Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 43 DAGBÓK Afmælisþakkir Fjúka lauf með feikna hvini fjarri sumarnóttin bjarta yndælt þá að eiga vini sem ylja og gleðja gamalt hjarta. Alla sem mig glöddu og gáfu gjafir blóm og heim mig sóttu þeim fjær og nær ég færi þakkir og þúsundfalda drottins blessun. Kær kveðja, Sigríður Sveinsdóttir, Mýrarvegi 111, Akureyri. STJÖRNUSPÁ Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert glaðlynd/ur og draumlynd/ur og hefur auð- ugt ímyndunarafl. Þú átt spennandi ár framundan sem mun einkennast af nýju upphafi, spennandi ævintýr- um og framandi slóðum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu þolinmæði í vinnunni í dag. Þú hefur mjög sterkar til- finningar til einhvers en verður að gæta þess að missa ekki fót- anna. Naut (20. apríl - 20. maí)  Sterkar ástríður setja svip sinn á tilveru þína. Þetta kemur ekki á óvart þar sem nautið er eitt ástríðufyllsta stjörnumerk- ið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú finnur til óöryggis og þér hættir því til að krefjast of mikils af öðrum. Þú ert í raun að reyna að ná stjórn á að- stæðum en verður að muna að til þess að sambönd haldi verða þau að fá svigrúm til að þróast. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur óvenjumikla þörf fyr- ir stöðugleika í samböndum og átt því á hættu að gera of mikl- ar kröfur til annarra. Það er hætt við að þetta ógni stöð- ugleikanum í stað þess að auka hann. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Farðu varlega í fjárútlátum í dag. Það er hætt við að þú kaupir einhverja vitleysu í fljótfærni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gerðu ekki of mikið úr því þótt þú viljir hafa hlutina eftir þínu eigin höfði í dag. Þetta er til- finning sem mun líða hjá á næsta sólarhring. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu ekki aðra stjórna þér með sektarkennd í dag. Ef þér finnst gengið á hlut þinn þá er það örugglega rétt hjá þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er ekki til neins að reyna að hafa betur í deilum við vin þinn í dag. Það er tilgangslaust að ræða málin við fólk sem neitar að hlusta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þig langar til að ganga í augum á einhverjum í dag og ert tilbú- in/n til að láta allt annað sitja á hakanum. Þú ættir að spyrja sjálfa/n þig að því hvort þessi tiltekni einstaklingur sé fyr- irhafnarinnar virði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er hætt við hörðum deilum um stjórnmál og trúmál í dag. Mundu að það er ekki hægt að nota skynsemisrök til að hrekja skoðanir sem ekki eru byggðar á skynsemi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú vilt halda utan um eignir þínar í dag og ganga úr skugga um að þú fáir það sem þér ber. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Forðastu að beita brögðum til að stjórna ástvinum þínum í dag. Það er hætt við að það skapi leiðindi í stað þeirrar hlýju og þess trausts sem þú sækist eftir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SIGLING Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við yztu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himininn. Örn Arnarson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 5. sept- ember, er sextugur Her- mann Bragason, Aðalgötu 12, Stykkishólmi. Eig- inkona hans er Júlíana Gestsdóttir. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 5. sept- ember, er fimmtugur Ólafur Búi Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Háskólans á Akureyri. Hann og eig- inkona hans, Agnes Jóns- dóttir, fagna tímamótunum, svo og því að þau áttu silfur- brúðkaupsafmæli 26. ágúst, erlendis. TVEIMUR leikjum er lokið í átta liða úrslitum Bikarkeppninnar. Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar og Mýrasýslu (Ólafur Jónsson) vann Suðurnesjasveitina (Kristján Örn Kristjánsson) með umtalsverðum yf- irburðum (192–65), og sveit Guðm. Sv. Hermannssonar lagði Subarusveitina (Jón Baldursson) í jöfnum leik (64–54). Lítum á spil frá síð- arnefndu viðureigininni: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 743 ♥ G1032 ♦ ÁK75 ♣K7 Vestur Austur ♠ Á ♠ G105 ♥ KD98 ♥ 654 ♦ D10843 ♦ 6 ♣G103 ♣986542 Suður ♠ KD9862 ♥ Á7 ♦ G92 ♣ÁD Liðsmenn Subaru, Sverr- ir Ármannsson og Að- alsteinn Jörgensen, voru í NS gegn Ásmundi Pálssyni og Guðm. P. Arnarsyni: Vestur Norður Austur Suður Guðm. Sverrir Ásmundur Aðalsteinn – 1 tígull Pass 1 spaði Dobl Redobl 2 lauf 4 spaðar Pass Pass Pass Redobl Sverris er svokall- að stuðnings-redobl og sýnir nákvæmlega þrílit í svarlit makkers. Laufgosinn kom út og Að- alsteinn sá fram á fjóra hugsanlega tapslagi: tvo á spaða, einn á hjarta og einn á tígul. En opnunardobl vesturs var hjálplegt og Að- alsteinn nýtti sér þær upp- lýsingar umsvifalaust til að koma vestri í klípu. Hann tók fyrsta slaginn á laufás, spilaði svo laufdrottningu á kónginn og spaða úr blind- um á kóng og blankan ás vesturs. Nú er samning- urinn öruggur, því vestur kemst ekki út úr spilinu án þess að gefa slag. Hann reyndi tíguldrottningu í þeirri von að suður ætti Áxx í hjarta og Gx í tígli. En svo var ekki. Aðalsteinn drap, gaf austri spaðaslaginn sinn og þvingaði vestur síðan í láglitunum upp á ellefta slaginn. Á hinu borðinu vann Helgi Jóhannsson einnig fjóra spaða með því að þvinga vestur í hjarta og tígli. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. O-O Bg4 6. h3 h5 7. d3 Df6 8. Rbd2 Re7 9. He1 Rg6 10. hxg4 hxg4 11. Rh2 Hxh2 12. Dxg4 Dh4 13. Dxh4 Hxh4 14. Rf3 Hh5 15. d4 exd4 16. Rxd4 O-O-O 17. Rf3 Bc5 18. g3 He8 19. Kg2 Re5 20. Rh2 Staðan kom upp í landsliðsflokki áS- kákþingi Íslands sem lauk fyrir skömmu í Hafn- arborg í Hafnarfirði. Róbert Harðarson (2285) hafði svart gegn Ingvari Ás- mundsyni (2321). 20... Bxf2 Mun ein- faldari vinningsleið var að vinna mann eftir 20...Hxh2! 21. Kxh2 Rf3+. 21. He2 Bc5 22. Bf4 Rd7 23. Kf3 f6 24. Kg4 Heh8 25. Rf3 g6 Eins og skák- dómari mótsins, Ríkharður Sveinsson, benti á þá gat svartur mátað í tveimur með 25...f5! exf5 Rf6# en eins og framhaldið ber með sér var hinsvegar eingöngu um gálgafrest að ræða fyrir hvítan. 26. Rd2 g5 27. Be3 Re5+ 28. Kf5 g4+ 29. Ke6 He8+ 30. Kxf6 Hf8+ 31. Ke6 Rd7 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. 70 ÁRA afmæli. 10.september nk. verð- ur sjötugur Stefán Runólfs- son. Í tilefni þess munu Stefán og eiginkona hans, Helga Víglundsdóttir, taka á móti gestum laugardaginn 6. september í íþróttahúsinu Smáranum Kópavogi, ann- arri hæð, milli kl. 20.00 og 23.30. Morgunblaðið/Ragnhildur Þessir duglegu drengir héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfn- uðu þeir 1.997 kr. Þeir eru Þorkell Nordal, Jón Nordal og Agnar Smári Jóns- son. HLUTAVELTA KIRKJUSTARF Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11:00. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20:00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Út- varpi Boðun FM 105,5. Allir alltaf vel- komnir. Fríkirkjan Kefas: Í kvöld er 13–16 ára starf. Samvera, fræðsla og fjör. Allir 13–16 ára eru hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Ræðumenn Robert Maasbach og Ashley Schmierer. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Tónleikar kl. 17. Kirkjukór Zions-kirkjunnar í Bethel í Þýskalandi syngur undir stjórn Rolands Muller. Með kórnum leikur blásarakvar- tett. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla/ Guðs- þjónusta kl. 10.15. Ræðumaður Amic- os og Sigríður Kristjánsdóttir. Safnaðarheimili Aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla/ Guðs- þjónusta kl. 10.30. Safnaðarstarf LAUGARDAGINN 6. september er hverfishátíð í vesturbænum og af því tilefni kynnir Neskirkja vetr- arstarf sitt kl. 11–12. Kynningin hefst með tónlist- arflutningi og stuttri helgistund í kirkjunni. Að svo búnu verður fólki boðið í kaffi og kleinur í safn- aðarheimilinu en þar verða uppi auglýsingaspjöld og kynningarefni um fjölbreytt starf kirkjunnar á komandi vetri svo sem helgihald, fræðslu og margs konar fé- lagsstarfsemi. Þá gefst fólki og tækifæri til að kynna sér teikn- ingar að nýja safnaðarheimilinu sem nú er í byggingu og að skoða myndaverkefni fermingarbarna sem þau unnu á nýafstöðnu sum- arnámskeiði. Barnakórar Fella- og Hólakirkju INNRITUN fer fram í safn- aðarheimili Fella- og Hólakirkju nk. sunnudag 7. september, kl. 12- 13. Æfingar kórskólans (7-9 ára) verða miðvikudaga kl. 16.30-17.30 og föstudaga kl. 17-18. Æfingar stúlknakórs (10 ára og eldri) verða mánudaga kl. 15-16 og miðviku- daga kl. 16-17.30. Kórastarfið hefst miðvikudaginn 10. september. Nánari upplýsingar veita Lenka Mátéová í síma 564 5027 og Þórdís Þórhallsdóttir, í síma 551 0226 og 869 4544. Morgunblaðið/Jim SmartNeskirkja Kynning á vetrarstarfi Neskirkju Þessar duglegu stúlkur, Edda Sigríður Sigfinnsdóttir og Rannveig Dóra Baldursdóttir, héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær 1.273 kr. Morgunblaðið/Ragnhildur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.