Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 7
ÍSLAND – ÞÝSKALAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 B 7 Morgunblaðið/Brynjar Gauti fleik. Hér hefur hann komið boltanum fram hjá Oliver Kahn, markverði sins náðu að bjarga á elleftu stundu. Morgunblaðið/Brynjar Gauti uðu á línu eftir skot Lárusar Orra, þurftu þeir á ný að taka á honum stóra r og skölluðu boltann frá eftir að Heiðar Helguson skallaði að marki. enn í efsta sæti riðilsins og getum ver- ið stoltir af leik liðsins. Við sköpuðum hættulegri færi en þeir voru meira með boltann en það var svo sem vitað fyrir leik. Við mættum Þjóðverjunum af mikilli hörku og mikilli baráttu án þess þó að hafa verið grófir. Liðsupp- stilling þeirra gekk út á að tapa ekki leiknum. Þeir hefðu getað stillt upp meira sóknarliði. Þeir tefldu til dæmis fram tveimur varnarsinnuðum miðju- mönnum (Kehl og Ramelow) þannig að ætlunin hjá þeim var alla vegna ekki að blása til stórsóknar. Því held ég að þeir séu innst inni nokkuð ánægðir með að hafa komið hingað og náð í stig. Það sem mér fannst standa upp úr í dag var hversu vel við stóðum saman. Við voru tilbúnir fyrir þennan slag og vissum að þetta væri hægt.“ n gegn Frökkum ÁRNI Gautur Arason átti frekar náðugan dag í íslenska markinu og þurfti aðeins einu sinni að taka á honum stóra sínum. Það var þegar hann varði glæsilega skalla frá Michael Ballack á 19. mín- útu. „Ég hafði ekki mikið að gera í markinu. Ballack átti góðan skalla í fyrri hálfleik sem reyndi vel á mig og það var gaman að koma í veg fyrir að hann skoraði,“ sagði Árni Gautur. Þú hafðir mjög lítið að gera í síð- ari hálfleik. „Það var ótrúlega rólegt hjá mér í síðari hálfleik. Vörnin fyrir fram- an mig stóð sig frábærlega. Allir leikmennirnir börðust af miklum krafti og Þjóðverjarnir náðu aðeins að skapa sér mjög fá marktækifæri. Við erum hálfsvekktir að hafa ekki náð þremur stigum miðað við þau færi sem við fengum í leiknum. Ég er hinsvegar mjög ánægður með leikinn og við spiluðum frábær- lega.“ Hvernig fannst þér Þjóðverjanir leika? „Ég held að við höfum slegið Þjóðverjana töluvert út af laginu með þeirri baráttu sem við sýndum. Þjóðverjanir mega vera sáttir við að fara frá Reykjavík með eitt stig og ég held að þeir séu það miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Þjóðverjarnir eiga eftir tvo heima- leiki og þeir geta því enn tryggt sér efsta sætið á öruggan hátt.“ Hvernig líst þér á leikinn í Þýska- landi 11. október? „Það er ljóst að þetta verður gríðarlega erfiður leikur fyrir okk- ur í Þýskalandi en það er allt mögu- legt í knattspyrnunni. Við munum þurfa að leika frábærlega í Þýska- landi til að ná góðum úrslitum. Kannski mun ekkert annað duga en að sækja til sigurs í Þýskalandi og við verðum einfaldlega að undirbúa okkur vel fyrir leikinn. Við eigum enn góða möguleika á komast áfram úr riðlinum og það verður rosalega gaman að taka þátt í leikn- um í Þýskalandi.“ Ótrúlega rólegt hjá mér í markinu Eftir Atla Sævarsson Morgunblaðið/Árni Torfason Árni Gautur Arason ÞAÐ segir sitt þegar maður ersvekktur yfir að vinna ekki Þjóðverja,“ sagði Hermann Hreið- arsson, sem stóð sig með sóma í vörninni og tókst vel að halda aftur af skæðum sóknar- mönnum Þjóðverja. Hann sagði allt hafa gengið upp hjá íslenska liðinu, baráttan í lagi og mörg færi. „Við fórum í þennan leik með því hugarfari að tapa honum ekki en einbeitingin hjá okkur var mjög góð svo það er ekki annað hægt en vera sáttur eftir svona baráttu. Það gekk allt upp, sem við ætl- uðum okkur að gera nema að skora úr færunum okkar en svona er fótboltinn, það er ekki alltaf hægt að vinna. Maður bjóst við að þetta yrði mjög erfitt og þeir voru meira með boltann eins og við átt- um von á en það er misjafnt hvernig leikir þróast. Hjá okkur voru allir á tánum og unnu sína persónulegu baráttu hver og einn og í seinni hálfleik fengum við fleiri tækifæri en þeir. Svo að það er hægt að vera ánægður með frammistöðu okkar og leikinn en ekki úrslitin og að fá ekki nema eitt stig. Við gátum verið sáttir við jafntefli því við erum ekki farnir að líta svo stórt á okkur að telja jafntefli gegn næstbesta liði heims ekki nógu gott. Það var samt leið- inlegt að ná ekki að vinna þá.“ Hermann sagði síðasta leikinn í riðlinum verða erfiðan, gegn Þjóð- verjum í Hamborg í október, en gaf ekki upp vonina um góð úrslit. „Ég er mjög ánægður með stuðn- inginn í dag en næsti leikur verður erfiður því þá verða þeir með sitt fólk með sér í stúkunni. Við verð- um þá að vera einbeittir og mun- um gera okkar besta – þá er aldrei að vita hvað gerist.“ Nokkrir þýskir fjölmiðlar spör- uðu síst stóru orðin um góða frammistöðu Hermanns í íslensku vörninni í leiknum þar sem hann hélt hinum sterka skallamanni Miroslav Klose algjörlega niðri með þeim afleiðingum að Klose tókst aldrei að ógna marki Íslands svo nokkru nam. Dagblaðið Deutsche Welle kallar Hermann m.a. Hermenator í lýsingu sinni frá leiknum og vísar þá í hina þekktu persónu í kvikmyndunum Terminator sem Arnold Schwarze- negger hefur túlkað með tilþrifum miklum á hvíta tjaldinu í að minnsta kosti þremur myndum. Segir sitt að vera svekktur yfir að vinna ekki Þjóðverja Stefán Stefánsson skrifar Morgunblaðið/Einar Falur Hinn sterki Miroslav Klose komst lítt áleiðis gegn Hermanni Hreiðarssyni, sem fór hamförum í íslensku vörninni. Ísland 0:0 Þýskaland Leikskipulag: 3-5-2 Evrópukeppni landsliða, 5. riðill Laugardalsvöllur Laugardaginn 6. sept. 2003 Aðstæður: Létt gola, þurrt, völlurinn góður. Áhorfendur: 7.035 Dómari: Graham Barber, Englandi, 5 Aðstoðardómarar: Dave Bryan, Glenn Turner Skot á mark: 11(3) - 5(2) Hornspyrnur: 6 - 11 Rangstöður: 3 - 2 Leikskipulag: 3-5-2 Árni Gautur Arason Lárus Orri Sigurðsson MM Ólafur Örn Bjarnason M Hermann Hreiðarsson MM Þórður Guðjónsson M Jóhannes Karl Guðjónsson M Pétur Marteinsson M (Arnar Grétarsson 75.) Rúnar Kristinsson Indriði Sigurðsson M (Arnar Þór Viðarsson 83.) Eiður Smári Guðjohnsen M Heiðar Helguson M (Helgi Sigurðsson 78.) Oliver Kahn M Arne Friedrich Christian Wörns M Frank Baumann M Bernd Schneider (Sebastian Deisler 69.) Carsten Ramelow M Michael Ballack M Sebastian Kehl Christian Rahn (Michael Hartmann 60.) Miroslav Klose Oliver Neuville (Kevin Kuranyi 46.) Gul spjöld: Christian Rahn, Þýskalandi (5.) fyrir brot  Sebastian Kehl, Þýskalandi (28.) fyrir brot  Miroslav Klose, Þýskalandi (47.) fyrir brot  Jóhannes Karl Guð- jónsson, Íslandi (85.) fyrir brot  Michael Hartmann, Þýskalandi (87.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.