddný Halla Haraldsdóttir, f. 1955, og þeirra dætur eru: Helga, f. 1983, Hulda, f. 1986 og Harpa, f. 1990. 4) Garðar, f. 1956. Móðir hans er Bertha Snorradóttir, f. 1934. Kona Garðars er Sólveig Halldórsdóttir, f. 1954, og þeirra sonur er Jóhann, f. 1993. Jóhann lauk námi frá Sam- vinnuskólanum árið 1952 og starf- aði sem bókari hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur samhliða leigubíla- akstri, sem síðar varð hans aðal- starf, og sat hann um árabil í stjórn Bæjarleiða, einnig starfaði hann við ferðamál m.a. hjá ferða- skrifstofunum Zoëga og Úrvali. Útför Jóhanns verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Örfá orð í minningu Jóhanns tengdaföður okkar, sem varð bráð- kvaddur 27. ágúst síðastliðinn. Jóhann var lífsglaður maður, átti létta lund og var ávallt kátur og hress. Í veislum var hann hrókur alls fagnaðar. Hafði unun af að bjóða til sín fjölskyldu sinni og vin- um. Hann var hlýr maður og við fundum að honum þótti vænt um okkur, þótt ekki væru höfð um það mörg orð. Í hvert sinn sem nýtt barnabarn fæddist í fjölskylduna, færði hann okkur tengdadætrum sínum skartgrip að gjöf. Hann pass- aði vel upp á sitt fólk, var mjög hreinskiptinn og var ekkert að fela það ef honum mislíkaði. Jóhann hafði mikinn áhuga á fótbolta og fylgist vel með á því sviði og með öðru sem var að gerast í þjóðfélag- inu. Spánarferðin sem farin var fyr- ir tveimur árum, þegar hann varð 70 ára, er okkur okkur öllum í fjöl- skyldunni ógleymanleg. Jóhann var mikið á ferðinni bæði vegna atvinnu sinnar og ýmissa er- inda sem hann gegndi fyrir sína nánustu. Hann var oft á hraðferð, vildi láta hlutina ganga hratt fyrir sig. Fráfall hans kom óvænt og snöggt, rétt eins og hann hefði þurft að hraða sér í þessa síðustu ferð. Hvað ertu líf nema litur, ljósblettir ótal er á dauðasæ loga og leiftra í lífssólar skini. Hverfur einn fyrr en annar og allir að lokum, er sorta frá sólinni dregur sjást nýir glampar. (Steingrímur Thorsteinsson.) Að leiðarlokum viljum við þakka honum allar okkar samverustundir. Farðu í friði. Þínar tengdadætur. Oddný og Sólveig. Snemma í júní 2001 greip Jóhann litla rauða skó úr hillu í stórmarkaði í nágrenni Barcelona; stór maður með litla skó. Skórnir voru ætlaðir Sóldísi Lydíu dótturdóttur hans sem þá átti röska tvo mánuði í að fæðast. Þarna var líkt og að byrj- unin á sérstöku og sterku sambandi þeirra væri mörkuð. Eftir að Sóldís fæddist duldist þetta engum. Alla tíð hefur legið á milli þeirra sterkur þráður og fundir þeirra ávallt fullir fagnaðar. Og nú í sumar voru þau saman í Köben: bæði í fyrsta skipti á ævinni. Svona maður var Jóhann. Hann myndaði sterk og varanleg tengsl við fjölskyldu sína og vini sem hann ræktaði af alúð og natni. Það er óumræðilega sárt að kveðja en þeg- ar frá líður mun birta og hlýja leika um minninguna um hann. Ármann. Elsku afi. Ég vil fá að þakka þér fyrir allt og allt. Þú hefur verið yndislegur afi. Það var gott og skemmtilegt að vera nálægt þér. Þú varst alltaf hress og kátur, þegar ég kíkti í heimsókn, eða þegar ég hitti þig. Ekki hefði ég haldið að það væri í síðasta skipti sem ég sæi þig á þriðjudaginn, standandi á svölunum á Þórsgötunni, þar sem þú veifaðir okkur Huldu systur og Villa. Ef ég hefði vitað það, þá hefði ég, ef, ef, ef ... Svona er þetta víst, svona er lífið. Guð var svo góður að lána okkur þig, til þess að við gætum kynnst þér og þínum kærleik. En nú hefur hann sótt þig, stigið niður úr skýun- um og leitt þig upp í himnaríki, þar sem þú þarft eflaust að gefa litlum englabörnum ís, horfa á Tomma og Jenna með þeim og leyfa þeim að kúra á bumbunni þinni. Allt það og miklu fleira sem þú gerðir fyrir mig og systur mínar, sem við munum geyma í hjörtum okkar. En ég veit samt, afi minn, að þú fylgist með okkur og hjálpar okkur að passa ömmu sem núna á svo bágt að vera búin að missa þig. Ég læt fylgja með ljóð úr bók Einars Ben., sem amma gaf mér nú í sumar. Elsku afi við söknum þín sárt. Í snauðum heim ég hlusta á löngum vökum og heyri þyt af snöggum vængjatökum. Minn engill hefur lyft sér ljóss í veldi, Þar líður aldrei dagur guðs að kveldi. En ég er mold og mæni í heiðin blá, á meðan stundaglasið sandkorn á. Þín Helga. Elsku afi minn. Ég vil bara þakka þér fyrir öll ár- inn sem ég hef þekkt þig og sér- staklega þessi tvö síðustu því þau eru búin að vera frábær. Því það var alltaf gott að koma til ykkar í skóla- götunum mínum og fá að borða. Ef götin voru löng þá var best að fá að leggja sig, þú passaðir alltaf uppá að ég kæmi ekki of seint. Því þú varst nú alltaf svo stundvís sjálfur. Síðasta daginn þegar ég sá þig varstu í sólbaði á svölunum, hress og kátur. Elsku afi minn, ég sakna þín mjög og vildi að þú værir enn með okkur. Þín Hulda. Afi er dáinn…ég vil ekki að það sé satt. Mér finnst svo sárt að hugsa til þess að þú sért farinn, elsku afi minn. Minningarnar um þig geymi ég í hjartanu mínu. Þú varst alltaf hress og kátur og kunnir að sýna okkur hve vænt þér þótti um okkur. Guð geymi þig. Þín Harpa. Elsku besti afi. Við trúum því varla að þú sért farinn til Guðs. Við ætluðum að koma til þín og ömmu Dídí og grilla þetta kvöld og þú varst bara eins og þín var von og vísa að kaupa inn fyrir kvöldið, allt sem okkur þótti best. Þú vissir allt- af hvað uppáhaldsdrykkur hvers og eins í fjöldskyldunni var og passaðir að eiga allt til. Þér fannst allt í lagi að við fengjum ís fyrir mat. Þú varst ekta afi, alltaf til í að spilla okkur, fannst það vera hlutverk mömmu og pabba að ala okkur upp. Þú tuðaðir aldrei í okkur, tókst okkur einsog við erum og varst stoltur af okkur. Við erum ríkari af því að hafa átt þig fyrir afa og þó að þú hafir verið tekinn frá okkur svona snögglega, eigum við fallegar minningar sem ylja okkur. Við mun- um alltaf muna eftir Spánarferðinni og ferðinni til Köben. Elsku afi við verðum góð við ömmu Dídí. Við elskum þig, guð geymi þig. Þín Sverrir og Alexandra. Tíminn er fugl sem flýgur hratt. Yndislegur vinur, Jóhann E. Ósk- arsson, kvaddi snöggt og óvænt á einum fegursta degi sumarsins. Jóhann var maðurinn hennar Dídíar vinkonu minnar og hef ég þekkt þau hjónin í 46 ár eða síðan ég ung fór að vinna hjá Sjúkrasam- laginu, með Dídí minni góðu, nánu samstarfskonu og bestu vinkonu og Jóhanni. Jóhann Óskarsson var mikill fjöl- skyldumaður. Fjölskyldan var hon- um allt. Þau Dídí voru ólík í skapi og gerð en einstaklega samhent og samstiga í öllu. Gagnkvæm virðing einkenndi hjónaband þeirra. Barna- lán Jóhanns var mikið. Hann var sí- vakandi yfir börnunum sínum og gladdist innilega yfir velgengni þeirra í lífinu. Barnabörnin voru sólargeislarnir hans sem hann um- vafði og hlúði að. Það var fjör og gleði hvar sem Jói fór, hann var óspar að varpa gleðigeislum á um- hverfi sitt og láta samferðamönn- unum líða betur. Hann var hjálp- samur hvenær sem til hans var leitað. Það var aldrei neitt að hjá Jóa og hann kvartaði ekki. Sannur höfðingi heim að sækja, veitti af rausn og vinir og ættingjar ætíð vel- komnir. Þessa naut ég sannarlega bæði oft og mikið. Alltaf höldum við að tíminn sé nægur. Það var bara fyrir fáum dögum að við Jói settumst niður og ræddum væntanleg bílaskipti mín. Þar ætlaði hann að vera mín stoð og stytta eins og fyrri daginn. En nið- urstaðan af því samtali var að bíða nú aðeins, bíða eftir nýjustu árgerð- inni og ganga þá í verkið. En tím- inn, þessi undarlegi fugl sem flýgur svo hratt, var skyndilega floginn hjá. Jói vinur minn er farinn í ferðina miklu sem bíður okkar allra. Ég sakna Jóhanns, hugur minn er hjá konunni hans sem hann elsk- aði svo heitt, hjá hans kæru börn- um, tengdabörnum, barnabörnum og góða bróður. Ég bið Guð að blessa Jóhann E. Óskarsson á nýjum leiðum með hjartans þökk fyrir alla hans tryggð og vináttu – alltaf. Guðríður Jóna. Gott sumar er að kveðja, haustið og veturinn á næsta leiti. Saman blandast þakklæti og söknuður. Það er mikill söknuður samfara birtu og þakklæti, þegar góður vinur, Jó- hann Erlendur Óskarsson, hefur verið kallaður brott fyrirvaralaust. Ég kynntist Jóhanni fyrst á námsárum mínum í Reykjavík 1952–1954. Þá bjó ég á Ásvallagöt- unni hjá föðurbróður mínum og hans fjölskyldu, en Jóhann hjá for- eldrum sínum í Garðastrætinu. Það var rausnarlegt heimili og vel tekið á móti okkur, vinum Jóhanns. Það var stutt á milli og gott að eiga þar innskot. Jóhann var borgarbarn og þekkti vel lífið í höfuðborginni. Það var skemmtilegt að njóta þar leiðsagnar hans. Hann hafði lokið námi í Sam- vinnuskólanum og vann við bókhald hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. Þar kynntist hann líka henni Dídí, Lydiu, eiginkonu sinni. Árin liðu, annir okkar beggja við störf og fjöl- skyldulíf. Sambandið rofnaði við þennan vin minn um tíma. Það er dimmur desemberdagur 1965. Degi er tekið að halla. Ka- faldsmugga í Reykjavík. Ég geng á milli bókaverslana, er að dreifa jóla- bókum Hörpuútgáfunnar. Enn á ég eftir að afgreiða nokkrar pantanir þennan dag, sem ég þarf að ljúka áður en Akraborgin fer síðustu áætlunarferð dagsins upp á Akra- nes. Örþreyttur ákveð ég að panta leigubíl til að ljúka verkinu. Eftir augnablik er bíllinn kominn. Bíl- stjórinn er kunnuglegur. Þar er Jó- hann mættur og fljótur að leysa minn vanda. Það eru ánægjulegir endurfundir. Frá þeim tíma til hans síðasta dags annaðist hann að hluta bókadreifingu fyrir forlag okkar í Reykjavík. Þegar ég hringdi til hans, oft með margþætt verkefni, svaraði hann gjarnan: „Ég redda því.“ Og það gerði hann svo sannarlega. Jóhann var einstaklega nákvæmur með allt er laut að fjármálum. Honum mátti treysta, þar skeikaði aldrei neinu. Ég undraðist oft leikni hans og áræði sem bílstjóra. Í mestu jólaös- inni, þegar ég sá hvergi bílastæði, fann hann alltaf smugu fyrir bílinn og var laginn að velja stystu leiðir að áfangastað. Stundum var yngri dóttir hans, Bryndís, með í aftur- sætinu og söng jólalögin með tærri barnsröddu. Þannig minnti hún okkur á, að markmið jólanna var annað og meira en bókadreifingin og bókasalan, sem við pabbi hennar vorum svo uppteknir af. En samskipti okkar voru meiri en viðskiptin ein. Heimili þeirra hjónanna var mér opið sem annað heimili, og það skipti máli, þegar álagið var sem mest í hörðum heimi viðskiptanna. Alltaf ríkti þar létt- leiki og tekið var á málum með gam- anyrði á vör á hverju sem gekk. Jóhann Óskarsson var drengur góður. Hann var vel lesinn og fylgd- ist af áhuga með landsmálum. Hann var einstaklega greiðvikinn og hjálpsamur. Við Elín kveðjum góðan vin og þökkum honum einstaka tryggð og vináttu. Dídí og fjölskyldunni þökk- um við einnig áralanga vináttu, vottum þeim samúð og biðjum þann sem öllu ræður að veita þeim styrk á erfiðum stundum. Guð blessi Jóhann Erlend Ósk- arsson. Bragi Þórðarson. Jóhann Erlendur Óskarsson, sá væni maður, er fallinn frá og að honum mikill söknuður. Sumarið 1992 kynntist ég Bryn- dísi yngri dóttur Jóhanns og tókst fljótlega með okkur mikill og góður vinskapur sem hefur haldist síðan. Ég varð þess brátt vör að Bryndís talaði oft og vel um foreldra sína og ekki leið á löngu þar til hún kynnti mig fyrir þeim Dídí og Jóhanni. Mér leið strax vel í þeirra návist og varð tíður gestur á Þórsgötunni. Dídí og Jóhann létu ekki trufla sig þótt við æddum inn og út úr íbúð- inni, inn til að snurfusa okkur og út til að kíkja í bæinn. Við Bryndís bjuggum samtímis í Montpellier í Frakklandi og undir lok dvalarinnar komu Dídí og Jóhann í heimsókn. Þar áttum við saman góðar stundir og Jóhann var óþreytandi við að bjóða okkur upp á ýmsar veitingar við ýmis tilefni. Komst ég að því að hann var með eindæmum örlátur maður og átti síðar eftir að njóta góðs af örlæti þeirra hjóna því þau tóku mig nánast í fóstur fljótlega eftir að ég flutti heim frá Frakk- landi. Bar það þannig til að Bryndís var á leið til foreldra sinna í mat og hvöttu þau hana til að taka mig með. Er þau sáu hvað ég tók hraustlega til matar míns göntuðust þau með það að þau yrðu að gera mig að fósturdóttur sinni, svo gam- an þótti þeim að sjá mig njóta góðs af því sem þau buðu upp á. Eftir þetta fór ég oft og reglulega í mat á Þórsgötuna og alltaf fór ég þaðan standandi á blístri. Heimsóknunum fækkaði eftir að ég eignaðist mína eigin fjölskyldu, en það hafði engin áhrif á það að heiðurshjónin Dídí og Jóhann munu alltaf skipa mikilvæg- an sess í mínu hjarta. Missir Dídíar og fjölskyldunnar allrar er mikill, en minningin um góðan mann lifir. Jóhanna Björk Guðjónsdóttir. JÓHANN E. ÓSKARSSON Ég þakka hlýhug og vináttu Jó- hanns og Dídíar alla tíð. Guð blessi minningu Jóhanns og styrki og verndi hans góðu fjöl- skyldu. Þorvaldur Ingi og fjölskylda. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.