Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA 8 B MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ WAYNE Rooney skráði nafn sitt í sögubækurnar á laugardaginn þeg- ar hann skoraði í 1:2 sigri Englend- inga á Makedóníu í undankeppni EM í knattspyrnu. Rooney jafnaði metin í 1:1 á 53. mínútu og varð um leið yngsti leikmaður frá upphafi til að skora landsliðsmark fyrir aðallið Englands. Hann bætti met Michael Owens um sex mánuði en Rooney verður 18 ára eftir 46 daga. „Það er frábært að ég sé búinn að skora mitt fyrsta landsliðsmark og það er gaman að ég hafi gert það í svona mikilvægum leik. Það sem skiptir hinsvegar mestu máli er að við unn- um leikinn,“ sagði Rooney. Make- dónía komst yfir gegn Englandi en David Beckham tryggði Englend- ingum sigurinn með marki úr víta- spyrnu á 63. mínútu. Englendingar eru í öðru sæti í sínum riðli en þeir eiga í harðri baráttu við Tyrki um efsta sæti riðilsins en Tyrkir sigr- uðu Liechtenstein 3:0. Vonir Wales um að vinna 9. riðil minnkuðu mik- ið eftir að Ítalía sigraði Wales 4:0 á Ítalíu. Filippo Inzaghi var hetja Ítala en hann gerði þrjú mörk á að- eins 12 mínútum í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 0:0. Ítalía náði toppsætinu af Wales en það munar aðeins einu stigi á þjóðunum. Frakkar sigruðu Kýpur auðveld- lega 5:0 á heimavelli. David Trez- eguet og Sylvain Wiltord skoruðu tvö mörk og Thierry Henry gerði eitt mark en Frakkar eiga greiða leið í úrslitakeppnina í Portúgal á næsta ári. Grikkir sigruðu Armeníu 0:1 en Grikkland er í efsta sæti í 6. riðli með fjögurra stiga forskot á Spánverja sem eiga leik til góða á Grikki. Mikil barátta er á milli Tékklands og Hollands um efsta sætið í þriðja riðli en bæði liðin sigruðu andstæðinga sína um helgina. Tékkland hefur 16 stig eins og Holland en þjóðirnar mæt- ast í Tékklandi á miðvikudaginn. Írland og Rússland gerðu 1:1 jafn- tefli en Írar eru í öðru sæti í 10.riðli, stigi á eftir Sviss sem á einnig leik til góða á Íra. Damien Duff kom Írum yfir á 35. mínútu en Sergei Ignashevitch jafnaði metin fyrir Rússa sjö mínútum síðar. Reuters Wayne Rooney fagnar marki sínu gegn Makedóníu. Wayne Rooney skráði nafn sitt í sögubækurnar gegn Makedóníu Ég horfði á eftir boltanum og éghélt að hann væri að fara inn í markið. Því miður náði einhver Þjóðverji að bjarga á marklínunni á síð- ustu stundu. Það verður líklega erfitt fyrir mig að sofna í kvöld því ég mun örugglega hugsa mikið um hve nálægt ég var að skora gegn Þjóðverjum. Það hefði verið frábært að skora en því miður tókst það ekki í þetta sinn,“ sagði Lárus Orri. Hafðir þú mikla trú á því fyrir leikinn að Íslendingar yrðu nær sigri en Þjóðverjar? „Við vissum það að það væru veikleikar í þýska liðinu og við höf- um mikla trú á okkar eigin getu. Við komum vel einbeittir til leiks og við lékum frábærlega í kvöld. Við vorum mjög nálægt því að sigra Þýskaland og við erum hundsvekkt- ir að hafa aðeins náð jafntefli. Vissulega er jafntefli ekki slæm úr- slit og fyrir leikinn hefðum við sætt okkur við að fá eitt stig í kvöld.“ Þið áttuð ekki í miklum erfiðleik- um með að stöðva sóknartilburði Þjóðverja. „Við spiluðum mjög skynsamlega og við vörðumst vel. Við sóttum á þá hratt þegar tækifæri gafst til og við fengum mörg færi í leiknum. Það var synd að við náðum ekki að nýta einhver þeirra. Ég held að við höfum komið mörgum á óvart í kvöld og við sýndum að við getum spilað mjög góða knattspyrnu.“ Hvernig metur þú stöðuna í riðl- inum eftir þennan leik? „Við erum enn efstir í riðlinum og verðum það allavega í nokkra daga. Við eigum einn stórleik eftir og það verður virkilega spennandi að fara til Þýskalands vitandi það að við eigum enn möguleika á að enda efstir í riðlinum. Það er ljóst að leikurinn í Þýskalandi verður gríð- arlega erfiður en við eigum vissu- lega möguleika á að ná góðum úr- slitum í Þýskalandi. Þjóðverjar vita núna hvað við getum og ef þeir van- mátu okkur eitthvað fyrir leikinn í kvöld er ljóst að þeir munu ekki gera þau mistök aftur. Þó að Þjóð- verjar hafi ekki náð sér á strik í kvöld vitum við að þeir eru með mjög gott lið.“ Hélt að boltinn væri ör- ugglega á leið í markið Atli Sævarsson skrifar Morgunblaðið/Einar Falur Graham Barber, dómari frá Englandi, var ekki að dæma í fyrsta sinn leik þar sem þeir Eiður Smári Guðjohnsen og Lárus Orri Sigurðs- son voru á meðal þátttakenda. Hér leita þeir félagar skýringa á einhverju sem á milli mála fór hjá Barber dómara. LÁRUS Orri Sigurðsson spilaði frábærlega gegn Þjóðverjum og var einn af bestu mönnum vall- arins. Hann var nálægt því að skora snemma í síðari hálfleik og það var ofarlega í hans huga þegar Morgunblaðið náði tali af honum eftir leikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.