Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 08.09.2003, Síða 1
mánudagur 8. september 2003 mbl.is Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Gistihús Gamla gistihúsið á Ísafirði er sögufrægt hús. Það var byggt sem sjúkrahús og var síðan lengi elliheimili. Nú hefur þetta hús verið gert upp.  22 // Þekkt hús Hús Vinnufatabúðarinnar við Laugaveg 76 hefur lengi sett mikinn svip á umhverfi sitt, enda stórt og veglegt hús, sem gegnir miklu hlutverki enn í dag.  24 // Verðlaunabygging Hohenheim-endastöðin í Strassborg í Frakk- landi er skýrt dæmi um, hvernig íranski arkitektinn Zaha Hadid útfærir hugmyndir sínar. Hreyfingin skiptir máli.  34 // Sögufræg borg Konstantínópel var nefnd Mikligarður á með- al norrænna manna og var sveipuð miklum dýrðarljóma í þeim ritum, sem síðar voru færð á bókfell hér á landi.  48 w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar                                  ! " "" #  " $ % %                                 #  % " $ ! % " "                      &'()  (  )   % *  +,-   .  )/  0  *  1  2--    3 (4 %  3 (4 !( '  3 (4 %  3 (4      7 7       5 5      ! " #    5      8 8  8  5      $% %   &  $ ' " (   "           7 75 6 "       % ( "!   !  " )    !   57 9  SUMARIÐ er tími viðhalds og við- gerða á húsum og mannvirkjum, en þar sem sumarið hér er býsna stutt þarf að nýta það vel í þessu skyni. Ekki er óvarlegt að áætla, að það þurfi að verja 100.000-200.000 kr. í viðhald á meðalíbúð að jafnaði á ári. Staðreyndin er sú, að huga þarf að viðhaldi húsa strax á byggingarstigi. Ef reglulega er hugað að fyrirbyggj- andi viðhaldi, reynist það oft mun ódýrara, þegar til lengdar lætur og kostar jafnvel ekki nema brot af því, sem annars gæti orðið. Steinsteypan er ekki heldur það eilífðarefni, sem talið var í upphafi. Veðrabrigði eru mikil og ör hér á landi eins og allir þekkja. Um hávet- ur getur skollið á rok og rigning, þar sem útveggir húsanna rennblotna. Daginn eftir, ef ekki á sama sólar- hring, er svo komið hörkufrost. Svo snögg veðrabrigði þolir steyp- an illa og sennilega má rekja hinar tíðu steypuskemmdir að verulegu leyti til þeirra. Fólk betur meðvitað en áður Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. (Múr og Mál) er í röð stærri fyrirtækja á þessu sviði á höf- uðborgarsvæðinu. Að sögn Víðis Jó- hannssonar, framkvæmdastjóra Hafnar, hefur verið mikið að gera á þessu sumri í húsaviðgerðum og verkefnastaða fyrirtækisins góð. „Fólk er nú betur meðvitað en áð- ur um skemmdir og viðhald húsa,“ segir Víðar. „Fólk er í auknum mæli farið að klæða húsin að utan, ýmist með múrklæðningu eða álklæðingu. Einnig er mikið um að eldri hús séu endursteinuð með skeljasandi.“ „Reglulegt viðhald er ódýrasta lausnin,“ sagði Víðir ennfremur og bætti því við, að algengast væri, að eigendur íbúða í fjölbýlishúsum fjár- mögnuðu viðgerðar- og viðhalds- framkvæmdir með lánum hjá lána- stofnunum, en síðan sæi hússjóðurinn um að greiða lánið upp, venjulegast á alllöngum tíma. Víðir benti á, að 60% af virðisauka- skatti af vinnu við viðhald fengist endurgreiddur úr ríkissjóði. „Algengt er, að vinnuhlutfallið sé um 750.000 kr. af viðhaldsfram- kvæmd upp á eina millj. kr. Þar af er virðisaukaskatturinn 147.600 kr. og af því fæst 60% endurgreitt eða 88.560 kr.,“ sagði Víðir. Reglulegt viðhald skilar sér í sparnaði Múr- og málningarþjónustan Höfn ehf. (Múr og Mál) vinnur nú að því að klæða hluta af þessu fjölbýlishúsi við Kríuhóla og endursteypa nokkrar svalir í húsinu. MIKLAR byggingafram- kvæmdir standa nú yfir efst í Salahverfi í Kópavogi, en þar er verið að reisa tvö háhýsi með fjölda íbúða. Við Rjúpnasali 10 er JB byggingafélag í samvinnu við Ris ehf að byggja tíu hæða lyftuhús með 38 íbúðum. Þessar íbúðir verða tilbúnar til afhendingar í apríl nk., en þær eru til sölu hjá Skeifunni. Við Rjúpnasali 14 er BYGG Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf að byggja 15 hæða lyftuhús með 55 íbúð- um. Þessar íbúðir verða til- búnar til afhendingar í ágúst 2004, en þær eru til sölu hjá Fjárfestingu Fasteignasölu og Fasteignamarkaðnum. Mikið útsýni verður frá báðum þessum fjölbýlis- húsum, sem standa efst í Salahverfinu, þaðan sem sést að kalla til allra átta. /30 Útsýnis- íbúðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.