Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Utanríkisráðuneytið Störf í mötuneyti Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir bryta til að hafa umsjón með mötuneyti ráðuneytisins. Í starfinu felst að sjá um framreiðslu hádegis- verðar fyrir allt að 90 starfsmenn ráðuneytisins, auk þess sem mötuneytið annast veitingar á fundum o.fl. Umsjónarmaður mötuneytis þarf einnig að sjá um innkaup á nauðsynlegu hráefni, skipuleggja matseðla og sinna öðrum störfum eftir atvikum og samkvæmt ákvörðun yfirmanns. Aðeins koma til greina aðilar með a.m.k. sveinspróf í matreiðslu. (Umsókn merkt „Bryti“). Einnig er leitað að starfsmanni til aðstoðar í mötuneyti. Um er að ræða hálft starf og er gert ráð fyrir að vinnutíminn verði frá kl. 10 til kl. 14. Leitað er að einstaklingi sem hefur reynslu af starfi í eldhúsi og getur annast matreiðslu ef svo ber undir. (Umsókn merkt „Mötuneyti — aðstoðarmanneskja“). Leitað er að duglegum og samviskusömum einstaklingum sem geta unnið sjálfstætt og eiga auðvelt með mannleg samskipti. Launa- kjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráð- herra og Félags starfsmanna stjórnarráðsins. Litið verður svo á að starfsumsóknir sem ber- ast, gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Umsóknir berist utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 22. sept- ember 2003. Miðað er við að umræddir ein- staklingar hefji störf í nóvember 2003. Utanríkisráðuneytið, 1. september 2003. Hjúkrunarfræðingur Laus er til umsóknar 50% staða hjúkrunar- fræðings við reykleysismeðferð á göngudeild A-3 í Fossvogi. Starfið felst í stuðningi og ráðgjöf við sjúklinga til að hætta að reykja, samstarfi við aðra heilbrigðisstarfsmenn um framkvæmd og eflingu reykleysismeðferðar auk þess að taka þátt í rannsóknum á reyk- leysismeðferð. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi sem er tilbúinn að móta og byggja upp reykleysismeðferð á LSH. Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið meistaraprófi í hjúkrunarfræði. Umsóknir berist fyrir 22. sept. n.k. til skrifstofu hjúkrunar í Fossvogi. Með umsókn skal leggja fram skrá yfir náms- og starfsferil ásamt gögnum um vísindastörf og ritsmíðar. Mat á umsækjendum byggist m.a. á innsendum gögnum og viðtali. Upplýsingar veita Guðlaug Rakel Guðjóns- dóttir, sviðsstjóri, í síma 543 6430, netfang gudrakel@landspitali.is og Guðrún Halldórs- dóttir, deildarstjóri, í síma 543 6045, netfang gudrunh@landspitali.is Píanóleikari óskum eftir fjölhæfum píanóleikara sem getur einnig útsett fyrir 3 kvenraddir. Uppl. í síma 865 8819 eða 896 1239.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.