Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ  Í leik ÍBV og KR á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu í fyrrakvöld brá Birgir Stefánsson framkvæmda- stjóri ÍBV sér í nýtt hlutverk þegar hann tók að sér línuvörslu. Er þetta líklega einsdæmi að framkvæmda- stjóra annars liðsins sé treyst fyrir dómarastörfum í leik í efstu deild. Birgir sem er liðtækur dómari stóð vel fyrir sínu á línunni og lét tengsl sín við annað liðið ekki hafa áhrif á sig, eins og góðum dómara sæmir.  GERARD Houllier, knattspyrnu- stjóri Liverpool, er viss um að Mich- ael Owen skrifi undir nýjan samning við Liverpool en samningur hans rennur út innan tveggja ára. „Ég þekki mína leikmenn og ég er viss um að Owen muni ná samkomulagi við okkur og skrifi undir nýjan samning,“ sagði Houllier.  FORRÁÐAMENN Indiana Pacers hafa náð samkomulagi við Rick Car- lisle um að taka við þjálfun NBA- liðsins. Carlisle var þjálfari Detroit Pistons síðustu tvö ár og náði mjög góðum árangri með liðið en honum var óvænt sagt upp störfum í sumar. „Hann tekur vinnuna sína mjög al- varlega og ég held að hann muni gera góða hluti með liðið,“ sagði Larry Bird, forseti Indiana en Car- lisle var aðstoðarþjálfari hjá Bird þegar hann þjálfaði Indiana á árun- um 1997–2000.  GEREMI Njitap, leikmaður Chelsea, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins. Kamerúninn fékk að líta rauða spjaldið gegn Leicester í síðasta mánuði og þarf þess vegna að taka út refsingu. Geremi mun missa af leikj- um gegn Tottenham, Aston Villa og Wolverhampton Wanderers.  JÓHANNIS Joensen hefur dregið sig út úr færeyska landsliðshópnum í knattspyrnu fyrir EM-leikinn í Skot- landi á morgun, vegna meiðsla. Í hans stað var valinn félagi hans frá FS Vágum, Tór-Ingar Akselsen. Joensen kom inn á gegn Íslandi á dögunum og Akselsen var þá í hópn- um.  ALBERT Sævarsson hélt enn einu sinni hreinu í marki B68 í færeysku 1. deildinni um síðustu helgi. Lið hans vann þá FS Vágar, 2:0, á úti- velli og er í öðru sæti, tveimur stig- um á eftir HB, og Albert hefur að- eins fengið á sig 8 mörk í 14 leikjum í deildinni.  EL-HADJI Diouf, leikmaður Liv- erpool, hefur verið sektaður um 5.000 pund, jafnvirði 650.000 króna fyrir að hrækja á stuðningsmann Celtic í undanúrslitaleik liðanna í UEFA-keppninni í Glasgow í vor. Diouf hafði neitað ásökunum en sneri við blaðinu og viðurkenndi sök í málinu sem þar með er lokið. FÓLK Róður landsliðsmanna Íslandsverður erfiður þegar þeir mæta Þjóðverjum á Laugardalsvellinum í Evrópukeppni landsliða. Ástæðan er einföld – á sama tíma og leikmenn þýska landsliðsins hafa verið á fullri ferð með liðum sínum, hefur stór hóp- ur landsliðsmanna Íslands ekki leikið með liðum sínum, eða þá að þeir hafa þá ekki náð sér á strik í leikjum. Landsliðsmenn Íslands leggja örugglega ekki árar í bát, en róðurinn verður þungur í hinni þýðingarmiklu orrustu. Þýska liðið er skipað reynd- um leikmönnum, sem hafa oft glímt við erfið verkefni og fagnað mörgum sigrum. Gary Lineker, fyrrverandi lands- liðsfyrirliði Englands, var eitt sinn beðinn að útskýra hvað knattspyrna væri. Lineker var fljótur að svara: Tvö ellefu manna lið – einn bolti. Og Þjóðverjarnir vinna! Svo einfalt var svar Linekers, en Þjóðverjar höfðu ekki heppnina með sér í úrslitaleik í heimsmeistara- keppninni í Japan og Suður-Kóreu fyrir ári. Þá léku þeir geysilega vel skipulagða knattspyrnu – voru óheppnir og urðu að sætta sig við tap fyrir Brasilíumönnum. Sjö leikmenn Þjóðverja, sem léku úrslitaleikinn, mæta Íslendingum á Laugardalsvell- inum; Oliver Kahn, Michael Ballack, Jens Jeremies, allir leikmenn Bayern München, Miroslav Klose, Kaisers- lautern og þrír leikmenn frá Lever- kusen; Carsten Ramelow, Bernd Schneider og Oliver Neuville. Já, ég get ekki annað sagt en róður lands- liðsmanna Íslands verður erfiður. Ég er ekki sammála þeim sem segja að pressan sé á Þjóðverjum – hún er á Íslendingum, sem leika sinn síðasta heimaleik í EM. Þjóðverjar eiga tvo heimaleiki til góða, gegn Skotum og Íslendingum. Þjóðverjar, sem hafa þrisvar orðið Evrópumeistarar – 1972, 1980 og 1996 og þrisvar heimsmeistarar; 1954, 1974 og 1990, hafa ekki tapað á útivelli í undankeppni EM eða HM fimm ár, eða síðan í Tyrklandi 1998. Þá fyrir Tyrkjum í Bursa, 1:0 – með sjálfsmarki markvarðarins Oliver Kahn, í leik í undankeppni EM í Belg- íu og Hollandi 2000. Barátta hefur alltaf mikið að segja í öllum kappleikjum. Það er þó ekki hægt að loka augunum fyrir því að leikmenn sem eru ekki í leikæfingu, eiga mjög erfitt með að fást við leik- menn sem eru lykilmenn í sterkum félagsliðum – reyndari, fljótari og leiknari. Ég ætla þó ekki að fara að spá nán- ar í leikinn sem framundan er, heldur rifja upp tvær fyrri viðureignir a-landsliða Íslendinga og Þjóðverja, sem hafa farið fram á Laugardalsvell- inum. Ákváðu að senda sína bestu leikmenn til Reykjavíkur Það má með sanni segja að fyrsti landsleikur Íslendinga, gegn heims- frægu landsliði, hafi verið viðureign gegn Vestur-Þjóðverjum á Laugar- dalsvellinum 3. ágúst 1960. Knatt- spyrnusamband Íslands sendi boð til Þýskalands tveimur árum áður og óskaði eftir að Þjóðverjar, sem urðu heimsmeistarar í Sviss 1954 og kepptu um brons á HM í Svíþjóð 1958, kæmu hingað til lands með áhugamannalandslið sitt. Þjóðverjar þáðu boðið, en tilkynntu síðan mjög óvænt í ársbyrjun 1960 að þeir kæmu til Íslands með a-landslið sitt. Ástæðan fyrir því að Þjóðverjar hættu við að senda áhugamannalið sitt til Íslands – vildu heldur tefla fram sínum bestu leikmönnum, var glæsilegur árangur Íslands í undan- keppni Ólympíuleikanna í Róm 1960, þegar Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og náðu að hrella sterkt landslið Dan- merkur á Idrætsparken í Kaup- mannahöfn 1959, 1:1. Þjóðverjar töldu Íslendinga, þótt áhugamenn væru, verðuga andstæðinga. Ég var einn af 7.485 áhorfendum sem lögðu leið sína á Laugardalsvöll- inn 3. ágúst 1960, til að sjá landslið Ís- lands etja kappi við Þjóðverja. Liðið var þannig skipað, að Helgi Daníels- son, ÍA, stóð í markinu, aðrir leik- menn voru Kristinn Gunnlaugsson, ÍA, Rúnar Guðmannsson, Fram, Sveinn Teitsson, ÍA, Hörður Felix- son, KR, Guðjón Jónsson, Fram, Örn Steinsen, KR, Sveinn Jónsson, KR, Þórólfur Beck, KR – töframaður með knöttinn og markaskorari af guðs náð. Að mínu mati einn af fjórum bestu knattspyrnumönnum Íslands (aðrir Albert Guðmundsson, Rík- harður Jónsson og Ásgeir Sigurvins- son), Guðmundur Óskarsson, Fram og Steingrímur Björnsson, ÍBA. Guðjón, Guðmundur og Steingrím- ur léku sinn fyrsta landsleik. Ég hafði verið unnandi þýskrar knattspyrnu og fékk tækifæri til að sjá nokkra af bestu knattspyrnu- mönnum heims á Laugardalsvellin- um, eins og Hans Tilkowski, mark- vörð, Horst Szymanik, miðjumanninn sterka sem lék með Inter, Willi Schulz, Herbert Erhardt og Uwe Seeler, einn mesta markaskorara Þýskalands og heims. Þá tefldu Þjóð- verjar fram tveimur 21 árs gömlum leikmönnum, sem áttu eftir að vera í hópi bestu knattspyrnumanna heims – varnarmanninum sókndjarfa Karl- Heinz Schnellinger, sem gerði garð- inn frægan hjá AC Milan og fram- herjanum Helmut Haller, sem var galdramaður með knöttinn. Hann átti síðan eftir að gerast leikmaður hjá Juventus og er enn í dag talinn einn besti knattspyrnumaðurinn sem hef- ur leikið á Ítalíu̧og hafa þeir margir leikið þar. Tilkowski, Schulz, Schnellinger, Seeler og Haller léku allir hinn sögu- fræga úrslitaleik gegn Englandi á Wembley á HM í Englandi 1966, þar sem Englendingar unnu í framleng- ingu, 4:2. Það fór eins og flestir reiknuðu með – Þjóðverjar fögnuðu sigri á Laugardalsvellinum, 5:0. Uwe Seeler, leikmaðurinn snjalli frá Hamborg, sem var ekki hár í loftinu – en hafði yfir geysilegum stökkkrafti að ráða, lék Helga Daníelsson markvörð oft grátt. Þegar Helgi stökk upp til að Uwe Seeler lék Helga og Heimi grátt Íslenska landsliðið í knattspyrnu er í nokkuð ein- kennilegri stöðu. Leikmenn liðsins fá það hlutverk á Laugardalsvellinum að brjóta innrás Þjóðverja á bak aftur, þar sem Þjóðverjar vilja fella Íslendinga af efsta stalli – og ná forustuhlutverki í baráttunni um að komast á EM í Portúgal næsta sumar. Þjóð- verjar hafa áður leikið á Laugardalsvellinum – vin- áttuleiki. Sigmundur Ó. Steinarsson rifjar upp fyrri leiki, þar sem margir af snjöllustu knatt- spyrnumönnum heims komu við sögu eins og Hermut Haller, Karl-Heinz Schnellinger, Sepp Maier, Bernd Schuster og Uwe Seeler, sem gerði íslenskum markvörðum lífið leitt fyrir 43 árum. Margir heimsfrægir knattspyrnukappar hafa leikið með Þjóðverjum gegn Íslendingum HOLLENSKA knattspyrnufélagið Heerenveen, sem hafnaði í sjö- unda sæti úrvalsdeildarinnar síð- asta vetur, hefur boðið þremur ungum Íslendingum til sín til reynslu. Þeir fara þangað næsta þriðjudag og dvelja við æfingar hjá félaginu til sunnudags. Þremenningarnir eru Rúrik Gíslason, 15 ára drengjalandsliðs- maður úr HK, Arnór Smárason, 15 ára Skagamaður, og Sigurður Donys Sigurðsson, 17 ára leik- maður með meistaraflokki Ein- herja á Vopnafirði. Rúrik lék alla leiki drengjalandsliðsins á Norð- urlandamótinu í sumar og skor- aði eitt mark, enda þótt hann sé á yngra ári í liðinu, en hann og Arnór eru báðir í úrtakshópi fyr- ir drengjalandsliðið 2004. Sig- urður skoraði 10 mörk fyrir Ein- herja í 3. deildinni í sumar þrátt fyrir ungan aldur og varð þriðji markahæsti leikmaðurinn í Aust- urlandsriðli deildarinnar. Einn Íslendingur er fyrir hjá Heerenveen, Ari Freyr Skúlason, 16 ára drengjalandsliðsmaður sem áður lék með Val, en hann samdi við félagið snemma á þessu ári. Rúrik, Arnór og Sigurður til Heerenveen ÞEGAR Rudi Völler sá á bakPaul Freier, leikmanni Bochum, fótbrotnum út úr þýska landsliðs- hópnum í knattspyrnu fyrr í vik- unni fækkaði enn þeim kostum sem landsliðsþjálfarinn hefur í stöðu vinstri miðjumanns í leikn- um gegn Íslandi á morgun. Freier er fjórði leikmaðurinn í þessari stöðu sem forfallast fyrir leikinn. Christian Ziege og Jörg Böhme hafa báðir verið frá keppni um skeið vegna meiðsla og Tobias Rau tekur út leikbann á morgun. Þegar Freier er horfinn á braut eru aðeins tveir vinstrifótar leik- menn eftir í þýska hópnum, Christian Rahn og Michael Hart- mann, og annar þeirra gæti tekið stöðu Freiers á vinstri vængnum. Þó er talið líklegast að hinn snjalli Sebastian Deisler frá Bayern München verði settur í þessa stöðu en hann hefur ekki spilað með landsliðinu í 18 mán- uði vegna meiðsla. „Það er ekki alltaf nauðsynlegt að vera með vinstrifótar leikmann á vinstri kantinum,“ sagði Völler, sem að öðru leyti vildi ekki gefa meira út á liðsval sitt áður en hann hélt til Íslands með lið sitt í gærmorgun. Þrír þýsku leikmannanna gátu ekki tekið þátt í æfingu liðsins á miðvikudagsmorgun vegna meiðsla, þeir Fredi Bobic, Kevin Kuranyi og Bernd Schneider. Vinstri vandræði Rudis Völlers Reuters Rudi Völler, landsliðsþjálfari Þjóðverja, á við margvísleg- an vanda að etja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.