Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 2
ÍSLAND – ÞÝSKALAND 2 B MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ RÚNAR Kristinsson var hugs- anlega að leika sinn kveðjuleik fyrir íslenska landsliðið á Laug- ardalsvelli á laugardaginn þ.e.a.s. ef Íslendingum tekst ekki að kom- ast í umspil eða í sjálfa úr- slitakeppni Evrópukeppninar. „Ég var ekkert að velta því fyrir mér hvort þetta væri minn síðasti landsleikur hér á landi eða ekki. Ég var með hugann við að ná í stig og hugsanlega þrjú. Við vor- um nálægt sigri og getum verið stoltir af okkar frammistöðu. Við lögðum leikinn upp með að leggjast aftur og leyfa þeim að komast upp að miðlínu og byrj- uðum að verjast þeim þar og beitt- um skyndisóknum. Ég tel að þessi áætlun okkar hafi heppnast að öllu leyti nema að okkur tókst ekki að skora. Heilt yfir er ég mjög sáttur við leikinn. Það tókst kannski ekki allt sem við ætluðum að gera með boltann en við sköp- uðum okkur fjögur dauðafæri sem hefðu getað fært okkur sigurinn. Landsliðshópurinn er mjög sam- stilltur. Það lögðu allir leikmenn liðsin allt sem þeir áttu í leikinn. Það var fullt af mönnum sem þurftu að sitja á bekknum og voru eflaust mjög fúlir yfir því en þeir tóku virkan þátt í þessu með okk- ur sem inná voru. Í hópnum ríkir góður andi og ég held hann hafi fleytt okkur langt að undanförnu. Næstu verkefni hjá mér eru í Belgíu, hjá Lokeren. Það hefur gengið erfiðlega í byrjun móts. Hvorki ég né aðrir í liðinu hafa leikið samkvæmt fullri getu. Nú styttist í að ég hætti að leika með landsliðinu. Þá get ég farið að ein- beita mér að fullu að mínu fé- lagsliði,“ sagði Rúnar Kristinsson sem nú hefur leikið 102 landleiki fyrir Íslands hönd. „Góður andi hefur fleytt okkur langt“ Morgunblaðið/Einar Falur Rúnar Kristinsson í baráttu við einn þýsku leikmannanna. Þetta var hugsanlega síðasti landsleikur Rúnars á heimavelli. ÉG hef sagt það lengi að við ætl-uðum að vinna þrjá leiki og stríða síðan Þjóðverjum þar á eftir og við erum svo sannarlega búnir að því,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, léttur á brún eftir að flautað hafði verið til leiksloka á laugardagskvöldið og sú staðreynd blasti við að jafntefli væri niðurstaðan í leik þar sem íslenska landsliðið átti meiri möguleika á að fara með sigur úr býtum en silfurlið síðasta heimsmeistaramóts, Þjóð- verjar. Spurður um þessa staðreynd, hvort það hefði ekki þótt ótrúlegt fyr- irfram að menn yrðu vonsviknir með jafntefli við Þjóðverja og einnig hvaða staða hefði komið upp ef allt hefði farið á besta veg og eitthvert marktækifæra íslenska liðsins nýst, sagði Ásgeir; „Ekki minnast á það ógrátandi hversu nálægt við vorum að vinna þá, við megum ekki svekkja okkur á því. Eins og staðan er nú þá met ég stöðuna þannig að örlög okkar séu að mörgu leyti undir Litháum komin, að þeir vinni stig gegn Skot- um í síðustu umferðinni. Við eigum það svo sannarlega skilið að hafna í öðru sæti. Fyrir leikinn hefði ég verið ánægð- ur með jafntefli en nú að leikslokum þá er ég vonsvikinn yfir að okkur tókst ekki að vinna, við vorum betri og áttum sigur skilinn. Við byrjuðum síðari hálfleik vel, en fljótlega lentum við þó undir tals- verðri pressu af hálfu Þjóðverja sem stóð yfir í um 20 mínútur. Þeim tókst þó ekki að skapa sér nein teljandi marktækifæri. Við vorum þó alltaf hættulegir inn á milli þegar tækifæri gáfust á skyndisóknum. Á heildina litið þá vorum við nærri því að vinna, fengum fleiri og betri tækifæri til að skora,“ sagði Ásgeir. Um atvikið þegar Eiður Smári Guðjohnsen var hindraður innan vítateigs þýska liðsins í síðari hálfleik sagði Ásgeir. „Ég sá atvikið ekki nógu vel en það virtist vera brotið á Eiði Smára innan vítateigs. Þeir sem sáu það í sjónvarpi sögðu mér á leið- inni út af vellinum að það hefði átt að dæma vítaspyrnu, en eins og ég segi þá hef ég ekki séð þetta nógu vel ennþá og get því ekki lagt minn dóm á það.“ Fengum okkar tækifæri Hvernig lögðuð þið Logi leikinn upp? „Fyrir leikinn þá lögðum við upp með að leika „taktískt“, vera skipu- lagðir og reyna þannig að gefa sem fæst færi á okkur í vörninni. Í byrjun féllum við talsvert aftarlega á völlinn, en færðum okkur framar þegar á leið. Það var algjört lykilatriði að verjast vel, við vissum að við fengjum mark- tækifæri og þau komu en það tókst bara því miður ekki að nýta þau, en það skall svo sannarlega hurð nærri hælum upp við þýska markið,“ sagði Ásgeir. Hvað heldur þú með leik Þjóðverja og Skota á miðvikudaginn og hvaða áhrif hafa úrslitin í leiknum við Ís- lendinga á stöðu Þjóðverja í riðlin- um? „Ég reikna með því að Þjóðverjar vinni Skota í Dortmund á miðviku- daginn og komist þar með í efsta sæti riðilsins, enda eru þeir, og hafa alltaf verið frá því að dregið var í riðla, sig- urstranglegasta þjóðin í riðlinum. Nú eigum við einn leik eftir, 11. október gegn Þjóðverjum í Hamborg, og frómt frá sagt þá tel ég ekki að við eigum mikla möguleika í þeim leik, þá verða Þjóðverjar á heimavelli og verða þá klárlega sigurstranglegra liðið,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari. Möguleikinn var okkar megin „Það er ótrúleg staðreynd að við séum óánægðir með jafntefli við Þjóðverja,“ sagði Logi Ólafsson, sem er landsliðsþjálfari í knattspyrnu ásamt Ásgeiri, þegar Morgunblaðið rabbaði við hann að leikslokum á laugardag. „Við lögðum upp með það að verjast vel, reyna þannig að halda markinu hreinu og búa til færi með skyndisóknum. Við fengum afar ákjósanleg marktækifæri sem við áttum að nýta. Þjóðverjar fengu að vísu einhver færi en ég nenni vart að muna eftir þeim, þau voru ekki svo mörg né merkileg. Síðan telja margir að við höfum verið hlunnfarnir um vítaspyrnu þegar Eiður Smári var hindraður innan vítateigs í síðari hálfleik. Þannig að þegar heildar- myndin er skoðuð þá er ekkert skrýt- ið að maður sé hálfsár yfir að hafa ekki unnið. Möguleikinn var okkar megin,“ segir Logi. Logi segir að Þjóðverjar hafi leikið eins og reiknað var með. „Við vorum með tvær áætlanir í gangi fyrir leik- inn, eftir því hvernig Þjóðverjar myndu leika. Við notuðum aðra áætl- unina og í heildina má segja að leik- menn íslenska liðsins hafi skilað sínu starfi á frábæran hátt. Hentar betur að leika gegn stórum og sterkum leikmönnum Þjóðverjar stilltu upp stórum og sterkum leikmönnum gegn okkur og það hentaði okkar liði vel, mun betur en litlir og leiknir menn.“ Logi tók undir þá fullyrðingu að miðjan hefði gefið fullmikið eftir í fyrri hálfleik, það hefði ekki verið áætlunin. Í hálfleik hafi verið farið vel yfir það atriði og því hafi miðvallar- leikmennirnir sótt í sig veðrið í síðari hálfleik auk þess að lokað var betur fyrir vængspilið. „Með þessum breyt- ingum tókst okkur að skipuleggja betur vörnina á miðjunni og koma í veg fyrir kantspil þýska liðsins. Um leið þá héldum við einnig boltanum betur en áður sem gaf meiri mögu- leika á skyndisóknum,“ sagði Logi og bar mikið lof á alla leikmenn íslenska liðsins í leiknum, einnig þá sem komu inn á sem varamenn. Íslenska landsliðið hefur svo sann- arlega sótt í sig veðrið á síðustu mán- uðum og er nú komið í ólíkt vænlegri stöðu en það var fyrir nokkrum mán- uðum? „Við höfum sýnt það í þessum leik og þeim þar sem við Ásgeir höfum verið við stjórnvölinn að íslenska landsliðið er á réttri leið. Mörgum þótti mótherjar okkar í síðustu leikj- um ekki vera merkilegir [Færeying- ar og Litháar] en það þarf að vinna þær þjóðir einnig til þess að komast í þá stöðu sem við erum í núna. Síðan má heldur ekki gleyma því að aðrar þjóðir sem með okkur eru í riðli hafa átt í erfiðleikum með Færeyinga, það á ekki aðeins við um okkur. Þannig að ég held að menn hafi fengið það stað- fest í þessum leik við Þjóðverja að við erum með gott lið í höndunum um þessar mundir. Það er alveg sama við hvaða þjóð við leikum, við getum staðið uppi í hárinu á þeim.“ Það leit út fyrir að Þjóðverjar væru farnir að tefja undir lok leiksins? „Það leit út fyrir það að Oliver Kahn markvörður, sem oft hefur sent samherjum sínum tóninn, hefði hugs- að sem svo: ekki skora þessir piltar sem eru framar en ég á vellinum og því er ef til vill best að ég haldi knett- inum sem lengst, íslenska liðið skorar ekki á meðan og ekki eru líkur til þess að við skorum,“ sagði Logi. Þjóðverjar vinna ekki næst Nú er einn leikur eftir í riðlakeppn- inni, eftir rúmar fjórar vikur í Ham- borg, og þá verður leikið við Þjóð- verja á nýjan leik. Sú viðureign kann að skipta báðar þjóðir miklu máli. Grátlega nærri sigri Morgunblaðið/Kristinn Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari fagnar Eiði Smára Guðjohnsen fyrirliða í leikslok á laugardaginn. Íslenska landsliðið er enn í efsta sæti 5. rið- ils undankeppni Evrópumótsins eftir jafn- tefli við Þjóðverja á laugardaginn. Lands- liðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson eru í sjöunda himni og lái þeim hver sem vill. Ívar Benediktsson rabbaði við þá félaga hvorn í sínu lagi eftir leikinn á Laugardalsvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.