Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.09.2003, Blaðsíða 48
48 C MÁNUDAGUR 8. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir www.remax.is Sími 520 9550 ER EIGNIN ÞÍN FÖST Á SÖLUSKRÁ? Ásdís Ósk Valsdóttir 863-0402 asdis@remax.is VESTURBÆR – 5 HERBEGJA Heimilsfang: Seilugrandi Íbúð: 106,4 fm Auk geymslu: 13,3 fm Bílageymsla: 30,9 fm Byggingarár: 1981 Brunabótamat: 16 millj. Verð: 15,5 millj. FALLEG, BJÖRT OG OPIN 5 HERB. ÍBÚÐ Á 1. HÆÐ MEÐ SÉRINN- GANGI Í LITLU FJÖLBÝLI. Rúmgott eldhús, sem er opið inn í borðstofu. Stór og björt stofa þaðan sem er út- gengt á suðursvalir. Parket á öllum gólfum, en flísar í forstofu og á bað- herbergi. Góð og vel hirt útiveruað- staða. Stutt í alla þjónustu. SMEKK- LEG ÍBÚÐ, EN SJÓN ER SÖGU RÍK- ARI. Reynir Erlingsson sölufulltrúi RE/MAX sýnir eignina. Reynir Erlingsson – reynir@remax.is Beinn sími: 520 9556 – GSM: 896 9668 GARÐABÆR – 3JA HERBERGJA Heimilsfang: Hrísmóar Íbúð: 85,8 fm Byggingarár: 1985 Brunabótamat: 10,8 milj. Verð: 12,6 milj. BJÖRT OG FALLEG 3JA HERB. ÍBÚÐ Á 3. HÆÐ Í MEÐ SÉRINNGANGI Í LITLU FJÖLBÝLI. Rúmgóð og vel skipulögð íbúð miðsvæðis í Garðabæ. Nýlega standsett eldhús. Þvottahús og geymsla innan íbúðar. Stórar suðursvalir. Stutt í alla þjónustu. Getur verið laus fljótlega. Reynir Erlingsson sölufulltrúi RE/MAX sýnir eignina Reynir Erlingsson – reynir@remax.is Beinn sími: 520 9556 – GSM: 896 9668 GRAFARVOGUR – 4RA HERBERGJA Heimilsfang: Laufengi Íbúð: 101,9 fm Auk geymslu: 5,4 fm Byggingarár: 1992 Brunabótamat: 10,9 milj. Ásett Verð: 12,4 milj. BJÖRT OG OPIN 4RA HERB. ÍBÚÐ Á 2. HÆÐ MEÐ SÉRINN- GANGI Í SNYRTILEGU FJÖL- BÝLI. Rúmgóð og björt íbúð með góðum suðursvölum. Fjöl- skylduvænt hverfi og stutt í alla þjónustu. Reynir Erlingsson sölufulltrúi RE/MAX sýnir eignina Reynir Erlingsson – reynir@remax.is Beinn sími: 520 9556 – GSM: 896 9668 ENGJASEL – RAÐHÚS Heimilsfang: Engjasel Stærð eignar: 206,2 fm Auk bílskýlis: 30,7 fm Byggingarár: 1979 Brunabótamat: 21,4 milj. Ásett Verð: 19,9 milj. VANDAÐ OG RÚMGOTT RAÐ- HÚS INNST Í BOTLANGA Í FJÖSLKYLDUVÆNU HVERFI. Virkilega smekklegt raðhús á pöllum með sérsmíðuðum inn- réttingum. Flísar og parket á öll- um gólfum. Gróið og fjölskyldu- vænt hverfi. Stutt í alla þjón- ustu. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Reynir Erlingsson sölufulltrúi RE/MAX sýnir eignina. Reynir Erlingsson – reynir@remax.is Beinn sími: 520 9556 – GSM: 896 9668 KÓPAVOGUR – 5 HERBERGJA Heimilsfang: Furugrund Stærð eignar: 109,0 fm Byggingarár: 1975 Brunabótamat: 12,4 milj. Ásett Verð: 14,5 milj. GÓÐ OG VEL SKIPULÖGÐ 5 HERB. ÍBÚÐ Á 1. HÆÐ MEÐ SÉRINNGANGI Í LITLU FJÖL- BÝLI. Rúmgóð björt íbúð með suðursvölum. Aukaherbergi m/ gluggum í kjallara, gott til út- leigu. Gróið og barnvænt hverfi. Stutt í alla þjónustu. Reynir Er- lingsson sölufulltrúi RE/MAX sýnir eignina Reynir Erlingsson – reynir@remax.is Beinn sími: 520 9556 – GSM: 896 9668 ERTU Í SÖLUHUGLEIÐINGUM – MIKIL EFTIRSPURN VANTAR ALLAR STÆRÐIR EIGNA TIL SÖLUMEÐFERÐAR. FAGLEG OG PERSÓNULEG ÞjÓNUSTA. EKKERT SKOÐUNARGJALD FYRIR ÓFORMLEGT VERÐMAT. BRÁÐVANTAR FYRIR ÁKV. KAUPENDUR. 3JA – 4RA HERB. M/BILSKÚR 3JA – 4RA HERB. Á JARÐHÆÐ LÍTIÐ RAÐHÚS EÐA EINBÝLI M/BÍLSKÚR Reynir Erlingsson – reynir@remax.is Beinn sími: 520 9556 – GSM: 896 9668 Hans Pétur Jónsson, lögg. fasteignasali Ég tek eignir til sölumeðferðar en safna þeim ekki á skrá. Mitt markmið er að vinna fyrir þig og set ég metnað minn í að veita þér persónulega og góða þjónustu. Ef það er eitthvað sem hentar þér hafðu þá samband. Nánari upplýsingar á www.asdis.is, í símum 863-0402 520-9560 eða í tölvupósti: asdis@remax.is MJÓDD EFTIR fall Rómar leystistvesturhluti Rómaveldisupp í ný og sundurlausríki hálfvilltra, ger- manskra þjóðflokka þjóðflutninga- tímans og margra alda hnign- unarskeið borga og borgarmenningar hófst á þessu svæði. Sömu sögu var þó ekki að segja um austurhluta Rómaveldis, þar sem arf- taki þess, býsanska keisaradæmið, átti eftir að standa þúsund ár í viðbót. Raunar hafði þungamiðja Rómaveld- is lengi verið að færast austur á bóg- inn, sem átti mikinn þátt í því að Konstantín mikli flutti árið 330 höf- uðborg ríkisins til hinnar blómlegu grísku verslunarborgar Byzantion við Bospórussund, þar sem Evrópa og Asía mætast. Samkvæmt grískum heimildum var Byzantion stofnuð á sjöundu öld fyrir okkar tímatal – þar sem áður stóð þrakverska þorpið Lygos – af grískum landnemum frá borginni Megara. Foringi landnemanna er sagður hafa heitið Byzas og leitað ráða véfréttarinnar í Delfí áður en hann lagði í förina. Konstantínópel Hin nýja höfuðborg Rómaveldis telst stofnuð 11. maí árið 330 og var upprunalega nefnd Nea Roma, Nýja Róm. Fljótlega var þó farið að kenna borgina við stofnanda hennar og hún nefnd Konstantinoupolis, sem síðar varð Konstantinopel. Konstantín var fyrsti kristni keisari Rómaveldis og Konstantínópel var frá upphafi borg kristinna manna, efling hinna nýju trúarbragða og stofnun nýrrar höf- uðborgar var í rauninni hvort tveggja liður í viðleitni Konstantíns til að bjarga því sem bjargað yrði af hinu forna Rómaveldi. Nýju trúarbrögðin og nýja höf- uðborgin döfnuðu vonum framar hlið við hlið; á sjöttu öld hurfu síðustu leif- ar rómverskrar heiðni í djúp sög- unnar, um svipað leyti og stærsta kirkja heims reis af grunni í Konst- antínópel, kennd við heilaga visku, Hagia Sophia, sem í íslenskum forn- ritum breyttist í Ægisif. Stærð- armetið var ekki slegið fyrr en á end- urreisnartímanum með byggingu Péturskirkjunnar í Róm. Konstantínópel var afar vel stað- sett á mörkum Evrópu og Asíu, enda blómguðust þar strax verslun og við- skipti. Konstantín mikli hafði látið gera borgarmúra utan um mun stærra svæði en borgin náði yfir í byrjun, en hún var fljót að fylla upp í þann stakk og varð brátt stærsta borg Evrópu. Íbúafjöldinn í Konst- antínópel átti eftir að komast yfir 500 þúsund, jafnvel nálægt einni milljón, á sama tíma og einungis var að finna fáa og strjála smábæi í vestur- og norðurhluta Evrópu. Það var því engin furða að Konst- antínópel héti Mikligarður í munni norrænna manna og væri sveipuð miklum dýrðarljóma í þeim ritum sem síðar voru færð á bókfell hér uppi á Íslandi. Grettissögu lýkur t.d. í Miklagarði er Þorsteinn drómundur hefnir Grettis bróður síns – með því að kljúfa haus Þorbjarnar önguls nið- ur í kjálka með saxinu Grettisnaut – og er í sögunni dregin upp nokkur mannlífslýsing frá Konstantínópel á fyrri hluta 11. aldar. Austrómverska ríkið, sem oft er einnig nefnt býsanska keisaradæmið, varð fyrir miklu áfalli um miðja 7. öld, er ósigrandi herir fylgjenda Múham- meðs spámanns lögðu undir sig mest- öll landssvæði hins gamla Rómaveld- is, allt frá Spáni til Sýrlands og Palestínu. Eftir stóð aðeins kjarna- svæði býsanska keisaradæmisins í Þrakíu og Litlu-Asíu. Eigi að síður náði Býsansríki að rétta við á næstu öldum þó oft væri hart að því vegið úr ýmsum áttum, m.a. af slavneskum þjóðflokkum sem herjuðu á norðurlandamærin. Menn- ingarleg áhrif Býsansríkisins voru hins vegar slík að slavnesku þjóðirnar kristnuðust smátt og smátt frá Konstantínópel og ber menning Rússa og annarra þjóða Austur- Evrópu enn í dag nokkurn svip af hinu löngu horfna austrómverska keisaradæmi. Istanbúl Býsansríki stóð í mestum blóma frá níundu öld til fyrri hluta þeirrar elleftu, en eftir það hófst hnignun þess. Árið 1204 hertóku krossfarar frá Vestur-Evrópu Konstantínópel, enda þá orðin full skil með gagn- kvæmum bannfæringum milli hinnar rómversk-kaþólsku vesturkirkju og grísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Árið 1453 tókst svo Tyrkjum af ætt Ósm- ana að hertaka Konstantínópel, eftir að hafa þrengt æ meir að borginni um nokkurt skeið. Fall Konstantínópel og Býsansrík- isins er af mörgum talið hafa stuðlað að því að Evrópumenn fóru eftir þetta að beina sjónum sínum í aukn- um mæli út á Atlantshafið, sem leiddi til uppgötvunar nýrrar heimsálfu í vestri. Einnig átti flótti grískmennt- aðra fræðimanna frá Konstantínópel og öðrum borgum Býsansríkisins til Ítalíu mikinn þátt í að vekja þann mikla áhuga á menningararfi forn- aldar sem var svo mikilvægur þáttur í nýsköpun vestrænnar hugsunar á endurreisnartímanum. Á rústum Býsansríkis reis nú nýtt stórveldi Ósmana. Konstantínópel var áfram höfuðborg, en undir nýju nafni, Istanbúl, sem talið er vera af- bökun af „eis tan polin“, er á grísku merkir „til borgarinnar“. Hin forna höfuðkirkja Ægisif varð nú stærsta moska hins nýja múslimska heims- veldis. Áður en varði náði Ósmanaveldið frá ströndum Rauðahafs og allt til borgarhliða Vínarborgar. Nýr upp- gangstími hófst nú í borginni öldnu við Bospórus sem efldist og stækkaði að nýju. Glæsitímabil íslamskrar menningar, bókmennta og bygging- arlistar hófst í borginni, sem reis hæst á sextándu öld, á stjórnarárum Suleymans soldáns er nefndur var hinn stórfenglegi. Efling ríkja Vestur-Evrópu, sem náði hámarki með drottnandi stöðu þeirra á heimsvísu við lok 19. aldar, þýddi hins vegar endalok Tyrkjaveld- is. Í dag heldur þó Tyrkland allri Litlu-Asíu og litlu svæði Evrópu- megin Bospórus, þ.e. nokkurn veginn því svæði sem til forna nefndist Þrakía. Þar stendur enn hin mikla borg Istanbúl, áður Konstantínópel, sem því hlýtur að teljast vera evrópsk borg, þó svo að afar umdeilt sé hvort Tyrkland í heild geti talist til Evrópu. Íbúafjöldi Istanbúl er í dag um 11 milljónir og kemst engin önnur borg í Tyrklandi í námunda við þá stærð. Raunar eru aðeins tvær evrópskar borgir fjölmennari, Moskva og Lond- on, með 13 og 12 milljónir íbúa; París er heldur fámennari með um 10 millj- ónir íbúa. Í dag heldur Tyrkland allri Litlu-Asíu og litlu svæði Evrópumegin Bosporus. Þar stendur enn hin mikla borg Istanbúl, áður Konst- antínópel, sem því hlýtur að teljast vera evrópsk borg, þó svo að afar umdeilt sé hvort Tyrkland í heild geti talist til Evrópu. Á mörkum Evrópu og Asíu Merkar borgir eftir Jón Rúnar Sveinsson, fé- lagsfræðing hjá Borgarfræðasetri jonrunar@hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.