Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ M argir afgreiða deil- ur um her og notkun vopna- valds einfaldlega með því að þeir séu á móti öllu ofbeldi. Fátt er feg- urri músík í eyrum harðstjóra og hryðjuverkamanna sem hafa þá fengið einkarétt á að beita vopna- valdi. Þegar ákveðið var á sínum tíma að stofna Sameinuðu þjóð- irnar hófust sams konar deilur og urðu þegar forveri þeirra, Þjóða- bandalagið kom í heiminn. Hvern- ig á að bregðast við ef einhver brýtur gegn samþykktunum og beitir ofbeldi gegn annarri aðild- arþjóð? Hver á að sveifla refsi- vendinum? Allt frá stofnun SÞ hefur neit- unarvald fimm ríkja í örygg- isráðinu og hagsmunatogstreita þeirra valdið því að ráðið hefur aðeins tvisvar lagt blessun sína yfir hernað. Árið 1950 var samþykkt að svara árás Norður-Kóreumanna á grannana í suðri en svo vildi til að Sovétmenn, vinir N-Kóreumanna, tóku þá ekki þátt í fundum örygg- isráðsins vegna deilna við vest- urveldin. Hin undantekningin var árið 1990 þegar samþykkt var að fjölþjóðlegt herlið skyldi reka her Saddams Husseins frá Kúveit. Brot Íraka var einfaldlega svo gróft að engin rök var hægt að nota til að verja aðgerðaleysi. Hvers vegna var ekki að þessu sinni hægt að beita friðsamlegum aðferðum gegn Saddam? Nú virð- ist ljóst að þótt hann hafi ekki skort viljann til að eignast efna- og sýklavopn hafi hann varla átt mik- ið af þeim. En eins og demókratinn James Woolsey, fyrrverandi yfir- maður bandarísku leyniþjónust- unnar, segir þá er vandinn við að finna vopn af þessu tagi mikill, séu þau vel falin. Eftirlitsmenn SÞ létu eyða miklu af efnavopnum Saddams þar til þeir voru reknir burt 1998. En sé kunnáttan til staðar eru menn eldfljótir að koma sér aftur upp birgðum af þessum vopnum. Efnavopn eru að jafnaði fram- leidd í hefðbundnum verksmiðjum fyrir áburð. Hægt er að breyta framleiðslulínunni á örskotsstund ef hætta er á að einhver fari að snuðra. Enn minni er fyrirferð sýklavopna, oft er nóg að eiga ör- lítið af þeim í nokkrum tilrauna- glösum á vísum stað. Hægt er að rækta örverurnar með því að fóðra þær og framleiða birgðir af þeim á nokkrum vikum. Ekki er auðvelt að beita vopnum af þessu tagi í hernaði, til þess þarf helst há- þróaða tækni. Fyrst og fremst er um að ræða vopn sem hægt er að nota til að valda skelfingu meðal óbreyttra borgara og jafnvel vit- undin um að óvinurinn ráði yfir þeim getur verið öflugt, sálfræði- legt vopn. Einn af vísindamönnum Íraka fékk að eigin sögn, nokkrum dög- um áður en átökin hófust í mars, skipun um að eyða a.m.k. hluta af þeim litlu birgðum sem hann segir að hafi verið til. Síðan átti hann að fela vandlega öll gögn um fram- leiðsluna, til síðari nota. Annar vís- indamaður hefur beinlínis vísað á falin gögn sem nota átti við fram- leiðslu kjarnorkuvopna þegar um hægði. Íraka skorti enn bæði þekkingu og nægilegt magn af auðguðu úrani til að búa til kjarn- orkuvopn. Hvers vegna þetta „óðagot“ haustið 2002 þegar Saddam hafði hvort sem var fengið að brjóta gegn samþykktum öryggisráðsins í meira en áratug? Þeir sem kynna sér stöðu Íraka um þetta leyti með því að blaða í gömlum fréttum átta sig umsvifa- laust á einu: Írakar voru að vinna taugastríðið gegn öryggisráðinu. Efnahagslegu refsiaðgerðirnar tryggðu að vísu að stjórnvöld í Bagdad áttu ekki auðvelt með að byggja upp fyrri árásarmátt ríkis- ins. En í arabaheiminum fóru jafnt ofsatrúarmenn sem þjóðernis- sinnar hamförum, Bandaríkja- menn og Bretar væru með refsiað- gerðum gegn Saddam að kvelja saklausa Íraka og að baki væri hatur og fyrirlitning vestrænna þjóða á aröbum. Ef íraski forsetinn hefði unnið taugastríðið hefði hann á fáum ár- um orðið óumdeildur leiðtogi allra hatursaflanna í arabaheiminum, hinn nýi Saladin soldán í augum margra araba. En kannski finnst þeim sem samþykktu að fulltrúi Gaddafis í Líbýu tæki við forystu í mannréttindanefnd SÞ ekkert at- hugavert við þessa tvo röggsömu leiðtoga. Arabaríkin voru hætt að virða bann SÞ við flugi til Íraks og fyrir- tæki í Vestur-Evrópu, þ.á m. í Danmörku, sendu fulltrúa sína á glæsilegar vörusýningar í Bagdad. Allir biðu þess óþreyjufullir að við- skiptabanninu yrði aflétt. Gerðir voru leynilegir samningar um olíu- viðskipti sem áttu að taka gildi þegar banninu yrði aflétt. Frakkar og Rússar áttu frá fornu fari mik- illa viðskiptahagsmuna að gæta enda seldu þessar tvær þjóðir, ásamt Kínverjum, Saddam nær öll vopnin sem hann réð yfir. Ekkert bendir því til þess að tekist hefði að halda lengur aftur af glæpaklíkunni í Bagdad með þeim aðferðum sem notaðar voru frá lokum Persaflóastríðsins 1991. Ef refsiaðgerðunum hefði verið af- létt er augljóst að Bandaríkja- menn og Bretar hefðu um leið orð- ið að hætta að veita svæðum Kúrda í norðri, sem nutu í reynd fullveldis, vernd úr lofti eins og gert hafði verið frá 1991. Þeir sem fullyrða að friðsamlega leiðin hefði verið betri eru því um leið að segja að gefa hefði átt Sadd- am aftur veiðileyfi á Kúrdana. En þegar birst hefðu á sjónvarps- skjánum myndir af grátandi flótta- fólki, barnslíkum og fjöldagröfum er eitt sem við getum slegið föstu: Margir talsmenn friðkaupa og sátta hefðu ekki fundið nokkra sök hjá sér en sagt með barnslegum sakleysissvip að enginn hefði varað við þessu. Og bætt við: Hvers vegna geta Bandaríkjamenn ekki bara stöðvað þennan óhugnað? Hvað eru þeir eiginlega að hugsa, eru þeir alveg tilfinningalausir? Þeir voru að sigra Arabaríkin voru hætt að virða bann SÞ við flugi til Íraks og fyrirtæki í Vestur- Evrópu, þ.á m. í Danmörku, sendu full- trúa sína á glæsilegar vörusýningar í Bagdad. Allir biðu þess óþreyjufullir að viðskiptabanninu yrði aflétt. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ✝ Stefanía GuðrúnPétursdóttir fæddist 23. október 1984. Hún lést 27. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Pétur Emilsson, f. 18. júní 1947, og Sigrún Edda Sigurð- ardóttir, f. 20. apríl 1955. Systkini henn- ar eru: 1) Bella Freydís Pétursdótt- ir, f. 22. maí 1971, maki Gunnar Örn Arnarsson, f. 18. október 1971. 2) Jónbjörn Óttarsson, f. 6.desem- ber 1973. 3) Edda Marý Óttars- dóttir, f. 3. mars 1978, maki Bergur Tómasson, f. 16. júlí 1977, dóttir þeirra Bergdís María, f. 10. september 2000. 4) Ósk Laufey Óttars- dóttir, f. 13.apríl 1979, maki Gunn- laugur Jónsson, f. 18. janúar 1973, sonur þeirra Bjart- ur Blær, f. 16. des- ember 1999. Stefanía fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún gekk í Austurbæjarskól- ann. Eftir grunn- skóla vann hún lengst af í fyrirtæki foreldra sinna í Kringlunni. Hún ætlaði að byrja á listabraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti nú í haust. Útför Stefaníu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku barnið mitt. Það er ekki langt síðan ég sagði við þig að ég gæti ekki lifað ef þú myndir deyja. Þú brostir þínu blíðasta brosi en sagðir ekki neitt. Bláköld stað- reynd blasir við og ég verð að halda áfram án þín. Þú varst litla stelpan mín, áttir lífið framundan og öll fylgdumst við fjölskyldan spennt með þér. Þetta er ólýsanlega sárt fyrir okkur öll en máttur kærleikans og bænarinnar er mikill og við finn- um mikla samúð sem lýsir því hvað þú varst gefandi persóna í allri þinni framkomu. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Guð blessi þig og varðveiti elsku Stefanía mín. Þín mamma. Þú ert kærleikurinn og lífið Stef- anía mín. Demantur að utan sem inn- an. Sársaukinn var himinhár þegar ég frétti af andláti þínu. Þú varst bú- in að vera hörkudugleg í vinnunni og gladdist í góðra vina hópi á Spáni og svo lá leiðin á listabrautina í FB. Þú hittir góðan dreng og þið kvöddust við sólarupprás skömmu fyrir brott- för heim. Við Edda höfum fengið sterk skilaboð frá þér ástin mín og við munum starfa í anda þeirra. Þú varst búin að ná áttum í lífinu og það var bjart framundan og ég er ákaf- lega þakklátur fyrir að hafa átt þig sem dóttur. Ég spyr ekki neins og ber ekki kala til nokkurs manns. Elsku engill- inn minn, ég kveð þig í sorginni en gleðst í kærleikanum. Ást mín til þín er óendanleg. Kveðja pabbi. Mig langar að minnast hennar Míu litlu systur, yndislegrar stúlku sem lifði alltof stutt. Hvers vegna þú þurftir að fara, svona falleg og góð stúlka sem áttir allt lífið framundan fæ ég ekki skilið. Ég er þakklátur fyrir þau tæpu 19 ár sem þú fékkst að vera með okkur og stoltur af að hafa fengið að vera bróðir þinn. Guð varðveiti þig og minningu þína. Þinn bróðir Jónbjörn. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (Matthías Jochumsson.) Elsku systir mín, mágkona og frænka, kveðju sendum við þér og þakkir fyrir allt sem við áttum sam- an. Edda Marý, Bergur og Bergdís María. Elsku Stefanía mín. Nú syngja englarnir þig í eilífan svefn. Og þú vaknar ekki upp fyrr en þín er leitað af þínu eigin hjarta, risin upp sem lítill þröstur sem situr í gluggakistunni og horfir á þig í vöggu veraldar, grátandi yfir að vera fædd aftur. Því ég veit að nú líður þér betur en nokkru sinni fyrr, þó við hin sem eftir sitjum grátum yfir snögg- um enda jarðnesks lífs þíns. Lífið verður skrýtið án þín, því nú gerir þú engar fleiri gloríur og ekk- ert fleira fyndið. Við verðum bara að halda fast í all- ar minningarnar og þær eru sko ófá- ar góðu minningarnar um þig, elsku litla systir. Og þó ég ætli mér að vera hér eins lengi og ég get og fæ þá er ég strax farin að hlakka til að fá að koma til þín síðar og faðma þig og knúsa. En ég verð að viðurkenna samt að það er stundum óbærilegt að hugsa til þess hvað það er langt þangað til ég fæ að sjá þig aftur, mol- inn minn. Minningin um þig mun leiða mig áfram og Bjartur veit að þetta var bara slys. Og nú ert þú engill á himnum og horfir niður til okkar, alltaf. Og ég er eilíflega þakklát fyrir að við Bjartur og Gulli fengum að kynn- ast þér. Gerðu mig að loga friðar þíns. Þar sem hatur er færi ég frið þinn þar sem hörmungar eða feðraveldi og þar sem efi er um trú á þér. Gerðu mig að loga friðar þíns. Þar sem þarf hlífð færi ég von þar sem er myrkur verði ljós og þar sem er sorg verði gleði. Ó, meistaraverk, sem ég mun aldrei sjá. Svo mikla huggun þarf til að hughreysta að vera skilinn okkur til að skilja að vera elskaður eins og ástin á sál minni. Gerðu mig að loga friðar þíns. Það er ei partur sem ekki er partur af þér það er ei gefið til manns sem við fáum og í dauðanum við fæðumst til eilífs lífs. (Lausl. þýtt.) Ó bara að ég fengi að knúsa þig einu sinni enn. Sofðu rótt, elsku engillinn minn. Ég mun alltaf elska þig, Ósk. Það tekur okkur sárt að sjá á eftir Stefaníu okkar falla svo snögglega frá í blóma lífsins. Hver hefði getað ímyndað sér að þessi unga glæsilega stúlka ætti að fara frá okkur svo skyndilega, þegar lífið blasti við henni og erfiðleikar að baki. Stefanía er yngst af sínum systk- inum, það var mikil hamingja þegar hún kom í heiminn, hún veitti okkur öllum mikla gleði, ekki síst foreldr- um sínum þar sem hún er þeirra eina sameiginlega barn og ávöxtur ástar þeirra. Það er okkur einnig minni- stætt að einhverra hluta vegna var forsíðufrétt í Dagblaðinu þegar Stef- anía fæddist þar sem birtist stór mynd af henni ásamt foreldrum sín- um. Það eru margar stundir sem við áttum með Stefaníu sem koma upp í hugann á þessari kveðjustund, öll ferðalögin sem farið var í um hverja verslunarmannahelgi þar sem okkar stóri frændgarður kom saman og skemmtu sér allir saman bæði full- orðnir og börn. Einnig þökkum við fyrir að hafa fengið að hafa fengið að njóta hennar hvort sem er gests eða gestir á hennar heimili, þar sem hún og Ragnheiður náðu vel saman á þeirra yngri árum var samgangur oft mikill á milli fjölskyldna. Við erum þakklát fyrir að hafa öll átt samverustundir með Stefaníu á ættarmótinu í Stykkishólmi í sumar, hverjum átti að detta í hug að það væri síðasta stund okkar fjölskyld- unnar saman með henni. „Nafnið Stefanía er komið úr grísku og merkir „Krýnd kóróna eða lárviðarsveig“ Stefanía hefur smekk fyrir fallegum fötum og glæsilegum húsbúnað. Hún er líka rausnarlegur gestgjafi og einstök heim að sækja. Allir laðast að henni; karlar, konur og börn.“ Við viljum kveðja okkar ástkæru frænku með þessum góðu minning- um, við biðjum góðan guð að blessa Stefaníu og fela hana í örmum sínum. Einnig viljum við biðja guð um bless- un fyrir Eddu, Pétur, ömmu Maju, Bellu, Jón Björn, Eddu Marý, Ósk og fjölskyldum þeirra einnig öðrum þeim sem eiga um sárt að binda og Guð styrki þau í þessari miklu sorg. Steinunn, Árni, Sigurður, Bryndís, Auður, Garðar, Árni Haukur, Steinunn, Hjördís, Rafael, Ragnheiður og fjölskyldur. Elsku Stefanía. Tilhugsunin um að vita að við fáum aldrei aftur að heyra rödd þína, hlát- ur þinn og sjá brosið þitt er ólýsan- lega sár. Þú varst sannkallaður engill í mannsmynd og það besta var að þú varst engillinn okkar. Þú varst besta vinkona sem hægt er að eiga. Þú stóðst alltaf með okkur, hvort sem um sorg eða gleði var að ræða. Ef einhverri okkar leið illa varst þú allt- af til staðar. Ef einhver okkar hafði ástæðu til að fagna varst þú þar líka. Sumar okkar geta þakkað Guði fyrir að hafa eytt með þér tveimur yndislegum og skemmtilegum vikum á Spáni, þótt svo sorglega færi að þær yrðu hinar síðustu í þínu lífi. All- ar eigum við góðar og fallegar minn- ingar um þau mörgu ár sem við feng- um að eyða með þér. Þær munum við geyma í hjörtum okkar alla ævi. Þín verður sárt saknað. Þínar vinkonur, Birna, Margrét Kristín, Dagmar og Ástdís. STEFANÍA GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR  Fleiri minningargreinar um Stefaníu Guðrúnu Péturs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.