Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ SigurbjarturGuðjónsson fæddist í Bala í Þykkvabæ í Rangár- vallasýslu 7. mars 1918. Hann lést að heimili sínu í Reykja- vík sunnudaginn 31. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jónína Val- gerður Sigurðardótt- ir, f. á Akranesi 27. desember 1893, d. í Reykjavík 19. ágúst 1970, og Guðjón Guð- mundsson, f. í Búð í Þykkvabæ, 5. október 1891, d. 24. nóvember 1918 úr spönsku veik- inni. Þá tóku hann í fóstur hjónin Tyrfingur Björnsson f. að Bryggj- um í A-Landeyjum 13. maí 1884, d. í Þykkvabæ 22. nóvember 1952 og kona hans Sesselja Guðmundsdótt- ir, f. í Búð í Þykkvabæ 11. júní 1888, d. í Þykkvabæ 16. júní 1970. Sess- elja var föðursystir Sigurbjartar. Þau bjuggu fyrst að Bryggjum í A- Landeyjum, þar sem Tyrfingur var fæddur, en fluttust svo að Há- varðarkoti í Þykkvabæ árið 1934 þegar Sigurbjartur var 16 ára. Jón- þau fjögur börn, fjórtán barnabörn og eitt barnabarnabarn, 2) Guðjón, f. 5. ágúst 1940, d. 26. maí 1953, 3) Hjördís, f. 21. júní 1943, maki Páll Guðbrandsson og eiga þau þrjú börn og níu barnabörn, og 4) Guð- jón Ólafur, f. 23. ágúst 1955, maki Guðrún Barbara Tryggvadóttir og eiga þau tvær dætur. Sigurbjartur lauk hefðbundinni skólagöngu í Landeyjum. Hann lærði orgelleik hjá Páli Ísólfssyni 14 og 15 ára gamall og fór þrjár vertíðir til Vestmannaeyja fyrir tví- tugt. Sigurbjartur var organisti Þykkvabæjarkirkju frá 16 ára aldri í um 54 ár. Hann og Halldóra gengu inn í búreksturinn með þeim Sess- elju og Tyrfingi og tóku síðan við búinu. Til að byrja með var um hefðbundinn sveitabúskap að ræða en hlutur kartöfluræktarinnar varð mestur með tímanum, eins og gerð- ist í Þykkvabænum. Sigurbjartur varð oddviti í Þykkvabæ í Djúpár- hreppi 28 ára, samtals í 36 ár. Hann lærði ungur maður til bók- halds við störf í Verslun Friðriks Friðrikssonar í Þykkvabæ. Sú kunnátta kom sér vel í oddvitastörf- um, aðstoð við skattframtöl hrepps- búa og fleiri störf. 1993 fluttist Sig- urbjartur til Reykjavíkur og vann hjá fjölskyldufyrirtækinu Tanna á meðan heilsa og aðstæður leyfðu. Útför Sigurbjartar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ína giftist síðar Frið- riki Friðrikssyni kaup- manni í Miðkoti í Þykkvabæ, f. 17. maí 1894 d. 11. mars 1970. Systkini Sigurbjartar eru Elínborg Guðjóns- dóttir, f. 31. júlí 1914, d. 6. september 1991, maki Gunnbjörn Gunn- arsson, Karlotta Sig- ríður Guðjónsdóttir, f. 18. júlí 1916, d. ung- barn, Guðjóna Eygló Friðriksdóttir f. 23. febrúar 1921, gift Magnúsi Sigurlássyni, Siguður Grétar Friðriksson, f. og d. ungbarn og Hilmar Friðriksson, f. 13. september 1929, kvæntur Sig- rúnu Öldu Hoffritz. Hinn 18. mars 1944, kvæntist Sigurbjartur Halldóru G. Magnús- dóttur frá Vestmannaeyjum, f. 18. nóvember 1917. Foreldrar hennar voru Gíslína Jónsdóttir, f. 16. nóv- ember 1888, d. 22. mars 1984, og Magnús Þórðarson, f. 24. desember 1876, d. 1. apríl 1955. Börn Sigurbjartar og Halldóru eru: 1) Gíslína, f. 23. apríl 1937, maki Hafsteinn Einarsson og eiga Tengdafaðir minn, Sigurbjartur Guðjónsson, lést 31. ágúst síðastliðinn að heimili sínu í Reykjavík. Lát hans bar að höndum eins og líf hans hafði verið, hægt og hljótt og með reisn, en nokkuð snöggt fyrir okkur sem eftir sitjum. Á svona stundum hrannast minn- ingarnar upp og það er eins og tíminn standi í stað. Mínar fyrstu minningar um Sigur- bjart eru þegar ég kom í fyrsta skipti í Þykkvabæinn um jólin 1978. Sigur- bjartur tók mér hlýlega á sinn hæg- láta hátt, honum var tíðrætt um ást- ina og það fjöregg sem hún er og hve þyrfti að umgangast hana af mikilli virðingu til að hún entist. Ég var nýtrúlofuð syni hans og vissi að þarna var vitur maður með víðtæka reynslu, og svona heilræði yrði gott veganesti út í lífsins ólgu sjó. Hann var mikill fjölskyldumaður, samheldni fjölskyldunnar var honum mikilvæg og hann kenndi okkur hin- um yngri að bera virðingu fyrir fjöl- skylduböndum og hverjar skyldur okkar væru hvert við annað. Þetta gerðu hann og tengdamamma með því að vera gott fordæmi. Einnig þegar eitthvað bjátaði á og ekki voru allir á eitt sáttir, þá kenndi hann okkur að sættast að lokum. Starfsvettvangur hans var óvenju- víðtækur, hann var bóndi að aðal- starfi en honum voru falin mikil ábyrgðarstörf innan síns sveitafélags því að fólk fann að hann var traustsins verður. Hann var jafnframt organisti í Þykkvabæjarkirkju og hefur það haft mikil áhrif á fjöskyldulífið því að ekki er komið saman innan fjölskyldunnar öðru vísi en söngur sé í hávegum hafður og þar var hann alltaf fremst- ur í flokki. Fyrir tíu árum flutti hann sig um set og settist að í Reykjavík og með því gaf hann sonardætrum sínum ómetanlega gjöf. Því að það eru for- réttindi að fá að alast upp í sama húsi og afi og amma eins og hann hafði gert og forfeður hans á undan honum. Starfsvettvangur hans breyttist, hann vildi aldrei sitja auðum höndum og fann alltaf af sinni nærgætni, hvar hans var mest þörf. Hann var mikill stuðningur í fyr- irtækinu okkar, Tanna, og sú vinna verður aldrei fullþökkuð. Það var ekki alltaf lognmolla í kringum samstarf okkar enda tvær kynslóðir með ólíkar skoðanir. Stundum fannst mér hann fara sínu fram, þvert ofan í það sem ég hefði talið að rétt væri, en oftar en ekki var það hann sem hafði þó rétt fyrir sér að lokum. Hann lét alltaf þarfir annarra koma fyrst, á undan sínum eigin, enda kom það berlega í ljós þegar Dóra tengda- mamma missti mikið til sjónina og hann helgaði henni allan sinn tíma. Oftar en ekki rak hann okkur hrein- lega út úr eldhúsinu sínu þegar við ætluðum að sýna myndarskap og vaska upp. „Ég hef ekkert betra að gera,“ sagði hann, nema ef að vera kynni að spennandi fótboltaleikur væri í sjónvarpinu. Nú er komið að leiðarlokum, ég er þakklát fyrir að hafa getað kallað jafnmætan mann tengdaföður, og bið góðan guð að veita tengdamömmu styrk á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Guðrún Barbara. Daginn er tekið að stytta, haustið á næstu grösum. Eitt gjöfulasta og gróskumesta sumar sem gengið hefur yfir Ísland er að kveðja. Síðasti dagur ágústmánaðar kominn og september að byrja með öllum sínum önnum í gömlu sveitinni, þar sem hugurinn dvelur svo gjarnan, þó að síðustu ár- um hafi verið varið í borginni. Allt stefnir í gott kartöfluár, og áin sem rennur nánast við túnfótinn er með gjöfulasta móti. Gleðin yfir velgengn- inni einlæg og áhuginn óbilaður þrátt fyrir árin 85 sem að baki eru. Fót- boltaleikur í sjónvarpinu sem horft er á að venju, því áhuginn er mikill. Allt í einu er þessu lokið. Sigurbjartur í Hávarðarkoti, afi okkar, er allur. Hann er farinn í þá hinstu ferð sem okkur er öllum ætluð fyrr eða síðar. Upp í hugann koma minningar frá uppvaxtarárunum heima í Há- varðarkoti þar sem ekki færri en fjór- ar kynslóðir dvöldu saman þegar best lét. Það var gott og lærdómsríkt að alast upp í þessu umhverfi þar sem reynt var að miðla af reynslu þeirra eldri til unga fólksins, þó með þeim hætti að leiðbeina fremur en ávíta. Atburðurinn fyrir 50 árum kemur upp í hugann, sem markaði svo djúp sár sem aldrei gréru en aðeins hylmdi yfir. Hvernig sú erfiða reynsla var nýtt til að leiðbeina og reyna að fyr- irbyggja að endurtæki sig. Hægt væri að gera tilraun til að lýsa þeim kostum sem afi hafði til að bera. Þeir voru margir. Þeir sem voru samtíða honum og samstiga í þeim málum sem hann tók þátt í á lífsleiðinni, sem voru mörg á ýmsum vettvangi, væru þó kannski betur til þess fallnir. Fyrir okkur er hægt að segja frá kostum hans í lítilli setningu, sem segir þó svo margt. Hann afi var góð- ur maður. Við þökkum fyrir umhyggjuna. Við þökkum fyrir traustið og uppörv- unina. Við þökkum fyrir öll faðmlögin sem sögðu oft svo miklu meira en orð- in sem ekki voru sögð. Við þökkum Guði fyrir að hafa gefið okkur þennan afa. Elsku amma. Missir okkar er mikill en þinn mestur. Megi Guð styrkja þig og varðveita í sorginni með hjálp okk- ar allra. Að endingu lítið ljóð eftir skáldið sem var þér svo kært. Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það farið. (Jón Helgason.) Farðu í Guðs friði. Sigurbjartur, María, Guðbrandur og fjölskyldur. SIGURBJARTUR GUÐJÓNSSON  Fleiri minningargreinar um Sig- urbjart Guðjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning ✝ Diljá Esther Þor-valdsdóttir fædd- ist á Grund í Njarð- víkum 17. október 1929. Hún lézt á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut að morgni laugardags- ins 30. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar Diljár voru hjónin Þorvald- ur Jóhannesson skip- stjóri, f. á Skriðufelli í Árnessýslu 14.2. 1898, fórst með mb. Ársæli frá Njarðvík 4.3. 1943 og Stefanía Guðmunds- dóttir, f. í Ánanaustum í Reykjavík, 30.7. 1898, d. 21.10. 1956. Alsystk- ini Diljár eru: 1) Reynir, starfsmað- ur hjá Olíufélaginu Esso á Kefla- víkurflugvelli, lézt af slysförum 1963, kvæntur Sigurlilju Þórólfs- dóttur húsmóður. 2) Guðmunda Margrét húsmóðir, d. 1975, gift Sverri Olsen útfararstjóra. 3) Ólaf- ur Heiðar pípulagningameistari, d. 1999, tvíburabróðir Diljár, kvænt- ur Svanhildi Guðmundsdóttur verslunarkonu. 4) Sigríður Reyk- dal verslunarkona, gift Guðjóni Hjörleifssyni múrarameistara, d. 1965. Einnig átti Diljá uppeldis- bróður, Ólaf Sigurjónsson, oddvita og síðar hreppstjóra Njarðvíkinga, er lézt af slysförum 1975, sem þau hjónin Þorvaldur og Stefanía tóku að sér 1928 við móðurmissi hans en sú var systir Stefaníu. Elsti bróðir Ólafs var Guðmundur Sigurður en hann fórst í sama sjóskaða og Þor- valdur Jóhannesson, faðir Diljár. Hinn 21. apríl 1949 giftist Diljá Esther eftirlifandi eigin- manni sínum, Bjarna Guðjónssyni fram- reiðslumanni, f. á Bjarnastöðum á Grímstaðarholti 17.8. 1927. Foreldrar hans voru Guðjón Bjarna- son útvegsbóndi, f. á Bjarnastöðum 29.8. 1888, d. 1959 og eig- inkona hans, Guðrún Valgerður Guðjóns- dóttir, húsmóðir frá Kotleysu í Gaulverja- hreppi, f. 24.6. 1896, d. 1988. Diljá og Bjarni eiga fjögur börn. Þau eru: 1) Gróa Reykdal hjúkrunar- fræðingur, f. 11.8. 1947, gift Þór- halli Borgþórssyni byggingar- meistara, þau eiga fjögur börn; Bjarna Þór, d. 1997, Diljá, Svein- björgu og Borgþór. 2) Guðrún Val- gerður verslunarkona, f. 29.8. 1949. Hún á þrjá syni; Einar, Er- ling og Eðvarð. 3) Jón Þorvaldur bifvélavirki, f. 13.2. 1957, kvæntur Hrafnhildi Kjartansdóttur flug- freyju og eiga þau fjögur börn; Jón Þorra og Hildi Ester en fyrir hjónaband átti hann eina dóttur, Thelmu Guðrúnu og hún Eddu Björgu Eyjólfsdóttur. 4) Guðjón, arkitekt og myndlistarmaður, f. 7.2. 1959. Hann á eina dóttur, Gígju Ísis. Diljá starfaði sem húsmóðir og verslunarkona. Útför Diljár verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg móðir mín, ég kveð þig með þessum ljóðlínum. Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn göggt hefur unnið verkin sín. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflst við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærustu blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinn, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason.) Gróa. Elsku mamma mín. Nú ertu horfin yfir móðuna miklu, elsku fallega mamma mín. Minningarnar hrannast upp og þær geymi ég í hjarta mínu fyrir mig og síðan afkomendur til frásagnar. Þakka þér fyrir að vera svo góð mamma og yndisleg amma allra drengjanna minna. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér mamma ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Guð og allir verndarenglar leiði þig og geymi. Þín dóttir, Guðrún. Þagna sumars lögin ljúfu litum skiptir jörðin fríð. Það sem var á vori fegurst visnar oft í fyrstu hríð. Minning um þann mæta gróður mun þó vara alla tíð. Viltu mínar þakkir þiggja þakkir fyrir liðin ár. Ástríkið og umhyggjuna er þú vina þerrðir tár. Autt er sætið, sólin horfin sjónir blinda hryggðar-tár. Elsku mamma, sorgin sár sviftir okkur gleði og ró. Hvar var meiri hjartahlýja hönd er græddi, og hvílu bjó þreyttu barni, og bjó um sárin bar á smyrsl, svo verk úr dró. Muna skulum alla ævi, ástargjafir bernsku frá. Þakka guði gæfudaga glaða, er móður dvöldum hjá. Ein er huggun okkur gefin aftur mætumst himnum á. (Höfundur óþekktur.) Elsku mamma, þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, Habbý og börnin okkar. Við söknum þín. Minning þín lifir alla tíð. Jón Þorvaldur Bjarnason. Ég man þegar ég sá Diljá tengda- móður mína í fyrsta sinn. Það var í eldhúsinu á Ægisíðunni og ég hélt að hún væri að fara í kokkteil! Hún var uppáklædd í silkiblússu og háhæluð- um skóm, með fullt af skartgripum og nýlagt hár. En það stóð svo sem ekkert til. Þegar ég spurði Nonna hvort mamma hans væri að fara út svaraði hann „ha, mamma, nei hún er bara að baka“. En þannig var Diljá, heimskona mikil, fagurkeri og afar smekkleg. Algjör drottning. Ég hitti hana aldrei án þess að hún væri flott uppáklædd og í háhæluðum skóm, hvort heldur hún var að bera fúavörn á sumarbústaðinn, klippa limgerðið á Ægisíðunni eða við opnun listsýn- inga í bænum. Hún var ákaflega lif- andi manneskja, ung í anda, fylgdist vel með öllum menningar- og listvið- burðum og elskaði að umgangast sér yngra fólk. Einnig var hún sérlega úrræðagóð og kom maður aldrei að tómum kofunum hjá henni þegar leitað var ráða. Var þá sama hvað var DILJÁ ESTHER ÞORVALDSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.