Morgunblaðið - 10.09.2003, Side 4

Morgunblaðið - 10.09.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ FRUMVARP til breytinga á orkulögum, sem samþykkt var á Alþingi árið 2001, var afgreitt með nokkrum hraða í gegnum þingið og var ekki sent Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga eða einstökum sveitarfélögum til umsagnar. Fyrrverandi for- maður iðnaðarnefndar Alþingis segir að það hafi ekki verið rætt í nefndinni að frumvarpið kynni að hafa þau áhrif að Orkuveita Reykjavíkur eða önnur orkufyr- irtæki yrðu undanþegin greiðslu fasteignaskatta. Landsvirkjun og Hitaveita Suðurnesja hafa ekki hætt að greiða fasteigna- gjöld til sveitarfélaga þrátt fyrir breytt orkulög. Borgarlögmaður sendi í sum- ar, fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur, bréf til Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem til- kynnt var að fyrirtækið mundi ekki greiða fasteignagjöld af eignum Orkuveitunnar í sveitar- félaginu. Jafnframt var óskað eftir að sveitarfélagið endur- greiddi fasteignaskatta sem fyr- irtækið hefði greitt á síðustu tveimur árum eða frá gildistöku nýrra orkulaga. Orkulögum var breytt á Al- þingi árið 2001 í tengslum við lög sem samþykkt voru og heimiluðu að stofnað yrði sam- eignarfélag um Orkuveitu Reykjavíkur og að stofnað yrði hlutafélag um Hitaveitu Suður- nesja. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að túlkun OR á orkulögum frá 2001 muni hafa þau áhrif að OR ætli ekki að greiða fast- eignagjöld af eignum sínum í Reykjavík, m.a. höfuðstöðvum sínum við Réttarháls. „Sam- kvæmt lögfræðiáliti borgarlög- manns ber okkur ekki að greiða fasteignagjöld nema af ákveðnum gerðum af eignum,“ segir hann. „Ég reikna með að Reykjavíkurborg muni meta stöðu sína í þessu samhengi,“ segir hann. Orkulögum var breytt árið 2001 80. grein orkulaga hljóðaði þannig: „Orkustofnun, Raf- magnsveitur ríkisins, Raf- magnseftirlit ríkisins, …og Jarðboranir ríkisins eru undan- þegin tekjuskatti, útsvari, að- stöðugjaldi, stimpilgjaldi og öðr- um sköttum til ríkis, sveitar- og bæjarfélaga.“ Með nýjum lögum var bætt við eftirfarandi setningu: „Sama á við um hitaveitur og/eða raf- veitur sem hafa einkaleyfi til starfsemi sem kveðið er á um í IV. og V. kafla laga þessara.“ Með lögum um Orkuveitu Reykjavíkur, sem samþykkt voru í tengslum við þessa breyt- ingu, er talað um að Orkuveitan taki við „einkarétti Reykjavík- urborgar, Orkuveitu Reykjavík- ur, Akraneskaupstaðar, Akra- nesveitu, Borgarbyggðar, Borg- arfjarðarsveitar og Hitaveitu Borgarness til starfrækslu hita-, vatns- og/eða rafveitu.“ Það er á grundvelli þessara lagabreytinga sem Orkuveita Reykjavíkur gerir kröfu um að þurfa ekki að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi fasteigna- gjöld. Óska eftir viðræðum við iðnaðarráðherra Hjálmar Árnason alþingis- maður var formaður iðnaðar- nefndar Alþingis á síðasta kjör- tímabili og hann segir að það hafi ekki komið til tals í nefnd- inni að lagabreytingin kynni að hafa þau áhrif að orkufyrirtæk- in þyrftu ekki að greiða fast- eignagjöld. Hann segir jafn- framt að það hafi ekki verið hugsun löggjafans að breyta framkvæmdinni gagnvart ein- stökum sveitarfélögum. Þórður Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, segir að þetta mál komi sér á óvart. Hraði hafi verið við afgreiðslu laganna og aldrei hafi verið leit- að umsagnar sveitarfélaganna áður en lögin voru samþykkt. Hann segir að Samband ís- lenskra sveitarfélaga hafi óskað eftir formlegum viðræðum við iðnaðarráðherra um málið. Hann segir að ef tilgangur lög- gjafans hafi verið að breyta framkvæmd skattlagningar gagnvart sveitarfélögunum hafi verið eðlilegt að veita sveitar- félögunum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum. OR greiddi 6–7 milljónir til sveitarfélagsins Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, segir að Orkuveitan hafi greitt um 6–7 milljónir á ári til sveit- arfélagsins vegna fasteigna- gjalda af eignum Orkuveitunnar í sveitarfélaginu. Þetta séu einu gjöldin sem fyrirtækið greiði til sveitarfélagsins af Nesjavalla- virkjun því að engin búseta sé á staðnum í tengslum við virkj- unina. Sveitarfélagið hafi því engar útsvarstekjur vegna virkjunarinnar. Hann segir ansi hart fyrir hreppinn ef Orkuveit- unni verði heimilt að nýta orkuna frá Nesjavöllum án þess að greiða krónu til sveitarfé- lagsins. Í greinargerð lögmanns Grímsnes- og Grafningshrepps til Orkuveitunnar er bent á að iðnaðarráðherra hafi aldrei veitt Orkuveitu Reykjavíkur einka- leyfi til dreifingar og sölu á raf- magni og hitaorku í Grímsnes- og Grafningshreppi. Vísað er í 5. grein laga um stofnun sam- eignarfélags um Orkuveitu Reykjavíkur en þar er talað um einkarétt Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur, Akra- neskaupstaðar, Akranesveitu, Borgarbyggðar, Borgarfjarðar- sveitar og Hitaveitu Borgar- ness. Hvergi sé minnst á Gríms- nes- og Grafningshrepp. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa Raf- magnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða ekki greitt fasteigna- gjöld. Landsvirkjun og Hita- veita Suðurnesja hafa hins veg- ar greitt fasteignagjöld og hafa ekki túlkað orkulög frá árinu 2001 með sama hætti og Orku- veita Reykjavíkur hefur gert. Aðspurður hvort þessi grein- argerð breyti á engan hátt af- stöðu OR, segir Guðmundur Þóroddsson að hún sé í and- stöðu við greinargerð borgar- lögmanns fyrir hönd OR. „Við förum eftir lögum en ef skiln- ingur okkar reynist rangur verðum við að una því. Ef menn eru ekki sammála lögunum geta þeir leitað til Alþingis til að fá þeim breytt.“ Morgunblaðið/Sverrir Ekki reiknað með að lög- in breyttu skattgreiðslum Sveitarfélög fengu ekki að gera athugasemdir við frumvarp um orkulög Grímsnes- og Grafningshreppur hefur hótað uppboði á eignum Orkuveitunnar á Nesjavöllum. TVEIR fyrrverandi lögregluþjónar úr lögregl- unni í Reykjavík, sem sæta ákæru ríkissaksókn- ara fyrir ólöglegar handtökur og fleira, verða yf- irheyrðir fyrir rétti þegar skýrslutökur hefjast í máli þeirra í Héraðsdómi Reykjavíkur 7. október. Mál þeirra var tekið fyrir í héraðsdómi í gær þar sem gagnaöflun lauk og ákveðið var að hefja aðal- meðferð málsins eftir einn mánuð sem fyrr segir. Sakborningarnir eru ákærðir fyrir að hafa sem lögreglumenn handtekið karlmann um þrítugt í Tryggvagötu og fært hann á lögreglustöð án nægilegra ástæðna eða tilefnis, hinn 9. mars sl. Ennfremur er annar sakborningurinn sakaður um ranga skýrslugjöf með því að hafa í lögreglu- skýrslu, sem fjallaði m.a. um handtöku mannsins, skráð ranglega að mikil múgæsing hafi myndast á vettvangi, ástandið verið mjög eldfimt og að notkun úðavopns hafi verið nauðsynleg til að lög- regla kæmist af vettvangi án þess að til frekari átaka kæmi. Hinn lögregluþjónnin er þá sakaður um brot í opinberu starfi fyrir að beita úðavopni gegn öðrum borgara án nægilegra ástæðna eða tilefnis. Er hann einnig ákærður fyrir ranga skýrslugerð með því að hafa lýst ranglega for- sendum notkunar úðavopns, er hann skráði að múgæsing hefði brotist út eftir handtöku fyrr- nefnda mannsins. Einnig er honum gefið að sök að hafa hand- tekið 23 ára mann án nægilegra ástæðna eða til- efnis hinn 8. mars sl. í Hafnarstræti. Um 20 vitni verða leidd fyrir dóminn undir að- almeðferð málsins. Allt að þriggja ára fangelsi liggur við ólöglegum handtökum. Ákærðir fyrir ólöglegar hand- tökur og brot í opinberu starfi Réttað yfir tveimur lögregluþjónum OPNAÐUR hefur verið krossgátuvefur á mbl.is. Á vefnum er hægt að velja 10 kross- gátur í pakka. Krossgáturnar eru sendar not- endum á pdf-formi til að auðvelda útprentun. Til að skoða krossgáturnar þarf ókeypis hug- búnað sem fáanlegur er á vefnum sé hann ekki þegar fyrir hendi. Hægt er að velja á milli meðalþungra og þungra krossgátna. Þá geta notendur slegið inn uppgefin orð í þar til gert leitarsvæði til að fá frekari skýringar þegar unnið er að lausn krossgátunnar. Nýjum krossgátum er bætt við á þriggja daga fresti. Til að hægt sé að nýta sér þjónustuna þarf viðkomandi að vera skráður. Einnig er hægt að velja eldri krossgátupakka. Þar má einnig sjá yfirlit yfir þá krossgátupakka sem notandinn hefur valið áður. Fyrir aftan hverja slóð í yfirlitinu er hægt að smella á tengilinn Lausn til að skoða viðkomandi lausn hvers pakka. Þessi þjónusta verður án endurgjalds til 1. október nk. Allar ábendingar og athugasemdir frá notendum eru vel þegnar. Vinsamlega sendið þær á net- fangið krossgata@mbl.is. Krossgátuvefur á mbl.is ATVINNULEYSISBÆTUR hafa hækkað minna en bætur almanna- trygginga á undanförnum árum, sem hefur orðið til þess að þær eru nú tals- vert lægri en óskertar bætur örorku- og ellilífeyrisþega. Munurinn er 16– 18 þúsund á mánuði eftir því við hvað er miðað eða rúm 20%. Fyrir átta ár- um var munurinn 3–4 þúsund eða tæp 8% og fyrir þremur árum munaði átta þúsund kr. eða um 13%. Bent hefur verið á það sem mögulega skýringu á mikilli fjölgun umsókna um örorku- mat, sem sagt var frá í Morgun- blaðinu í gær, að örorkubætur séu hærri en atvinnuleysisbætur. Fullar atvinnuleysisbætur eru nú 77.449 kr. á mánuði tæplega 18 þús- und kr. lægri en óskertar bætur til ör- yrkja sem nú eru 95.083 kr. á mánuði og ellilífeyrisþega sem eru 94.090 kr. á mánuði. Fyrir átta árum, árið 1995, voru fullar atvinnuleysisbætur 50.028 kr. á mánuði. Hækkunin á tímabilinu nemur 58%. Fyrir átta árum voru örorkubætur hins vegar 53.847 kr. á mánuði og elli- lífeyrir nam 53.129 kr. Hækkun ör- orkubótanna er um 77% á tímabilinu. Atvinnuleysisbætur miðust áður fyrr við sjö ára stafsaldursþrep í launataxta fiskvinnslufólk, en þeirri viðmiðun var breytt með lögum árið 1995 og hafa atvinnuleysisbætur frá þeim tíma verið ákvarðaðar „með til- liti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála,“ eins og það er orðað í lögunum. Þar er félagsmálaráðherra jafnframt heimilað, að fengnu sam- þykki ríkisstjórnar, að breyta bóta- fjárhæð ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsfor- sendum frá afgreiðslu fjárlaga. Væru tæp 94 þúsund samkvæmt eldri viðmiðun Væri eldri viðmiðun við ákvörðun atvinnuleysisbóta í gildi, þ.e.a.s. við- miðun við launataxta fiskvinnslufólks væru atvinnuleysisbæturnar í dag 93.839 kr. á mánuði rúmum þúsund krónum lægri en örorkubæturnar eru og 200 kr. lægri en fullar bætur ellilíf- eyrisþega. Elli- og örorkubætur hækkað meira en atvinnuleysisbætur Munurinn 16 til 18 þúsund krónur á mánuði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.