Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 23
var klætt innan með gipsi og hvert herbergi er í raun sér eldvarnar- hólf, allt í samræmi við bestu brunavarnarkröfur sem þekkjast í dag. Síðan var andlit hússins, gangar og borðstofa, klætt panel í stíl við þann upprunalega sem fannst þegar tekið var að rífa innan úr. Liturinn sem er á göngum hússins er mjög líkur þeim lit sem var ráðandi á sjúkrahúsinu gamla. Unnið af ísfirskum iðnaðarmönnum Arktitekt breytinganna var El- ísabet Gunnarsdóttir hjá Kol og salt – arkitektastofu á Ísafirði og verkið var allt unnið af ísfirskum iðn- aðarmönnum. Allt efni til hússins var líka keypt á Ísafirði. Yfirsmiður var Eiríkur Kristófersson. Þurfti miklu að breyta í skipulagi hússins? „Nei, segja má að herbergjaskip- an hafi að mestu haldið sér. Sett voru böð og snyrtingar inn á milli herbergjanna. Uppi er skipulagið að mestu eins og það var í upphafi en niðri er allt meira breytt, borð- salurinn er nú á öðrum stað en fyrrum og raunar stendur til að færa hann út úr húsinu en breyta þeim borðsal sem nú er í herbergi. Búið er að teikna nýja viðbyggingu 35 fermetra, við hlið skúranna gömlu, sem hýsa á hinn nýja borð- sal.“ Hvernig hefur aðsóknin verði? „Hún fór hægt og sígandi af stað en er nú orðin góð. Sem dæmi má geta þess að fullt hefur verið hverja nótt frá því í maí og byrjað að panta fyrir haustið og veturinn. Við höfum komið okkur upp heimasíðu og í tengslum við það höfum fengið pantanir alls staðar að úr heim- inum. Íslendingar eru líka mjög dugleg- ir að koma hingað og hafa gaman af að heyra sögu hússins, einkum hafa gamlir Ísfirðingar ánægju af að gista hér, þeir hafa margir átt hér ömmu eða afa meðan þetta var elli- heimili og komu hingað oft í heim- sókn. Hér var auðvitað fjölmennt á heimsóknartímum öll árin frá 1925 og þar til elliheimilið lagðist af 1991. Sjálfsagt hefur líka gerst hér mörg sagan meðan húsið var eina sjúkrahúsið á Vestfjörðum en ég þekki hana lítið.“ Komu upp einhverjir sérstakir erfiðleikar við innréttingar og fram- kvæmdir yfirleitt? „Nei, þetta gekk allt eins og í sögu. Við hjónin höfðum stundað veitingarekstur áður, við vorum fyrst með rútuferðir á skíðasvæðið á Seljalandsdal. Skíðaskálann rák- um við í framhaldi af því, vorum með gistiaðstöðu og veitingaaðstöðu þar á veturnar en leigðum gistiað- stöðu á sumrin. Þar fengum við fyrstu tilfinninguna fyrir svona rekstri. En eftir snjóflóðið 1995 breyttist þetta allt. Skíðasvæðið flutti fram í Tungudal en við hætt- um rekstri Skíðaskálans. Ætla að breyta Mánakaffi í íbúðarhúsnæði Fyrirtæki Margrétar og Guðna, sem við höfum starfrækt í hluta- félagsformi frá 1995 er fram- kvæmdaaðili að þeim rekstri sem við erum með nú og einnig að al- menningssamgöngum á Ísafirði, hópferðaakstri, hjólbarðaverkstæði, bílaþvottastöð, smurstöð og al- mennum bílaviðgerðum. Þess má og geta að við höfum nú nýlega keypt húsið sem notað var sem sjúkrahús áður en þetta hús var byggt. Þetta er svokallað Fisch- ers-hús, Mánagata 1, sem breytt var í sjúkraskýli árið 1894. Það hús ætlum við að gera að íbúð fyrir okkur og einnig má reikna með að eitthvað af húsinu verið notað sem gistirými. Þetta er sögufrægt hús, þar bjó m.a.a Hannes Hafstein sýslumaður og ráðherra og Jón Auðunn Jóns- son alþingismaður og afkomendur hans. Löngu síðar var þarna Hótel Mánakaffi og var þar þá mikið fjör á böllum um helgar sem margir muna. Guðni Geir Jóhannesson og Margrét Jónsdóttir. Stigauppgangurinn er einkar fallegur enda vel til allra hluta þarna vandað. Séð inn í setustofu og kaffikrók. Séð inn í eitt af baðherbergjum gistihússins. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 C 23Fasteignir Forskot í fasteignaleitinni Fasteignavefurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.