Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖLL dýrin í skóginum verðaaldrei vinir og mennirnir trú-lega ekki heldur, en af allt öðrum og miklu flóknari hvötum og ástæðum. Einelti er eitt afbrigði mannlegrar hegðunar, sem ekki er til fyrirmyndar og hefur verið tölu- vert í umræðunni undanfarin ár. Frá því seint á áttunda áratug liðinnar aldar hefur hún mest snúist um áhrif þess á börn og unglinga, bæði sem þolendur og gerendur, orsakir, af- leiðingar og fyrirbyggjandi aðgerðir. Stjórnendur og starfsmenn margra leik- og grunnskóla hafa gert sér far um að sporna við einelti og taka á slíkum málum af einurð og festu. Þá hefur fólk, sem lagt var í einelti sem börn, stofnað samtök til að vekja at- hygli á vandanum og hjálpa þeim sem nú standa í sömu sporum og það forðum daga. Doktorsritgerð í smíðum Sem barn var Brynja Bragadóttir aldrei lögð í einelti og sjálf kveðst hún ekki hafa lagt neinn í einelti. Samt hefur hún sökkt sér niður í allt sem hönd á festir um einelti; jafnt fræðigreinar og kenningar sem og niðurstöður rannsókna frá mörgum löndum. Þótt einelti sé fráleitt ein- falt, er ástæðan einföld: Hún er að skrifa doktorsritgerð um einelti og beinir sjónum sínum að einelti meðal fólks á vinnustöðum, tíðni þess og áhrif á andlegt og líkamlegt heilsu- far. Í tengslum við ritgerðina sendi hún spurningalista til handahófs- kennds úrtaks starfsfólks á tveimur sjúkrahúsum, annars vegar á Lands- spítalanum – háskólasjúkrahúsi og hins vegar á sjúkrahúsi í Skotlandi. Hún er búin að vinna úr svörunum, túlka helstu niðurstöður og er nú að fínpússa ritgerðina; Workplace Bullying in Hospital Settings. Á haustdögum leggur hún afrakst- urinn fyrir prófdómara við Kent-há- skólann í Canterbury á Englandi, þar sem hún hóf nám árið 1998 og gegndi rannsóknarstöðu um eins árs skeið. „Ég útskrifaðist með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands vorið 1997 og fór ári síðar í meist- aranám í heilsusálfræði við Kent-há- skóla. Eftir MSc prófið bauðst mér rannsóknarstaða á sálfræðideildinni og ákvað að slá til. Starfið varð til þess að ég fékk áhuga á doktorsnámi í heilsusálfræði. Leiðbeinandi minn vakti svo áhuga minn á viðfangsefn- inu, en hann hafði gert eina af fyrstu rannsóknum, sem gerðar hafa verið í Englandi, á einelti á vinnustöðum. Við ákváðum í sameiningu að láta ekki staðar numið heldur skoða at- ferlið í víðara samhengi og í löndum þar sem slíkt hefur lítt verið kannað, eins og á Íslandi og í Skotlandi,“ seg- ir Brynja og lýsir í stuttu máli hve- nær skilgreiningin einelti á vinnu- stað á við rök að styðjast. Margar birtingarmyndir „Endurteknar og varanlegar nei- kvæðar athafnir af hálfu eins eða fleiri gerenda, sem beinast að einum starfsmanni eða hópi starfsmanna, þolendum. Einelti hjá börnum birtist frekar í líkamlegum meiðingum og sýnilegum hrekkjabrögðum, öfugt við hjá fullorðnu fólki, sem er miklu klókara og kann að fara dult með at- hæfið. Markmið gerandans er að grafa undan sjálfstrausti þolandans, en þó eru dæmi um að gerendur séu sér ekki meðvitandi um áhrif hegð- unar sinnar og hafi ekki haft ásetn- ing í huga. Einelti snýst ekki um ein- stakan atburð heldur röð neikvæðra atburða, sem skapa viðvarandi ástand. Oftast standa þolendur höll- um fæti gagnvart gerendum, til dæmis ef gerandi er yfirmaður þeirra, og eiga erfitt með að verja sig. Þeir upplifa neikvæðar tilfinn- ingar á borð við reiði, ótta og van- máttarkennd auk líkamlegrar van- líðunar,“ útskýrir Brynja og nefnir helstu birtingarmyndir eineltis á vinnustöðum: Starfstengt einelti, persónulegar árásir, félagsleg einangrun, hótanir og andlegt ofbeldi, stríðni og róg- burður og loks líkamlegt ofbeldi. Það síðastnefnda segir hún afar fátítt á vinnustöðum, því í heimi fullorðinna sé eineltið af sálrænum toga eins og til dæmis starfstengt einelti. „Mikilvægum upplýsingum er haldið leyndum fyrir starfsmanni, starfsreglum og/eða -markmiðum og ábyrgðarhlutverki hans er breytt án samráðs við hann og gerðar óraun- hæfar kröfur um vinnuafköst. Allt miðar að því að gera þolanda óhægt um vik að sinna starfi sínu, þótt látið sé í veðri vaka að viðmótið og stjórn- unarstíllinn í fyrirtækinu sé í þágu hagsmuna þess,“ segir Brynja og skírskotar til könnunar sinnar meðal starfsfólks LSH og sjúkrahússins í Skotlandi þar sem starfstengt einelti var algengasta birtingarmynd ein- eltis. Tíðni og sálræn áhrif Samkvæmt erlendum rannsókn- um er einelti algengara á stórum vinnustöðum en smáum, svo sem á sjúkrahúsum, í opin- berri stjórnsýslu, skólum og fé- lagsþjónustu. „Yfir- leitt þar sem vinnu- streita og álag er mikið og viðvar- andi,“ segir Brynja. „Markmið mitt var að meta tíðni og sálræn áhrif eineltis meðal starfs- fólks beggja sjúkrahúsanna.“ Að hætti fræðimannsins lýsir Brynja af mikilli nákvæmni mismun- andi aðferðafræði og kvörðum, sem hún og leiðbeinandi hennar þróuðu og notuðu. Með tilskilin leyfi upp á vasann sendi hún 2.300 manna úrtaki úr öllum starfsstéttum á LSH og 3.000 manna úrtaki á sjúkrahúsinu í Skotlandi lista með tuttugu og einni spurningu, sem allar snerust um að fá fram hvort og hvernig starfsmenn upplifðu einelti sem og hvers eðlis það væri, þ.e. persónulegar árásir, félagsleg einangrun, starfstengdar aðgerðir o.s.frv. Auk þessara spurn- inga voru nokkrar aðrar, ætlaðar til að meta sálræn áhrif, þ.e. kvíða og þunglyndi, af völdum eineltis. „Vinnustaðirnir eru ekki alveg sambærilegir því sjúkrahúsið í Skot- landi er mun stærra og með fleira starfsfólk en LSH. Hlutfall kynjanna á báðum er þó svipað, eða 85% konur og 15% karlar, og greindu kynin í svip- uðum mæli frá upp- lifun sinni af einelti. Svarhlutfall í Skot- landi var 69%, sem er óvenjulega gott miðað við í rannsókn af þessu tagi, en 713 manns, eða 30%, á LSH. Ég gerði mér vonir um betri svörun hér heima, þótt rannsóknir á Norður- löndum, sem lúta að persónulegri reynslu fólks, séu allajafna byggðar á lægra eða álíka svarhlutfalli og nið- urstöður þeirra birtar í viðurkennd- um tímaritum og fræðiritum.“ Brynja leggur áherslu á að ekki hafi verið spurt um einstakt tilvik, heldur endurteknar athafnir eða gerðir síðastliðna tólf mánuði. Spurningarnar voru á þessa leið: Persónulegar árásir/ félagsleg einangrun 1. Óréttlætanleg gagnrýni og eftirlit með frammistöðu þinni. 2. Tilraunir til að gera lítið úr frammistöðu þinni. 3. Tilraunir til að gera lítið úr þér. 4. Tilraunir til að niðurlægja þig í viðurvist vinnufélaga. 5. Niðurrífandi aðdrótttanir og kald- hæðni. 6. Grafið undan áreiðanleika þínum og hreinskilni. 7. Viðleitni þín vanmetin. 8. Þú „sett(ur) út í kuldann“/ hundsaður (hundsuð)/útilokaður/ útilokuð. 9. Þér sýndur fjandskapur. Starfstengdar aðgerðir 10. Þér gefin óraunhæf tímamörk til verkefnaskila. 11. Starfsreglum/markmiðum breytt án samráðs við þig. 12. Ábyrgðarhlutverki þínu breytt án samráðs við þig. 13. Óraunhæfar kröfur gerðar til þín um vinnuafköst. 14. Mikilvægum upplýsingum haldið leyndum fyrir þér. Hótanir og andlegt ofbeldi 15. Beinar og óbeinar hótanir. 16. Starfsöryggi þínu ógnað að ástæðulausu. 17. Svívirðingum og blótsyrðum beitt. Stríðni 18. Óviðeigandi brandarar sagðir um þig. 19. Stöðug stríðni. Líkamlegt/efnislegt ofbeldi 20. Líkamleg misbeiting. 21. Eigur þínar skemmdar. Margt skrýtið Útkoman varð sú að 28% starfs- fólks LSH svöruðu einu eða fleiri þessara atriða játandi, en 48% koll- ega þeirra í Skotlandi. Sjálf telur Brynja niðurstöður sínar einungis vera vísbendingu um tíðnina og fer varlega í að túlka og yfirfæra þær á aðra vinnustaði, öðruvísi kynjahlut- fall og fleiri þætti segir hún geta sýnt aðrar niðurstöður. „Ómögulegt er að meta hvort svarendur hafi frekar lent í einelti en þeir sem ekki svöruðu og því verið fúsari að svara spurningum sem þessum. Einelti er viðkæmt mál og efalítið hafa sumir ekki svarað af hræðslu um að hægt yrði að rekja svörin og stefna stöðu þeirra í hættu. Því er hugsanlegt að tíðnin sé ann- aðhvort ofmetin eða vanmetin,“ seg- ir Brynja og heldur áfram: „Þegar fólk var síðan spurt hvort það hefði sjálft lent í einelti svöruðu aðeins 13% á LHS játandi og 27% í Skot- landi. Mér finnst þessi niðurstaða skjóta svolítið skökku við í ljósi þess að mun fleiri höfðu sagt já við einni eða fleiri spurningum á listanum. Ennþá skrýtnara var að 34% á LHS og 46% í Skotlandi svöruðu játandi aðspurð hvort þau hefðu orðið vitni að einelti á vinnustað sínum.“ „Bara mórallinn í vinnunni“ Þessar misvísandi niðurstöður túlkar Brynja á þann veg að viðmiðin séu á reiki í huga fólks og því skil- greini það ekki viðvarandi ágreining og erfið samskipti sem einelti „Margir sætta sig við að „svona“ sé eðlilegt og bara „mórallinn“ á vinnu- staðnum, enda eiga þeir erfitt með að horfast í augu við að neikvætt við- mót eða atferli beinist að þeim sjálf- um persónulega – að þeir séu þol- endur en ekki einhverjir aðrir. Sumir viðurkenna hvorki fyrir sjálf- um sér né öðrum að þeir séu þol- endur eineltis af því þeim finnst sú staða bæði niðurlægjandi og merki um að þeir séu ekki nógu harðir af sér.“ Harðari stjórnunarstíll Af svörunum frá löndunum tveim- ur mætti ætla að Skotunum léti nán- ast helmingi verr en Íslendingum að lynda hver við annan. Brynju finnst sú ályktun of mikil einföldun og telur skýringuna á hærri tíðnitölum hjá Skotum fremur helgast af rótgróinni stéttaskiptingu og ólíkri vinnustaða- menningu landanna. Á Bretlandi og víða á meginlandi Evrópu segir hún að meiri harka tíðkist í stjórnun fyr- irtækja heldur en til dæmis á Norð- urlöndunum, þar sem meira jafn- ræðis gæti með yfirmönnum og undirmönnum. „Milli geranda og þolenda er oftast valdamisræmi,“ út- skýrir hún. „Svokallaður harður stjórnunar- stíll hefur þó rutt sér töluvert til rúms undanfarið samfara aukinni samkeppni, auknum hraða í þjóð- félaginu, samruna fyrirtækja og að- gerðum í nafni hagræðingar. Oft virðist slíkur stjórnunarstíll vera á kostnað líðanar starfsmanna, sem standa ekki undir á stundum óraun- hæfum kröfum um afköst. Sam- Einelti Á VINNUSTÖÐUMTilræði við sjálfstraustið Hún gerir sér engar tálvonir um að allir menn verði alltaf góðir hverjir við aðra, en vonast þó til að geta lagt sitt af mörkum til að uppræta einelti á vinnustöðum. Valgerður Þ. Jónsdóttir spurði Brynju Braga- dóttur út í doktorsritgerð hennar um atferlið og rannsóknir í tengslum við hana. Morgunblaðið/Þorkell Einelti snýst ekki um einstakan atburð heldur röð neikvæðra atburða, sem skapa viðvarandi ástand.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.