Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 35 ✝ Engilbert Ragn-ar Valdimarsson fæddist í Reykjavík 14. okt. 1919. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 25. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Valdi- mar Þorvaldsson, f. í Heiðarkoti á Stokks- eyri 22. júní 1898, d. 8. júní 1983, og kona hans Elísabet Jóns- dóttir, f. í Laugar- dælasókn í Árnes- sýslu 30. okt. 1898, d. 17. febrúar 1977. Engilbert var annar í röð sex barna þeirra hjóna en eftirlifandi eru Karl, f. 1918,Valdís, f. 1924, og Sólveig, f. 1925. Látin eru Júníus Halldór, f. 1920, d. 1987, og Gyða, f. 1922, d. 1998. Hinn 26. desember 1940 kvænt- ist Engilbert Huldu Dagmar Jóns- dóttur, f. 18. ágúst 1920, d. 23. september 1989. Foreldrar hennar 1943, d. 15. september 1970. Kona hans er Nína Guðleifsdóttir og eiga þau tvö börn, Guðleif Ragnar, f. 1964, og Hönnu Guðrúnu, f. 1966. 4) Bergþór, f. 25. nóvember 1946. Fyrri kona hans er Sóley Benna Guðmundsdóttir, f. 1945. Þau eiga tvö börn, Guðmund Inga, f. 1968, og Rósu Guðrúnu, f. 1971. Seinni kona Bergþórs er Stefanía Helgadóttir, f. 1945. 5) Jón Norð- mann, f. 29. janúar 1953. Kona hans er Guðbjörg Vallaðsdóttir, f. 1955. Þeirra börn eru Kristinn, f. 1979, og Bjarnrún, f. 1981. Fyrir átti Jón dótturina Brynhildi Hrund, f. 1975. Langafabörnin eru 18. Engilbert og Hulda bjuggu alla tíð í Reykjavík og síðast voru þau til heimilis í Eskihlíð 16. En í árs- byrjun 1995 flutti hann vegna van- heilsu á Hrafnistu í Reykjavík. Hann vann í mörg ár við akstur flutningabíla fyrir fyrirtækið Gunnar Guðmundsson hf. í Reykjavík, en 1. desember 1965 réð hann sig til Bifreiðaeftirlits ríkisins þar sem hann vann til starfsloka 31. desember 1989. Útför Engilberts verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. voru Jón Norðmann Jónsson, f. 19. desem- ber 1867, d. 5. febrúar 1953, og kona hans Kristín Friðrikka Guðmundsdóttir, f. 30. október 1888, d. 22. nóvember 1949. Eng- ilbert og Hulda eiga fimm börn, þau eru: 1) Elsa Valdís, f. 24. ágúst 1940, d. 7. apríl 1989. Fyrri maður hennar var Svavar Sveinsson, f. 1936, d. 1966, og áttu þau fjög- ur börn, Kristínu Frið- rikku, f. 1959, Svein, f. 1960, Hjört Magnús, f. 1961, d. 1999, og Árna Garðar, f. 1964. Seinni maður Elsu er Jón A. Guðmundsson, f. 1934, og er dóttir þeirra Hulda Jónína, f. 1969. 2) Engilbert Ragnar, f. 29. janúar 1942. Kona hans er Ragn- heiður Brynjólfsdóttir, f. 1943. Dóttir þeirra er Guðrún Helga, f. 1969. 3) Kristinn Jón, f. 4. febrúar Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Þessi sálmur kom upp í huga minn þegar ég frétti að Ingi tengdapabbi væri allur. Þó var hann var í raun horfinn okkur fyrir nokkrum árum vegna ítrekaðra heilablæðinga og lít- ið eftir af þeim manni sem við minn- umst, þess manns sem hann var. Og hvað var hann okkur ? Jú, hann var kletturinn sem lét sér umhugað um okkur öll. Fjölskylduna og þá sem henni tengdust. Hann var ekki mað- ur margra orða, en maður athafna. Þegar ég var orðin ein með börnin mín tvö, voru hann og Hulda ávallt nálæg og reiðubúin til að aðstoða og hjálpa. Eftir að ég eignaðist bíl, fór hann fínt í það. Bað um að fá „lán- aðan lykilinn að bílnum, góða mín“. Þegar hann svo skilaði honum aftur, var það öruggt að bíllinn var í betra standi og ávallt með fullan tank af bensíni. Jafnvel nýir bremsuklossar ef til stóð að fara úr bænum. Nú eða nýtt kveikjulok og þræðir þegar leið að vetri. Eins komu pappakassar sem innihéldu nauðsynjavörur til heimil- isins, eitthvað gott fyrir mig og son- arbörn hans tvö, sem honum þótti svo vænt um. Þannig sýndi hann sína umhyggju. Ekki orðmargur, en mað- ur framkvæmda. Þegar ég giftist Guðmundi, urðu Hulda og Ingi eins og foreldrar mínir og Guðmundur tengdasonur þeirra og börnin okkar tvö urðu bara afa- og ömmubörn. Svo einfalt var þetta. Ingi var mjög dulur á tilfinningar sínar, Hulda var miklu opnari, og auðvelt að sjá hvernig henni leið. En með Inga var maður aldrei viss…fyrr en Hulda dó. Þá hrundi heimurinn. Þetta ár, 1989, var skelfilegt fyrir hann. Fyrst dó Elsa einkadóttirin í apríl, síðan Hulda í september og hann hætti að vinna um áramótin 1989–1990. Heilsufarslega var hann þá í standi til að halda áfram að vinna, en þar sem hann var í vinnu hjá ríkinu var ekki um það að ræða. Ég man nú ekki alveg hvenær, en fljótlega á árinu 1990 fengum við Guðmundur hann til að hjálpa okkur. Þá vorum við nýbúin að flytja verslun okkar, Bílahornið, frá Trönuhrauni að Reykjavíkurvegi 54 Hafnarfirði og hann hjálpaði okk- ur við að setja upp hillur og skipu- leggja lagerinn. Þannig var hann með okkur í eina 8–9 mánuði og okk- ur þótti gott að hafa hann. Þá fann ég hve mjög hann saknaði Huldu og svo fór að heilsu hans hrakaði og bugaði að lokum. Síðustu æviárin var hann á Hrafnistu í Reykjavík. Það var gott að vita af honum þar í öruggi, en hann vildi samt bara vera hjá Huldu sinni, og ég trúi að hann sé með henni nú. Við þökkum honum samveruna hér á jörð, í fullvissu um að hann taki á móti okkur þegar þar að kemur, með hlýjan afafaðminn sinn út- breiddan. Innilegar samúðaróskir færum við Guðmundur, börn okkar og barna- börn, sonum Inga fjölskyldum þeirra og systkinum. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Nína. Elsku Ingi bróðir, nú er þínu lífs- hlaupi lokið hér á jörðu. Nú ert þú kominn til eiginkonu þinnar og barna, sem þú óskaðir þér lengi og hefur þú fengið ósk þín uppfyllta. Drottinn Guð, þitt dýra nafnið skæra dýrka ber og veita lotning tæra. Hver tunga, vera skal vitni bera, að voldug eru þín ráð og þér þakkir færa. Guð er Guð, þótt veröld væri eigi, verður Guð, þótt allt á jörðu deyi. Þótt farist heimur sem hjóm og eimur, mun heilagt streyma nýtt líf um geim, Guðs á degi. Björgin hrynja, hamravirkin svíkja, himinn, jörð og stjörnur munu víkja, en upp mun rísa, og ráð hans prísa, hans ríki vísa og ljósið lýsa og ríkja. (Þýð. Sigurbjörn Einarsson.) Kæri Ingi bróðir, megi góður Guð geyma þig og varðveita. Ég mun sakna þess að geta ekki heimsótt þig lengur. Þín systir Valdís María. Elsku afi, hinsta kveðja. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Þín Helga, Gunnlaugur og börnin. Þú hvarfst þér sjálfum og okkur hvarfst inn í höfuð þitt. Dyr eftir dyr luktust og gátu ei opnast á ný. Þú leiðst hægt á brott gegnum opnar bakdyr, bústaður sálarinnar er hér enn en stendur auður. Sál þín er frjáls líkami þinn hlekkjaður við lífið sem ekki er hægt að lifa. Þú horfir fram hjá mér tómum augum, engin fortíð engin framtíð, engin nútíð. Við fengum aldrei að kveðjast. (Þýð. Reynir Gunnlaugsson.) Elsku afi minn. Hjartans þakkir fyrir hvað þú og amma voru okkur systkinum, mök- um og börnum góð og hjálpsöm alla tíð. Farðu í Guðs friði. Þín dótturdóttir Kristín. ENGILBERT RAGN- AR VALDIMARSSON Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG GUNNARSDÓTTIR, Seljahlíð, Hjallaseli 55, áður til heimilis í Garðastræti 34, lést á heimili sínu fimmtudaginn 28. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hrafnhildur Hjartardóttir, Pétur Ástbjartsson, Hjörtur Pétursson, Láretta Georgsdóttir, Magnea Ásta Pétursdóttir, Geir Jón Geirsson, Pétur Leó og Hrafnhildur Emma. LOKAÐ Lokað verður í dag frá kl. 12 vegna jarðarfarar JÓHANNS E. ÓSKARSSONAR. Congress Reykjavík, Engjateigi 5, Reykjavík. Móðir okkar, HALLA MAGNÚSDÓTTIR, Hringbraut 103, Reykjavík, lést þriðjudaginn 2. september. Elfa Hrafnkelsdóttir, Ásgeir Hrafnkelsson. Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir og fyrrverandi eiginmaður, STEFÁN B. ASPAR, Snægili 11, Akureyri, lést mánudaginn 1. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 9. september kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd ástvina, Sóley Björk Stefánsdóttir, Fanney Ösp Stefánsdóttir, Aðalheiður Signý Óladóttir, Rósa Rósantsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTBJÖRG EINARSDÓTTIR, Kolbeinsgötu 5, Vopnafirði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð, Vopnafirði, aðfaranótt mánudagsins 1. sept- ember, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 6. september kl. 14.00. Jarðsett verður að Hofi. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR HERMANNSSON, Sóltúni 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. sept- ember. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Sigríður Jóhannesdóttir, Sigrún Sverrisdóttir, Arnar Sigurbjörnsson, Margrét Sverrisdóttir, Viðar Guðmundsson, Hermann Sverrisson, Margrét Erlingsdóttir, Erna Sverrisdóttir, Viktor Jens Vigfússon, Gunnar Sverrisson, Halla Bára Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.