Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 4
ÍSLAND – ÞÝSKALAND 4 B MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þýskir áhangendur voru óánægðir með leikþýska landsliðsins á Laugardalsvelli og létu leikmenn liðsins berlega vita af því að leik loknum. Þegar nokkrir þýsku leikmannanna gengu að þeim hluta austurstúkunnar, sem áhangendur þeirra voru í, tók á móti þeim baul og óánægjuhróp og var þeim gerð grein fyrir því með handahreyfingum að þeir ættu ekki upp á pallborðið eftir þessi úrslit. Þýsku leikmönnunum var greinilega brugðið við þessar móttökur og hörfuðu frá stúkunni. Skömmu síðar kom sóknarmaðurinn Miroslav Klose og klappaði höndum fyrir ofan höfuð sér til að votta þýsku áhangendunum virðingu sína fyrir að leggja á sig ferðalagið til Íslands til að styðja landsliðið og fékk sömu móttökur. Sýndu áhorf- endur óánægju sína með ýmsu móti og teygði einn fram báðar arma og lét þumlana snúa niður til að sýna að sér þætti frammistaða liðsins fyrir neðan allar hellur. Klose vissi greinilega ekki hvaðan á sig stóð veðrið og hætti einnig við að koma upp að stúkunni. Þegar íslenska liðið kom upp að stúkunni til að þakka áhorfendum mátti hins vegar heyra þýska áhangendur hrópa „Ísland, Ísland“. Þegar Þjóðverjarnir byrjuðu að tínast af velli mátti víða heyra miður falleg orð falla um leik þýska liðsins. „Hvað var eiginlega að Oliver Kahn, hann hékk á boltanum í hvert skipti sem hann fékk hann,“ sagði maður með trefil merktan þýska landsliðinu um hálsinn. „Hvers vegna var það?“ spurði annar. „Hann var að reyna að vinna sér tíma,“ var svar- ið. „Þeir voru hræddir um að tapa fyrir Íslandi.“ Þýsku áhorfendurnir voru látnir fara annars staðar inn á völlinn en þeir íslensku og var mikill viðbúnaður. Þeir voru hins vegar mjög prúðmann- legir í allri framkomu og var hegðun þeirra til fyr- irmyndar þótt þeir hefðu lítinn áhuga á að hylla þýska landsliðið í leikslok. FÓLK  HEIÐAR Helguson lék sinn 25. landsleik á laugardaginn þegar Ís- land lék við Þjóðverja. Þar með er hann kominn í hóp þeirra knatt- spyrnumanna sem fengið hafa gullúr KSÍ, en þau eru veitt landsliðsmönn- um þegar þeir ná þeim áfanga að leika 25 landsleiki. Eiður Smári Guð- johnsen og Arnar Þór Viðarsson náðu þessum áfanga í Færeyjum í síðasta landsleik Íslands.  HELGI Sigurðsson er hins vegar einum leik frá því að hafa leikið 50 landsleiki en hann kom inn á sem varamaður gegn Þjóðverjum þegar tólf mínútur voru eftir.  RÚNAR Kristinsson heldur áfram að bæta eigið landsleikjamet. Leik- urinn gegn Þjóðverjum var hans 102. landsleikur.  MAREL Baldvinsson og Kristján Örn Sigurðsson voru þeir tveir leik- menn úr 20 manna landsliðshópnum sem valinn var fyrir leikinn sem ekki voru á leikskýrslu gegn Þjóðverjum. Þjóðverjanir björguðu tvisvar ámarklínu í síðari hálfleik og ég, Eiður Smári og Jóhannes Karl feng- um allir ágætis færi en heppnin var ekki á okkar bandi í kvöld. Þjóðverj- ar voru heppnir að tapa ekki fyrir okkur því við fengum fullt af færum sem við hefðum átt að nýta. Við spil- uðum varnarleikinn rosalega vel og við sköpuðum fullt af færum sem því miður nýttust ekki.“ Hvernig metur þú möguleika okk- ar gegn Þjóðverjum í Þýskalandi? „Miðað við hvernig leikurinn spil- aðist í kvöld höfum við ekkert að ótt- ast í Þýskalandi. Við munum fara þangað óhræddir og staðráðnir í að standa okkur vel.“ Þú áttir í einhverjum orðaskiptum við Oliver Kahn í síðari hálfleik. „Já, hann var eitthvað æstur yfir því að ég pressaði hann of stíft. Kahn virðist vera voðalega pirruð týpa og það þarf lítið að gera til þess að hann verði reiður. Ég er nú ekkert voða- lega góður í þýskunni og skildi ekki alveg hvað hann var að segja við mig en ætli hann hafi ekki verið að senda mér blótsyrði.“ Svíður sárt að fá spjald „Það er ekki oft sem maður situr inni í búningsklefa eftir leik og er svekktur yfir að hafa ekki lagt Þjóð- verja að velli,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leik- maður Wolves í ensku úrvalsdeild- inni. „Að mínu mati vorum við miklu betri aðilinn í leiknum.“ Að venju var Jóhannes Karl oft fremstur í flokki í baráttunni um knöttinn á miðsvæði vallarins og varð Michael Ballack oft fyrir barðinu á Skagamanninum. „Það var mitt hlut- verk að fá Ballack til þess að hugsa um eitthvað annað en knattspyrnu. Hann er einn besti leikmaður liðsins, mikilvægur hlekkur í þýska liðinu og það var gaman að kljást við hann,“ sagði Jóhannes Karl en hann fékk að líta gula spjaldið í leiknum og verður því í leikbanni í síðari leik liðanna í Hamborg þann 11. október n.k. „Það svíður sárt að hafa fengið þetta spjald og eftir á að hyggja hefði ég freka viljað fá spjaldið fyrir að brjóta almennilega á Ballack, en ég gat lítið gert við þessu spjaldi.“ Jóhannes taldi að baráttuandi íslenska liðsins væri í hámarki. „Þjálfararnir lögðu upp með að við myndum verjast aft- arlega á vellinum, sýndum þolinmæði og það tókst. Þjóðverjarnir fengu að leika boltanum sín á milli á þeim stöð- um sem við leyfðum þeim að „dúlla“ sér. En þeir komust ekki í gegnum varnarmúrinn og við vorum í raun betra liðið að þessu sinni. Við grófum upp gamla góða víkingaskapið í þess- um leik, menn börðust eins og ljón og gáfu ekkert eftir. Þannig erum við bestir. Við reyndum að koma bolt- anum á Eið Smára þegara færi gáf- ust og það vantaði aðeins smá heppni að við næðum að skora. Við gerðum nánasta allt rétt í þessum leik.“ Jóhannes Karl komst í ákjósanlegt færi í síðari hálfleik og var ekki sátt- ur við úrvinnsluna hjá sér í því tilviki. „Ég er ekki vanur því að komast í slík færi og þrumaði yfir markið í stað þess að renna boltanum fyrir markið á Dodda [Þórð Guðjónsson] eða Eið Smára. Stundum borgar sig ekki að taka upp „dræverinn“ í slíku færi,“ sagði Jóhannes Karl og vitnaði þar í golfíþróttina en hann verður fjarri góðu gamni í næsta landsleik og kemst því í golf þá helgi. „Það verður gaman fyrir strákana að fara til Þýskalands og ég hef trú á því við getum náð hagstæðum úrslitum í síð- asta leik okkar í riðlinum, og kannski rætast villtustu draumar okkar að þeim leik loknum,“ sagði Jóhannes Karl. „Kahn virðist vera voðalega pirruð týpa,“ segir Heiðar Helguson um samskipti sín við markvörðinn Morgunblaðið/Kristinn Heiðar Helguson, framherji Íslands, lenti í snarpri orðasennu við fyrirliða og markvörð þýska landsliðsins, Oliver Kahn, í síðari hálfleik og bar alls enga virðingu fyrir markverðinum snjalla. Hefðum átt að nýta færin „ÞAÐ er furðuleg tilfinning að hafa náð 0:0 jafntefli við Þjóðverja og vera svekktur yfir þeim úrslitum. Venjulega værum við í skýjunum yfir því að gera jafntefli við Þýskaland,“ sagði Heiðar Helguson en hann gerði þýsku varnarmönnunum oft lífið leitt og barðist eins og ljón allan leikinn. Morgunblaðið/Júlíus Stuðningsmenn Þjóðverja voru allt annað en ánægðir með frammistöðu sinna manna gegn Íslendingum. Létu þeir það óspart í ljós þegar flautað var til leiksloka og þýsku leikmennirnir hlupu til þeirra í þeim tilgangi að þakka þeim fyrir komuna til Íslands. Bauluðu á þýska liðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.