Morgunblaðið - 05.09.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.09.2003, Qupperneq 1
S Ú var tíðin að engin kona sem taldist alvörudama lét sjá sig hanskalausa á götum úti, jafnt í sívaxandi þéttbýli Reykjavíkur sem og stórborgum er- lendis. Í Bandaríkjunum var þetta viðhorf við lýði allt fram á sjöunda áratuginn og þar tók heldri kona ævinlega með sér hanska er hún yfirgaf heimilið, ef svo kynni að fara að hún þyrfti að hafa samskipti við ókunnugt fólk. Hanskinn gegndi í raun svipuðu hlutverki og blæjan gerir í mörgum menningarheimum músl- íma. Hann veitti henni vernd gegn óvelkominni snertingu og hinu óþekkta. Hanskinn veitti þó ekki eingöngu vernd heldur gat hann einnig ver- ið hin fullkomna táknmynd tælingar; í réttum fé- lagsskap, með ískaldan martíni við hönd, var hanskinn dreginn af ofurhægt og tælandi, fingur fyrir fingur. Með hippatímanum, frjálsum ástum og hisp- urslausari samskiptum manna á meðal tapaði hanskinn hins vegar hlutverki sínu og hvarf ofan í skúffu. Svo virðist þó sem að hanskinn hafi loks fengið uppreisn æru á ný og eru tískutímarit austan hafs sem vestan sammála um að hanskar séu einn aðalfylgihlutur vetrar- tískunnar. Hanskana mátti enda sjá á sýningarpöllum tískuhúsa á borð við Miu Miu, Prada, Louis Vuitton og Gucci svo nokkur dæmi séu tekin. Fjölbreytnin í hanskaúrvali verður líka mikil þetta árið og má jafnt finna háa hanska sem lága, leður- hanska sem hanska úr ull- ar- og satínefnum, einlita sem munstraða, skærlita sem hefðbundna svarta, og sparihanska sem hversdags- lega. Það er því nokkuð víst að sama hvort íslenskar tískudrósir Dama upp á Glansandi svartir samkvæmishanskar frá Debenhams fyrir árshátíðina. Kjóllinn er frá GK. Blómlegir hanskar frá Benetton, háir prjónahanskar frá GK og litríkir leður- hanskar f́ra Centr- um. Morgunblaðið/Ásdís eiga eftir að elta anda sjöunda áratug- arins eða þess níunda, ensku sveitatísk- una eða drauminn um hið ofurkvenlega, að þá eiga þær nokkuð örugglega að geta fundið hanska í stíl. En hvort sem fyrirmyndin er tekin úr gömlum Madonnu-myndböndum eða frá leikkonunni klassísku Katharine Hep- burn, gefa hanskar konu alltaf fágaðra yfirbragð. Og í vetur er því tilvalið að setja sig í dömulegar stellingar, horfa til fortíðar og draga hanskana ofurhægt á fingur sér. Haust- og vetrartískan 2003/2004 4 tíu fingur F Ö S T U D A G U R 5 . S E P T E M B E R 2 0 0 3 B L A Ð B  EINELTI Á VINNUSTÖÐUM – TILRÆÐI VIÐ SJÁLFSTRAUSTIÐ/2  PLÁSTUR Á BÁGTIÐ/3  FÓLK ER TRÉ OG FÁIR SKILJA EIST- LENDINGA/6  BLAUTGEÐJA LUND/7  AUÐLESIÐ EFNI/8 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.