Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 3
keppni milli þeirra eykst innbyrðis og þeir verða óöryggir með sjálfa sig og stöðu sína. Mikið álag og vinnu- streita skapar afar hagstæð skilyrði fyrir einelti að skjóta rótum og grasséra eins og faraldur á vinnu- stöðum,“ segir Brynja og nefnir tíu einkenni vaxtarsprota af því taginu:  Stjórnun er ómarkviss eða í formi valdbeitingar.  Samkeppni ríkir meðal starfs- félaga og/eða stöðuveitingar eru á kostnað annarra.  Öfund ríkir meðal starfsmanna.  Ótti ríkir um breytingar og upp- sagnir á vinnustaðnum.  Starfsmönnum er sýnd vanvirð- ing og/eða þeim er sjaldan veitt tækifæri til að tjá skoðanir sínar.  Vinnuálag er mikið.  Starfsmenn hafa takmarkaðan möguleika á að stjórna vinnutíma sínum.  Upplýsingaflæði er lélegt.  Starfsmenn eru óvissir um starfs- skyldur sínar og hlutverk á vinnustaðnum.  Starfsmenn þurfa að gegna mörgum, ólíkum hlutverkum á vinnustaðnum. Andleg og líkamleg líðan Í rannsóknum á einelti er það oft- ast aðskilið frá samskiptum, sem fela í sér kynferðislega áreitni og kyn- þáttafordóma. Ferlið getur, að sögn Brynju, engu að síður verið svipað og afleiðingarnar sömuleiðis. Eins og fram kom í þeim hluta könnunar hennar, sem snerist um áhrif eineltis á líðan þolenda á báðum sjúkrahús- unum reyndust þeir kvíðnari og þunglyndari en aðrir starfsmenn. „Eftir því sem ég sökkti mér meira niður í rannsóknina jókst áhugi minn á viðfangsefninu. Ég ákvað að bæta aðferðafræðina; nota langtímasnið í rannsókninni á LHS og fara þannig betur ofan í orsaka- samhengið, eins og það er kallað. Fjórum mánuðum eftir að ég sendi út spurningalistana, sendi ég aðeins þeim starfsmönnum LHS, sem áður höfðu svarað, nýjan lista, áþekkan þeim fyrri en ítarlegri um heilsufar. Markmiðið var að kanna hvort þol- endur eineltis, sem samkvæmt fyrri spurningalistanum voru 194 (28% úrtaksins), hefðu verið líklegri en aðrir starfsmenn til að þjást af sál- rænum og líkamlegum kvillum á þeim tíma sem liðinn var frá því þeir svöruðu fyrri spurningalistanum. Að þessu sinni svöruðu 506 starfsmenn, og gáfu svörin vísbendingar um að auk kvíða og þunglyndis ættu þol- endur eineltis frekar við líkamlega streitu að stríða en aðrir,“ segir Brynja og útlistar helstu einkennin: Tíðir höfuð- og magaverkir, orku- og lystarleysi, stöðug þreyta, hand- skjálfti, vöðvaspenna, meltingar- truflanir og svefnörðugleikar. Áhrif eineltis á fyrirtæki „Af þessu leiðir,“ heldur hún áfram „að veikindafjarvistir verða tíðari og starfsánægja fer oft þverr- andi. Bein og neikvæð áhrif eineltis á vinnustað geta endurspeglast í minni afköstum og bágbornari fjárhagsaf- komu fyrirtækjanna, svo dæmi séu tekin.“ Þegar hér er komið sögu, tekur Brynja skýrt fram að framangreind lýsing eigi ekki sérstaklega við LSH, enda hafi rannsókn hennar, í sam- anburði við erlendar rannsóknir, ekki sýnt að einelti tíðkaðist þar í ríkari mæli heldur en á sambæri- legum vinnustöðum. „Aftur á móti þyrftu stjórnendur þar og víðar að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða, svo sem fræðslu- og þjálfunarnám- skeiða, óformlegra stuðningskerfa og fleira. Æskilegast væri að fyrir- tæki mótuðu sér stefnu gegn einelti þar sem fjallað væri um æskilega og óæskilega hegðun á vinnustað. Að- gengilegar leiðbeiningar um mögu- leg úrræði ef starfsmenn vanvirða slíkar reglur kæmu starfsmönnum og vinnustaðnum til góða og allir stæðu betur að vígi ef upp kæmu kvartanir.“ Aðgerðarleysið verst Eins og nú háttar víða eiga þol- endur ekki í mörg hús að venda með umkvartanir sínar, enda segir Brynja að staða þeirra sé í eðli sínu ósköp svipuð og hjá börnum, sem sæta einelti. Stóra spurningin sé hvort þeir eigi að þegja eða segja frá. Að mati Brynju er aðgerðarleysið verst vegna þess að eineltið virðist lúta þeim lögmálum að stöðvast ekki af sjálfu sér heldur ágerast með tím- anum. „Einn möguleikinn er að leita til yfirmanns eða starfsmannastjóra, ef samstarfsmenn eiga í hlut, annars að leita sér utanaðkomandi sérfræði- aðstoðar, til dæmis hjá sálfræðingi, og þriðji, og kannski skásti kostur- inn, er að leita til talsmanns í stétt- arfélagi viðkomandi. Ef þolendur ákveða hins vegar að ræða málin hreinskilnislega og milliliðalaust við gerandann, verða þeir að vera vel undirbúnir, yfirvegaðir og vita ná- kvæmlega hvað þeir hyggjast segja, ella væri tiltækið líkt og að skvetta olíu á eld.“ Ofnotkun/oftúlkun? Spurningunni hvort hugtakið ein- elti sé kannski ofnotað og oftúlkað í daglegu tali svarar Brynja játandi. Hún segir því miður algengt að við- hafa orðið í hálfkæringi og einnig sé tilhneiging til þess að yfirfæra það á eðlilegar deilur eða ágreining í mannlegum samskiptum. Því geti verið hætta á að raunveruleg tilfelli eineltis verði ekki tekin alvarlega og einnig að viðkvæmt fólk ímyndi sér að það sé lagt í einelti ef misklíð kemur upp. Þótt Brynja geri sér engar tálvon- ir um að allir menn verði góðir hver við annan frekar en dýrin í skógin- um, væntir hún þess að geta lagt sitt af mörkum til að uppræta einelti á vinnustöðum að námi loknu. Hún segir námið bjóða upp á ýmsa mögu- leika í starfi, en sér helst fyrir sér einhvers konar verktakavinnu á sviði rannsókna, fræðslu og ráðgjafar. vjon@mbl.is Brynja Bragadóttir: „Bein og neikvæð áhrif eineltis á vinnustað geta endur- speglast í minni framleiðni og bágbornari fjárhagsafkomu fyrirtækjanna.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 B 3 HEIMILISSTÖRFIN genguhreint ekki sársaukalaust fyrir sig hjá Josephine Dickson, húsmóður í New Jersey, fyrst eftir að hún gifti sig árið 1917. Þótt hjónabandssælan væri í algleym- ingi hjá henni og Earl, manni hennar, var unga frúin vægast sagt klaufsk við matargerð og því- umlíkt. Hún var sí og æ að skera sig og brenna þegar hún var að undirbúa eitthvað gott í gogginn handa bónda sínum, þegar hann kæmi dauðþreyttur heim úr vinnunni hjá Johnson & Johnson. Eins og umhyggjusömum eig- inmanni sæmdi bjó hann um sár konu sinnar af stakri natni og not- aði til þess límband og bómull- argrisju, eins og fyrirtækið, sem hann vann hjá, framleiddi í stórum stíl. Svona gekk þetta hjá þeim hjónakornum um þriggja ára skeið, eða allt til ársins 1920 að Earl fékk snildarhugmynd. Til mikillar gæfu fyrir hann og John- son & Johnson gekk hugmynd hans þó ekki út á að ráða kokk á heimilið. Þess í stað hugkvæmdist honum að búa til handhægar sára- umbúðir með því að sníða fern- inga úr bómullargrisjum og festa þá á límbandið með reglulegu millibili. Hann gætti þess að nota sérstakt efni til dauðhreinsunar og til þess að límbandið festist ekki saman. Josephine var nú ekkert að van- búnaði að veita sjálfri sér skyndi- hjálp í þrálátum eldhússlysum. Eina sem hún þurfti að gera var að klippa hæfilega lengju af rúll- unni, sem maður hennar hafði útbúið svo nosturslega fyrir hana, og setja hana yfir bágtið. Þarfaþing á hverju heimili Að áeggjan samstarfsmanns síns gekk Earl Dickson á fund yf- irmanna sinna hjá Johnson & Johnson og kynnti þeim hugmynd sína. Þeir voru ekkert yfir sig hrifnir til að byrja með, en snerist hugur þegar Dickson hafði smá sýnikennslu á því hvernig menn gætu hæglega búið sjálfir um eig- in sár. Johnson & Johnson fékk einka- leyfi fyrir Band-Aid® plásturinn víðkunna, sem þó fór ekki sigurför um heiminn fyrr en að nokkrum árum liðnum. Salan var ekki nema andvirði þrjú þúsund Bandaríkja- dala fyrsta árið, en áhættan þótti ekki tiltakanleg því á þessum tíma var fyrirtækið farið að gera það nokkuð gott í framleiðslu á bómull og sáraumbúðagrisjum fyrir sjúkrahús og herinn. Úr rættist þegar fyrirtækið tók til bragðs að dreifa plástrum ókeypis til skátadrengja um gjörv- öll Bandaríkin. Smám saman þóttu plástrar ómissandi á hverju heimili og árið 1924 hóf Johnson & Johnson að fjöldaframleiða þá í mismunandi stærðum. Gæðin urðu sífellt meiri, árið 1939 voru plástr- arnir orðnir fullkomlega dauð- hreinsaðir og árið 1958 voru þeir í fyrsta skipti framleiddir úr hrein- um vinyl. Árið 2000 hafði fyr- irtækið framleitt yfir eitt hundrað milljarða plástra og enn er ekkert lát á framleiðslunni. Earl Dickson varð aðstoðarfor- stjóri Johnson & Johnson og gegndi þeirri stöðu þar til hann fór á eftirlaun árið 1957. Ekki er vitað hvort Josephine tókst á end- anum að matreiða stórslysalaust, en altént átti hún alltaf nóg af Band-Aid® Plástur á bágtið Saga hlutanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.