Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.09.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. SEPTEMBER 2003 11 MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athuga- semd frá Kjartani Magnús- syni, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins: „Í frétt Morgunblaðsins af borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag er sagt frá um- ræðum um greiðslur fyrir sér- fræðivinnu til tveggja nafn- greindra einstaklinga. Segir m.a. í fréttinni að Hákon Gunnarsson, fyrrv. kosninga- stjóri Samfylkingarinnar, hafi fengið 310 þúsund króna greiðslu fyrir sérfræðivinnu fyrir Alþjóðahúsið. Rétt er að það komi fram að umræddar greiðslur námu ekki 310 þúsund kr. heldur 772 þúsund kr. m.vsk. og var þessi greiðsla veitt fyrir eins mánaðar vinnu. Vegna sér- stakra aðstæðna í rekstri Al- þjóðahússins sl. vetur ákvað stjórn þess að ráða sérstakan tilsjónarmann með rekstrin- um. Rætt hafði verið um það í stjórninni að leita hagstæð- ustu leiða við ráðninguna, ekki síst vegna bágrar fjár- hagsstöðu hússins. Ekki kom hins vegar til þess þar sem sérstök ósk barst um það frá fulltrúum þáv. borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, að Hákon Gunnarsson, fyrrv. kosningastjóri Sam- fylkingarinnar, yrði ráðinn til verksins. Einnig kom fram á stjórnarfundi Alþjóðahúss að Ráðhús Reykjavíkur hefði samið um ákveðna þóknun til ráðgjafans vegna verkefnisins þótt eðlilegt hefði mátt telja að stjórnin annaðist þann þátt málsins. Um það samdist hins vegar milli borgarinnar og Rauða krossins að kostnaði vegna sérfræðivinnunnar yrði skipt milli þessara tveggja að- ila. Það breytir ekki þeirri staðreynd að greiðslur til ráð- gjafans fyrir eins mánaðar vinnu námu samtals 772 þús- und kr. m.vsk. og þáverandi borgarstjóri réð bæði ráðn- ingu og launakjörum um- rædds einstaklings. Þar sem umrædda ráðningu bar að með beinni íhlutun úr Ráðhúsinu, taldi undirritaður ekki óeðlilegt að launakjör vegna hennar væru uppi á borðinu. Það tók sex mánuði og margítrekaðan eftirrekst- ur að fá svar þar að lútandi úr borgarkerfinu.“ Athugasemd frá Kjartani Magnússyni Greiðslur fyrir sér- fræðivinnu NÝTT tímastjórnunarkerfi fyrir vaktavinnu hefur gefið góða raun á stærri vinnustöðum og hjálpað til að draga úr neikvæðum áhrifum vaktafyrirkomulags á fjölskyldulíf. Þetta kom fram í erindi sem Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, varaformaður Eflingar stéttarfélags, hélt um fjölskylduvænt vinnuskipulag á ráðstefnu um Time Care tímastjórnunarkerfið. Þórunn sagði í erindi sínu að vaktavinnukerfi hefðu mikil áhrif á stóran hóp fólks sem vinnur á vöktum og samkvæmt erlendum rannsóknum séu þau áhrif afgerandi. Hinn síbreytilegi vinnutími geti gert fólki erfitt fyrir að gefa fjöl- skyldunni það vægi í lífi sínu sem stefnt er að. „Það er því fagnaðarefni að nú skuli vera komið fram vaktavinnukerfi sem er einfalt í notkun og gefur starfsmönnum möguleika til sveigjanleika innan vaktakerfisins,“ sagði Þór- unn. Kerfið sem um ræðir nefnist Time Care og er ætlað að gera starfsfólki mögulegt að velja sér vinnutíma í samræmi við eigin þarfir og þarfir atvinnurekanda. Starfsfólki er falin aukin ábyrgð á eigin vinnutíma og það hefur valmögu- leika sem eiga að stuðla að betri líðan á vinnu- stað. Bylting frá því sem var áður „Þetta er í raun og veru bylting miðað við hvað allt hér hefur verið niðurnjörvað,“ sagði Þórunn í samtali við Morgunblaðið. Að sögn Þórunnar er Time Care fjölskyldu- vænt að því leyti að fólk getur m.a. sett fram sínar óskir um að eiga allaf frídaga þegar af- mælisdagar eru í fjölskyldunni, vinnudagur er í skólanum o.s.frv., en þannig er reynt að skipu- leggja vaktir fram í tímann og hagræða þannig að vaktirnar hafi sem minnst neikvæð áhrif á fjölskyldulífið. Íslenskir vinnustaðir hafa tekið upp kerfið Nokkrir stærri vinnustaðir hafa tekið þetta kerfi upp hér á landi en að sögn Þórunnar hent- ar það síður á smærri vinnustöðum, t.d. með 10 eða færri manns í vinnu. Neyðarlínan hefur tek- ið kerfið upp og lögreglan er með það í und- irbúningi. Þá tók hjúkrunarheimilið Sóltún kerf- ið mjög fljótt upp og Landspítalinn er með það til skoðunar, ekki síst vegna þess að góð reynsla er af því hjá Karolinska Hospital í Svíþjóð. Nýtt tímastjórnunarkerfi gefur góða raun á stærri vinnustöðum Hjálpar til að draga úr nei- kvæðum áhrifum vaktavinnu TVEIR sérfræðingar á vegum náttúruverndarsamtakanna World Wide Fund for Nature hafa dvalið hér á landi undanfarna daga til að ræða við stjórnvöld, Landsvirkjun, Alcoa og fulltrúa stjórnmálaflokk- anna um hugmyndir um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. Samantha Smith, sem stýrir norð- urskautsáætlun samtakanna, segir Jökulsá á Fjöllum og Eyjabakka mikilvæg náttúruverndarsvæði í al- þjóðlegu samhengi sem beri að vernda, svæðin falli undir skilgrein- ingar um sk. RAMSAR-svæði, þ.e. votlendissvæði sem séu mikilvæg á alþjóðavísu. „Við ætlum að ræða við stjórnvöld um Kárahnjúka en ætlum líka að horfa fram á veginn því stjórnvöld hafa sett á laggirnar nefnd til að skoða þjóðgarð norðan Vatnajökuls og við viljum gjarnan hvetja stjórnvöld í þeirri vinnu.“ Samantha starfaði sem fyrirtækja- lögfræðingur í Bandaríkjunum áð- ur en hún fluttist til Noregs fyrir átta árum og hóf störf hjá samtök- unum. Hún er í forsvari fyrir norð- urskautsáætlun WWF sem miðar að því að samhæfa vinnu, samskipti og aðgerðir hjá starfsfólki WWF í Bandaríkjunum, Kanada, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Rússlandi. Með í för er dr. Ute Collier, sérfræðingur á sviði orku- mála og umhverfisstefnu hjá WWF. Að sögn Samönthu er sú staða sem uppi er á Íslandi, þ.e. sá gífur- legi þrýstingur sem skapast hefur um að leggja ósnortin víðerni undir virkjanir til að framleiða orku einn- ig í Rússlandi, Kanada og Alaska hvað snertir gas og olíu. Hún minn- ir á að íslensk stjórnvöld hafi skuldbundið sig á ýmsum sviðum gagnvart alþjóðasamfélaginu, s.s hvað snertir sjálfbæra þróun og að viðhalda fjölbreytileika í náttúr- unni. „Það væri gott að sjá stjórn- völd efna þessar skuldbindingar og vernda það sem eftir er af þessu svæði, eins og Jökulsá á Fjöllum og Eyjabakka. Það verður að vera jafnvægi milli iðnaðarframkvæmda á svæðinu og umhverfisverndunar,“ segir Samantha. Þjóðgarðsinngangar verði við nærliggjandi bæi Hún bendir á óvenjulegt landslag og menningu og gildi þessara þátta fyrir ferðamennsku sem stöðugt verði mikilvægari atvinnugrein hér á landi. „Það væri hægt að búa til þjóðgarð með kjarnasvæði þar sem eru ýmsar takmarkanir, engir vegir og svo framvegis, og síðan yrði hægt að vera með upplýsinga- miðstöðvar, stíga um þjóðgarðinn og innganga sem væru nálægt nær- liggjandi bæjum. Ég er ekki að segja að þetta skapi eins mörg störf og álbræðsla. Á hinn bóginn, um leið og virkjunin verður að veruleika eru engir möguleikar lengur á að vernda náttúruna né nýta hana til ferðamennsku,“ segir Samantha. Sérfræðingar á vegum náttúruverndarsamtakanna WWF ræða við stjórnvöld Hvetja til stofnunar þjóðgarðs Morgunblaðið/Jim Smart Dr. Ute Collier, til vinstri, og Samantha Smith, sérfræðingar hjá World Wide Fund for Nature. ÞESSAR virðulegu straumandar- kollur voru í foringjaleik í Forvöð- um við Vígaberg á bakka Jökulsár hér á dögunum. Þær virða fyrir sér ólgandi straumkast árinnar í gljúfrinu og snúa frá eftir þá athugun. Straum- öndin er glæsilegur fugl og frábær- lega sundfær. – Lífsreynslan segir þeim þó að Jökulsá sé ekki til að leika við þessa dagana. Karlar þeirra eru líka farnir til sjós og einskis stuðnings að vænta frá þeim glæsilegu steggjum ef illa færi. Morgunblaðið/BFH Fram, fram, fylking Mývatnssveit. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.