Morgunblaðið - 10.09.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 10.09.2003, Síða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er alltaf gott að komaheim,“ segir Flosi Arn-órsson, íslenski stýrimað-urinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi og í fangelsi í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum fyrir ólöglegan vopnaburð frá 24. apríl sl. Flosa var sleppt úr haldi í Abu Dhabi á sunnudag en þaðan var hann fluttur í hand- og fótjárnum út á alþjóðlega flugvöll- inn í Dubai. Þar tók hann áætl- unarflug til Istanbúl í Tyrklandi, síðan áætlunarvél til Kaup- mannahafnar og að lokum vél til Íslands. Flosi hefur stundað sjó- mennsku í 25 ár og „reynt ým- islegt“ eins og hann orðar það en bætir því við að fljótt á litið sé reynslan í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þó „merkilegasta lífsreynslan“. Beint að upplýsingaborðinu Þegar Flosi og skipsfélagar hans komu að landi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í apríl sl. höfðu þeir verið að ferja skip til landsins. Þeir komu að landi í hafnarbæ skammt frá Dubai, einni stærstu borg furstadæmanna, en þaðan ætluðu þeir að fara flugleið- ina til Íslands. Flosi komst þó aldrei lengra en á alþjóðflugvöllinn í Dubai eins og kunnugt er, því þar var hann handtekinn eftir að hafa framvísað riffli sem hann hafði í fórum sínum. Flosi segir að riffilinn hafi hann haft með sér í sjóferðinni og þegar hann kom í land í furstadæmunum hafi hann tekið riffilinn í sundur og pakkað honum ofan í tösku. Ætlunin var að taka riffilinn aftur heim til Íslands. „Ég hef nú ein- hvern tíma sagt það áður að eftir mánaðarlanga siglingu starfar heilinn ekki eðlilega,“ útskýrir hann og heldur áfram: „Ég gekk því beint að upplýsingaborði í flugstöðinni og sagði að ég væri með byssu í farangrinum og spurði hvað ég ætti að gera við hana.“ Flosi segir að starfsfólkið við upplýsingaborðið hafi sagt að „þetta væri ekkert vandamál“. Honum hefði verið uppálagt að setja byssuna aftur í töskuna og fara með hana í gegnumlýsingu. „Það gerði ég,“ sagði Flosi, „en byssan sást náttúrulega í gegn- umlýsingunni. Ég var beðinn að opna töskuna og einn skipsfélaga minna aðstoðaði mig við að skera pakningarnar utan af byssunni. Það tók um fimmtán mínútur.“ Upp úr pakningunum kom byssa sem Flosi hafði ekkert leyfi fyrir og enga skráningu fyrir í fursta- dæmunum, en byssan var skráð á Flosa á Íslandi. Flosi segir að hann hafi strax verið dreginn afsíðis og þar tóku við um sex klukkustunda yfir- heyrslur. „Þeir fundu einhverja áfengislykt af mér við yfirheyrsl- una og ætluðu að reyna að hanka mig á því líka,“ segir hann, „en áð- ur en við fórum í flugið fórum við á barinn á hótelinu og fengum okkur tvo bjóra.“ Hann segir að í raun sé bannað að drekka áfengi í furstadæmunum, þótt áfengi sé selt öllum þeim sem vilja kaupa. „En ef fólk er tekið drukkið er það í slæmum málum.“ Samkvæmt opinberum gögnum var Flosa gefið tvennt að sök er hann var handtekinn; annars veg- ar að hafa neytt áfengis og hins vegar að vera með vopn í tösku sinni. Að sögn Flosa stóð til að dæma hann fyrir brot á neyslu áfengis í Dubai en brotið vegna ólöglegs vopnaburðar átti að taka fyrir í Abu Dhabi. Blóðprufa var tekin af Flosa morguninn eftir að yfirheyrslur yfir honum hófust og kom í ljós að hann var með 0,0% áfengismagn í blóðinu. Gerðu ekki neitt fyrir mig Flosi segir aðspurður að yf- irheyrslurnar á flugvellinum hafi farið fram á ensku, en þeir sem stýrðu yfirheyrslunni hafi verið mjög lélegir í tungumálinu. Þegar hann er spurður hvort honum hafi ekki fundist yfirheyrslurnar lang- ar – þær tóku jú sex tíma – svarar hann: „Sex tíma yfirheyrsla! Það er nú ekki neitt þegar litið er til þess að þetta átti allt saman eftir að taka fjóra til fimm mánuði áður en yfir lauk.“ Eftir yfirheyrslurnar á flugvell- inum var Flosi sendur í gæslu- varðhald í fangelsi í Dubai. Þar átti hann eftir að dúsa í um fjöru- tíu daga. Hann segir að á leiðinni í fangelsið hafi sér tekist að senda skilaboð í gegnum farsíma til vandamanna á Íslandi, en þegar í fangelsið var komið var síminn og annað lauslegt tekið af honum. Flosi virðist hafa tekið fanga- vistinni með æðruleysi, en hann segir að óvissan hafi verið verst, enda hafi hann lítið vitað þegar hann var settur í gæsluvarðhald. „Mér fannst slæmt að vita ekkert um framhaldið. Ég ræddi við marga fanga; einn var búinn að vera þarna í hálfan mánuð fyrir að hafa ekið yfir á rauðu ljósi og ann- ar var búinn að vera í tvo eða þrjá mánuði fyrir að hafa verið drukk- inn úti á götu. Ég hugsaði með mér: Og ég var tekinn með riffil á alþjóðaflugvelli.“ Flosi segir að óvissan hafi því nagað sig fyrst í stað. „En ég ró- aðist þegar ég var búinn að tala við lögfræðinga og þeir sögðu mér að hámarksrefsing fyrir mitt brot væri þrjú ár!“ Þótt þrjú ár séu langur tími sagði Flosi að sér hefði þó liðið betur að vita hvert stefndi. Flosi segist fljótlega hafa orðið sér úti um tvo lögfræðinga í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum, en hann ber þeim þó ekki vel sög- una. „Ég borgaði þeim eina og hálfa milljón og þeir gerðu ekki neitt fyrir mig,“ segir hann og tekur eitt dæmi: „Síðustu daga mína í fangelsinu í Abu Dhabi [höfuðborg furstadæmanna] fékk samfangi minn að hringja í lög- fræðinginn minn til að forvitnast um gang mála. Kom þá í ljós að lögfræðingurinn vissi ekki einu sinni hvaða dóm ég hafði fengið.“ Inntur eftir því hvernig fang- elsið hefði verið í Dubai segir Flosi að það fangelsi sé „besta fangelsið í furstadæmunum“. Um 150 fangar voru að sögn Flosa vistaðir þar. Hann segir að passað hafi verið upp á hreinlætið og að aðbúnaður hafi verið viðunandi. Vistin hafi því ekki verið slæm í sjálfu sér. Hann segist hafa mátt hringja einu sinni í viku til útlanda og eins oft og hann vildi innan furstadæmisins. „Ég var nátt- úrulega svolítið sérstakur fangi, þar sem ég var eini Evrópubúinn, fangavörðunum líkaði ágætlega við mig og litu oft undan er ég var að hringja heim á öðrum dögum en leyfilegt var.“ Flosi segir að þeir hafi ekki þurft að vinna neitt í fangelsinu, „því var bara legið í leti“, segir hann. Kom alveg af fjöllum Eftir u.þ.b. fjörutíu daga í gæsluvarðhaldi í Dubai, eða hinn 1. júní sl., var Flosa sleppt úr haldi eins og áður sagði, en hann mátti þó ekki yfirgefa landið þar sem máli hans var ekki lokið. Flosi telur það íslenskum stjórnvöldum að þakka að honum var sleppt úr haldi, en um mánaðamótin júní/júlí var bréfi frá Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra komið til utan- ríkisráðherra furstadæmanna. Í bréfinu var farið fram á að rétt- arhaldi yfir Flosa yrði hraðað og hann yrði jafnframt látinn laus gegn tryggingu. „Ég kom alveg af fjöllum þegar mér var sleppt úr haldi,“ segir Flosi, „en mér var áreiðanlega sleppt út af bréfinu sem ráðherra sendi,“ bætir hann við. Hann tek- ur þó einnig fram að starfsmenn norska sendiráðsins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafi að- stoðað íslensku utanríkisþjón- ustuna vegna þessa máls. Málinu var þó ekki lokið, þótt Flosa hefði verið sleppt úr gæslu- varðhaldi, því enn átti eftir að koma í ljós hvort höfðað yrði op- inbert mál á hendur honum. Flosi var í farbanni eins og áður sagði og kom hann sér því fyrir á hóteli í Dubai, þar sem hann gisti næstu þrjár vikurnar, en eftir það fékk hann inni á norsku sjómannaheim- ili, þar sem hann fékk að búa ókeypis. Í byrjun ágúst var síðan tekin ákvörðun um að höfða mál á hendur honum; kom hann af þeim sökum fyrir rétt í Abu Dhabi, þar sem dómari dæmdi hann í fjög- urra mánaða fangelsi. Flosi lýsir réttarhöldunum á eft- irfarandi hátt: „Ég fór fyrir rétt- inn með öðrum lögfræðingi mín- um. Hann var mjög kokhraustur, grobbinn og leiðinlegur og sagði í öðru hverju orði að ég ætti ekki að hafa áhyggjur; hann myndi redda þessu. Ég var hins vegar löngu hættur að hlusta á hann. Hann var svo leiðinlegur. Svo stóðum við þarna fyrir framan dómarann, sem hafði fengið málið í hendur tveim- ur eða þremur vikum fyrr. Hann blaðaði eitthvað í skjölunum mín- um og mér fannst greinilegt að hann var að sjá þau í fyrsta sinn. Hann leit á skjölin í tvær til þrjár mínútur; las yfir eitt eða tvö blöð og gerði síðan hring um tvær eða þrjár athugasemdir í skýrslunni með penna sem hann hélt á. Síðan kallaði hann á lögregluna; lét setja mig í handjárn og stakk mér í steininn. Ég fékk fjögurra mánaða dóm.“ Flosi tekur þó fram að hann hafi verið heppinn „að fá bara fjögurra mánaða dóm“, eins og hann orðar það, því í áfrýj- unarréttinum í Abu Dhabi, sem síðar átti eftir að fara yfir málið, kom í ljós að í skýrslu lögregl- unnar frá Dubai hefði verið talað um vélbyssu en ekki riffil. „Lög- fræðingar mínar höfðu greinilega ekki rænu á því að gera at- hugasemdir við þetta strax.“ Sáttur við stimpilinn Fjögurra mánaða fangelsisdómi yfir Flosa var áfrýjað til áfrýj- unardómstóls í Abu Dhabi og í ágúst ákvað sá dómstóll að stytta dóminn um tvo mánuði. Þar með var Flosi búinn að taka út sína refsingu og vel það. „Ég var búinn að sitja inni í næstum þrjá mánuði þegar þessi dómur kemur,“ segir hann, „þar með lenda þeir í svo- litlum vandræðum, því þeir eru búnir að halda mér inni lengur en dómurinn kvað á um.“ Flosi segir að af þeim sökum hafi það dregist að sleppa honum strax úr haldi í Abu Dhabi. „En loksins, um viku eftir dóm áfrýjunardómstólsins, var ég sótt- ur og mér skutlað í hand- og fót- járnum út á flugvöll. Þaðan fór ég heim í gegnum Istanbúl og Kaup- mannahöfn. Ferðin gekk vel; eng- in bið á flugvöllunum.“ Flosi segir að áður en hann fór frá Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum hafi hann fengið stimpil í vegabréfið sitt, sem bannaði hon- um að koma aftur til landsins. „Og ég er fullkomlega sáttur við það.“ Hann segir að síðustu að Samein- uðu arabísku furstadæmin séu „rosalega flott“ á yfirborðinu, en það sem sé undir yfirborðinu sé í líkingu við það sem gerðist á mið- öldum. Spurður að því hvað allt þetta mál hafi kostað hann fjár- hagslega segist hann ekki enn „hafa þorað að taka það saman“. Flosi Arnórsson stýrimaður losnaði úr haldi um helgina Fangelsið í Abu Dhabi í einu orði sagt hræðilegt Morgunblaðið/Árni Sæberg Flosi Arnórsson ásamt syni sínum Guðjóni Alex, þriggja ára. Flosi Arnórsson sjómaður er loksins kominn heim eftir rúmlega fjögurra mánaða dvöl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þar sem hann sat í fangelsi fyrir ólöglegan vopnaburð. Hann segir Örnu Schram sögu sína. arna@mbl.is ÞEGAR Flosi er beðinn um að lýsa fangavistinni í Abu Dhabi segir hann að hún hafi í einu orði sagt verið hræðileg. „Þetta er ógeðslegt fangelsi,“ segir hann. „Við vorum sjö saman í einum klefa og sváf- um allir á steypugólfi. Þegar við komum inn fengum við þrjú teppi; eitt til að hafa und- ir okkur, annað til að hafa yfir okkur og þriðja til að hafa sem kodda. Þarna var allt vaðandi í skorkvikindum, maurum og kakkalökkum. Þetta var við- bjóður.“ Hann segir að þeir hafi fengið tvær máltíðir á dag, sem hafi verið naumt skammt- aðar, auk morgunmatar. „Ég mætti aldrei í morgunmatinn; hann var svo ógeðslegur. Það var ekki þess virði að vakna til að fara í hann.“ Hann segist þó hafa borðað hinar máltíð- arnar: „Maður borðaði til að halda lífi.“ Spurður hvort hann hafi ekki lagt af í fang- elsinu segir hann: „Jú, en ég mátti nú við því.“ Flosi segir aðspurður að hann hafi ekki heldur verið látinn vinna neitt í fangelsinu í Abu Dhabi, en segir að hann hafi haldið dagbók, bæði í því fangelsi og í fangelsinu í Dubai, til að láta tímann líða. Hann segir ennfremur að- spurður að honum hafi samið vel við hina fangana. „Eina al- mennilega fólkið sem ég hitti þarna var fólkið í fangelsinu.“ Hann segir að fangarnir hafi verið inni fyrir margvísleg brot; t.d. morð og ávísanafals. „Þarna var öll flóran.“ Ógeðslegt fangelsi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.