Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 33
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 33 kl. 16 og 18. Foreldrar eru beðnir að koma með börnum sínum til innritunar. Þá þarf að greiða inn- ritunargjald, kr. 2.500 á fjöl- skyldu. Veittar verða nánari upp- lýsingar um starfið í vetur við skráningu. Stjórnandi kóranna er Anna Margrét Óskarsdóttir. Ýmislegt skemmtilegt er fram- undan sem hæfir fjörugum og frískum krökkum. Seljakirkja. Samverustund- ir aldraðra í Grensáskirkju Á MORGUN, miðvikudag, hefjast að nýju vikulegar samverustundur aldraðra í Grensáskirkju sem legið hafa niðri yfir hásumarið en eru annars flestalla miðvikudaga kl. 14. Samverustundin byggist á bæna- gjörð og biblíulestri en auk þess er gjarnan upplestur eða önnur til- breyting. Þessi hluti samverunnar stendur til kl. 14:45 en þá er borið fram kaffi og meðlæti sem konur í Kvenfélagi Grensássóknar reiða fram. Drjúgur hluti samverunnar fer í kaffi og spjall, sem tilheyrir, enda tilgangurinn ekki síst að hitt- ast í góðra vina hópi – eða koma til þess að eignast nýja kunningja. Þess skal einnig getið að í næstu viku, 17. sept., heiðrar okkur með nærveru sinni fyrsti sóknarprestur Grensássafnaðar, sr. Felix Ólafs- son, og sýnir þá myndir frá upp- hafi safnaðarstarfsins. Samverustundir aldraðra í Grensáskirkju eru öllum opnar, óháð aldri og búsetu. Barnakórar Seljakirkju VIÐ Seljakirkju verða í vetur tveir barnakórar, eldri kórinn fyrir börn í 5.–10. bekk og yngri kórinn fyrir þau sem eru í 1.–4. bekk. Innritun hefst í Seljakirkju í dag, þriðjudaginn 9. september, og fimmtudaginn 11. september milli Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkj- unnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni bænastund gefst þátttakendum kostur á léttum hádegisverði. Allir velkomn- ir. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænastund. Léttur málsverður á sanngjörnu verði að helgistund lokinni. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Eldriborgara- starf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Pútt alla morgna ef veður leyfir frá kl. 10. Félagsvist mánudaga kl. 13, brids miðvikudaga kl. 13. Þátttaka tilkynnist til Þórdísar í síma 511 5405. Laugarneskirkja. TTT-starfið kl. 16:15. Um- sjón Þorkell Sigurbjörnsson og Andri Bjarna- son. Fullorðinsfræðsla kl. 20:00. Nám- skeiðið ber yfirskriftina: „Trú og tilfinningar“. Aðgangur opinn og frjálst að mæta þegar hentar. Sr. Bjarni Karlsson fjallar um samspil trúar og tilfinninga og gildi heilbrigðrar trúariðkunar í daglegu lífi. Námskeiðið hefst kl. 20:00 og stendur til 20:55. Engrar forkunnáttu krafist og ekkert námskeiðsgjald, en þátttakendur beðnir að hafa með sér Biblíu eða Nýja testamenti. Gengið inn um dyr, bakatil, á austurgafli kirkjunnar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21:00. Þorvaldur Halldórsson leiðir lof- gjörðina við undirleik Gunnars Gunnarsson- ar á flygilinn og Hannesar Guðrúnarsonar á klassískan gítar. Sr. Bjarni flytur Guðs orð og bæn. Gengið inn um aðaldyr kirkju eða komið beint inn úr Fullorðinsfræðslunni. Neskirkja. 7 ára starf kl. 14.30. Uppl. og skráning í síma 511-1560. Fermingar- fræðsla kl. 15. Upphaf vetrarnámskeiðs. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30. Upphaf vetrarstarfsins. Stjórnandi Inga J. Backman. Allir velkomnir. Alfa-kynning kl. 20. Alfa er námskeið sem fjallar á athygl- isverðan hátt um grundvallaratriði kristinn- ar trúar. Umsjón hefur sr. Örn Bárður Jóns- son. Digraneskirkja: Unglingakór Digraneskirkju kl. 17 til kl. 18. (Sjá nánar www.digranes- kirkja.is.) Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10–12. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kl. 16.30–18 er op- ið hús fyrir 7–9 ára krakka. Kl. 20–22 er op- ið hús fyrir unglinga 13–15 ára. Vídalínskirkja. Opið hús kl. 13–16. Spilað og spjallað. Nanna Guðrún mætt aftur eftir frí galvösk að vanda. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30–19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 kirkjuprakkarar, 6–8 ára börn í kirkjunni. Fyrsta samvera vetrarins. Söngur, sögur og leikir. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarn- ir. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir velkomn- ir. Fíladelfía. Kynningarkvöld Alfa kl. 19 í að- alsal kirkjunnar. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf FRÉTTIR ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Starfsmaður í grænmetisvinnslu Hollt og Gott ehf. óskar eftir að ráða starfs- mann til framtíðarstarfa í vinnslu fyrirtækisins í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Sigrún M. Stefáns- dóttir í síma 575 6054. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Skrifstofuherbergi/leiga Til leigu rúmgóð, nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Reykjavík. Beintengt öryggiskerfi. Sameiginleg kaffistofa. Upplýsingar í síma 896 9629. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör fulltrúa Verkalýðsfé- lagsins Hlífar á ársfundi Starfsgreinasambands Íslands sem haldinn verður að Hótel Loftleið- um 9. og 10. október 2003. Tillögum með nöfnum 7 aðalfulltrúa og 7 vara- fulltrúa ber að skila á skrifstofu Hlífar fyrir kl. 16:00 þann 16. september n.k. Með tillögum ber að fylgja meðmæli minnst 50 til 60 félagsmanna. Kjörstjórn Hlífar. TIL SÖLU „Round table“ og önnur gæða húsgögn Til sölu mahóní hringborð 220 cm í þvermál ásamt svörtum fundarstólum frá Fritz Hansen. Einnig svartar sjöur frá Arne Jacobsen, Aeron verðlaunastólar ásamt vönduðum skrifborðum og skúffum frá Kinnarps. Upplýsingar gefur Einar í síma 821 3802. TILKYNNINGAR Auglýsing um tillögu að óverulegri breytingu á svæðaskipulagi norðan Skarðsheiðar Borgarfjarð- arsýslu. Samkvæmt ákvæðum 2. og 14 gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með aug- lýst óveruleg breyting á svæðaskipulagi norð- an Skarðsheiðar 1997-2017 í landi Indriðastaða Skorradalshrepps. Gert er ráð fyrir 5 ha svæði fyrir tjaldsvæði og 2 ha fyrir leiksvæði og út- legu hús fyrir ferðaþjónustu. Skorradalshrepp- ur tekur að sér að bæta það tjón sem einstakl- ingar kynnu að verða fyrir við skipulagsbreyt- ingarnar. Tillagan hefur verið send sveitar- stjórn Borgarfjarðarsveitar til kynningar. Tillagan verður send Skipulagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráðherra um lokaaf- greiðslu. Tillaga að deiliskipulagi fyrir svæðið í sam- ræmi við breytt svæðaskipulag hefur þegar verið auglýst. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skrifstofu skipulagsfulltrúa Hrossholti, 311 Borganesi. Skipulags- og byggingarfulltrúi. UPPBOÐ Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Frostagata 3b, iðnaðarhús, 01-0102, Akureyri, þingl. eig. Frostagata 3b ehf., gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, Húsasmiðjan hf. og Tryggingamiðstöðin hf., föstudaginn 12. september 2003 kl. 10:00. Hafnargata 17, Grímsey, þingl. eig. Brynjólfur Árnason, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 12. september 2003 kl. 10:00. Múlasíða 5J, 0303, Akureyri, þingl. eig. Lára Halldórsdóttir, gerðar- beiðandi Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 12. september 2003 kl. 10:00. Norðurgata 17A, íb. 01-0201, Akureyri, þingl. eig. Þuríður María Hauksdóttir og Sigurgeir Söebech, gerðarbeiðendur Akureyrarkaup- staður, Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf., og Sparisjóður Norðlend- inga, föstudaginn 12. september 2003 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 8. september 2003, Harpa Ævarrsdóttir, ftr. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Miðill sem svarar þér í dag. Hringdu og fáðu einkalestur og svör við vandamálum í starfi eða einkalífi í síma 001 352 624 1720. KENNSLA MYND-MÁL myndlistaskóli Málun, teiknun Upplýsingar og innritun frá kl. 16—21 alla daga í símum 561 1525 og 898 3536.  www.nudd.is ÁSBJÖRN Ólafsson ehf. stóð fyrir Prince Polo-leik í sumar sem gekk út á það að hitta í körfu af 14 metra færi og sneru þátttakendur baki í körfuna. Farið var með Prince Polo-leikinn um landið og nokkur þúsund manns tóku þátt í honum. Aðeins einum tókst að hitta og hlaut hann eina milljón króna í vinning. Sá heppni heitir Guðfinnur S. Jóhannsson, 18 ára Vest- mannaeyingur. Nöfn þeirra sem unnu til aukaverðlauna í leiknum eru birt á www.princepolo.is. Guðfinnur S. Jóhannsson Vann eina milljón í Prince Polo-leik Gunnar Guðmannsson Íslandsmeistari 9 sinnum Eftir að KR tryggði sér Íslands- meistaratitilinn í knattspyrnu á dög- unum kom fram að frá því seinni heimsstyrjöldinni lauk væri Sigur- steinn Gíslason eini íslenski knatt- spyrnumaðurinn sem hefði orðið Ís- landsmeistari níu sinnum. Þetta er ekki rétt því KR-ingurinn Gunnar Guðmannsson, Nunni, lék 19 ár í meistaraflokki KR, 1947–1965, og varð níu sinnum Íslandsmeistari á tímabilinu. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Íslendingar sýna í Færeyjum Sýningu félagsmanna Íslenskrar grafíkur í Þórshöfn í Færeyjum lýk- ur 28. september. Mistök urðu við vinnslu fréttarinnar á sunnudag. Beðist er velvirðingar á því. LEIÐRÉTT Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands heldur málstofu á morgun, miðvikudaginn 10. september, kl. 16.15 á Aragötu 14. Erindi heldur Sigurður Jóhannesson, Hag- fræðistofnun: „Efnahagsáhrif lág- markslauna á Íslandi“. Í erindi sínu fjallar Sigurður m.a. um að und- anfarin 20 ár hafi lægstu laun nokkr- um sinnum hækkað um tugi pró- senta umfram almenna kauptaxta í kjarasamningum. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.