Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                            !"       ! !              !! # $     % ! ! &      !                        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GUNNAR Stefánsson útvarpsgæð- ingur („aftur og nýbúinn“) minntist Guðmundar Frímanns skálds og rit- höfundar í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu hans. Þar sat hann „sannleikans hástól nærri“ en snið- gekk staðreyndir til þess að komast að rangri niðurstöðu. Gunnar vitn- aði í ummæli Kristmanns Guð- mundssonar sem þótti Guðmundur Frímann „leiðinlegur“. Hann þagði hins vegar um kynni þeirra Krist- manns og Guðmundar Frímanns í flokki liðsmanna Ólafs Friðriksson- ar er þeir þeir vörðu Natan Fried- man, fósturson Ólafs, í Suðurgötu 14 í nóvembermánuði 1921. Ég átti þá viðtal við fjölda manna sem komu við sögu í þeim átökum. Meðal þeirra sem þar komu fram voru t.d. Valdimar Stefánsson, síðar vitavörður, sem var einn Ólafs- manna. Frá honum sagði Guðmund- ur Frímann í þessum þáttum. Einn- ig sagði Kristmann Guðmundsson frá þátttöku sinni í vörn drengsins. Dvöl Guðmundar Frímanns í húsi Ólafs Friðrikssonar kann að hafa markað spor og sett svip á feril Guð- mundar Frímanns. Það er ámælis- vert að þegja um þennan þátt í lífi Guðmundar Frímanns. Þar kynntist hann fjölda manna sem síðar urðu kunnir í rithöfundastétt. „Hálfsann- leikur“ útvarpsmanna þarf að víkja fyrir því sem satt er og rétt. PÉTUR PÉTURSSON, þulur Garðastræti 9, 101 Reykjavík. Guðmundur Frímann og Kristmann Guðmundsson Frá Pétri Péturssyni: ÞAÐ er langt síðan að ég, sem var um það bil sex ára, og systir mín, tveimur árum yngri, horfðum og hlustuðum, alveg dolfallin á hluti, sem hann Óli í Háafelli hafði komið fyrir á hillu í bað- stofunni á Stálpastöðum þar sem ég átti heima. Þetta dót gat bæði talað og sungið! Útvarpstæknin var komin yfir höf og lönd, meira að segja inn í okkar litlu, en góðu veröld! Þegar við systk- inin og aðrir á heimilinu höfðum gónt og hlustað um stund þá fórum við að geta okkur til um hvaðan og hvernig þetta væri. Ég þóttist vita að karlinn væri ekki í kassanum — hann kæmist auðsjáanlega ekki fyrir! Hún systir mín blessuð stóð á því fastar en fót- unum að víst væri karlinn í kassanum! Ég hlyti þó að heyra, að hljóðið kæmi þaðan. Þannig var þetta járn í járn! En spurningin er í alvöru: Er karlinn ekki ennþá í kassanum? Ég bara spyr! Þessi spurning þarfnast skýringa. Hvað á hann eiginlega við, karlinn? Er hann ekki sjálfur í kassa? Tilkoma Ríkisútvarpsins var vafalítið merk- asta nýjung sem hafði „dunið yfir“ strjálbýli Íslands. Þegar þetta gerðist laust eftir 1930 var allt svo mikið öðru- vísi en nú er. Ég ætla að sleppa því að skamma æskufólk nútímans. Í fyrsta lagi á það ekki skilið að það sé sífellt verið að ónotast – síður en svo. En það er mín kynslóð, ég ekki undanskilinn, sem þyrfti að hrista úr kössum ágirndar, viðjum óvanans, meðfæddr- ar skammsýni o.s.frv. „Gamla daga“. Oj, agalega fúlt! munu margir hugsa ef þeir eru ekki löngu hættir að lesa. Það er svo efni í aðra grein hvernig á að ná því markmiði að bæta þjóðfélag- ið sem er orðið alltof ríkt til að ham- ingja þrífist þar og það er stórmál dagsins í dag – og allra daga. KRISTJÁN ÁRNASON, Dvalarheimili aldraðra, Sauðárkróki. Fjölmiðlafarsi Frá Kristjáni Árnasyni: ANDSTÆÐINGUM hvalveiða er mjög í mun að sem flestar ljósmyndir og sérstaklega kvikmyndir af hval- veiðum birtist í fjölmiðlum, vegna þess hve mikinn óhug og viðbjóð það vekur hjá almenningi að sjá mynd- irnar. Hver man ekki eftir myndun- um af kópadrápinu á ísnum undan strönd Kanada – sem voru víst svið- settar af andstæðingum seladráps. Ef öfgasinnuðum grænmetisætum væri leyft að taka kvikmyndir og ljósmyndir í venjulegum sláturhús- um til að mótmæla nautgripaslátrun t.d. í BNA væri hægt að vekja við- bjóð á steikar- og hamborgaraáti. Í BNA er einfaldlega ólöglegt að taka fréttamyndir í almennum slát- urhúsum. Af sömu ástæðu ætti að vera ólöglegt að mynda hvala- og seladráp, til að vernda almenning frá slíkum viðbjóði og óhug sem öll slátr- un er fyrir áhorfandann. Ég hef sjálf- ur unnið í sláturhúsi þegar ég var 14 ára fyrir 43 árum síðan og það var bara eins og hver önnur vinna fyrir mig. Ef gest bar að garði, þá gat bor- ið við að gestinum þætti nóg um; „allt þetta blóð og lömbin í dauðateygj- unum eftir rothöggið, skorin á háls til að hirða blóðið o.s.frv. – og börn að vinna við þetta!!?“ Hafrannsóknarstofnun ætti ekki að þurfa aðra ástæðu til að banna töku fréttamynda af hvalveiðum en mannvernd. SIGURBJÖRN FRIÐRIKSSON, Birkimel 8-b, 560 Varmahlíð. Áróðursstríð vegna hvalveiða Frá Sigurbirni Friðrikssyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.