Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 C 27Fasteignir Fjöldi kaupenda á skrá - Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna. Verðmetum samdægurs. Ægisíða - einbýli Glæsilegt og mikið endurnýjað 275 fm ein- býlishús, tvær hæðir og kjallari á þessum eftirsótta stað. Þrjár samliggjandi stofur, 3 stór svefnherbergi, baðherbergi, og gesta- snyrt. Massíft eikarparket á gólfum, góðar innréttingar, gifslistar og rósettur í loftum. Tvennar svalir. Geymsluloft yfir húsinu. Í kjallara er sér 2ja herbergja íbúð, þvottahús o.fl. 58 fm bílskúr. Fallegur garður, skjólgóð- ur hellulagður bakgarður. 12 fm garðhús. Góð staðsetning, fallegt útsýni. Eign í sér- flokki. Lúxusíbúð í Laugardalnum Einstaklega glæsileg 110 fm endaíbúð á tveimur hæðum plús. Einstakt útsýni. Ensk- ur steinn á holi, gestasnyrt. og baðherb. Gegnheilt parket á allri íbúð. Sérstaklega vandað eldhús úr rósavið og enskur steinn á borðum. Mile-eldhústæki. Mikil lofthæð. Góðir gluggar í stofu og borðstofu. Glæsi- legur stigi með viðarþrepum upp á efri hæð- ina. Tvö svefnherb. auk fata- og vinnuherb. með sólskála. Mjög góðir skápar í allri íbúð- inni. Baðherb. með góðum innréttingum, stórum sturtuklefa, vönduð tæki. Hús ný- málað að utan. Einstök eign í sérflokki. Eskihlíð 5 herb. Glæsileg 125 fm mikið endurnýjuð íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Stórar saml. stofur, suðvestursvalir. 2 góð svefnherbergi. Rúm- gott eldhús. Aukaherbergi í kjallara. Gler endurnýjað. Nýtt parket á gólfum. Verð tilboð. Framnesvegur Vorum að fá í sölu mjög góða fimm herbergja íbúð á 1. hæð. Hol með fatahengi. Stórar samliggjandi stof- ur í suður, svalir út af borðstofu. Eldhús, massíf eikarinnrétting, gluggi og góður borðkrókur. 3 rúmgóð svefnherbergi með góðum skápum. Baðherbergi nýlega tekið í gegn, flísalagt með góðri innréttingu. Hús nýlega lagfært og málað. Stutt í alla þjón- ustu, skóla og verslun. Verð 15,9 m. Áhv. 6,3 m. Háaleitisbraut Vorum að fá í sölu mjög góða 100 fm, 4ra herbergja endaíbúð á þriðju hæð í góðu fjöl- býlishúsi. Stórar samliggjandi stofur með eikarparketi. Svalir í suðvestur með fallegu útsýni. Tvö góð svefnherbergi. Flísalagt baðherbergi með nýlegri innréttingu. Stórt eldhús með borðkrók. Gler endurnýjað. Verð 15,5 m. Ránargata 6 herb. Vorum að fá í sölu glæsilega 6 herb. 140 fm íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi. Á hæðinni eru saml. stofur, vandað eldhús og baðherbergi. Í risi eru 4 svefnherbergi. Íbúð- in var öll endurnýjuð að innan á síðasta ári. Gler, gluggar, vatns- og raflagnir endurn. Áhv. 8,5 millj. húsbréf. Eign í algjörum sérflokki. Lundarbrekka Mjög góð 101 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýl- ishúsi. Rúmgóð stofa, parket, norðursvalir. 3 svefnherb. Svalir út af hjónaherb. Þvottahús í íbúð. Íbúðarherb. í kjallara með aðg. að snyrtingu. Hús nýlega tekið í gegn að utan. Áhv. 6,6 milj. byggsj. og húsbréf. Verð 13,8 millj. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali. Nesvegur Vorum að fá í sölu glæsilegt 200 fm tvílyft einbýlishús auk 25 fm bílskúrs. Á neðri hæð er lítil 3ja herb. séríbúð, stofa og svefnherb. Á efri hæð eru stórar saml. stofur með arni, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. Steinflísar á gólfum. Stórar svalir meðfram suður og vesturhlið. Húsið er allt nýl. tekið í gegn að utan og innan, nýtt gler í öllu. Fal- legur garður. Áhv. húsbréf. Eign í sér- flokki. Byggðarendi - einbýli Sérlega vandað og glæsilegt 234 fm tvílyft einbýlis- hús auk 25 fm bílskúrs. Húsið er mjög mikið endurnýjað að innan. Ný eldhúsinnrétting. Góð stofa, sjónvarpsherbergi. Tvö nýlega flísalögð baðherbergi. Nýlegt eikarparket. Arinn. Sauna. Gróinn garður, glæsilegt út- sýni. Frábær staðsetning. Eign í algerum sérlfokki. Mávahraun - einbýli Vorum að fá í sölu fallegt og vel skipulagt 275,1 fm tvílyft einbýlishús auk 33,5 fm bíl- skúrs. húsið skiptist í stórar stofur með arni, 4 svefnherb. eldh. baðherb. snyrt. og þvottahús. Í kjallara eru tvö herb. og bað- herb. með sérinng. Að auki stór og nýlega innréttuð stúdíóíbúð með sérinngangi í kjall- ara. Húsið er byggt á 767 fm hraunlóð sem snýr í suður. Ýmsir möguleikar. Skipti á minni eign. möguleg. Miðborgin Glæsileg 133 fm íbúð á tveimur hæðum með sérinng. í nýlegu húsi. (raðhús). Stórar stofur, 3 góð svefnherbergi, vandað flísalagt baðherb., gestasnyrting. Allt sér. Bílastæði fylgir. Einstakt útsýni. Áhv. húsbr. 6 millj. Verð 19,7 millj. Hveragerði Til sölu eða leigu stórt einbýlishús í Hveragerði alls um 230 fm á einni hæð. Þar er m.a. mjög björt vinnustofa 77 fm, íbúð með sólskála 154 fm. Mjög fal- lega staðsett á jaðarsvæði með stórum garði og útsýni. Mikil lofthæð, listaverk á 2 baðherbergjum og í eldhúsi. Nánari uppl. á skrifstofunni (og myndir á www.is- landia.is/jboga undir tenglinum studio-gall- ery) Seilgrandi Vorum að fá í sölu 4ra herb. 87 fm íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin er á tveimur hæðum, stofa, eldhús, svefnherb. og bað- herb. á neðri hæð. Uppi eru tvö svefnherb. og hol, leikloft er yfir herbergjum. Stórar suðursvalir. Glæsilegt útsýni til suðurs. Stæði í bílageymslu. Áhv. 2,5 millj. Byggsj. rík. Verð 13,5 millj. Sólvallagata Höfum í sölu tvær glæsilegar 125 fm hæðir í nýlegu þríbýlis- húsi. Stórar stofur, 3 svefnherbergi. Suður- svalir. Opið bílskýli. Einstaklega skemmti- lega frágenginn garður sem snýr í suður. Eignir í sérflokki. Sigtún sérhæð með vinnu- stofu Glæsileg 180 fm miðhæð og efri hæð í fal- legu tvíbýlishúsi. Á hæðinni eru stórar saml. stofur, glæsilegt eldhús með birkirótarinnr. og granítborðum, 2 svefnherb. og baðherb. Á efri hæð er stórt alrými með arni, hjón- herb. með fataherb. og baðherb. Parket. Góðar suðursvalir. íbúðin var öll endurnýjuð að innan fyrir örfáum árum. Nýr 27,4 fm vinnustofa á lóð. Garður endurgerður með hellulögn. Eign í algerum sérflokki. Stigahlíð Glæsileg 202 fm neðri sér- hæð í fjórbýlishúsi með bílskúr á þessum vinsæla stað. Hæðin skiptist í stórar stofur með góðum gluggum, rúmgott hol, fjögur góð svefnherbergi, vandað eldhús með ný- legri innréttingu og sérþvottahúsi inn af, baðherb. gestasnyrting. yfirbyggðar svalir að hluta. Parket. Stutt í alla þjónustu og skóla. Verð 23,6 m. Laus strax. Þverbrekka Skemmtileg og björt 110 fm íb á 8. hæð (efstu) í góðri lyftublokk. Saml. stofur, parket. 2-3 svefnherb. Þvotta- hús í íb. Tvennar svalir. Stórkostlegt útsýni. Skipti á íb. í Hamraborg mögul. Áhv. 3,9 millj. hagst. langtímalán. Verð 13,9 millj. Listhúsið Glæsilegt 80 fm verslunar- og þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum. Bjart og aðgengilegt. Ýmsir möguleikar á nýtingu. Næg bílastæði. Laust strax. Verð 8,5 millj. Skólavörðustígur Skemmtilegt og nýlega endurnýjað 125 fm húsnæði á götu- hæð sem skiptist í verslunarhúsnæði og íbúð með sérinngangi. Arinn, flísar á gólf- um. Verslunarleyfi fyrir hendi. Verð 14,0 millj. Barmahlíð - risíbúð Vorum að fá í sölu eina af þessum eftirsóttu risíbúðum í Hlíðunum. Íbúðin er 58 fm og skiptist í gott eldhús, 2 svefnherb. stofu og baðherb. Get- ur losnað fljótlega. Verð 10,2 millj. Dalsel Vorum að fá í sölu sérlega fallega og mikið endurnýjaða 98 fm íbúð á 1. hæð í mjög góðu fjölbýlishúsi. Stór stofa, 2 rúmg. svefn- herb. Eldhús með nýlegri innr. Rúmgott flí- salagt baðherb. Þvottaaðstaða í íb. Flísar og parket á gólfi. Verð 12,7 millj. Gyðufell Sérstaklega falleg 82 fm íbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölbhúsi. Rúmgóð stofa, 2 svefn- herb. Yfirbyggðar suðursvalir. Íbúðin er mik- ið endurn. ný eldhúsinnrétting, baðherb. flí- salagt í hólf og gólf. Verð tilboð. Engihjalli Mjög skemmtileg 90 fm íbúð á 10. hæð (efstu) í mjög góðu lyftuhúsi. Stór stofa með suðursvölum. Tvö svefnherb. svalir í austur út af hjónaherb. Stórkostlegt útsýni. Laus strax. Áhv. 6 millj. Húsbréf. Verð tilboð. Garðastræti Vorum að fá í sölu sérstaklega fallega 2ja herb. íbúð í kj. með sérinngangi. Íbúðin er mikið endurnýjuð, þ.m.t. eldhús og bað. Parket á gólfum. Góður suðurgarður. Áhv. 3,8 millj. húsbréf. Verð 8,3 millj. Jöklasel Vorum að fá í sölu mjög falleg 70 fm íbúð á 1. hæð í litlu fjölbhúsi. Stór stofa með suðursvölum. Parket. Þvottaherb. í íbúð. Hagstæð Íbúðasjóðslán áhv. Verð 10,8 millj. ÞEGAR flutt er í nýtt húsnæði er nauðsynlegt að muna að tilkynna flutningana. Allir verða að vera á réttum stað í þjóðskrá og þess vegna er nauðsynlegt að tilkynna flutning á eyðublaði sem hægt er að fá á næstu lögreglustöð, hjá Hagstofunni eða vefsíðu hennar (Hagstofa.is). Ef farið er á vefsíðuna þarf að prenta eyðublaðið út og senda það með pósti eða á faxi. Það er gott að tilkynna einnig flutning á pósthús- inu til að tryggja að póstur sem stílaður er á gamla heimilisfangið berist á réttan stað. Þá er líka gott að láta vita strax um nýja skráningu í símaskrá svo það gleymist ekki eftir flutningana. Það þarf að muna að láta lesa af orkumælum til að fyrirbyggja misskilning vegna reikninga eftir flutn- inga. Svo er auðvitað sjálfsagt að tilkynna vinum og ættingjum nýtt heimilisfang og það má gera með ýmsum skemmtilegum hætti. Þeir sem eru í netsam- bandi geta sent öllum á netfangalistanum sínum vef- kort með nýja heimilisfanginu sínu. Þeim sem ekki eru í netsambandi má senda póst- kort en hægt er að fá margar gerðir af póstkortum hönnuðum fyrir þá sem eru að flytja. Ertu að flytja? Mundu að láta vita Vinum og ættingjum má senda vefkort með nýja heimilisfanginu. HVER kannast ekki við það þegar verkefnin hlaðast upp en tíminn til að vinna þau er af skornum skammti? Sum verkefni eru óvin- sælli en önnur og vilja því verða út- undan þegar tími gefst loks til að sinna tiltekt eða viðhaldi. Því ekki að búa til svolítinn leik úr verkefnavalinu? Skrifaðu allt það sem þarf að gera á miða og settu í góða krukku eða dós. Næst þegar þú átt lausa stund skaltu draga einn miða. Mundu að það er bannað að svindla! Dragðu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.