Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.09.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing MIKILL áhugi er á ferðum á leik Íslands og Þýskalands í knattspyrnu sem fram fer í Ham- borg í Þýskalandi 11. október næstkomandi, og er uppselt í ferðir tveggja ferðaskrifstofa á leik- inn. KSÍ hefur útvegað 1.800 miða á landsleikinn, en leikvangurinn þar sem leikurinn fer fram rúmar 50.000 áhorfendur. Flestir sem panta miða eru Íslendingar búsettir á meginlandi Evr- ópu og fyrirtæki og félagasamtök. Geir Þor- steinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að reynt verði að útvega fleiri miða á leikinn enda mikill áhugi bæði hér heima og erlendis. Samtals hafa selst upp öll 340 sætin í ferðir á vegum þeirra tveggja ferðaskrifstofa sem buðu upp á ferðir á leikinn. Landsleikurinn í Hamborg KSÍ reynir að útvega fleiri miða  Uppselt/25 ÉG var nýkominn í vinnuna þegar ég las um bruna heima hjá mér á fréttavef Morgunblaðsins. Mér var töluvert brugðið, hringdi í konuna mína og var mjög mikið niðri fyrir,“ segir Bóas R. Bóasson, en heimili hans í Flétturima 4 brann í gærmorgun. Eldurinn kom upp skömmu eftir að fjölskyldan fór að heiman um morguninn og voru upptök hans í þvottahúsinu. Eldsupptök eru í rannsókn, en ekki er talið ólíklegt að kviknað hafi í út frá þurrkara. „Ég náði í konuna mína og við vorum komin heim um níuleytið. Þá var þetta blessunarlega af- staðið og slökkvistarfi lokið. En maður er sleginn og finnst eins og heimurinn hafi hrunið smástund, en svo heldur maður bara áfram,“ segir hann. Íbúðin þar sem þau hjón bjuggu ásamt tveimur börnum sínum er gjörónýt sem og allt innbú. Íbúð- in er vel tryggð að sögn Bóasar. Tvívegis lent í brunatjóni Fjölskyldan flutti inn í Flétturimann í mars síð- astliðnum, en svo ótrúlega vill til að þetta er í ann- að skiptið sem þau lenda í reynslu sem þessari, því það kviknaði í íbúð þeirra í Berjarima í ágúst í fyrra. „Þá kviknaði í út frá þurrkara, en skemmdir urðu minniháttar,“ segir Bóas. „Þetta getur komið fyrir. Manni er greinilega ætlað að læra eitthvað mikið í lífinu.“ Aðspurður segir Bóas atburð sem þennan mun meira áfall í annað skipti. „Þegar svona gerist í fyrsta skipti tekst manni pínulítið að taka hlut- unum létt, sérstaklega þegar skaðinn er ekki mik- ill. En þegar það kviknar í hjá manni öðru sinni finnst manni ekki að maður eigi slíkt skilið. Þetta er áfall og þrátt fyrir að maður sé bjartsýnn og hress núna, aðeins 10–12 tímum eftir atburðinn, á maður kannski eftir að átta sig betur á hlutunum á morgun.“ Lögreglan og slökkvilið ráðlögðu fjölskyldunni að fá áfallahjálp og segir Bóas að hún muni þiggja hana og fá aðstoð næstu daga. Morgunblaðið/Júlíus Slökkvilið og lögregla höfðu mikinn viðbúnað þegar tilkynnt var um eldinn í íbúðarblokkinni. Annar bruninn á rúmu ári „Eins og heim- urinn hafi hrunið smástund“ UMSÓKNUM um örorkumat hefur fjölgað mjög mikið und- anfarið ár eða um yfir 50% þeg- ar tekið er um þriggja mánaða tímabil í vor og borið saman við sama tímabil á síðasta ári. Sam- bærileg aukning hefur orðið í umsóknum um endurhæfingar- lífeyri. Sigurður Thorlacius trygg- ingayfirlæknir segir að erfitt sé að átta sig á hvað valdi þessari miklu fjölgun umsókna um ör- orkumat. Þó megi benda á ákveðin atriði. Þannig hafi at- vinnuleysið síðasta áratuginn verið meira en áratugina þar á undan. Það verði ef til vill smám saman til þess að fólki á örorku fjölgi. Heilsa þeirra sem séu atvinnulausir lengi versni, auk þess sem þeir sem séu frek- ar lélegir til heilsunnar en tolli á vinnumarkaði séu ef til vill þeir fyrstu sem sagt sé upp og sæki þá um örorkubætur. Þeir hafi hins vegar þrjóskast við meðan þeir voru í vinnu. Þar að auki hafi atvinnuleys- isbætur ekki haldið í við hækkun örorku- bóta. Einhver hafi nefnt að munurinn þar á sé um 20 þúsund krónur. Vilja frekar örorkubæturnar „Það þýðir náttúr- lega að menn vilja frekar örorkubæturn- ar. Þeir sem eru lang- tímaatvinnulausir og eru kannski ekki við góða heilsu en sem mundu ella alveg eins geta hugsað sér að sækja um atvinnuleysisbætur,“ sagði Sig- urður. Hann sagðist hafa gert könn- un á þessu í vor. Á tímabilinu frá 1. mars til 7. júní í ár hefðu umsóknir um ör- orkubætur verið 394 talsins en á sama tíma á árinu 2002 hefðu þær verið 255. Aukningin er 55%. Sigurður sagðist einnig hafa athugað hvort verið gæti að fólk sækti í minna mæli um annars konar bætur, þ.e.a.s. endurhæfingarlíf- eyri, en nærfellt eins mikil aukning hefði verið á umsóknum þar. Umsóknir í þeim efnum voru 207 talsins í fyrra en 304 á sama tímabili í ár. Endurhæfingarlífeyrir er jafnhár örorkubótum, en hann er einungis úrskurðaður í eitt til eitt og hálft ár þegar horfur eru óljósar og fólk til dæmis enn í meðhöndlun. Sigurður sagði að það væru margir þættir sem spiluðu inn í mat á örorku. Örorkumatsstað- allinn sem unnið væri eftir og komið hefði til í september 1999 gengi að hluta til út á líkamlega færni en einnig út á andlega færni. Sigurður sagði að sömuleiðis væru sjúkradagpeningar alltof litlir. Á hinum Norðurlöndunum væru sjúkradagpeningar að minnsta kosti ekki minni en ör- orkubætur og jafnvel meiri. Hér væru sjúkradagpeningar hjá þeim sem ekki ættu rétt hjá einhverju verkalýðsfélagi svo litlir að enginn lifði af þeim og þess vegna legði fólk áherslu á að fá örorkumat fljótt. Ef hins vegar sjúkradagpeningarnir hefðu verið mannsæmandi hefði það kannski aldrei sótt um ör- orkubætur. „Þetta virkar svolít- ið gegn tilgangi sínum,“ sagði Sigurður. Um 50% fjölgun um- sókna um örorkumat Sambærileg aukning í umsókn- um um endurhæfingarlífeyri                       LÍTIÐ hlaup hófst í Skaftá á sunnudag en var strax í rénun í gær. Heimamenn urðu varir við megna brennisteinsfýlu síð- degis á sunnudag og fannst lyktin fram eftir degi í gær. Sverrir Elefsen á vatnamæl- ingasviði Orkustofnunar sagði að í raun hefði verið um „hálft“ hlaup að ræða þar sem vatnsrennslið hefði aðeins ver- ið til hálfs á við það sem venjulega telst. Um miðjan dag í gær mældist vatns- rennslið við Sveinstind um 400 rúmmetrar á sekúndu en í venjulegu hlaupi er það á bilinu 800–1.000 rúmmetrar/ sek. Síðast var „alvöru“ hlaup í Skaftá fyrir tæpu ári. Sverrir sagði að í gærmorg- un hefði hlaupið verið í rénun við Sveinstind en verið í há- marki snemma á sunnudags- morgun. Taldi Sverrir að um leka á jarðhitavatni hefði verið að ræða úr Skaftárkötlum, auk þess sem miklar rigningar á svæðinu að undanförnu hefðu aukið rennsli í ánni. Rennslið í síðustu viku var í kringum 200 rúmmetra á sekúndu. „Þetta er það lítið hlaup að við feng- um ekki aðvörun á mælitækj- um okkar,“ sagði Sverrir. „Hér vaknaði fólk við lykt- ina í morgun,“ sagði Sigurrós Gunnarsdóttir, húsfreyja á bænum Hvammi í Skaft- ártungu, við Morgunblaðið í gær. Hún sagði brennisteins- fýluna hafa verið mikla á sunnudag og ekki minni í gær- morgun. Verktakar fylgjast grannt með gangi mála Dregið hefði úr lyktinni er leið á daginn og rennslið minnkað, miðað við það sem hún sá út um eldhúsgluggann. Hlaupið hafði svo rénað nokk- uð þegar leið á kvöldið. Sig- urrós sagði mörg dæmi þess að stórt hlaup hæfist viku eða tíu dögum eftir „spýju“ sem þessa um helgina. Verktakar við Skaftá fylgd- ust grannt með ánni í gær en þar er byrjuð jarðvinna vegna brúarsmíði á tveimur stöðum við þjóðveginn. Búið var að loka annarri brúnni vegna framkvæmdanna og því renn- ur Skaftá aðeins um einn far- veg á þessum stað. Gunnar Gunnlaugsson hjá verktakafyr- irtækinu Mikael hf., sem bygg- ir brýrnar, segir að þrátt fyrir mikið vatnsrennsli hafi ekki verið hætta á ferðum og varn- argarðar haldið. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Menn fylgdust grannt með þróun mála í Skaftá í gær og að venju voru ljósmyndarar mættir með tæki sín til að mynda atburðinn. „Hálft“ hlaup í Skaftá var talið í rénun í gærkvöldi „Hér vaknaði fólk við lyktina“ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.