Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 11 UM 60 danskar verslanir í eða við Kaupmannahöfn hafa nú ferskt ís- lenskt lambakjöt á boðstólum, og von- ir standa til að sá fjöldi tvöfaldist næsta haust, en mikið starf hefur ver- ið unnið í því að kynna kjötið þar í landi undanfarið. Hagkvæmasta leiðin til að kynna íslenskt lambakjöt erlendis virðist vera að kynna kjötið og framleiðslu- hætti fyrir kaupmönnum og bjóða þeim hingað til lands til að fræðast um hvernig landbúnaðurinn fer fram hér á landi, og mun hópur danskra fjölmiðlamanna auk danskra og bandarískra kaupmanna koma hing- að til lands í næstu viku til að fræðast um íslenskan landbúnað, segir Bald- vin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms, sem sér um kynningu og markaðssetningu íslensks lambakjöts erlendis, í samvinnu við Norðlenska og Sláturfélagið. „Í Danmörku munum við leggja upp með það sama og í Bandaríkj- unum, að fræða kjötkaupmennina sjálfa um íslenskan landbúnað. Það þarf að kynna fyrir Dönum að það sé ennþá stundaður landbúnaður upp á gamla móðinn, blandaður búskapur í dreifbýli, og að allt rautt kjöt á Íslandi sé náttúrulega framleitt,“ segir Bald- vin. Gera þátt um landbúnaðinn Meðal þeirra fjölmiðla sem vænt- anlegir eru hingað til lands er danska ríkissjónvarpið, sem mun gera þátt um íslenskan landbúnað. Með þeim í för verða svo 10 danskir og 20 banda- rískir kjötkaupmenn, ásamt blaða- mönnum frá dönskum blöðum og tímaritum. „Þeir koma hingað og fara í göngur og réttir og upplifa bóndann í sínu umhverfi, heimsækja bændur, afurðastöðvar og sláturhús,“ segir Baldvin. Bandarískir kaupmenn sem komu í samskonar ferð í fyrra sýndu mikla söluaukningu á íslenska kjötinu eftir ferðina, og seldu 30% meira en þeir sem ekki fóru. Á síðustu fjórum árum hefur verið unnið að markaðssetningu á íslensku lambakjöti með nýjum formerkjum, og það markaðssett sem lúxusvara í Bandaríkjunum. Kjötið er selt í lúx- usverslunum sem eru með hærra verð, en hafa sýnt góðan árangur í sölu kjötsins. Baldvin segir að hægt sé að sjá það af markaðssetningunni í Bandaríkunum að það sem virðist virka best sé að bjóða þeim sem starfa í þessum geira, í þeim verslunum sem selja lambakjötið, hingað til lands til að upplifa hvernig landbúnaðurinn gengur fyrir sig hér á landi. Í versl- ununum liggja svo frammi bæklingar þar sem bæði kjötið og ferðalög til Ís- lands eru kynnt. „Það hefur verið reynt að selja fryst kjöt til Danmerkur en í nútíma- matvælaiðnaði fæst aldrei sama verð fyrir fryst kjöt og ferskt kjöt,“ segir Baldvin. Hann segir að eftir samtöl við kjötkaupmenn í verslunum í Dan- mörku hafi hann sannfærst um að það þýði ekki að selja fryst kjöt á háu verði, það verði að selja það ferskt til að koma fólki á bragðið og fylgja því svo eftir með frystu kjöti. „Við erum búin að finna ódýra, hag- kvæma leið til að markaðssetja ís- lenska lambakjötið. Við verðum með 150 búðir sem selja íslenska lamba- kjötið í ár, 90 í Bandaríkjunum og 60 í Danmörku. Hugmyndin er að fjölga þeim í a.m.k. 200 á næsta ári. Við verðum að fjölga búðunum því hver búð selur tiltölulega lítið magn, mun minna en t.d. íslenskar búðir.“ 200 þúsund fá að smakka Heildarkostnaður við þessa mark- aðssetningu er um 40 þúsund kr. fyrir hverja búð á hverjum mánuði, eða um 6 milljónir kr. á mánuði fyrir þessar 150 búðir sem nú selja íslenska lambakjötið í sláturtíð. „Við þurfum að reyna að nýta þessa fjármuni eins vel og hægt er, við þurfum að fá fólk til að fræðast um Ísland svo það geti borið hróður landsins til annarra. Við viljum geta fengið fólkið sem vinnur í kjötborðinu til að segja þessa sögu um Ísland og búa til fræðsluefni og bæklinga sem við sendum í búðirnar. Við höfum ekki efni á að kaupa aug- lýsingar í stórum mæli enda fjármun- irnir mjög litlir sem fara í þetta. Þessi leið hefur reynst mjög vel. Það sem hefur virkað best er að gefa fólkinu að smakka kjöt, því íslenskt lambakjöt er allt öðruvísi en annað lambakjöt. Við munum því standa fyrir um 720 kynningum í Bandaríkjunum í haust og 100 í Danmörku og reiknum með að yfir 200 þúsund manns fái nú að smakka íslenska lambakjötið,“ segir Baldvin. Ferskt íslenskt lambakjöt í verslanir í Danmörku Ljósmynd/Áskell Þórisson Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, ræddi við neytendur í dönskum verslunum. Kynna kjötið og landið fyrir kaupmönnum JÓSAFAT J. Líndal, fyrrverandi sparisjóðs- stjóri, lést á Hjúkrun- arheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi laugardaginn 6. september síðastlið- inn, 91 árs að aldri. Jósafat fæddist á Holtastöðum í Langa- dal, Engihlíðarhreppi, Austur-Húnavatns- sýslu 21. júní árið 1912. Foreldrar Jósafats voru Jónatan Jósafats- son Líndal, bóndi og hreppstjóri á Holta- stöðum og áður kaup- félagsstjóri á Blönduósi, og fyrri kona hans, Guðríður Sigurðardóttir Lín- dal, húsfreyja á Holtastöðum og áður forstöðukona Kvennaskólans á Blönduósi. Jósafat lauk fullnaðarprófi 1926, gagnfræðaprófi á Akureyri 1931, prófi frá Købmandsskolen í Kaup- mannahöfn 1935 og stundaði þar framhaldsnám í Handelshøjskolen, Den Handelsvidenskabelige Lære- anstalt og útskrifaðist þaðan 1938. Á námsárunum í Kaupmannahöfn starfaði Jósafat hjá Centralanstalten for Revision. Eftir heimkomuna 1938 hóf hann störf hjá Shell hf. á Íslandi. Þar starfaði hann sem aðalbókari og skrifstofustjóri til 1967, en var spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Kópavogs 1967–1984. Jósafat var forstöðu- maður Sjúkrasamlags Kópavogs um langt skeið, einn af stofnend- um Sparisjóðs Kópa- vogs 1954, löngum stjórnarformaður og sat í stjórn SPK fram á tí- unda áratug síðustu ald- ar. Hann sat í verslun- ardómi í Kópavogi og hafði umsjón með eftir- launasjóði Skeljungs í áratugi. Jósafat var kosinn í hreppsnefnd Kópavogs- hrepps fyrir Sjálfstæð- isflokkinn 1952, sat í hreppsnefnd og síðar bæjarstjórn til 1960, gerði ásamt Hannesi Jónssyni tillögu um að Kópavogur yrði kaupstaður, sem varð 1956. Hann var safnaðarfulltrúi og sóknarnefndarmaður Kópavogs- og Kársnesprestakalls frá 1952 og vann ötullega að byggingu Kópavogs- kirkju sem vígð var 1962. Jósafat var einn stofnfélaga frímúrarastúkunnar Mímis og félagi í Lionsklúbbi Reykja- víkur og Rotaryklúbbi Kópavogs. Hann var búsettur í Kópavogi frá 1951. Jósafat kvæntist 17.7. 1938 Kat- hrine Elisabet Áslaugu Líndal, frá Suðurey í Færeyjum. Börn Jósafats og Áslaugar eru: Erla Guðríður Katr- ín, Jóhanna, Kristín og Jónatan Ás- geir. Andlát JÓSAFAT J. LÍNDAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.