Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 18
AUSTURLAND 18 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FISKVERKUNIN Skútuklöpp var stofnuð á vordögum árið 2000 af Guðna Ársælssyni, Páli Óskarssyni og Grétari Arnþórssyni. Fyrirtækið var fyrsta árið á Fáskrúðsfirði, en flutti aðalstöðvar sínar um set til Stöðvarfjarðar eftir að hafa fengið þar úthlutað byggðakvóta. „Við erum aðallega að verka salt- fisk og höfum líka fært okkur dálítið yfir í ferskan fisk í flug og frystan fisk,“ segir Guðni. Húsið sprakk af verkefnum „Við höfum unnið fiskinn hér á Stöðvarfirði, en í vor var orðið svo mikið að gera í húsinu að við þurftum að pakka saltfiskinum okkar á Fá- skrúðsfirði.“ Guðni á útgerð með föður sínum og segist auk aflans þaðan taka um það bil helming afla frá smábátum á Stöðvarfirði. „Við erum að gera að á milli 1.000 og 1.500 tonnum á ári, en í eiginlegri vinnslu erum við í svona 600 til 800 tonnum. Saltfiskurinn fer aðallega suður á Spán og steinbíturinn til Frakklands og Belgíu.“ Starfsfólkið hjá Skútuklöpp hefur verið tólf í verkun, sex í beitningu og tveir á sjónum. Þeir hjá Skútuklöpp eru með þorskeldi í burðarliðnum, í samstarfi við Loðnuvinnsluna og Ósnes á Djúpavogi. Guðni segist vilja fara hægt í sak- irnar og sjá til hvernig gengur. Verið er að kaupa gildrur til að ná fiskinum þegar hann gengur og úthlutunin er þrjátíu tonn. Dýrt að undirbúa þorskeldi „Menn gera sér oft ekki grein fyr- ir því hvað það kostar að undirbúa þorskeldi,“ segir Guðni. „Ef þú færð einhvern til að veiða fyrir þig þarftu auðvitað að borga honum það, bún- aður kostar sitt og þrjátíu tonna út- hlutun eru einhverjar þrjár milljónir sem þarf að leggja út. Svo slátrarðu fiskinum ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár og færð enga innkomu fyrr. Ég var nú í þorskeldi á árunum 1991 til 1993, en þá vorum við stoppaðir af stjórnvöldum því þetta mátti ekki þá. Ég á því bæði kvíar og töluverð- an búnað til að leggja í þetta núna.“ Guðni segir hafa verið gott á lín- una í sumar, en minna á færið. Hann er í meðallagi bjartsýnn á síldveið- ina, segir veiðina hafa verið frekar lélega í fyrra og eigi ekki sérstaklega von á betra nú þar sem síldin sé smá. Líst í meðallagi vel á síldina Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Unnið á fullu í fiskvinnslu Skútuklappar á Stöðvarfirði. F.v. Alda Hrönn Jónasdóttir, Adam Polzky, Guðni Ársælsson og Fjalar Víðisson. Stöðvarfjörður Fiskverkunin Skútuklöpp á Stöðvarfirði er með þorskeldi í burðarliðnum AFKOMA Hafnarsjóðs Fjarða- byggðar hefur sjaldan verið betri. Mikill afli hefur farið um hafnir Fjarðabyggðar og umfang vöru- flutninga vegna Kárahnjúkavirkjun- ar verið vaxandi. Á heimasíðu Fjarðabyggðar segir að heildarafli sem borist hefur í land í höfnum sveitarfélagsins nemi nú 346.162 tonnum. Til bræðslu hafa komið 149.530 tonn af kolmunna, 127.350 tonn af loðnu, 22.593 tonn af síld og frosinn og ísaður afli til full- vinnslu var 46.689 tonn. Á sama tíma í fyrra höfðu 330.624 tonn borist á land. Umfang vöruflutninga um hafnir sveitarfélagsins er mjög vaxandi og vega þar flutningar vegna mann- virkjagerðar á Kárahnjúkasvæðinu þyngst, sem og aukin umsvif verk- takafyrirtækja. Aukin umsvif í höfnum Fjarðabyggð FASTEIGNAVERÐ í Fjarðabyggð hefur hækkað verulega síðustu mán- uði og virðist vera allt að 60% hærra en fasteignamat. Samkvæmt samanburði á fast- eignamati og söluverði íbúðarhús- næðis á þessu ári, kemur í ljós að söluverð eigna er um 60% hærra en fasteignamat segir til um. Fram kemur á heimasíðu Fjarða- byggðar að bæjaryfirvöld hafi vakið athygli Fasteignamats ríkisins á þessu, enda sé það verulegt hags- munamál fyrir sveitarfélagið að fast- eignamat sé rétt. Er reiknað með leiðréttingu, í ljósi þess að fasteigna- mat eigi að endurspegla markaðs- verð eigna á hverjum tíma. Fasteignasala hefur verið lífleg í Fjarðabyggð það sem af er árs og töluverður skortur á leiguhúsnæði. Eru nú um 30 aðilar á biðlista eftir íbúðum í eigu sveitarfélagsins. Hef- ur leiguverð hækkað til samræmis við eftirspurnina. Fasteigna- verð hækk- ar í Fjarða- byggð Fjarðabyggð STJÓRN Vökuls stéttarfélags, hef- ur sent frá sér ályktun þar sem lýst er vonbrigðum með að leggja skuli eiga niður sauðfjárslátrun á Breiðdalsvík. „Þar hefur verið rek- ið sláturhús áratugum saman og verið fastur þáttur í atvinnulífi staðarins. Stefna stjórnvalda virð- ist vera að slátrað verði á sem fæstum stöðum á landinu til að hagræða án þess að nokkur atvinna komi í staðinn. Gera stjórnvöld sér grein fyrir þeim gífurlega tilflutn- ingi á atvinnu sem það hefur í för með sér og áhrifum þess á íbúana og þá þjónustuaðila sem þjónustað hafa sláturhúsin?“ segir í ályktun- inni. Vonbrigði að leggja á niður sláturhús á Breiðdalsvík Breiðdalsvík NÝR Soroptimistaklúbbur var stofnaður á Austurlandi um helgina. Klúbburinn leit dagsins ljós á Borg- arfirði eystri að viðstöddum 150 Sor- optimistakonum alls staðar að af landinu. Í klúbbnum eru til að byrja með konur frá Fljótsdalshéraði, Seyðis- firði og Borgarfirði. Soroptimist International eru al- þjóðleg samtök kvenna sem hafa að markmiði að vinna að bættum mann- réttindum og eflingu stöðu kvenna. Alls munu um 94 þúsund konur starfa sem Soroptimistar í heiminum í dag, en á Íslandi eru starfandi 16 klúbbar um þessar mundir með um 453 félögum alls. Soroptimistar á Austurlandi Borgarfjörður eystri ÞESSI þungbúni karl gægðist yfir rekkverk í garði ein- um á Fáskrúðsfirði. Hann minnti helst á haustið, sem lætur nú á sér kræla þó að enn skarti náttúran blóm- legu litskrúði eftir afburða gott sumar. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Gægist yfir rekkverkið FULLTRÚAR verkalýðsfélaga í Samráðsnefnd vegna virkjunarsamnings kynntu sér fram- kvæmdir og aðbúnað starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun í gær. Hafa fulltrúarnir lýst mikl- um áhyggjum yfir aðbúnaði og kjaramálum á svæðinu, ekki síst aðlútandi erlendum vinnukrafti. Viðbragða eftir skoðunarferðina er að vænta í dag. Forsvarsmenn ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo segja nú vel ganga að koma upp her- bergjum fyrir starfsmenn. Ríflega hundrað séu tilbúin í aðalbúðum við Kárahnjúka og á næstu dögum reiknað með að lokið verði á fimmta hundrað vistarverum alls, í þeim þremur búðum sem verið að reisa á svæðinu. Um sjö hundruð manns starfa nú á virkjana- svæðinu við Kárahnjúka og eru um 500 þeirra er- lendis frá. Fjárlaganefnd Alþingis var einnig í skoðunar- ferð um virkjunarsvæðið í gær, en nokkrar þing- nefndir hafa heimsótt vlðið að undanförnu. Verkalýðsfélögin skoða aðbúnað á virkjunarstað Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Horft framhjá viðvörunarskiltum inn á vinnusvæði virkjunarinnar. Fremri-Kárahnjúk ber á milli. Kárahnjúkavirkjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.