Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 C 3 Ráðgjafi, ráðgjafi á næturvaktir og rekstrarstjóri Stöður ráðgjafa, ráðgjafa á næturvaktir og rekstrarstjóra eru lausar til umsóknar á Stuðlum, Meðferðarstöð ríkisins fyrir ung- linga. Staða ráðgjafa Starfssvið. Vinna með unglinga á meðferðar- deild og eftir atvikum á lokaðri deild undir leið- sögn deildarstjóra, hópstjóra og sálfræðinga. Vinnan felst í þátttöku í meðferðardagskrá, tómstundum og einstaklingsbundnum stuðn- ingi við unglinga í meðferð, sem og þverfag- legri teymisvinnu. Menntunar- og hæfniskröfur. Háskóla- menntun á sviði uppeldis-, sál- eða félagsfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi — og/ eða reynsla af meðferðarstarfi, starfi með ung- lingum eða önnur starfsreynsla sem að mati forstöðumanns nýtist í starfi. Hæfni í mannleg- um samskiptum og áhugi á meðferðarstörfum. Umsækjendur þurfa að vera stundvísir, geta farið eftir verklagsreglum og jafnframt sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Um er að ræða vaktavinnu. Staða ráðgjafa á næturvöktum Starfssvið. Gæsla og öryggisvarsla að kvöldi og næturlagi. Þátttaka í meðferð á meðferðar- deild undir leiðsögn hópstjóra, deildarstjóra og sálfræðinga. Móttaka unglinga og umönnun á lokaðri deild. Samskipti við foreldra, barna- verndarnefndir og lögreglu. Menntunar- og hæfniskröfur. Þekking á meðferðarstarfi nauðsynleg. Umsækjendur þurfa að vera stundvísir, geta hvort tveggja farið eftir verklagsreglum og jafnframt sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Hæfni í mannlegum samskiptum, virkni í starfi og áhugi á meðferðarstarfi. Um er að ræða vaktavinnu. Staða rekstrarstjóra. Starfssvið. Yfirumsjón með fjármálum og rekstri stofnunarinnar. Umsjón með launaút- reikningum og bókhaldsstörfum þ.e. fjárhags- og viðskiptamannabókhald. Þátttaka í stjórnun starfsmannamála þ.m.t. gerð stofnanasamn- inga við stéttarfélög. Samskipti við stofnanir, fyrirtæki, stéttarfélög og ráðuneyti. Yfirumsjón með innkaupum stofnunarinnar m.a. á rafrænu markaðstorgi. Menntunar- og hæfniskröfur. Menntun á sviði rekstar- og starfsmannastjórnunar og/eða önnur menntun og starfsreynsla sem nýtist í starfi. Um er að ræða starf í afar krefjandi starfsumhverfi. Umsækjendur þurfa að geta unnið sjálfstætt, sýnt frumkvæði í starfi og hæfni í mannlegum samskiptum. Með umsóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf ásamt sakavottorði. Laun skv. kjarasamningum opinberra starfs- manna. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningum loknum. Umsóknir berist til Stuðla - Meðferðar- stöðvar ríkisins fyrir unglinga, Fossaleyni 17, 112 Reykjavík, eigi síðar en 21. september nk. Nánari upplýsingar veita forstöðumaður, deild- arstjóri lokaðrar deildar og rekstrarstjóri í síma 530 8800. Forstöðumaður. ⓦ á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða. Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376. Heimaþjónusta Félags- og þjónustumiðstöðin Bólstaðarhlíð 43 óskar eftir starfsfólki til starfa við félagslega heimaþjónustu. Um er að ræða föst störf. Starfshlutfall sam- komulagsatriði. Margvísleg reynsla kemur að notum. Við leitum að góðu fólki. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Hlökkum til að heyra frá þér. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og Eflingar. Nánari upplýsingar veita: Anna Karlsdóttir, deildarstjóri Hátúni 10, sími 562 2712, netfang: annak@fel.rvk.is; María Þórarinsdóttir, deildarstjóri Norðurbrún 1, sími 568 6960, netfang: mariath@fel.rvk.is; Anna K. Guðmannsdóttir deildarstjóri Bólstaðarhlíð 43, sími 568 5052, netfang: annakg@fel.rvk.is. Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is. Skurðhjúkrunar- fræðingar athugið Laus staða á skurðdeild Sjúkrahúss Akraness, frá 1. október nk. eða eftir nánara samkomu- lagi. Fáist ekki skurðhjúkrunarfræðingur kemur til greina að ráða hjúkrunarfræðing með starfs- reynslu. Upplýsingar gefur Ólafía Sigurðardóttir, deild- arstjóri, í síma 430 6155. Á skurðdeild SA eru framkvæmdar um 2000 aðgerðir árlega. Ný og glæsileg skurðdeild var tekin í notkun 30. septem- ber 2000. Frekari upplýsingar um sjúkrahúsið má finna á www.sha.is . Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkra- svið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkra- hús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkra- húsþjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdómadeild og á vel búnum stoðdeildum þar sem höfuð áhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Suðvesturlands. Jafn- framt er lögð áhersla á þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness með forystuhlutverk varðandi al- menna heilsuvernd og forvarnarstarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands og aðrar mennta- stofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 talsins.                                          !   "  "    #    "   $  !"!      % !"!      &  " $ " " # $ " "  "    " ! '           ( ) "  '"   $"    #   $ " "        " "   $ ( ) "       & " " &  #   ' ( * "    "   "  $  "  $ '    #   !"! (        *    $    % & "   "  " "     +"   "   # #   , -"            , -"     & ./012/ #   (    *. ,)1& 3!#4 5666 0 5667& 89(   "  "" $ # "       # & '"     "! #   :    " 1  ;  ! # #       & $ <<6%<75=> :"  ! ( ! ! #? ( 8  "!   @# '! A (   ! &       !    =B( "( (( :" > # '! (  !# ? ( FRÁ HJALLASKÓLA aðstoðarskólastjóri • Vegna forfalla er laust starf aðstoðar- skólastjóra og deildarstjóra á miðstigi. Um er að ræða 100% starf frá 1. október nk. til 1. maí 2004. Laun samkvæmt kjarasamningum KÍ og Launa- nefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 21. september. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 554 2033. Starfsmannastjóri Sjá ennfremur: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Óskum eftir liprum starfskrafti til ýmissa starfa. Um er að ræða t.d. símsvörun, öflun upplýs- inga, tölvuvinnslu og sendiferðir til sýslu- manna og annað tilfallandi. Umsóknir sendist á netf. : thor@gardatorg.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.