Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Bragð er að þá belja finnur“ – kossaflensinu er lokið. Geðheilsa eldra fólks Lyf eru ekki lausn við leiða GEÐHEILSA eldrilandsmanna erefni þemamánað- ar Geðræktar þetta árið. Geðrækt (www.ged.is) er samstarfsverkefni Land- læknisembættisins, geð- sviðs Landspítala, Heilsu- gæslunnar í Reykjavík og Geðhjálpar. Meðal mark- miða Geðræktar er að efla umræðu um geðheilsu landsmanna, auka for- varnir og fræðslu um geð- sjúkdóma og geðheil- brigði, draga úr fordómum og bæta líðan almennings. Að sögn Dóru Guðrúnar Guð- mundsdóttur, verkefnis- stjóra, hafa verkefni Geð- ræktar undanfarin ár beint athyglinni að ákveðnum aldurshópi og nú er komið að eldri borgurum. „Við höfum fengið ýmsa til liðs við okkur við undirbúninginn, svo sem Félag eldri borgara í Reykja- vík, Félagsþjónustuna, Félagsstarf Gerðubergs, Geðhjálp, Landlækn- isembættið, Landsamband eldri borgara, Rauða kross Íslands, Tryggingastofnun, Þjóðkirkjuna, Öldrunarsvið LSH og Öldrunarráð Íslands. Við höfum unnið eftir leið- beiningum frá Alþjóða heilbrigðis- málastofnuninni (WHO). Þar er lögð áhersla á að opna umræðuna um geðheilsu eldra fólks og hvern- ig megi bæta hana.“ – Hvað ógnar helst geðheilsu eldri borgaranna? „Að komast á efri ár veldur ákveðnu álagi. Það eru mikil við- brigði að hætta að vinna og að þurfa að finna sér nýtt hlutverk. Þá er mikilvægt að iðjuleysið nái ekki yfirhöndinni og að fólk finni sér eitthvað að gera. Sumir fá sér létt- ari vinnu, fara í sjálfboðastörf eða njóta þess að geta stundað áhuga- málin af fullum krafti.“ – Veldur skipting þjóðfélagsins í aldurshópa vanda? „Ég held að það sé ekki gott að skipta kynslóðunum jafn mikið upp og nú tíðkast. Það þarf að efla tengslin milli aldurshópa. Við mun- um m.a. kynna verkefni þar sem unnið hefur verið að því að tengja kynslóðir saman. Í félagsstarfi Gerðubergs hefur fólk á öllum aldri t.d. unnið saman að trjárækt og spilað félagsvist. Þeir eldri miðla þeim yngri af reynslu sinni og í sumum tilvikum hafa börnin kennt þeim eldri á tölvur.“ – Yfirskrift mánaðarins er að lyf séu ekki lausn við leiða. „Já, ef leiði gerir vart við sig er lausnin ekki fólgin í lyfjum. Það er miklu betra að finna sér eitthvað að gera til að vinna bug á leiðanum. Kvíði og þunglyndi er annars eðlis og mikilvægt að bregðast rétt við. Ef kvíði og þunglyndi sækja á þá á fólk á öllum aldri að leita sér lausn- ar.“ – Er mikilvægt að eiga áhuga- mál þegar aldurinn færist yfir? „Já, alveg tvímælalaust. Við hvetjum fólk til að hafa eitthvað fyrir stafni og áhuga- málin skipta þar miklu máli. Margir hafa ekki tök á að finna sér annað starf þegar þeir hætta að vinna, en það er ým- islegt hægt að sýsla.“ – Getur þú nefnt dæmi? „Ég get ímyndað mér að aðstoð eldra fólks yrði víða vel þegin, t.d. í skólaathvörfum. Það þyrfti ekki að taka vinnu frá öðrum. Það er fullt af börnum sem þurfa á umönnun og aðstoð að halda.“ – Hvernig er dagskrá þemamán- aðarins? „Við ætlum að vera með fjóra hádegisverðarfundi í Grensás- kirkju. Sá fyrsti er í dag og verða fundirnir síðan næstu þrjá mið- vikudaga, allir á sama tíma, kl. 12.30–13.30. Í dag fjallar Pálína Jónsdóttir um hvernig eldri borg- arar geta verið virkir, fundið sér nýja iðju og rækt áhugamál. Val- gerður Snæland Jónsdóttir mun fræða um hláturjóga, hún kennir fólki að auka hláturinn í lífinu því hláturinn lengir lífið. Þá mun Guð- rún Halldórsdóttir segja frá áhugaverðum námskeiðum Náms- flokka Reykjavíkur. Loks mun Vinabandið, hljómsveit eldri borg- ara í Breiðholtinu, slá á létta strengi. Fundurinn 17. september mun fjalla um hvort þunglyndi og kvíði séu eðlilegir fylgifiskar efri áranna, en svo er ekki. Þetta eru vandamál sem þarf að taka á hjá eldra fólki eins og því yngra. Tilhneigingin hefur verið að leysa þennan vanda með lyfjagjöf í stað meðferðar. Lyfin geta oft hjálpað fólki tíma- bundið, en það er nauðsynlegt að huga einnig að félagslegum þáttum og bjóða annars konar meðferð samhliða. Þriðji fundurinn, 24. september, mun fjalla um geðraskanir á efri árum. Fólk sem átt hefur við geð- röskun að stríða alla ævi er oft sett á heimili fyrir eldra fólk án þess að fá meðhöndlun við hæfi. Þeir sem glíma við geðraskanir þurfa áfram aðstoð þótt þeir eldist. Á síðasta fundinum, 1. október, verður fjallað um mikilvægi þess að við hlúum að þeim sem okkur þykir vænt um. Sigfinnur Þorleifs- son sjúkrahúsprestur mun fjalla um það að eiga aldraða foreldra og Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður í Gerðubergi, kynnir hvernig hægt er að tengja saman kynslóðir í fé- lagsstarfi. Þá verður kynning á íþróttastarfi meðal aldraðra. Það eru allir – á öllum aldri – vel- komnir á þessa fundi. Það verður boðið upp á súpu, brauð og kaffi á 500 krónur. Geðheilsa eldri lands- manna varðar alla, því við vonumst öll til að ná háum aldri.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir  Dóra Guðrún Guðmundsdóttir hefur lagt stund á guðfræði og lauk BA-gráðu í sálfræði frá Há- skóla Íslands árið 2000. Hún hóf störf hjá Geðrækt í febrúar 2001 og hefur verið verkefnastjóri þess verkefnis frá júlí 2002. Í starfi sínu hjá Geðrækt hefur hún haldið fyrirlestra og nám- skeið um geðrækt fyrir skóla, fyrirtæki, félagasamtök og stofn- anir víða um landið og tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum á sviði geðræktar. Hún er gift Bóasi Valdórssyni og eiga þau Rósu Maríu, 3 ára. Iðjuleysið má ekki ná yfirhöndinni Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is 65.970 kr.* * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í viku, fer›ir til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 21 85 9 /0 3 Fallegt 4 stjörnu hótel sem slegi› hefur ærlega í gegn í sumar. Hóteli› stendur vi› ströndina í Platanias. Herbergi eru loftkæld og me› öllum nútíma flægindum. Hálft fæ›i innifali›. Hausttilbo› Tveir fyrir einn sta›greitt á mann m.v. tvo í íbú› í 7 nætur á Ikaros. 41.745 kr.* Líti› fjölskyldureki› íbú›ahótel: stórar og rúmgó›ar íbú›ir me› einu og tveimur svefnherbergjum. Lítil sundlaug og stutt á ströndina. Ikaros 15., 22. og 29. september Hótel Porto Platanias sta›greitt m.v. 2 í tvíb‡li í 7 nætur me› hálfu fæ›i.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.