Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.09.2003, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Netfang: auefni@mbl.is ÞJÓÐVERJINN Sebastian Peters er ekki nógu ánægður meðknattspyrnumenningu á Íslandi. Hann segir að það vanti baráttusöngva og dans til að skapa stemningu á vellinum. Sebastian hefur mætt á marga landsleiki hérna og undrast stemningsleysið. Hann segir að áhorfendur virðist ekki upplifa sig sem hluta af leiknum heldur hagi sér frekar eins og þeir séu að horfa á leikinn í sjónvarpi. Sebastian segir að áhorfendur gætu sungið „Stál og hnífur“ eða „Áfram áfram áfram sóknarmenn!“ (í stað „bílstjórinn“) til að skapa stemningu. Hann segir að með því væri hægt að leggja grunn að meira fjöri í kringum leikina. Íslendingar mæta Þjóðverjum í mikilvægum landsleik í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvellinum á morgun. Uppselt er á leikinn. Sebastian hefur verið búsettur á Íslandi í tíu ár. Hann heldur í þetta sinn með Íslendingum en ekki heimalandinu. Stemning á knattspyrnuleikjum Morgunblaðið/Árni Torfason Þjóðverjinn Sebastian Peters vill að íslenskir áhorfendur á landsleikjum í knattspyrnu syngi og skapi þannig stemningu. Vill meiri söng á landsleikjum Morgunblaðið/Kristinn Stuðboltinn Sebastian Peters. VÍÐA um land hefja framhaldsskólar starf sitt þessa dagana. Afhending stundataflna fer fram og nýnemar eru boðnir velkomnir við hátíðlega athöfn. Í Menntaskólanum við Sund hefja nú 255 nýnemar nám og alls verða rúmlega 700 nemendur í skólanum í vetur. Eftirvæntingin skein úr hverju andliti og allir virtust til í slaginn fyrir veturinn. Í samtölum við Morgunblaðið sögðust rektorar og skólameistarar í höfuðborginni eiga von á fleiri nýnemum nú en undanfarið ár. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu skráðu rúmlega fjögur þúsund nýir nemar sig til náms í framhaldsskólum í sumar. Verða framhaldsskólanemendur í dagskóla því um 18 þúsund í vetur. Morgunblaðið/Sverrir Í MS hófu 255 nýnemar nám á dögunum og alls verða rúm- lega 700 nemendur í skólanum í vetur. Kennsla hefst í framhaldsskólum RÍKISSTJÓRN George W. Bush Bandaríkjaforseta hefur nú lagt til, að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvetji til, að alþjóðlegt herlið verði sent til Íraks en verði þó undir forystu Bandaríkjamanna. Er hér um mikla stefnubreytingu að ræða þótt talsmenn Bandaríkjastjórnar vilji ekki við það kannast. Tillagan kemur í kjölfar vaxandi ólgu í Írak og hryðjuverka. Varla líður sá dagur, að bandarískur hermaður falli ekki í árásum og bandarískum þingmönnum er farið að ofbjóða kostnaðurinn við hersetuna og uppbygginguna í landinu. Í tillögunni, sem AFP-fréttastofan komst yfir um miðja vikuna, segir ekki beint, að Bandaríkjamenn muni áfram hafa töglin og hagldirnar, heldur, að alþjóðlega herliðið verði undir „sameiginlegri yfirstjórn“. Hins vegar muni Bandaríkin verða fulltrúi þess gagnvart öryggisráðinu í „umboði þeirra ríkja, sem að því standa“. Einnig er lagt til, að íraska framkvæmdaráðið fái alþjóðlega viðurkenningu og verði því falið að leggja drög að nýrri stjórnarskrá fyrir Írak og halda lýðræðislegar kosningar innan tiltekins tíma. Afstaða Frakka, Þjóðverja og Rússa skiptir mestu Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur átt í miklum viðræðum við starfsbræður sína erlendis, til dæmis við utanríkisráðherra Þýskalands, Frakklands og Rússlands, um tillöguna en almennt er búist við, að Frakkar verði heldur tregir í taumi vilji Bandaríkjamenn áfram fara með öll völd í Írak. Hersetan í Írak kostar nú Bandaríkjamenn um fjóra milljarða dollara á mánuði og síðan bætist við annar milljarður í Afganistan. Paul Bremer, ráðsmaður Bandaríkjanna í Írak, áætlar síðan, að uppbyggingin í Írak muni kosta tugi milljarða dollara. Ætlar Bush að biðja Bandaríkjaþing um 60 til 80 milljarða dollara aukafjárveitingu vegna þessa kostnaðar. Bush leitar ásjár hjá Sameinuðu þjóðunum JÓN Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður skrifaði á þriðjudaginn undir samning um að leika með Dallas Mavericks í bandarísku atvinnumannadeildinni í körfuknattleik, NBA. Samningurinn er til fimm ára. Jón Arnór er aðeins 21 árs gamall. Hann lék með Trier í þýsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á síðasta vetri. Þar áður lék hann með KR þar sem hann er alinn upp á körfuknattleiksvellinum. Hann hefur meira og minna verið í herbúðum Dallas í sumar, en áhugi forráðamanna félagsins á honum vaknaði í vor. Jón Arnór er annar Íslendingurinn til þess að komast á samning hjá liði í NBA-deildinni. Hinn er Pétur Guðmundsson sem lék með Portland, Los Angeles og San Antonio fjórar leiktíðir, alls 150 leiki, á árunum 1981 til 1989. Þótt Jón Arnór hafi náð samningi við Dallas er ekki víst að hann leiki með félaginu á næsta vetri. Fjölmargir leikmenn eru á mála hjá því en það má aðeins nota 15 leikmenn á keppnistíðinni í NBA sem hefst í byrjun nóvember. Það ætti að skýrast fyrir lok október hvort Jón komist í leikmannahópinn. Dallas lék í vor sem leið til úrslita við San Antonio Spurs í Vesturdeild NBA-körfuknattleiksins. Þess má til gamans geta að Jón Arnór er bróðir Ólafs Stefánssonar, atvinnumanns í handknattleik á Spáni og Íþróttamanns ársins 2002. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Arnór Stefánsson, lands- liðsmaður í körfuknattleik, er kominn með samning við Dallas. Jón Arnór gerir samning við Dallas til fimm ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.