Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 32
32 C MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Dvergholt - 2ja herb. 51,2 fm ósamþykkt íbúð á neðri hæð í 3-býlishúsi með fallegu útsýni. Íbúðin skiptist í góða stofu með fal- legu útsýni, eldhúskrók, borðkrók, svefnherbergi og baðherbergi m. sturtu. Stutt í þjónustu, skóla og hesthúsahverfið. Verð kr. 6,2 m. Áhv. 3,4 m. Skipti möguleg á bíl. Þverholt - 2ja herbergja 56,1 fm íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli í miðbæ Mos- fellsbæjar. Íbúðin er á 2 hæðum, stofa, eldhús með góðri innréttingu, baðherbergi m. sturtu og geymsla á neðri hæðinni, en svefnherb. á efri hæðinni sem er opin. Mikil lofthæð er í íbúðinni sem gefur henni sjarma. Verð 8,9 m. Áhv. 4,9 m. Hulduhlíð - 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Falleg 84,1 fm 3ja herbergja íbúð á jarð- hæð með sérinngangi og sérgarði í litlu fjölbýli. Tvö góð svefnherbergi, baðherbergi með baðkari m. sturtuaðst., sérþvottahús, stór geymsla notuð sem barnaherb., rúmgóð forstofa, stofa og eldhús með innréttingu í kirsuberjalit. Sérgarður í suður. Verð kr. 12,2 m. Áhv. 5,9 m. Klapparhlíð - 3ja herb. Glæsileg 75 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í nýju 3ja hæða fjölbýli með sérinngangi. 2 góð svefnherbergi með mahóní-skápum, stórt baðherbergi og þvottahús, góð geymsla/vinnuherbergi, stofa og sérlega fallegt eldhús úr mahóní. Pergo-parket á íbúðinni, en flísar á baði, þvottahúsi og forstofu. Verð 12,9 m. Áhv. 7,7 m. Laus strax. Skeljatangi - 3ja herb. jarð- hæð *NÝTT Á SKRÁ* 85 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli með sérinnngangi og sér- garði. Forstofa, gangur, tvö góð svefnherbergi með góðu skápaplássi, baðherbergi með sturtu, geymsla, stofa og rúmgott eldhús. Íbúðinni fylgja sérafnot af lóð. Gangstétt er hellulögð með snjó- bræðslu. Leikskóli og grunnskóli í næstu götu. Verð kr. 11,6 m. Urðarholt - 3ja herb. 91 fm íbúð á jarðhæð í 3ja hæða fjölbýli á mjög góðum stað í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í stóra stofu, eldhús með borðkrók, stórt hjónaher- bergi og gott barnaherbergi, baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Sérgeymsla og sam- eiginleg þvottahús á sömu hæð. Stór timbur- verönd með skjólgirðingu er við íbúðina. Mjög stutt í alla þjónustu og verslanir. Verð kr. 12,9m. Áhv. 7,5 m. Þverholt - 3ja herb. Rúmgóð 114,4 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli í miðbæ Mosfellsbæjar. Barnaherb. og rúmgott hjónaherbergi m. fataherb. Eldhús með borðkrók, góð stofa. Baðherbergi með kari og sturtu og inn af því er sérþvottahús. Stutt í alla þjónustu. Lækkað verð. Verð kr. 11,9 m. Áhv. 7 m. Klapparhlíð 12 - tilbúið til inn- réttinga Fallegt 168,5 fm raðhús á 2 hæðum með bílskúr við Klapparhlíð. Húsið afhendist tilbú- ið til innréttinga, lóð verður þökulögð og grús í bílaplani. Á jarðhæð er forstofa, gestasalerni, stofa, borðstofa og eldhús. Á 2. hæðinni eru 3 svefnherbergi, stórt hjónaherbergi og baðher- bergi. Esjugrund - einbýli - Kjalar- nesi 142 fm einbýlishús á einni hæð auk 58 fm bílskúrs, með miklu útsýni. 5 svefnherbergi eru í húsinu, 2 baðherbergi, stórt eldhús m. borðkrók, þvottahús með sérútgangi, sjónvarpshol og stofa. Innangengt í tvöfaldan bílskúr. Timberverönd og leiktæki í snyrtilegum garði með miklu útsýni til hafs. Verð kr. 18,6 m. Bugðutangi - raðh. m. bíl- skúr Gott 205 fm endaraðhús á tveimur hæðum með bílskúr. Björt og opin efri hæð með stórri stofu, eldhúsi, baðherbergi og 2 svefnherbergjum. Á jarðhæð eru 2-3 svefn- herbergi, hol og þvottahús ásamt bílskúr. Þetta er íbúð með möguleika á útleigu. Verð kr. 18,9 m. Áhv. 11,7 m. Álafosskvos Falleg og mikið endurnýjuð 108 fm íbúð ásamt 107 fm kjallara og 117 fm vinnuskála. Húsið, sem er elsta steinhús Mos- fellsbæjar, stendur á fallegum stað í kvosinni, rétt við Varmána. Íbúðin skiptist í forstofu, borðstofu, hjónaherbergi, eldhús, baðherbergi og barnaher- bergi. Þetta er einstök eign á rómuðum stað. Verð kr. 16,8 m. Hlíðarás - einbýli/tvíbýli Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. Fallegt einbýli í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mos- fellsbæ. Hugmyndir eru um að skipta húsinu í tvær 150 fm íbúðir auk 44 fm bílskúrs og kjallara undir bílskúr. Verð 29,5 m. Hlíð - Eilífsdal Fallegur 50 fm sumarbú- staður með ca 65 fm verönd á fallegum stað í Ei- lífsdal. Bústaðurinn stendur á mjög fallegri 4.000 fm leigulóð með miklum trjágróðri og lítilli tjörn og leiktækjum. Kalt vatn er í bústaðnum og gashitað vatn. Verð kr. 5,0 m. Vesturberg - 3ja herb. - Reykjavík *NÝTT Á SKRÁ* Erum með 85 fm íbúð á 4. hæð með gríðarmiklu útsýni yfir Reykjavík og nágrenni. Íbúðin skiptist í forstofuhol, gott hjónaherbergi, lítið barnaherbergi, eldhús með fallegri inn- réttingu og borðkrók, baðherbergi með sturtu, geymslu og stóra stofu. Úr stofu er gengið út á góðar svalir. Verð kr. 10,5 m. Áhv. 3,7 m., 4,9% byggingarsj. Arnarhöfði - endaraðhús + bílskúr Erum með sérlega vandað endaraðhús á 2 hæðum með bílskúr. Á jarðhæð er stofa, borðstofa, glæsilegt eldhús, gestasalerni, forstofa og forstofuher- bergi. Á 2. hæð eru 3 svefnherb., sjón- varpsstofa, baðherbergi og þvottahús. Fallegt eikarparket er á gólfum, en flísar á baði, forstofu og þvottahúsi. Timbur- verönd er út frá eldhúsi og stofu og svalir út frá sjónvarpsstofu með miklu útsýni. **Verð kr. 23,9 m. Áhv. 13,2 m.** Hulduhlíð - 2ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Rúmgóð 66 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð í 2ja hæða fjölbýli með sérinn- gangi. Íbúðin skiptist í forstofu, stórt svefnher- bergi með góðum skáp, baðherbergi m. sturtu, sérþvottahús og góð geymsla, nú notuð sem barnaherb., stofa og eldhús með fallegri inn- réttingu og borðkrók. Íbúðin getur verið laus fljótlega. Verð kr. 10,2 m. Áhv. 5,0 m. Urðarholt - 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* 91 fm 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli við miðbæ Mosfellsbæjar. Í íbúðinni eru 2 stór svefnherbergi, baðherbergi með kari og tengi fyrir þvottavél, stór stofa og eldhús með eikarinnréttingu. Geymsla er í kjallara auk sameiginl. þvottahúss. Frábær staðsetning - stutt í alla þjónustu. Verð kr. 12,5 m. Áhv. 7,2 m. SÉREIGNUM í fjöleign-arhúsum tilheyrir ákveðinhlutdeild í sameign eftirákveðinni hlutfallstölu, hafi hún verið ákveðin. Hafi hlutfallstala ekki verið ákveðin eru allir séreign- arhlutar jafnréttháir og bera jafnar skyldur. Þannig er ákvörðun hlut- fallstölu séreigna í fjöleignarhúsum ekki skyldubundin. Mikilvægt er að hlutfallstala sé ákveðin þar sem séreignarhlutar í fjöleignarhúsum eru ekki allir eins, þannig að skipting réttinda og skyldna sé eðlileg og rétt. Hlutfalls- tölur hafa mikla þýðingu við inn- byrðis samskipti eigenda, réttindi þeirra og skyldur. Hafi hlutfallstala verið ákveðin skal hún koma fram í þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu, en einnig má ráða hlutfallstölur af öðrum heim- ildum s.s. skiptasamningi eða afsali. Vægi atkvæða á húsfundum Við atkvæðagreiðslur á hús- fundum og endranær við sameig- inlega ákvarðanatöku fer vægi at- kvæða eftir hlutfallstölum, ýmist eingöngu eða einnig. Meginreglan um töku ákvarðana er sú að til allra ákvarðana, hverju nafni sem þær nefnast, sem ekki er ótvírætt mælt fyrir um á annan veg í lögunum, nægir samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi. Við vissar ákvarðanir er áskilið samþykki allra eigenda, samþykki 2/3 hluta eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta og samþykki einfalds meirihluta miðað við fjölda og eignarhluta á húsfundi. Í sumum tilvikum getur minni hluti eigenda, sem þó er a.m.k. ¼ hluti, annað hvort miðað við fjölda eða eign- arhluta, tekið ákvarðanir. Sameiginlegur kostnaður Meginregla fjöleignarhúsalag- anna er sú, að sameiginlegur kostn- aður skiptist eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta fyrir sig. Þannig skiptist allur sameiginlegur kostn- aður, hverju nafni sem hann nefnist, sem ekki fellur ótvírætt undir und- antekningar meginreglunnar, á eig- endur eftir hlutfallstölum hvers eignarhluta fyrir sig í sameign. Undantekningar eru á þessari meginreglu, ýmist þannig að kostn- aður skiptist og greiðist að jöfnu á milli eigenda eða í samræmi við not þeirra ef unnt er að mæla óyggjandi not hvers og eins. Þá er heimilt að víkja frá reglunum um skiptingu kostnaðar, hvort sem um er að ræða meginregluna eða undantekning- arnar, í ákveðnum tilvikum og að nánar tilgreindum skilyrðum upp- fyltum. Tekjur af sameign skiptast eftir hlutfallstölum. Sem dæmi um slíkar tekjur mætti nefna leigutekjur af ákveðnu rými í sameign eða andvirði söluverð tiltekins hluta sameignar. Hlutfallstala hefur ekki áhrif á rétt einstakra eigenda til hagnýt- ingar á sameign. Þannig veitir hærri hlutfallstala eigendum ekki meiri rétt til hagnýtingar sameignar held- ur en þeim sem minni hlut í húsinu eiga, s.s. til hagnýtingar sameig- inlegrar lóðar eða afnot af sameig- inlegu þvottahúsi. Sá gengur að öðru jöfnu fyrir um rétt til byggingar, ofan á eða við fjöl- eignarhús eða á lóð þess, sem stærri hlut á í því, leiði ekki annað af þing- lýstum heimildum. Ef tveir eða fleiri eigendur eiga jafnstóra og stærsta hluta, ræður hlutkesti. Bygging- arrétturinn er hins vegar í sameign og því ber þeim sem nýtir sér for- gangsrétt sinn að greiða hinum bæt- ur. Grundvöllur að skiptingu réttinda og skyldna Sérhver eigandi á kröfu á því að hlutfallstölur sýni og endurspegli rétta skiptingu hússins og séu þann- ig réttur og eðlilegur grundvöllur að skiptingu réttinda og skyldna. Hann þarf því ekki að sætta sig við ranga hlutfallstölu. Hann getur hins vegar ekki upp á eigið einsdæmi gert breytingar á hlutfallstölum. Ef hlutfallstölur hafa verið ákveðnar standa þær þótt þær séu ekki byggðar á réttum grund- velli og breytingar á þeim verður að gera eftir fyrirmælum laga um fjöl- eignarhús. Í lögunum er mælt fyrir um að all- ir eigendur skuli eiga þess kost að vera með í ráðum um breytingar á hlutfallstölum. Samþykki allra eig- enda er áskilið ef breytingarnar hafa í för með sér eignayfirfærslu eða kvaðir á eignarhluta. Þeir verða þá allir að standa að slíkum breytingum og undirrita viðeigandi skjöl. Þýðing hlutfallstölu Morgunblaðið/Arnaldur Hús og lög eftir Hrund Kristinsdóttur, lögfræðing hjá Húseigenda- félaginu/huso2@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.