Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓNMUNDUR Guðmarsson, bæj- arstjóri í Seltjarnarnesbæ, segir að bærinn hafi ekki greitt lög- bundin gjöld til Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í nokkur ár, að- allega á níunda áratug nýliðinnar aldar, vegna þess að fjárhagsáætl- un hafi ekki borist frá stjórn Sin- fóníuhljómsveitarinnar eins og lög- in gerðu ráð fyrir en úr því hafi verið bætt og sveitin fái þessar 10 milljónir króna sem um sé að ræða frá og með næstu áramótum til viðbótar við árlegt framlag. Að sögn Jónmundar Guðmars- sonar hefur stjórnun Sinfóníu- hljómsveitarinnar verið með þeim hætti að upplýsingaflæði virðist vart hafa verið með besta móti. „Það er rétt að Seltjarnarnesbær innti ekki framlag sitt til SÍ af hendi á nokkru árabili á níunda áratugnum en samhengið skiptir máli. Skýringin er einfaldlega sú að það er forsenda framlagsins að SÍ sendi rekstraraðilum sveitar- innar rekstraráætlun komandi árs til umsagnar. Það brást þessi ár og því eðlilegt að Seltjarnarnes- bær héldi þeim eftir enda aldrei til þess stofnað að stjórnendur sveit- arinnar hefðu ígildi óútfylltra tékka frá rekstraraðilum.“ Gamalt mál Jónmundur segir að um leið og áætlanirnar og ársreikningar hafi borist hafi greiðslur hafist á ný, en gengið hafi verið frá uppgjöri á þeim framlögum sem upp á vanti. Sinfónían fái því um 10 milljónir króna frá Seltjarnarnesbæ á næstu árum til viðbótar við árlegt framlag sem sé um fjórar til fjórar og hálfa milljón á ári. „Bærinn hefur svo greitt árlegt framlag til sveitarinnar þegar áætlunin hefur legið fyrir og að auki gengið frá greiðslu framlaga frá fyrri árum sem koma þá til viðbótar. Ég tel að ástæðan fyrir þessum misbresti hjá sveitinni skýrist fyrst og fremst af hinum óskýru rekstar- og stjórnunartengslum sem Morg- unblaðið hefur þegar bent á í ágætri umfjöllun. Það eru því eðli- legar skýringar á þessu enda stöndum við ekki í þannig rekstri, að ráðstafa skattfé Seltirninga úr bæjarsjóði án fullnægjandi for- sendna.“ Jónmundur segir það hafa legið fyrir lengi að Seltjarnarnesbær hafi ekki borgað þessar greiðslur í nokkur ár enda hafi það meðal annars komið fram í ársreikning- um Sinfóníunnar. Óeðlilegt fyrirkomulag Seltjarnarnesbær og Reykjavík- urborg styðja Sinfóníuhljómsveit- ina ein sveitarfélaga. „Við viljum breyta þessu fyrirkomulagi því við teljum að framlagi okkar sé jafn- vel betur varið til eflingar menn- ingarmála á Seltjarnarnesi í þágu íbúa okkar nágranna,“ segir Jón- mundur en áréttar að Seltjarn- arnesbær myndi ekki skorast und- an ef öll sveitarfélög landsins sameinuðust um að styðja sveitina. „Þannig var þetta upphaflega hugsað og það er óeðlilegt fyr- irkomulag að einungis tvö sveit- arfélög sinni þessum skyldum á meðan önnur geri það ekki.“ Seltjarnarnesbær greiddi ekki framlag í nokkur ár Segir að Sinfónían hafi ekki skilað rekstraráætlunum INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, sagði á borgarstjórnarfundi á fimmtudag, að borgin færi að lögum og hefði greitt öll sín gjöld til Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í gegnum árin. Hefði engu skipt þótt fulltrúar borg- arinnar hefðu ekkert um Sinfóníu- hljómsveitina að segja hvað varðar stjórnun og rekstur. Í gegnum tíðina hafi verið sendir reikningar og jafn- vel bakreikningar sem hafi verið greiddir. Reykjavíkurborg leggur til 18% af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands og Seltjarnarnesbær legg- ur til 1%. Ingibjörg sagði ekkert óeðlilegt að stjórnendur borgarinnar gerðu at- hugasemdir við þetta fyrirkomulag og óskuðu eftir viðræðum við menntamálaráðherra um breytt fyr- irkomulag á þessum fjárstuðningi. Raunin sé ekki sú að hætt verði ein- hliða að greiða til hljómsveitarinnar heldur hafi borgarstjóri óskað eftir endurskoðun á aðkomu borgarinnar. Á þeim grundvelli verði síðan skoðað hvernig stuðningi borgarinnar verði háttað. Hún gerir ráð fyrir að niður- staða náist sem allir geta vel við unað. Aðkoma annarra sveitarfélaga ekki ósanngjörn krafa Alfreð Þorsteinsson, Reykjavíkur- lista, spurði Björn Bjarnason, Sjálf- stæðisflokki, hvort það væri óeðlileg krafa að önnur sveitarfélög en Sel- tjarnarnesbær og Reykjavíkurborg kæmu að stuðningi við Sinfóníu- hljómsveitina. Björn sagði það ekki ósanngjarnt og hann hefði rætt það við fulltrúa sveitarfélaganna í menntamálaráðherratíð sinni. Það eigi samt ekki að ráða afstöðu Reykjavíkurborgar til málsins. Þá sagði Stefán Jón Hafstein, for- maður menningarmálanefndar, að það hlyti að hafa verið yfirsjón hjá borgarráði að senda ekki bókun, þar sem boðað var að Reykjavíkurborg hætti stuðningi við hljómsveitina, til umsagnar menningarmálanefndar. Undir það tók Dagur B. Eggertsson. Borgin hefur alltaf greitt til Sinfóníunnar GÍSLI Sveinsson, hrossabóndi á Hestheimum í Ásahreppi, skammt frá Hellu, hefur látið sprengja stærðar holu í bergið framan við bæ- inn þar sem hann hefur í hyggju að byggja tónleikahöll. Að sögn Gísla er hugmyndin enn á hönnunarstigi en miðar að því að þak verði byggt ofan á hina náttúrulegu tónleikahöll. Ef af verður mun henni að nokkru leyti svipa til Temppeliaukio- kirkjunnar í miðborg Helsinki í smækkaðri mynd, en sú kirkja er byggð inn í klett með glerþaki og rómuð fyrir einstakan hljómburð og mörgu íslensku tónlistarfólki að góðu kunn. Gísli segist hafa heyrt þessa samlíkingu en sjálfur hafi hann aldrei komið í þá kirkju. Hann naut aðstoðar vegavinnumanna við framkvæmdirnar sem fram fóru sl. vetur. Myndin var tekin í síðustu viku er Gísli sýndi fulltrúum úr ungliða- hreyfingum stjórnmálaflokkanna staðinn en þau voru þar á ferð í fylgd landbúnaðarráðherra um Suð- urland. Gísli lýsti því yfir þá að allar hugmyndir að frekari útfærslu á tónleikahöllinni væru vel þegnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Holan í bergið er nánast hringlaga með gati í annan endann. Klettabeltið gnæfir yfir væntanlega tónleikagesti. Sprengt fyrir tónleikahöll RÍKISSAKSÓKNARI krefst þess að Gunnar Örn Örlygsson, alþing- ismaður Frjálslynda flokksins fyr- ir Suðvesturkjördæmi, verði dæmdur í eins mánaðar óskilorðs- bundið fangelsi fyrir umferðar- lagabrot, en hann afplánar um þessar mundir fangelsisdóm fyrir annað brot. Ákærði var stöðvaður á 103 km/ klst hraða í Húnavatnssýslu 4. ágúst árið 2001, á vegarkafla þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Í umrætt sinn var hann án ökuskírteinis þar sem hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Þetta var þriðja umferðarlagabrot hans og á þeirri forsendu var krafist fangelsisdóms. Ákæran var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Verjandi ákærða lýsti þeirri skoðun sinni að þar sem svo langt væri um liðið frá umferðarlaga- brotinu hefði átt að taka málið og dæma með máli því sem skjólstæð- ingur sinn sæti nú inni fyrir. Hefði það ekki vegið þungt í því, að hans mati. Einnig hefði ökuhraðinn ekki verið það mikill umfram hámarks- hraða að fangelsisrefsing væri við- eigandi. Af öllu þessu fór hann fram á að ákærði hlyti vægustu refsingu. Dóms er að vænta á miðvikudag Dómarinn, Valtýr Sigurðsson, tók sér frest fram á miðvikudag til að kveða upp dóm. Ákærði afplánar nú dóm sem hann hlaut árið 2002 fyrir bók- haldsbrot, brot á lögum um um- gengni um nytjastofna sjávar og stjórn fiskveiða. Var hann dæmdur í 6 mánaða fangelsi, þar af 3 mán- uði skilorðsbundna. Ríkissaksóknari krefst dóms yfir alþingismanni „ÉG ER afskaplega undrandi á því að Alþýðusambandið skuli sjá ástæðu til þess að senda frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni,“ segir Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, um yfirlýsingu ASÍ vegna þess að hann færði ítalska fyrirtækinu Impregilo þakkir á fundi fyrir helgi. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé mikilvægt að hið já- kvæða komi fram og það sem vel er gert en ekki eingöngu það neikvæða.“ Halldór Ásgrímsson segir að á fundinum á Egilsstöðum hafi hann sagt að ítalska fyrirtækið yrði að sjálfsögðu að standa við sínar skuldbindingar og settar reglur, en hann hafi séð ástæðu til að þakka stjórnendum fyr- irtækisins fyrir að hafa komið að þessu verki, því þeir hafi ver- ið lægstbjóðendur. „Ég er þeirr- ar skoðunar að framkvæmdir hefðu ekki farið í gang nema vegna þess að Ítalirnir buðu í verkið,“ segir hann. Utanríkisráðherra segist ekki hafa minnst á Alþýðusamband Íslands í ræðu sinni og því sjái hann ekki tilefni þess að ASÍ sendi frá sér þessa yfirlýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu á sunnudag. Fram hafi komið hjá ASÍ að tilraun hafi verið gerð til að kynna sér málið vegna þess að hann hefði greinilega ekki nauð- synlegar upplýsingar. ASÍ hefur enga tilraun gert til að ná fundi „Ég hef þær upplýsingar sem ég tel mig þurfa til að segja það sem ég sagði og Alþýðusam- bandið hefur ekki gert nokkra tilraun til að ná fundi með mér um þetta mál,“ segir Halldór Ásgrímsson. Undrandi á yfirlýsingu ASÍ SAFNAÐ verður fyrir heimili fyrir yfirgefin kornabörn á El Shaddai- barnaheimilinu á Indlandi í söfnun sem ABC-hjálparstarf á Íslandi stendur fyrir, en Íslendingar hafa fjármagnað bæði byggingu og rekst- ur barnaheimilisins frá stofnun þess árið 1995. Forstöðukona heimilisins, Eva J. Alexander, er nú stödd hér á landi, en hún stofnaði barnaheimilið árið 1995. Nú búa þar um 150 börn, auk 18 kornabarna. Hefur fjármagni til byggingar heimilisins verið safnað mestmegnis af íslenskum börnum í gegnum söfnunina Börn hjálpa börn- um. Safnað verður fyrir heimili fyrir yfirgefin kornabörn, auk þess sem leitað er stuðningsaðila fyrir þau börn sem vantar stuðning. Einnig er von- ast til þess að nóg safnist fyrir gas- væddu eldhúsi á barnaheimilið. Reikningur söfunarinnar er í Ís- landsbanka: 515-14-280000, kt. 690688-1589. Bjó við ofbeldi tengdafólks Eva giftist manni af æðstu stéttinni á Indlandi og átti fjölskylda hennar ekki fyrir heimanmundinum. Þótt hjónabandið væri gott bjó hún við of- beldi frá hendi tengdafólks síns og í gegnum störf sín hjá hinu opinbera komst hún að því að það var fjöldi kvenna í sömu sporum. Hún gerðist því talsmaður kvenna og dró marga eiginmenn fyrir dómstóla vegna slæmrar meðferðar á konum sínum. Safnað fyrir yfir- gefin kornabörn FLOSI Arnórsson stýrimaður sem sat í gæsluvarðhaldi og síð- ar fangelsi í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum fyrir ólöglegan vopnaburð 24. apríl er kominn til landsins. Flosi lenti um klukkan 15 í gærdag, eftir að hafa flogið frá Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum til Istanbúl í Tyrk- landi, þaðan til Danmerkur og að lokum til Íslands. Í stuttu samtali við Morgun- blaðið sagði Flosi að ferðalagið hefði gengið vel en gaf ekki kost á frekari viðtölum. Hann kvaðst vera afar þreyttur eftir langt og strangt ferðalag. Flosi kominn til landsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.