Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 39
kunnáttu sinni og lagni við mat- argerð, og að búa til lummur eða vöfflur var lítið mál ef á þurfti að halda. Eitt sá ég hann þó aldrei gera, það var að prjóna sokka, en vafalaust hefði hann getað það ef hann hefði þurft þess. Eitt af mörgu sem ég dáðist að í fari Theodórs var hve staðfastur hann var í skoðunum. Þegar hann var búinn að hugsa og mynda sér skoðun um menn eða málefni, stóð sú skoðun hans og henni varð ekki haggað. Hann var ófeiminn við að segja meiningu sína, hvort sem honum líkaði eða mislíkaði eitthvað. Oft kom það fyrir fyrstu árin mín í Túnsbergi að við vorum ekki sam- mála um hlutina, var þá setið og rökrætt fram og aftur. Fannst hon- um þá stundum að afstaða mín í málinu væri ekki nógu skýr. Sagði hann eitt sinn eftir slíkar rökræður: „Það versta við þig er að það þarf að gera þig fjúkandi reiða til að fá þig til að segja meiningu þína“. Ég gat ekkert sagt því þar fór hann með rétt mál. Seinna lærðist mér að segja meiningu mína umbúða- laust og líkaði honum það vel. Theodór var laghentur smiður, og eftir að hann flutti til Akureyrar kom hann oft í heimsókn og hafði þá verkfærakistuna með í bílnum. Verkefni virtust alltaf vera næg og var hann fljótur að sjá ef að eitt- hvað var að byrja að gefa sig. Ferð- irnar í Melasíðuna voru orðnar margar, þó sérstaklega nú síðustu tvö árin er heilsa hans fór að versna. Oft sátum við og spjöll- uðum um ættfræði, eða liðna tíma. Gaman var að hlusta á frásagnir hans af löngu liðnum atburðum og eftirminnilegum persónum. Því þó heilsan væri ekki alltaf góð var minnið í góðu lagi og áhugi hans fyrir fréttum og málefnum líðandi stundar hélst allt til síðasta dags. Það er erfitt að kveðja og minn- ingarnar eru óþrjótandi. En nú er komið að kveðjustund og ég kveð þig með sömu orðum og þú kvaddir nafna þinn með síðastliðið vor: „Við sjáumst síðar“. Hjartans þökk fyrir samfylgdina. Þín tengdadóttir, Guðrún Fjóla. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 39  Fleiri minningargreinar um Theodór Laxdal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. FRÉTTIR VERÐLAUN voru nýlega veitt til þeirra fyrirtækja og stofnana er stóðu sig best í heilsueflingarverk- efninu „Hjólað í vinnuna“, sem fram fór vikuna 18. til 22. ágúst sl. Alls tóku 45 fyrirtæki og stofnanir þátt með 71 lið innan sinna raða. Hjólreiðakapparnir voru samtals 533 og hjóluðu þeir nærri 22 þús- und kílómetra, sem gera meira en 16 hringi umhverfis Ísland. Aðalstyrktaraðili verkefnisins var Alþjóða ólympíunefndin en aðr- ir samstarfsaðilar voru Bylgjan, Landssamtök hjólreiðamanna, Hjólreiðafélag Reykjavíkur, Ís- lenski fjallahjólaklúbburinn og Hjólreiðanefnd ÍSÍ. Þau fyrirtæki sem urðu hlutskörpust, og áttu bæði flesta hjólaða daga og hjólaða kílómetra miðað við starfs- mannafjölda, voru Kaffistofan Hafnarborg, Medcare Flaga, Heil- brigðiseftirlit Kjósarsvæðis og Lækjarás. Aðrir verðlaunahafar voru Kjaranefnd, Lögregluskóli ríkisins, Útflutningsráð, Íþrótta- miðstöðin í Laugardal, Hugvit, VST, Markið, Grunnur ehf. og Fjár- sýsla ríkisins. Á myndinni eru fulltrúar verð- launahafa ásamt Ellerti Schram, forseta ÍSÍ. Morgunblaðið/Kristinn Þau hjóluðu oftast í vinnuna ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Framtíðarstarf Okkur vantar nú þegar góðan starfsmann til afgreiðslustarfa. Vinnutími frá kl. 13.00—19.00 alla virka daga, auk helgarvinnu. Upplýsingar gefa Kristjana og Margrét á milli kl. 9 og 17 í síma 561 1433. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR FUNDARBOÐ Vélstjórafélag Íslands boðar til félagsfundar laugardaginn 6. september 2003 Dagskrá: Uppstilling til stjórnarkjörs samkvæmt 18. gr. laga félagsins Fundarstaður: Borgartúni 18, Reykjavík, 3. hæð Fundurinn hefst kl. 14:00 Stjórnin NAUÐUNGARSALA Nauðungarsala Framhald uppboðs á eftirtalinni fasteign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Suðurgata 18, Sauðárkróki, þingl. eign Regínu Bjarnveigar Agnars- dóttur, fimmtudaginn 11. september kl. 13.30. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 4. september 2003. Ríkarður Másson. Nauðungarsala Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 11. september 2003, kl. 14.00, á neðangreindum eignum: Aðalgata 15, Sauðárkróki, þingl. eign Ólafs Jónssonar. Gerðarbeið- endur eru Sauðárkróksbakarí og Lífeyrissjóður Norðurlands. Bifreiðaverkstæði Áka við Sæmundargötu, Sauðárkróki, þingl. eign Jóhanns Ingólfssonar og Fjólu Þorleifsdóttur. Gerðarbeiðandi er Byggðastofnun. Breiðstaðir, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Björgvins Bene- diktssonar. Gerðarbeiðandi er Lánasjóður landbúnaðarins. Helluland 6/12 hl., Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Ólafs Jóns- sonar. Gerðarbeiðandi er Kaldbakur fjárfestingafélag hf. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 4. september 2003. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins á Borgarbraut 2, Stykkishólmi, sem hér segir: Austurborg SH-56, sknr. 1075, þingl. eig. Vör ehf., gerðarbeiðandi Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, þriðjudaginn 9. september 2003 kl. 10:30. Stormur SH-333, sknr. 0586, þingl. eig. Hólmsteinn Helgason ehf. og Blíða ehf., gerðarbeiðendur Hafnarsjóður Snæfellsbæjar og Kári Þór Rafnsson, þriðjudaginn 9. september 2003 kl. 11:30. Vera Rut SH-193, sknr. 5467, þingl. eig. Heiðrún Hulda Jónasdóttir, gerðarbeiðendur Hafnarsjóður Snæfellsbæjar, Landsbanki Íslands hf. höfuðst. og Þróunarsjóður sjávarútvegsins, þriðjudaginn 9. sept- ember 2003 kl. 11:00. Sýslumaður Snæfellinga, 4. september 2003. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Skarðsá I, landnr. 137838 (fastnr. 211-8054 og 211-8056), þingl. eig. Unnsteinn Eggertsson, gerðarbeiðandi Formaco ehf., fimmtudaginn 11. september 2003 kl. 14.00. Skarðsá II, landnr. 176807 (fastnr. 211-8057 og 211-8061), þingl. eig. Unnsteinn Eggertsson, gerðarbeiðandi Formaco ehf., fimmtu- daginn 11. september 2003 kl. 14.15. Sýslumaðurinn í Búðardal, 4. september 2003. Anna Birna Þráinsdóttir. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, þriðjudaginn 9. september kl. 14.00 á eftirfarandi eignum: Bárugata 4, Flateyri, þingl. eig. Ágústa Guðmundsdóttir, gerðarbeið- andi Fróði hf. Bibbi Jóns ÍS-65 (sknr. 2199), þingl. eig. Páll Björnsson, gerðarbeið- andi Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Fjarðargata 40, 2. h. t.v., Þingeyri, þingl. eig. Aðalsteinn Einarsson, gerðarbeiðendur Innheimtustofnun sveitarfélaga og Íbúðalánasjóður. Fjarðarstræti 32, austurendi, Ísafirði, þingl. eig. Rafn Sverrisson, gerðarbeiðendur Ísafjarðarbær og Tryggingamiðstöðin hf. Mjallargata 1, 0304, Ísafirði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Ísafjarðarbæj- ar, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Sjávargata 6, Þingeyri, þingl. eig. Unnur ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Ísafjarðarbær. Stekkjargata 33, 0101, ásamt rekstrartækjum, Ísafirði, þingl. eig. Stekkir ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 4. september 2003. Ólafur Hallgrímsson fulltrúi. TILKYNNINGAR Auglýsing um úreldingu sauðfjársláturhúsa á árunum 2003 og 2004 Framkvæmdanefnd búvörusamninga auglýsir eftir umsóknum um úreldingu sauðfjárslátur- húsa á árunum 2003 og 2004 þar sem greiddar verða bætur í samræmi við reglur nr. 651/2003 um úreldingu sauðfjársláturhúsa á árunum 2003 og 2004 en reglurnar eru birtar á heima- síðu landbúnaðarráðuneytisins, veffang: www.landbunadarraduneyti.is. Bætur fyrir úreldingu er heimilt að greiða eig- endum sauðfjársláturhúsa sem hlotið hafa lög- gildingu landbúnaðarráðherra og hafa verið nýtt til sauðfjárslátrunar árin 2000-2002. Í framangreindum reglum kemur fram hvaða upplýsingar skuli koma fram í umsóknum og hvaða gögn skulu fylgja. Umsóknir skulu sendar framkvæmdanefnd búvörusamninga, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykja- vík. Umsóknarfrestur er til 25. september 2003 ef úrelding tekur gildi 1. september 2003 en til 31. desember 2003 ef úrelding tekur gildi 1. janúar 2004 eða 1. desember 2004. Framkvæmdanefnd búvörusamninga, 3. september 2003. ÝMISLEGT Söngmenn Karlakór Reykjavíkur óskar eftir söngmönnum í allar raddir. Raddprófanir fara fram fimmtu- daginn 11. september kl. 19 í Tónlistarhúsinu Ými, Skógarhlíð 20. Uppl. veita Friðrik Kristins- son söngstjóri í síma 896 4914 og Jón Hallsson formaður í síma 893 0810. Karlakór Reykjavíkur. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.