Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A „KAHN VIRÐIST VERA VOÐALEGA PIRRUÐ TÝPA“ / B4 EINS og áður hefur komið fram var Pétur Guð- mundsson fyrsti Evrópubúinn sem lék í NBA- deildinni árið 1981 er hann gekk til liðs við Port- land en aðeins þrír leikmenn frá Norðurlöndum hafa leikið fram að þessu í NBA. Þeir eru, auk Péturs, norski landsliðsmaðurinn Torgeir Bryn sem lék með L.A. Clippers 1989-1990, Finninn Hanno Mottola sem var í herbúðum Atlanta. Jón Arnór Stefánsson gæti því orðið fjórði Norður- landabúinn til þess að leika í NBA. Athygli vekur að Danir og Svíar eru enn ekki búnir að feta þessa leið en Svíar telja sig eiga leikmann sem er samningsbundinn New York Knicks, Maciej Lampe sem er frá Rågsved í Stokkhólmi. Hinsvegar er Lampe með tvöfalt ríkisfang og hefur leikið með pólska landsliðinu og telst því vart vera sænskur á þessum vettvangi. Lampe er samningsbundinn Real Madrid en hefur samt sem áður ekki leikið með liðinu undanfarið. Aðeins þrír frá Norð- urlöndum í NBA Þýsku fjölmiðlarnir eru á einumáli um að Þjóðverjar hafi sloppið með skrekkinn á Laugar- dalsvelli. Götublaðið Bild sagði að boðið hefði verið upp á pyntingafót- bolta. „Silfurhafarnir úr HM á Ís- landi – þetta átti að verða skyldu- sigur. En varð 0:0 af sorglegustu gerð,“ sagði í blaðinu. Blaðið segir að tvær sóknir hjá þýska liðinu í fyrri hálfleik hafi verið of lítið og rekur síðan hvert marktækifæri Ís- lendinga á fætur öðru: „Sannleik- urinn er bitur, en það er hrein heppni að við skyldum ekki tapa leiknum.“ Netzeitung.de segir að leikurinn hafi verið bakslag í sókninni eftir sæti á EM: „Með mikilli heppni tókst silfurhöfunum úr síðustu heimsmeistarakeppni að bjarga sér og hanga á jafntefli gegn Íslandi þar til leikurinn var úti,“ sagði í miðlinum. Í fréttaskeyti frá þýsku frétta- stofunni dpa segir að Þjóðverjar hafi valdið vonbrigðum á öllum sviðum knattspyrnunnar gegn „vík- ingunum, sem í besta falli tilheyra öðrum flokki í alþjóðlegri knatt- spyrnu“ og engin ástæða sé til bjartsýni gegn Skotum í Dortmund á miðvikudag og Íslendingum í Hamborg 11. október. Með tveimur heimasigrum geti þýska liðið hins vegar tryggt sér miða á EM í Portúgal á næsta ári. Síðan er rak- ið að þýska liðið hafi reyndar verið betra í fyrri hálfleik, en það hafi ekki skilað sér í marktækifærum og í seinni hálfleiknum hafi liðið einnig misst stjórn á gangi leiksins og hvað eftir annað verið í nauð- vörn, meðal annars hafi liðið tvisv- ar þurft að bjarga á línu á 53. mín- útu, fyrst Frank Baumann og Christian Wörns í sameiningu skoti Lárusar Orra Sigurðssonar eftir að Oliver Kahn hafði misst af knett- inum og strax á eftir þegar Wörns bjargaði eftir skalla Heiðars Helgusonar. Það hafi verið heppni fremur en leikskilningi að þakka að þýska liðið skyldi ekki lenda undir. Talað er um að Rudi Völler þjálfari hafi látið lið sitt spila upp á jafn- tefli fremur en að leika til sigurs. Knattspyrnutímaritið Kicker sagði að áhorfendum hefði í upp- hafi verið boðið upp á megrunar- fæði af hálfu beggja liða. Leiftrandi hugmyndir hafi vantað í sóknarleik þýska liðsins og eins og leikurinn hafi spilast verði landsliðið að gera sér eitt stig að góðu. Paul Breitner, sem á árum áður gerði garðinn frægan með Bayern München og þýska landsliðinu, skrifar í dálki sínum í Bild að jafn- tefli sé pínleg úrslit. „Ég er nánast orðlaus og það er ekki lítið,“ skrifar Breitner. „Auðvitað geta andstæð- ingar á borð við Íslendinga verið óþægilegir (ekki síst þegar þeir leika á heimavelli), en á þessu stigi riðlakeppninnar ætti það aldrei nokkru sinni að duga til þess að ná stigi af liðinu okkar. Þótt við getum enn náð fyrsta sætinu í riðlinum verðum við að átta okkur á því að klukkuna vantar ekki lengur fimm mínútur heldur tíu sekúndur í tólf. Þetta snýst ekki lengur bara um farmiðann til Portúgal 2004, heldur að takmarka skaðann, sem þegar er orðinn. Það var hrein kvöl að fylgjast með þessum 90 mínútum.“ Morgunblaðið/Árni Torfason Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði þeim glæsilega árangri að gera jafntefli við silfurlið síðustu heimsmeistarakeppni, Þjóðverja, á Laugardalsvelli, 0:0. Gríðarleg stemmning var á áhorfendapöllunum á meðal þeirra rúmlega 7.000 sem áttu þess kost að vera á vellinum og fögnuðu þeir íslenska landsliðinu vel að leikslokum. Skammarleg frammistaða gegn fótboltadvergnum ÞÝSKA landsliðið fær slæma útreið í þýskum fjölmiðlum eftir lands- leikinn á laugardag. „Rudi, þetta var ekkert annað en hryllingur,“ stóð í dagblaðinu Bild. „Boðið upp á núll gegn fótboltadvergnum Ís- landi,“ hljóðaði fyrirsögn á vefsíðu sjónvarpsstöðvarinnar ARD. „Skammarleg frammistaða í 0:0 leik á Íslandi,“ var fyrirsögn vef- miðilsins Netzeitung.de. „Þrátt fyrir sorglegan 0:0 leik á þýska liðið enn möguleika á sæti í EM,“ skrifaði Süddeutsche Zeitung. „Þýska liðið veldur vonbrigðum á Íslandi,“ stóð í Der Spiegel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.