Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 244. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Elsta bók- menntahefðin Glæpasöguhöfundurinn Henning Mankell tekinn tali | Listir 23 Nýir bílar á alþjóðlegu bílasýning- unni í Frankfurt | Bílar 4 Samsláttur kynslóða Björn Thoroddsen og Jørgen Svare gefa út hljómdisk | Fólk 47 Ofursport- bíll kynntur BANDARÍSKUR dómari úrskurðaði í gær að hryðjuverkin í New York og Washington 11. september 2001 hefðu verið „fyrirsjáanleg ógn“ og heimilaði því málshöfðun á hendur flugfélög- um, flugvélafram- leiðendum, emb- ættismönnum sem bera ábyrgð á ör- yggi flugvalla og eigendum World Trade Center í tengslum við árás- ina. Dómarinn, Alv- in Hellerstein, sagði að vanræksla við öryggiseftirlit gæti hafa stuðlað að dauða 3.000 manna. Flugfélögin American Airlines og United Airlines, sem og Boeing-fyrirtækið og hafn- aryfirvöld New York og New Jersey, sem báru ábyrgð á Tvíburaturnunum, höfðu óskað eftir því að málinu yrði vísað frá og sagt að það hefði ekki verið í þeirra verkahring að sjá slík- ar árásir fyrir og koma í veg fyrir þær. Þá segja sakborningar að meint vanræksla þeirra sé ekki ástæða þess að fólkið lét lífið. Hellerstein sagði að þó svo það hefði ekki gerst áður að hryðjuverkamenn rændu flug- vélum og flygju þeim af ásettu ráði á bygg- ingar þá hefðu flugfélög átt að geta séð það fyrir að flugvélaræningjar kynnu að valda miklu mann- og eignatjóni á jörðu niðri. Málið er höfðað fyrir hönd 70 fórnarlamba árásanna sem eru ýmist lífs eða liðin. Hugs- anlegt er að málaferlin hefjist í vikunni. Mörg fórnarlömb eða aðstandendur hafa fremur kosið að leita réttar síns en að þiggja bætur úr opinberum sjóðum. Séu bætur þegnar verður fólk að lýsa því yfir að það muni ekki fara í mál. Hryðjuverkin 11. september Málsókn gegn flugfélögum heimiluð New York. AP. TILRAUNIR sem breskt fyrirtæki, Xenova, hefur undanfarin tvö ár gert með bóluefni til að auðvelda fólki að hætta að reykja þykja lofa góðu, að sögn frétta- vefjar breska ríkisútvarps- ins, BBC, í gær. Talið er að efnið geti einnig komið kókaínfíklum að gagni og hefjast brátt tilraunir til að ganga úr skugga um það. Dr. Campbell Bunce, vís- indamaður hjá fyrirtækinu, segir að bóluefn- ið hafi reynst skaðlaust fólki. Efnið fær ónæmiskerfi líkamans til að framleiða mót- efni sem binda nikótínið eða kókaínið í blóð- inu og komast fíkniefnin þannig ekki upp í heilann. Þau ná því ekki að örva heilastöðvar sem valda vellíðan og síðar vanabindingu. Vonast er til að með bóluefninu megi hjálpa fólki sem vill hætta að nota þessi fíkni- efni. Bunce sagði bóluefnið ekki geta þurrk- að strax út fíkn í sígarettur en á hinn bóginn gæti það hjálpað fólki til að byrja ekki aftur þótt það félli aftur, t.d. í gleðskap. „Vonandi munu mótefnin draga úr áhrif- um sígarettunnar þannig að löngunin í aðra verði mun minni,“ sagði Bunce. Hann sagði þó að einhverjir gætu brugðist við bóluefn- inu með því að reykja einfaldlega meira til að fá jafnmikil áhrif og þeir voru vanir að fá. Reykfíklar bólusettir? EVRÓPUDÓMSTÓLLINN, æðsti dómstóll Evrópusambandsins (ESB), úrskurðaði í gær þýzka löggjöf, sem skilgreinir bakvaktir lækna á sjúkrahúsum ekki sem fullan vinnutíma, ólögmæta þar sem hún bryti í bága við vinnu- tímatilskipun sambandsins. Reglur þessarar tilskipunar voru innleiddar í íslenzka löggjöf í vor, en þær hafa áður orðið tilefni deilna um vinnutíma íslenzkra lækna. Sigurbjörn Sveins- son, formaður Læknafélagsins, segir vinnu- veitendur lækna hafa fram að þessu dauf- heyrzt við því að laga vinnutíma lækna að þessum Evrópureglum. Þess vegna kunni að enda með því að á það verði látið reyna fyrir dómstólum „hvað séu í raun gildandi lög í land- inu, og Læknafélagið er fullbúið að sækja það“. Hér er um að ræða tilskipun um vinnutíma sem Evrópusambandið gaf út 1993, en efni hennar var í vor innleitt í íslenzka löggjöf um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöð- um. Áður hafði efni tilskipunarinnar verið inn- leitt með þremur kjarasamningum 1997. Eftir því sem Morgunblaðið fékk uppgefið hjá félagsmálaráðuneytinu féllu læknar í starfsnámi ekki undir umrædda tilskipun en voru felldir undir gildissvið hennar með ann- arri tilskipun á árinu 2000. Hún tók gildi um alla þá hópa sem hún tilgreinir 1. ágúst sl., að læknum í starfsnámi undanskildum, en hún mun taka gildi varðandi þá 1. ágúst 2004. Sigurbjörn Sveinsson segir að það hafi áður fallið svipaðir dómar og Evrópudómstóllinn kvað upp í gær, sem hnekkt hafi lögum um vinnutíma lækna í nokkrum Evrópulöndum og knúið fram breytingar. „Það hefur verið ágreiningur milli sjúkrahússyfirvalda og ungra lækna hér, vegna þess að Læknafélagið samdi þannig að þeir höfðu ekki sama frítöku- rétt og eldri og reyndari læknar. En eftir laga- setninguna í vor er spurning hvort þurfi ekki að skoða þessi mál öll upp á nýtt, og eins og þau standa núna er það alveg inni í myndinni að við þurfum að sækja rétt lækna fyrir dóm- stólum. Við munum fylgja þessu eftir hérna, að þessum tilskipunum verði fylgt í hvívetna.“ Að sögn Sigurbjörns eru álitamál bæði varð- andi hlutskipti unglækna fyrir lagasetninguna og hlut lækna almennt eftir að hún tók gildi. Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að kannað verði hvaða áhrif dómurinn kunni að hafa á starf- semi spítalans, en við fyrstu sýn virðist hann fyrst og fremst taka til unglækna. Evrópudómstóllinn úrskurðar þýzk lög um vinnutíma lækna ólögmæt Íslenzkir læknar tilbún- ir að sækja rétt sinn SJÁLFSMORÐSÁRÁS við kaffi- hús í Jerúsalem varð a.m.k. sjö að bana í Ísrael í gærkvöldi og um fjörutíu manns að auki slösuðust. Árásarmaðurinn lét til skarar skríða við Hillel-kaffihúsið. Örygg- isvörður aftraði sprengjumannin- um inngöngu inn í kaffihúsið og sprengdi hann sig þá fyrir utan. Sprengjan var svo öflug að fram- hlið hússins hrundi. Nokkrum stundum fyrr var gerð sjálfsmorðs- árás í grennd við herstöð í úthverfi Tel Aviv og varð hún minnst átta manns að bana, að morðingjanum meðtöldum. Leiðtogar Palestínumanna for- dæmdu þegar ofbeldið. „Forysta Palestínumanna fordæmir þessa árás [í Tel Aviv] og minnir á að þrír Palestínumenn voru einnig drepnir sama dag, þ.á m. barn,“ sagði í yfir- lýsingu frá Palestínustjórn. Sprengjumaðurinn í Tel Aviv er sagður hafa komist með tösku inn í biðskýli en þar beið fjöldi her- manna eftir fari. Tugir manna særðust í tilræðinu, sumir alvar- lega. Engin samtök höfðu seint í gærkvöldi enn lýst ábyrgð á árás- unum á hendur sér en félagar í Hamas-hryðjuverkasamtökunum lýstu hins vegar fögnuði sínum. Talsmaður Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, Avi Pazner, sagði að Ísraelar myndu halda bar- áttunni gegn Hamas og leiðtogum samtakanna áfram þar sem þeir hefðu borið ábyrgð á blóðbaðinu. Hins vegar deildi Yasser Arafat Palestínuleiðtogi ábyrgðinni með Hamas vegna þess að hann hefði ekkert gert til að hindra tilræði og „Ísraelar munu bregðast við í sam- ræmi við það“. Sharon var staddur í Indlandi í opinberri heimsókn. Háttsettir, ísraelskir embættis- menn hafa að undanförnu hvatt til þess að Arafat yrði vísað úr landi en hann er í eins konar stofufang- elsi í Ramallah á Vesturbakkanum. Forsætisráðherra stjórnar hans, Mahmud Abbas, sagði af sér á laugardag vegna harðra deilna við Arafat. Bæði Ísraelar og Banda- ríkjamenn telja að Arafat hafi graf- ið undan Abbas með því að neita að láta hann taka við yfirstjórn allra öryggissveita Palestínumanna. Ísraelskar hersveitir felldu fyrr í gær þrjá menn, þ.á m. 12 ára dreng, í aðgerð gegn Hamas- mönnum í Hebron á Vesturbakk- anum. Umkringdu sveitirnar sjö hæða byggingu í leit að tveimur eft- irlýstum mönnum. Bardagi hófst, Ísraelar beittu skriðdrekum og hæfði sprengjubrot 12 ára dreng, Thaher Siyouri, sem fylgdist með átökunum ásamt fjölskyldu sinni af svölum í nágrenninu, með þeim af- leiðingum að hann dó. Tvö mannskæð sjálfs- morðstilræði í Ísrael AP Hamas kennt um árásirnar og Ísraelar segja Arafat bera ábyrgð að hluta Björgunarmenn í Tel Aviv leita að líkamsleifum fórnarlamba sprengjuárásarinnar í Tel Aviv í gær. Jerúsalem, Tsrifin-herstöðinni við Tel Aviv. AFP, AP.  Qurei/14 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.