Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals í eigu Landsbanka Íslands var opnuð í Landsbankanum á Akureyri sl. sunnudag og stendur til 19. september. Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs, opnaði sýn- inguna formlega. Sýningin er haldin í tilefni af 75 ára afmæli starfsmannafélags Landsbankans. Í afgreiðslusal bankans eru sýnd 22 verk, einkum portrett og teikningar, þar á meðal portrettmyndir af fyrstu bankastjórum Lands- bankans. Á efri hæð bankans eru sýnd tíu mál- verk meistarans frá ýmsum tímum og eru þau dæmigerð fyrir lífslist hans, segir m.a. í frétta- tilkynningu bankans. Listaverkasafn Landsbanka Íslands telur nú um 1.200 verk. Þar af eru um 60 verk eftir Kjar- val en að auki á bankinn verk eftir alla helstu málara þjóðarinnar á síðustu öld. Það er vilji bankaráðs að opna fólki aðgang að fágætum málverkum bankans. Sýningin á Akureyri er op- in á afgreiðslutíma Landsbankans virka daga og á milli kl. 14 og 17 um helgar. Í tilefni 75 ára afmælis starfsmannafélagsins var árshátíð Landsbankans haldin í Íþróttahöll- inni á Akureyri sl. laugardagskvöld. Hátíðina sóttu starfsmenn bankans víðs vegar að af land- inu og makar þeirra, alls um 700 manns. Morgunblaðið/Kristján Rúmlega 30 verk eftir Jóhannes S. Kjarval eru til sýnis í afgreiðslusal og á efri hæð Landsbankans á Akureyri. Bankinn á um 60 verk eftir meistara Kjarval og alls um 1.200 listaverk. Morgunblaðið/Kristján Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, við opnun sýningarinnar. Kjarval sýndur í Landsbankanum ALDREI hafa mælst jafnmörg frjókorn í einum mánuði á Ak- ureyri og í nýliðnum ágúst. Munar þar mest um grasfrjóin sem urðu ríflega 1.500 en í sama mánuði í fyrra losuðu þau 1.000. Margrét Hallsdóttir hjá Náttúrufræðistofn- un Íslands segist telja skýringuna á þessu mjög gott veður í Eyjafirði í sumar. „Það er mun meiri gróska þegar veðrið er gott. Fyrir norðan eru vindarnir þurrastir sem koma að sunnan og út Eyjafjörðinn,“ sagði Margrét við Morgunblaðið. Hún benti á að upptökusvæði frjókorna væri mjög stórt fyrir Akureyri; mörg tún og stór eru í firðinum, og sunnanátt hefði verið rík í sumar, jafnframt miklum hlýindum. „Við höfum ekki mælt lengi á Akureyri. Þetta er sjötta sumarið, og við vitum því ekki hvort frjó- magnið er meira við einhverjar aðrar aðstæður, en ég held þó að sunnanáttin sé meginskýringin.“ Fyrsta sumarið sem mælt var á Akureyri, 1998, var frjómagn alls 942 en í sumar var samsvarandi tala 1604; 1604 frjó í hverjum rúm- metra. Þar af var langmest um grasfrjó, 1556. Fjórum sinnum fór frjótala grasa í um eða yfir 200 á sólar- hring nú í ágúst og þegar mest var, 4. ágúst, fór hún í 342. Frjó- tala er mælieining fyrir magn frjó- korna í andrúmsloftinu og gefur til kynna hver var meðalfjöldi frjó- korna í einum rúmmetra lofts við- komandi sólarhring. Fyrsti dagur sumarsins þegar engin frjókorn mældust var 20. ágúst og fá grasfrjó voru á ferð- inni síðustu viku mánaðarins. Lítið var um frjókorn annarra tegunda í ágúst og frjótala þeirra sjaldnast hærri en einn. „Ég vonast til þess að þetta sé að verða búið og við höfum verið að gera því skóna. En það verður þó spennandi að sjá hver þróunin verður. Frjótölur hafa verið lágar að undanförnu enda grös orðin gulleit og ég hélt að frjókornin væru ekki lengur til staðar.“ En fyrst hlýindakafli hefur verið und- anfarið væri aldrei að vita. „Það var til dæmis mikið um frjókorn fyrstu vikuna í september í fyrra,“ sagði Margrét. Áberandi aukning var á því að fólk leitaði til Heilsugæslustöðv- arinnar á Akureyri um og fyrir miðjan ágúst vegna frjókornaof- næmis. Einkum var um að ræða óþægindi í öndunarvegi og augum. Frjótölur aldrei hærri á Akureyri en í ágúst KENNARADEILD Háskólans á Akureyri fagnar 10 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni var efnt til hátíðardagskrár í húsnæði deildarinnar við Þingvallastræti sl. laugardag, undir yfirskriftinni; Mennt er máttur. Fram kom í ávarpi Guðmundur Heiðars Frí- mannssonar deildarforseta að kennaradeildin væri fjölmennasta deild HA með rúmlega 500 nem- endur og hefur nemendafjöldi tæp- lega þrefaldast á síðustu fimm ár- um. Fram kom í máli Þorsteins Gunn- arsson, rektors HA, að nefnd á veg- um menntamálaráðuráðuneytisins, sem hann átti sjálfur sæti í, hefði fyrir stofnun kennaradeildar spáð því að nemendafjöldi hennar árið 2002 yrði 110 manns. Það ár hefðu nemendur deildarinnar hins vegar verið 440 talsins. Þorsteinn sagði að þær vonir sem bundnar voru við kennaradeild í upphafi hefðu fylli- lega ræst og rúmlega það. Guðmundur Heiðar sagði að eftir fimm ár yrðu nemendur deildarinn- ar um 700 talsins. Hann sagði að stóra verkefnið á næstu 10 árum væri að efla rannsóknir. Einnig fluttu ávörp þeir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Ís- lands, Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindadeildar HÍ, og Krist- ján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri. Fram kom í máli mennta- málaráðherra að Háskólinn á Akureyri hefði verið stofnaður á sama tíma og ríkisvaldið stóð í nið- urskurði á útgjöldum. Ákvörðunin hefði því verið mjög umdeild og gagnrýnd víða. Menntamálaráð- herra sagði að á meðal þeirra ástæðna sem nefndar hefðu verið í gagnrýni á skólann væri að hann væri fámennur og dýr. Stofnun kennaradeildar hefði breytt því og sú ákvörðun hefði átt stóran þátt í efla skólann og eyða efasemdar- röddum. Menntamálaráðherra sagði að kennaradeildin hefði reynst vel og uppgangur HA verið einhver allra mikilvægasta aðgerð í byggðamálum sem gripið hefði ver- ið til. Um það efaðist enginn í dag. Tómas Ingi tók undir með forseta kennaradeildar og öðrum sem tóku til máls varðandi mikilvægi rann- sókna. Hann sagði þó að mikilvægt væri að jafnvægi væri í rannsókn- um. Of mikið væri af rannsóknum á skorti og vöntun, ekki væri síður mikilvægt að rannsaka hvers vegna okkur vegnaði svona vel í samfélagi þjóðanna. Ólafur Proppé, rektor KHÍ, sagði að skólarnir hefðu átt ágætt sam- starf. Það hefði farið vaxandi og fyrir lægju drög að auknu samstarfi skólanna. „Okkur ber að efla sam- starf skólanna til eflingar kennara- menntunar í landinu.“ Ólafur Þ. Harðarson, deildarfor- seti félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, sagði að varðandi starfs- menntun kennara væri brýnt að taka á starfsþjálfun með samningi milli stofnana. Ólafur sagði gagn- legt að huga að því af hverju hefðu orðið framfarir í veröldinni. Hann sagði að forsenda framfara væru fé- lagslegir þættir – skikkanlegt stjórnkerfi, hagkerfi og félagskerfi. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði að stofnun kennara- deildar hefði verið mikið framfara- spor fyrir Akureyri og að bærinn og HA hefðu átt gott samstarf. Með tilkomu kennaradeildar hefði hlut- fall réttindakennara í grunn- og leikskólum aukist mikið, úr 75% í 90% í grunnskólum bæjarins og úr 40% í 60% í leikskólum. Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, sagði jafnframt að þessi þróun um aukið hlutfall réttindakennara ætti eftir að halda áfram á lands- byggðinni. Anna Þóra Baldursdóttir, lektor og brautarstjóri framhaldsdeildar, flutti erindi á hátíðardagskránni, sem bar yfirskriftina: Framlag kennaradeildar til fræða- og starfs- umhverfis kennara. Sett var upp sögu- og listsýning í húsnæði deild- arinnar, auk sem deildin stóð fyrir málstofu, sem tengdist lokaverkefni í kennaradeild. Hátíðardagskrá í tilefni 10 ára afmælis Kennaradeildar Háskólans á Akureyri Allar vonir ræst og vel það Morgunblaðið/Kristján Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra ræðir við Þorstein Gunnarsson, rektor HA, t.v., og Ólaf Þ. Harðarson, forseta félagsvísindadeildar HÍ, t.h., á hátíðardagskrá kennaradeildar HA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.